Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 37
I MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Afmæliskveðja: Gísli Hjaltason Bolungarvík Einn af mætustu borgurum Bol ungarvíkur, Gísli Hjaltason frændi minn fyrrverandi sjómaður er níræður í dag. Um langt árabil hefur Gísli sett mikinn svip á heima- byggð sína. Vinsæll maður og glað- beittur, sem samferðarmenn minn- ast með hlýhug og virðingu. Gísli Hjaltason fæddist í Hnífsdal þann 24. febrúar 1898. Sonur hjón- anna Hildar Elíasdóttur (f. 7.12. 1864 d. 9.8. 1949) og Hjalta Jóns- sonar sjómanns (d. 21.12. 1925). Á þeim árum sem Gísli Hjaltason var að slíta bamsskónum í verstöð- inni við utanvert ísafjarðardjúp var ólíkt um að litast því sem nú er að sjá hér vesta. Bolungarvík var ver- stöð í þess orð fyllstu merkingu. Þangað streymdu bændur til að stunda sjóróðra og höfðust við í verbúðum, „búðum", sem svo voru kallaðar.Bolungarvík byggðist fyrst og fremst upp vegna þess að stutt var á fengsæl fiskimið. Um það munaði á árabátaöld, þegar menn knúðu fley sína með líkamlegu afli. Seinna hófst vélbátaútgerð við ísafjarðardjúp. Upphaf hennar má rekja til þess að þeir Sophus Niels- en og Árni Gíslason settu vél í bát sinn og gerðu út árið 1902. Þetta er upphaf vélbátaútvegsins á ís- landi og því um leið upphaf tækni- væðingar í íslenskum sjávarútvegi; tæknivæðingar sem við enn búum að. Gísli Hjaltason eins og aðrir samtíðarmenn hans fæddust því inn í ævintýrið mikla. Þegar íslenska þjóðin var að vinna sig út úr fátækt- inni og verða bjargálna. Kynslóð Gísla Hjaltasonar lagði mest af mörkunum í þessari framfarabar- áttu, með eljusemi, ráðdeild og framsæknum hug. Þessari kynslóð eigum við nútímamenn því skuld að gjalda, sem best verður greidd með því að vera trúir þeim hug- myndalega arfi sem okkur var eftir- látinn. Eins og að framan greinir var árabátaöldin að kveðja er Gísli Hjaltason óx úr grasi á „Mölunum" I Bolungarvík eftir aldamótin. En faðir Gísla var á sinni tíð kunnur ræðari og duglegur sjómaður. Það vita allir að lífsbaráttan í Bolungarvík var hörð á þessum árum. Hjalti og Hildur komu þó upp hjálparlaust fimm bama hópi með iöni og sparsemi. Bömin eru í ald- ureröð: Elísabet er gift var Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni, Margrét er bjó lengst af í Reykjavík, Júlíana er bjó með Guðmundi Ben- ónýssyni, Iengst bónda á Gerð- hömmm og Kristjana. Auk Gísla er nú einungis Júlíana á lffi. Vélbátaútgerðin hafði mikil áhrif á þróun búsetu í sjávarplássunum í kring um landið. Fyrir daga vél- bátanna skipti vitaskuld mestu að stutt væri á miðin. En eftir að vélar- aflið leysti ræðarana af hólmi brejrttust viðhorfin. Þá skipti ekki eins miklu þó eitthvað lengra þyrfti að sigla. Þýðingarmeira varð að búa við góð hafnarskilyrði. Bátar voru langt fram á þessa öld settir í Bol- ungarvík, einsog það var nefnt. Það er, þeir vom hífðir upp á kamb, upp grýtta fjöruna, studdir af bökum sjómannanna. Var þetta oft mikið erfiðis- og hættuverk. Getur hver maður séð að það var engum heigl- um hent að eiga við slíkt oft við örðugar aðstæður. Sleipt var í fjör- unni og þung úthafsaldan, sem braut á mönnum og bátum var ekkert lamb að leika sér við. Það reyndi því á hreysti manna við slíkar aðstæður. Gísli hefur stundum sagt mér af því er hann leitaði sér lækn- inga suður í Reykjavík, vegna bak- eymsla. Læknirinn sagði strax er hann leit bakið augum. „Þú ert úr Bolungarvík. Það sé ég á bakinu á þér.“ Þannig var það þá, að átökin í ljömkambinum vestra settu slíkt mark á sjómennina fyrr á öldinni að þá mátti þekkja úr. Þróunin varð sú í landinu að bátamir stækkuðu og vélaraflið bauð upp á möguleika sem áður höfðu verið lokaðir mönnum. Hafn- leysið vestra reisti hins vegar skorð- ur við framþróuninni. Því vom tak- mörk sett hvað hægt var að gera þegar hafnarmannvirkin vom ekki til staðar. Enginn vafí er á því að um árabil hamlaði hafnleysið mjög vaxtarmöguleikum Bolungarvíkur. Ýmsir fylltust því vonleysi og héldu burt. Svo vom það aðrir sem ævin- týraþrá og nýjungagimi kallaði í og seiddi á áður ókunnar slóðir. í síðar nefnda hópnum var Gísli frændi minn. Oft sagði hann mér frá því að hann hefði fljótt séð að ekkert vit væri í öðm fyrir ungan mann eins og sig, annað en að hleypa heim- draganum og halda suður á land. í þann tíð einsog jaftian, var erfitt að komast í góð skipsrúm, en Gísli var heppinn. Með tilstyrk góðs vin- ar var hann ráðinn á gott skip. Skipstjórinn sagði raunar er hann barði piltinn augum. „Þú ert úr Bolungarvfk. Þú hiýtur því að kunna að vinna." — Þar með var hann ráðinn. Alltaf hefur Gísli minnst þessara ára sinna með ánægju. Hann kynnt- ist mörgu góðu fólki, enda þarf ekki að efast um að þessi félags- lyndi og góði drengur hefur átt auðvelt með að eignast vini. En römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Gísli Hjaltason sneri aftur heim til Bolungarvíkur eftir 18 ára fjarveru og tók upp sfna fyrri starfshætti. Hann stund- aði sjóinn um lang árabil. Hvar- vetna gat hann sér gott orð, enda trúmennska og samviskusemi hon- um í blóð borin. Þegar Gfsli lét af sjómennsku árið 1950 tók hann við starfí hafn- arvarðar. Það rækti hann af þéirri alúð sem honum var lagið. Hann var og er mikið snyrtimenni og sinn- ugur um allt það sem honum var trúað fyrir. Kom það einkar vel fram í starfi hans sem hafnarvörð- ur. Gísla Hjaltasonar naut víða við í félagsstarfi hér í Bolungarvík, það lætur nærri að fljótlega væri upp að telja þau féiög sem hann kom ekki nærri, en hin þar sem hann starfaði. Gísli var aldrei einn þeirra sem var í félagi að nafninu til. K Áhugi hans á félagsmálum var ein- lægur og hann naut þeirra starfa. Ég efast ekki um að saga félags- starfs hér væri mun rýrari hefði. starfskrafta hans ekki notið við. í Slysavarnafélaginu starfaði hann áratugum saman. Var hann formaður Slysavamadeildarinnar Hjálpar í tvo áratugi og sótti slysa- vamaþing. Vinna hans að þessum málaflokki var alveg geysileg en oft unnin í kyrrþey. Mörg urðu þau handtökin hans við umsýslan áhalda og muna slysavamadeildar- innar. Er ekki að efa að þau störf hafa oft komið sér vel. Þessa minntist slysavamafólk í Bolungarvík er Gísli var gerður heiðursféiagi deild- arinnar í Bolungarvík. Og ennfrem- ur nú á síðasta ári er Björgunar- sveitin gaf nýjum björgunarbáti sínum nafnið Gísli Hjalta, í virðing- arskyni við hinn aldna heiðursfé- laga. Mér er fullkunnugt um að Gísli mat mikils þá hlýju og ræktar- semi er slysavamarfólk sýndi hon- um með þessum hætti. Ásamt þeim Óskari Halldórssyni og Kristjáni Þ. Kristjánssyni hafði Gísli forgöngu um fyrsta Sjómanna- daginn í Bolungarvík og var að sjálfsögðu fyrsti formaður sjó- Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Más- stöðum í Vatnsdal, nú til heimilis að Funafold 28, Reykjavík, er níræð í dag. Ingibjörg er fædd að Bjama- staðagerði í Unadal, Skagafjarðar- sýslu Foreldrar hennar vom hjónin Anna Ólafsdóttir og Jóhann Símon- arson bóndi í Bjamarstaðagerði. Hjónin í Bjamarstaðagerði eignuð- ust 11 böm, en þar af komust að- eins 6 til fullorðinsára, og er Ingi- björg nú ein eftir á lífi. Ingibjörg fór að vinna fyrr sér mjög ung að ámm, eins og títt var í þá daga. í fyrstu innan síns fæðingarhéraðs, en sumarið 1923 réðst hún sem hjáiparstúlka vestur í Húnavatns- sýslu að stórbýlinu Þingeymm. Þá bjuggu á Þingeymm merkishjónin Hulda Á. Stefánsdóttir og Jón S. Pálmason. Ekki var gert ráð fyrir mannadagsneftidar. Að „málefnum sjómannadagsins vann Gísli löngum síðar, hin seinni árin meðal annars með Geir Guðmundssyni, sem þar hefur lang mest komið við sögu. Löngu eftir að Gísli Hjaltason var kominn í land fann hann til samkenndar með sjómönnum. Eng- inn vafi er á því að sú er ein skýr- ing þess að hann vann af svo mikl- um alhug að þessum framangreindu hagsmunamálum sjómannastéttar- innar. Honum voru líka töm á tungu orð og orðatiltæki úr gömlu sjó- mannamáli. Við yngra fólkið gátum stundum ekki varist brosi yfir því hvemig Gísli komst að orði. Hjá honum var þó ekki um neina upp- gerð að ræða. Hið gamla orðfæri sjómennskunnar eru honum sjálf- sagður hlutur. Auk þessara félagsstarfa sem getið er má þéss minnast að Gísli var áhugasamur karlakórsfélagi, lék í leikritum og er einn heiðurs- félagi Lionsklúbbs Bolungarvíkur. Hann var og gríðarlega mikilvirkur á vettvangi Ungmennafélags Bol- ungarvíkur og heiðursfélagi þess. Það var einmitt í Ungmennafé- laginu að Gísli fékk tækifæri til að iðka mælskulistina. Það kom hon- um mjög að gagni í því viðurhluta- mikla félagsstarfi sem hann innti af höndum. Hann leit upp til manna sem áttu gott með að koma fyrir sig orði og gilti þá einu hvort hann var þeim sammála eður ei. Oft minntist hann t.d. með aðdáun á Jón Thoroddsen skáld, sem hingað kom vestur í framboð komungur, — raunar jafnaldri Gísla — árið 1923. Taldi hann Jón hafa verið einhvem snjallasta ræðumann sem hann hefði hlýtt á og voru þeir þó engir aukvisar í þeim efnum stjóm- málamennimir sem hér gerðu garð- inn frægan, þá og síðar. Gísli setti sig aídrei úr færi að sækja stjómmálafundi. Tók hann jafnan til máls og var ófeiminn við að tjá hug sinn. Honum var ákaf- lega létt að tjá hugsanir sínar. Hann var hnittinn og fundvís á skemmtilegar samlíkingar. Fyrir vikið vom fundir oft fremur minnis- stæðir fyrir það sem Gísli lagði til málanna en margorðar ræður sumra þeirra höfðingja sem hér settu á langar tölur. Gísli Hjaltason að Ingibjörg yrði þar nema haustið og veturinn, en það fór öðruvísi. Í hartnær 18 ár dvaldi hún þar og var alveg sama hvort heldur hún tók að sér úti- eða innistörf, allt var jafnvel af hendi leyst. Sumarið 1941 giftist Ingibjörg Jósef J. Jó- sefssyni ættuðum frá Helgavatni í Vatnsdal, en þau höfðu verið samt- íða á Þingeyrum. Bjuggu þau á nokkmm bæjum í Sveinsstaða- hreppi, en síðustu 12 árin á Más- stöðum. Þeim hjónum varð ekki bama auðið, er á legg komust, en tóku til fósturs bróðurdóttur Ingi- bjargar, Önnu Bjamadóttur og reyndust henni sem bestu foreldrar. Sumarið 1967 missti Ingibjörg mann sinn og flutti hún þá um haustið til Reykjavíkur, til fóstur- dóttur sinnar, og hefur verið til heimilis hjá hehni síðan. 8& hefur alltaf verið ákveðinn sjálf- stæðismaður og ekkert legið á þeim skoðunum sínum. Það hefur hins vegar verið hans gæfa að geta unn- ið með mönnum án tillits til skoð- ana þeirra og þess vegna notið al- mennra vinsælda og virðingar. Sjálfstæðismenn í Bolungarvík gerðu hann að heiðursfélaga sínum fyrir all nokkmm ámm. Sá sem hér ritar hefur verið svo lánsamur að eiga margar góðar stundir með Gísla Hjaltasyni. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna og ræddi þar um landsins gagn og nauðsynjar; um pólitík og útgerð. Hann var með ákveðnar meiningar og var lítið fyrir það að gefa sig í fyrstu lotu.þó að honum væri andmælt. Eftir að ég stoftiaði heimili kom hann tíðum til okkar Sigrúnar. Ekki síst eftir að til okk- ar flutti tengdafaðir minn Þórir Sigtryggsson. Það mátti heita að hann kæmi daglega í kjallarann til Þóris og leit þá einnig tíðum til okkar. Ymist til að spytja frétta úr stjómmálum eða af útgerð. Hann var alltaf aufúsugestur, ekki síst hjá litlum syni okkar, Guðfinni, sem kunni vel að meta þennan glað- beitta aldna frænda. Oft ræddi hann líka um frændfólk sitt sem honum var kært. Ekki síst ainafninn Gísli Jón Hjaltason sem ævinlega hefur sýnt gamla manninum ræktarsemi ásamt allri fjölskyldu sinni. Fyrir örfáum missemm fór að bera á heilsubresti hjá Gísla mínum. Hann bjó eins lengi og honum var unnt á heimili sínu við Vitastíg í Bolungarvík. Þar kom þó að heilsa og kraftar leyfðu það ekki lengur. Fiutti hann þá á sjúkrahúsið í Bol- ungarvík þar sem hann hefur notið góðrar umönnunar þess ágæta starfsfólks er þar vinnur. Á þessum tímamótum vil ég og fjölskylda mín senda frænda mínum Gísla Hjaltasyni alúðarkveðjur. Kynnin af þessum merka manni hafa verið ómetanleg. Með störfum sínum hefur hann verið öðrum fyrir- mjmd. Verka hans mun lengi verða minnst. En við frændfólk hans munum lengst muna ræktarsemi hans í okkar garð. Til hamingju með afmælið ftændi. Einar K. Guðfinnsson Ingibjörg mun taka á móti gest- um laugardaginn 27. febrúar í Hall- argarðinum I Veitingahöllinni milli kl. 15.00 og 17.30. I.B. Afmæliskveðja: Ingibj örg J óhanns- dóttir frá Másstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.