Morgunblaðið - 24.02.1988, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
Um 140 manns skráðir
atvinnulausir á Akranesi
að sögn Jóns Pálma Pálssonar bæjarritara
ara á Akranesi. Hann sagði að
Akurnesing’ar væru um 5.400
talsins og um 3.440 þeirra
hefðu greitt útsvar í fyrra.
„Bæjaryfírvöld eiga ekki auð-
velt með að aðstoða Haföm þann-
ig að hjólin fari að snúast aftur
í frystihúsinu," sagði Jón Pálmi.
„Flest fiystihúsin eiga í örðug-
leikum og vandamál þeirra eru
því á landsmælikvarða. Ég held
að fáir Akumesingar sæki vinnu
til Reykjavíkur. Það hefur hins
vegar engin úttekt verið gerð á
því hversu margir þeir em. Akra-
borgin er um klukkutíma að sigla
á milli Reykjavíkur og Akraness
og það tekur um einn og hálfan
tíma að aka á milli staðanna á
þessum árstíma."
Á AKRANESI eru nú um 140
manns á atvinnuleysisskrá, að-
allega vegna þess að vinna hef-
ur legið niðri i frystihúsi Ha-
faraar hf. frá 1. desember sl.,
en þar unnu um 70 manns, og
saumastofan Hennes, þar sem
um 30 manns unnu, varð gjald-
þrota um sl. áramót, að sögn
Jóns Pálma Pálssonar bæjarrit-
Hverfaskipulag kynnt íbúum
mjmdir sínar. Meðal annars verða
hugmyndir að nýjum útivista-
svæðum kynntar og bent á leiðir
til endurbóta á þeim svæðum, sem
þegar eru fyrir hendi. Kynntar
verða hugmyndir að breytingum
á gatnakerfí með aukið umferða-
röryggi í huga auk hugmynda um
ákveðinn skipulagsramma í eldri
hluta hverfísins.
HVERFASKIPULAG fyrir
íbúá í Háaleiti, Hvassaleiti,
Fossvogi, Bústaðahverfi og
Blesugróf, verður kynnt íbúm
á almennum fundi í Réttar-
holtsskóla kl. 20:30 í kvöld.
Birgir H. Sigurðsson skipu-
lagsfræðingur og Málfríður Krist-
iansen arkitekt, sem unnið hafa
hverfaskipulagið kjmna hug-
VEÐUR
Heimild: Veðurstofa fslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 I gær)
I DAG kl. 12.00:
VEÐURHORFUR í DAG, 24.2.88
YFIRLIT f gær: Yfir Grænlandshafi er lægðardrag og regnsvæöi,
sem þokast austur. Hlýtt veröur í veðri vestanlands I kvöld og einn-
ig hlýnar austanlands, en í nótt kólnar dólftið aftur vestantil.
SPÁ: Suðvestanátt á landinu víöa stinningskaldi, skúrir eða slyddu-
él vestanlands en léttir heldur til austanlands. Heldur kólnandi
veður.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðvestanátt með
skúrum eða slydduéljum vestanlands en úrkomulftið verður austan-
lands. Hiti um og yfir frostmarki.
TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Nitastig: 10 gráður á Celsius
stefnu og fjaðrirnar •
■( )■ Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður V Skúrir
w er 2 vindstig. * V El — Þoka
Léttskýjað / / / r r r / Rigning
Hálfskýjað / / / * / * — Þokumóða ’, ’ Suld
Skýjað / * / * Slydda / * / OO Mistur
—{- Skafrenningur
Alskýjað * * * * Snjókoma * * # Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 / gmr að ísl. tíma
Httl v.Sur
Akureyrl 2 alskýjað
Reykjavlk 6 úrk. (grennd
Bergen 4 akýjeð
Halsinkl +8 tnjókoma
Jan Mayen +4 alskýjað
Kaupmannah. 8 hélfskýjað
Naraaaraauaq 1 úrk. ígrennd
Nuuk +7 snjókoma
Oaló +1 snjókoma
Stokkhólmur +2 snjóél
Þórahöfn 2 hálfskýjað
Algarve 18 þokumóða
Amaterdam 6 ekúr é síð.klst.
Aþena vantar
Barcelona 14 mlstur
Berlín 3 haglél
Chlcago +7 helðskfrt
Feneyjar 3 þokumóða
Frankfurt S akýjað
Glasgow 8 léttskýjað
Hamborg 4 akúrir
Laa Palmas 19 alskýjað
London 7 hálfakýjaó
LosAngeles 12 þokurnóða
Lúxemborg 1 snjóél
Madrld 13 helðeklrt
Malaga vantar
Mallorca 16 skýjað
Montraal 3 alskýjað
NewVork 7 léttskýjað
París 5 skýjað
Róm 13 skýjað
Vín 7 skýjeð
Washington 8 lóttskýjaó
Winnipeg 16 helðsklrt
Valencia 17 skýjað
Hreindýr í nánd við Fellabæ og Egilsstaði.
Austurland:
Morgunblaðiö/bjom
Fátt til bjargar
hreindýrunum
- segir Runólfur Þóraninsson í Menntamálaráðuneyti
„ÞAÐ ER til lítils að setja hreindýrin á gjöf, því þegar þau eru
farin að þjást af sulti, þola þau ekki töðugresi. Helst væri rejm-
andi að gefa þeim úthey en þau heyjar varla nokkur maður leng-
ur,“ segir Runólfur Þórarinsson deildarstjóri í Menntamálaráðu-
neytinu en að undanförnu hafa fréttir borist af því að hreindýr
faíli nú úr hor í Borgarfirði eystra, Loðmundarfirði og Víkum
Runólfur sagði að erfítt væri að okkur vita.“ Miklum snjó til
taka dýrin á hús þar sem þau
væru mjög viðkvæm á fóðrum. Þó
yrði líklega rejmt að gefa þeim
úthey. Ekkert hefði þó verið að-
hafst af hálfu ráðuneytisins.
„Þetta hefur ekki verið kannað en
við höfum beðið fólk um að láta
heiða og §alla hefur verið kennt
um sultinn. Runólfur sagði þetta
fjarri því að vera einsdæmi, núna
ætti þetta sér stað á afmörkuðu
svæði og því vissu menn betur
hvemig ástandið væri.“
Egilsstaðir:
Gasbyssa notuð til að
stugga við hreindýrum
Egilsstöðum.
MIKILL fjöldi hreindýra hefur að undanförnu verið niðri i byggð
á Fljótsdalshéraði. í Fellabæ hafa dýrin verið á vappi f útjaðri
bæjarins þegar menn hafa komið á fætur á morgnana en fært sig
utar við mannaferðir.
Hreindýrin eru aufúsugestir hjá
bömum og þéttbýlingum, en vekja
minni hrifhingu hjá skógræktar-
mönnum því þau hafa valdið veru-
legu tjóni í skógræktargirðingum
hjá bændum og Skógrækt ríkisins.
Hreindýrin virðast þokkalega á
sig komin og halda sig saman í
hópum allt frá nokkmm dýrum upp
í nokkra tugi. Telja menn að dýrin
sem komin em hér niður í byggð
séu vel á annað hundrað. Engar
girðingar halda hreindýrum og
fara þau yfír þær þar sem þau
koma að þeim. Þessu hafa skóg-
ræktarmenn á Völlum fengið að
kynnast að undanfömu því dýrin
hafa farið inn í skógræktargirðing-
ar og ýmist brotið niður tré eða
rifið upp ungar plöntur þegar þau
hafa verið að krafsa eftir gróðri.
Hér austanlands þykja hreindýr
vágestir á öllu gróðurlendi.
Enn er ekki ljóst hve miklu tjóni
hreindýrin hafa valdið nú þegar,
en Ijóst er að það er verulegt. Einn
bóndi hefur gripið til þess ráðs að
setja upp gasbyssu sem framleiðir
töluverðan hávaða til að rejma að
stemma stigu við frekara tjóni af
völdum hreindýranna. Slíkar byss-
ur nota bændur hér töluvert til að
fæla gæsir úr nýræktum. Enn sem
komið er virðist þessi tilraun gef-
ast vel hvort sem dýrin venjast
hávaðanum þegar frá líður. Endan-
lega kemur það í ljós í vor hversu
miklu tjóni dýrin hafa valdið þegar
trjágróður fer að taka við sér.
- Björn
Gunnar Olafsson,
bifreiðastjóri, látínn
GUNNAR Ólafsson, bifreiða-
stjóri, lést í Landsspítalanum á
mánudag, eftir skamma sjúkra-
legu, 97 ára gamall. Hann starf-
aði um áratuga skeið sem bif-
reiðastjóri næturlækna í
Reykjavík.
Gunnar fæddist 18. 'febrúar árið
1891 í Njarðvík, sonur Ólafs Ás-
bjamarsonar frá Innri-Njarðvík og
konu hans Vigdísar Ketilsdóttur frá
Kotvogi í Höfnum. Hann lærði ung-
ur húsgagnasmíði hjá Jóni Hall-
dórssyni og co. að Skólavörðustíg
6 og lauk prófi í greininni árið 1913.
Þá vann hann jafnframt að húsa-
smíðum, m.a. við kirkjubygginguna
að Stóra-Núpi árið 1911 og bama-
skólann á Akranesi árið 1912. Árið
1916 hóf Gunnar bifreiðaakstur og
eignaðist um sama leyti fyrstu bif-
reið sína.
\ Árið 1928 hóf Gunnar störf sem
bifreiðastjóri næturlækna í
Reykjavík og ók á hveri nóttu í 18
ár, án þess að hafa afleysinga-
mann. AIls starfaði hann við akstur
þennan í um fjóra áratugi.
Þann 8. janúar 1921 kvæntist
Gunnar Ragnheiði Bogadóttur frá
Gunnar Ólafsson
Búðardal, dóttur Ragnheiðar Sig-
urðardóttur Johnsen og Boga Sig-
urðssonar kaupmanns. Hún lést
fyrir þremur árum. Gunnar Ólafs-
son eignaðist sex böm og eru fímm
þeirra á lífí. Síðustu æviárin bjó
Gunnar á heimili dóttur sinnar í
Reykjavík.