Morgunblaðið - 24.02.1988, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.02.1988, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐEÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 23 Semja við Flugleiðir um orlofsferðir FÉLÖG yfirmanna innan Far- manna- og fiskimannasambands íslands hafa samið við Flugleið- ir hf. um flug til Luxemburgar. Félögin hafa leigt 10 sumarhús skammt frá bænum Saarburg í V-Þýskalandi næsta sumar fyrir félagsmenn sina. Félögin sem að samningnum standa eru Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan á ísafirði, Stýrimannafélag Islands, Vélstjórafélag íslands og Vísir, félag skipstjómarmanna á Suður- nesjum. Boðið verður upp á tveggja vikna dvöl í húsunum, en hægt er að framlengja ferðina og vera á eigin vegum í allt að hálfan mánuð til viðbótar. Húsin eru 63 fermetrar að flat- armáli með þremur svefnherbergj- um, eldhúsi stofu, sturtu og snyrt- irigu. Þau standa í skógi vaxinni hæð og í nágrenninu er matvöru- verslun, þvottahús, sundlaug, bamaleiksvæði, veitingahús, mini-golf, keiluspil, útitafl, tennis- vellir, fótboltavöllur og fleira, eins og segir í fréttatilkynningu frá félögunum. Starfsmenn bílaleigunnar LUX- Viking á móti farþegunum þegar þeir koma til Luxemburgar og af- henda þeim bílaleigubíla. Um klukkustundarakstur er til Saar- burg frá Luxembourg. Sem dæmi um verð kostar flug og hús í tvær vikur 16.545 krónur á mann miðað við að 5 séu í hús- inu, 16.013 ef 6 búa í húsinu og 15.632 ef 7 búa í húsinu. Flug, hús og bíll í tvær vikur kostar 20.157 krónur á mann og flug, hús í tvær vikur og bíll í þijár vikur kostar 21.963 krónur á mann. í þessu verði er innifalið flug frá Keflavík til Luxemburgar og til baka, flugvallarskattur og innrit- unargjald, húsið með rafmagni, hita og hreingemingu, Ford Sierra bílaleigubíll með tryggingum, sölu- skatti og ótakmörkuðum akstri. Þingmenn heimsækja Þjóðminjasafn ÞJÓÐMINJASAFN íslands verður 125 ára miðvikudaginn 24. febrúar 1988. Þann dag verður öllum alþingismönnum boðið sérstakiega í safnið milli kl. 17 og 19. í stundarfjórðung verður þeim skipt í 8 hópa eftir lqordæmum og sýndir valdir gripir úr sömu héröðum undir leiðsögn jafn- margra starfsmanna. Að því loknu þiggja þeir .veitingar. Flutt verða örstutt atriði úr af- mælisdagskrá Þjóðminjasafnsins, sem verður flutt í Háskólabíói sunnudaginn 28. febrúar. Leiðrétting í FRÉTT um aðalfund hestamanna- félagsins Fáks á bls. 58 í blaðinu sl. þriðjudag féll niður nafn vara- formanns félagsins, Sigurbjamar Bárðarsonar. omRon AFGREIÐSLUKASSAR Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson GísliÁmíRE keyptur til Grindavíkur Grindavík. FISKIMJÖL og lýsi hf. í Grindavík hefur fest kaup á loðnuskipinu Gisla Áma RE og var gengið frá kaupunum fyrir skömmu er skipið kom með 650 tonn af loðnu til Grindavíkur. Að sögn Jóhanns Péturs And- ersen, framkvæmdastjóra Fiski- mjöls og lýsi hf. hefur lengi stað- ið til að kaupa loðnuskip til fyrir- tækisins,, þó ekki hafi orðið að því fyrr en nú. Gísli Ámi RE hefur til þessa verið gerður út frá Reylqavík og var Eggert Gíslason skipstjóri á honum í mörg ár. Skipið sem er fimmta loðnuskipið sem gert er út frá Grindavík er með 18 þús- und tonna loðnukvóta og getur mest borið 650 tonn í einni ferð. - Kr. Ben. TILB0 X Við fögnum hækkandi sól og bjóðum afs/átt af öllum vörum í dag og næstu daga. kosta boda Bankastræti 10, sími 13122. BODA Kringlunni, sími 689122.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.