Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
AKUREYRI
*FYRSTA alþjóðlega skákmót
Skákfélags Akureyrar verður
haldið í Alþýðuhúsinu á Akyreyri
dagana 9.- 21. mars og komast
færri að en vilja. Mótið er tólf
manna, en mun fleiri hafa sýnt
því áhuga. Stjórn SA hefur tekið
ákvðrðun um níu þátttakendur og
er þessa dagana að velja þijá í
viðbót úr hópi sex annarra kunnra
skákmanna. Ekki reynist unnt að
fjölga keppendum þar sem New
York Open-mótið hefst strax að
loknu Akureyrarmótinu og nokkr-
ir þátttakendanna á förum þang-
að.
Ákveðið er að þrír Sovétmenn taki
_Jjátt í mótinu, þeir Mikhail Gurevich
stórmeistari, Lev Polugaevski stór-
meistari og Sergey Dolmatov stór-
meistari. Þá koma íslensku stór-
meistaramir, þeir Jóhann Hjartar-
son, Margeir Pétursson, Helgi Ólafs-
son og Jón L. Amason til keppni auk
tveggja Akureyringa, þeirra Jóns
Garðars Viðarssonar og Ólafs Kristj-
ánssonar, sem tefla nú f fyrsta sinn
á alþjóðlegu móti. Aðrir þeir er til
greina koma eru: Karl Þorsteins al-
þjóðlegur meistari, Tisdall alþjóðleg-
ur meistari frá Noregi, Adorjan stór-
*meistari frá Ungveijalandi, Sprag-
gett stórmeistari frá Kanada, So-
kolov frá Júgóslavíu sem jafnframt
er yngsti stórmeistari heims og
Brown stórmeistari frá Bandaríkjun-
um.
, Gylfi Þórhallsson formaður SA
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hægt hefði verið að hafa þetta stór-
meistaramót eingöngu, en frá því
hefði verið horfíð. „Við vildum hafa
a.m.k. tvo Akureyringa með þar sem
þetta er okkar fyrsta stórmót. Við
emm að vonast til að meðaltal styrk-
leikans verður í kringum 2.500
ELO-stig. Sovétmaðurinn Gurevich
er sterkastur með 2.625 ELO-stig
og ellefti sterkasti skákmaður heims.
Honum næstur kemur Jóhann með
*yfir 2.600 stig nú eftir einvígið við
Kortsjnoj."
Gylfí sagði að ætlunin væri að
halda slík alþjóðleg mót reglulega
ef vel tækist til með þetta. Mótin
yrðu þá haldin á tveggja ára fresti
í beinu framhaldi af Reykjavíkurmót-
unum. Þó þetta fyrsta mót yrði lok-
að, yrðu önnur mót að öllum líkindum
opin þar sem þau yrðu ódýrari í fram-
kvæmd.
Morgunblaðið/GSV
Ahugi er fyrir kaupum á tveimur hæðiun í húsi þessu við Glerárgötu 26, annarri og þriðju hæð, þar
________________ sem stúdentaíbúðir verða væntanlega innréttaðar fyrir haustið.
Stúdentagarðar komnir fyrir haustið
Hugmyndir eru uppi á Akur-
eyri um stúdentagarða þar í bæ,
sem menn gera sér vonir um að
hægt verði að taka í notkun
strax næsta haust. Hafa sjónir
manna einkum beinst að hús-
næði við Glerárgötu 26. Hús-
næðið er nú í fokhelt, en þar
er hægt að innrétta stúdentaí-
búðir fyrir 30-35 manns. Tölu-
vert undirbúningsstarf hefur
verið unnið vegna þessa, hvað
varðar fjármögnun og skipu-
lagningu.
Undanfamar vikur hefur starfað
á Akureyri átta manna hópur
áhugafólks um málefni Háskólans
á Akureyri. Starfsemi þessa hóps
hefur einkum beinst að húsnæðis-
málum stúdenta við háskólann og
þá ekki síst byggingu stúdenta-
garða.' Stofnað hefur verið félag
áhugafólks um málefni háskólans
og nefnist það Skjöldur. Fyrsta
verkefni félagsins er að vinna að
frekari undirbúningi og byggingu
stúdentagarða við skólann.
Tómas Ingi Olrich er einn þeirra
er starfað hefur að undirbúningi
þessa máls og sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið að hægt yrði
að gera húsnæðið fbúðarhæft fyrir
nk. haust ef hlutimir gerðust hratt.
„Við höfum fengið mjög góðar
undirtektir í stjóm Húsnæðisstofn-
unar og reiknum fastlega með já-
kvæðu svari þaðan. Lög um félags-
legar íbúðir kveða á um lán frá
stofnuninni sem nemur allt að 85%
kostnaðarins. Lán þessi bera að-
eins 1% vexti, sem hlýtur að telj-
ast hagstætt hverju fyrirtæki sem
er. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið
verði einskonar sjálfseignarstofn-
un í líkingu við Félagsstofnun stúd-
enta og yrði sú stofnun að fjár-
magna 15% kostnaðarins á eigin
spýtur. Reynt verður að fá það fjár-
magn frá sveitarfélögum og fyrir-
tækjum. Þegar hefur verið rætt
óformlega við forráðamenn nok-
kurra sveitarfélaga og fyrirtækja
og lofa undirtektir góðu.“
í viðræðum við eiganda hússins,
Áma Ámason, hefur ýmist verið
rætt um kaup á tveimur eða þrem-
ur hæðum, og þvi' hefur endanlegt
verð ekki verið nefnt ennþá. Tómas
Ingi sagði að staðsetning hússins
væri ekki heppileg fyrir stúdenta-
garða háskólans enda væri hús-
næðið aðeins hugsað til bráða-
birgða nú á fyrstu árum háskól-
ans. „Móta þarf skýrar hugmyndir
um endanlega staðsetningu skól-
ans auk þess sem á sama stað
þarf að gera ráð fyrir framtíðar-
stúdentagörðum. Til greina hafa
komið tvær lóðir í bænum, annars
vegar hefur verið rætt um lóðina
þar sem gamli Iðnskólinn stendur
nú og markast af Þingvallastræti
að norðanverðu og Hrafnagils-
stræti að sunnanverðu. Hinsvegar
er um að ræða lóð nálægt Verk-
menntaskólanum á Eyrarlands-
holti, lóð sem er við Þórunnar-
stræti sunnanvert. Ljóst er að Iðn-
skólahúsið í núverandi mynd næg-
ir háskólanum ekki nema til ör-
fárra ára. Hinsvegar gæti það ver-
ið hluti af byggingum háskólans í
framtíðinni, færi svo að háskólan-
um yrði valinn þar staður. Til þess
að menn geti gert sér grein fyrir
húsnæðisþörf háskólans þurfa
skýrar upplýsingar að liggja fyrir
um hvert hlutverk hans verður auk
þess sem athugun verður að fara
fram á þessum lóðum,“ sagði Tóm-
as Ingi.
Hann sagði að búið væri að
gera frumdrög að rekstrar- og
greiðsluáætiun vegna stúdenta-
garða við Glerárgötu 26. „Drögin
benda til þess að hér sé á ferðinni
mjög áhugaverður kostur. Dæmið
virðist vera svo hagstætt að okkur
finnst full ástæða til að reyna þetta
til þrautar."
Haraldur Bessason háskólarekt-
or sagði í samtali við Morgun-
Sljarnan komin
tilAkureyrar
STJARNAN hóf útsendingar á
Akureyri í gær á tíðni FM 104
og þar með bættist sjötta út-
varpsstöðin við hér norðanlands.
Fyrir eru Rás 1 og 2, Hljóð-
^þylgjan, Bylgjan og útvarp Verk-
menntaskólans þessa vikuna, en
þessa dagana standa þar yfir
þemadagar og er útvarp VMA í
tengslum við þá. Forráðamenn
Stjörnunnar hafa allt frá því i
haust staðið I viðræðum við eig-
endur Hljóðbylgunnar um sam-
starf, en eftir að Ijóst var að
Oddur Thorarensen hugðist
kaupa Hljóðbylgjuna í byijun
febrúar, hafa Stjörnumenn unnið
að uppsetningu sendis á Akur-
eyri. Stjarnan hóf starfsemi þann
4. júni sl.
* Sendir Stjömunnar er á þaki
Bamaskóla Akureyrar eins og send-
ir Bylgjunnar og em sendamir báð-
ir jafnsterkir, um 100 wött hver.
Bein lína norður kostar Stjömuna
um eina milljón á ári auk þess sem
kostnaður við uppsetningu og leigu
á sendinum fyrsta árið kostar fyrir-
tækið um hálfa milljón króna. Með
"tilkomu Stjömunnar á Akureyri, ná
sendingar hennar til um 80% lands-
manna, Suðvesturhomsins, Suður-
lands og til Akureyrar, að sögn
Ólafs Haukssonar útvarpsstjóra og
Gunnlaugs Helgasonar dagskrár-
gerðarmanns, en þeir félagar komu
norður í gær og kynntu áætlanir
útvarpsstöðvarinnar fyrir norðan. Í
bígerð er að koma næst upp sendum
á Isafírði og á Egilsstöðum.
Ólafur sagði að meiningin væri
að setja upp upptökuver Stjömunn-
ar á Akureyri og ráða þar einn
frétta- og dagskrárgerðarmann.
„Við ætlum okkur ekki að leita sér-
staklega eftir auglýsingum hér
norðanlands, heldur lítum við á
þetta sem aukna þjónustu við við-
skiptaaðila okkar sunnanlands. Þá
er í ráði að útvarpa beint frá Akur-
eyri einu sinni í viku. Gert er ráð
fyrir morgunþætti að norðan á
hálfsmánaðar fresti og þess á milli
síðdegisþætti frá kl. 16 til 18 sem
ber nafnið „Mannlegi þátturinn“.
Fyrsta beina útsending Stjömunnar
verður frá fegurðarsamkeppninni,
sem fram fer í Sjallanum annað
kvöld er kosin verður Ungfrú Norð-
Mí«
vill kaupa allt dreifikerfí Rásar 2
og bindum við miklar vonir við þá
nefnd, sem nú er að endurskoða
útvarpslögin. Rás 2 hefur farið
mjög svo halloka í samkeppninni
og mikil Qarstæða og stefnuleysi
er af RUV að ætla sér að halda
áfram rekstrinum," sagði Ólafur.
blaðið að sjávarútvegsfræðin kæmi
til með að verða þungamiðja skól-
ans og vonir væm bundnar við að
það nám gæti hafíst haustið 1989.
Auk sjávarútvegsfræðinnar verða
hjúkmnar- og iðnrekstrarbrautim-
ar efldar enn frekar, auk þess sem
nám hefst væntanlega i viðskipta-
fræðum og hugsanlega í matvæla-
fræðum á komandi hausti.
Haraldur sagði að mikil eftir-
spum væm nú eftir háskólanámi
á Akureyri. Nemendafjöldi nú væri
milli 40 og 50 manns, en á næsta
ári stefndi sá fjöldi talsvert á ann-
að hundrað ef marka má allar þær
fyrirspumir sem skólanum hafa
borist. Skrifstofa háskólans er nú
í gamla Iðnskólahúsinu og kennsla
fer að mestu fram í íþróttahúsinu
og á fjórðungssjúkrahúsinu.
Stjörnumennirnir, þeir Gunnlaugur Helgason og Ólafur Hauksson á
Akureyri í gær þar sem þeir kynntu áform Stjörnunnar fyrir frétta-
mönnum.
urland 1988. Morguninn eftir út-
varpar Jón Axel Ólafsson morgun-
þætti sínum beint frá Akureyri.
Ólafur sagðist vilja að Rás 2 yrði
lögð niður enda væri tap mikið og
það hefði sýnt sig að-einkaaðilar
gætu staðið mun betur að slíkum
rekstri heldur en ríkið. „Stjaman
NY
SÓSUÞRENNA
kórónu
kórónu
Wmw
kórónu
i í *
Dreifingaraðili:
Heildverslun
Valdimars Baldvinssonar h/f,
Akureyri. Sími 96-21344.
Fást í öllum betri
matvöruverslunum.
fikákfélag Akureyrar:
Færri komast að
en vilja á alþjóð-
lega skákmótið