Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 24. mars 1988, og hefst kl. 14.00. --------— DAGSKRÁ----------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 17. mars. Reykjavík, 20. febrúar 1988 STJÓRNIN Andreas Schmidt og Thomas Palm. SCHUBERT-HÁTÍÐ Tónllst Jón Ásgeirsson Baritonsöngvarinn Andreas Schmidt og píanóleikarinn Thom- as Palm hófu Schubert-hátíð í íslensku óperunni með flutningi á Die shöne Mullerin, lagaflokknum fagra um ógæfusama malarann, sem ber í hjarta sér óþreyju far- andmannsins, kvöl vonlausrar ást- ar og flnnur sér hvíldarstað í læknum, ímynd óþreyjunnar er vísaði honum leiðina til malara- stúlkunnar fögru og knýr myll- una. Samt er þetta ekki sorgarsöng- ur, því lækurinn kveður malaran- um vögguvísu, breiðir yfír hann kristalsbláa sæng sína og býður honum góða nótt. Yflr þeim vakir albjartur máninn og víðemi himin- blámans. Andreas Schmidt er stórkost- legur söngvari, og flutti laga- flokkinn svo þýðlega, að við fátt verður jafnað, nema ef það væri sem helst mætti muna M því er Dietrich Fischer-Dieskau flutti Schubert í Austurbæjarbíó fyrir óralöngu sfðan. Þá lék Thomas Palm stórkostlega vel, sérstaklega þar sem Schubert leikur með fínlegar tónhugmyndir sínar, eins og t.d. í Die liebe Farbe. Á næsstu tónleikum flytja þeir félagar Vetrarferðina, sem er eitt af mestu söngskáldverkum tón- listarsögunnar og á þriðju tónieik- unum úrval söngva og Svana- söngvana, sem allir að einum und- anteknum eru samdir í ágústmán- uði 1828, en Schubert lést þremur mánuðum seinna, eða 19. nóv- ember. Þessi Schubert-hátíð er meiri háttar listaviðburður, því bæði er hér um að ræða Mbæra flytjend- ur og stórkostlega tónlist. SJONVARPSBINGO Á STÖD 2 mánudagskvöldið 22. febrúar 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HUÓMBÆ, TEGUNDXZ1: 8, 33, 12, 71,28, 56, 35, 14, 2, 88, 42, 38, 55, 89, 32, 5, 49. SPJALDNR. 18172. Þegar talan 49 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfar- anditölurupp. Spilað var um þrjár iáréttar línur, (eitt spjald): 57, 27, 11,79, 51,4, 69, 1 O, 23, 78, 52, 65, 24, 3, 64, 76, 50, 25, 41,85, 20, 1, 60, 59, 43, 36, 16, 80, 53. SPJALDNR. 15137. ki OGUR STYRKTARFELAG SÍMAR 673560 OG 673561 Kötturinn var sleginn úr tunnunni á öskudaginn i Hveragerði. Morgunblaðið/Sigrún Sigfúsdóttir Öskudagsgleði í Hveragerði Hveragerði. ÖSKUDAGURINN var haldinn hér með meiri glæsibrag en ver- ið hefur. Sá siður að „slá köttinn úr tunnunni" var innleiddur hér við góðar undirtektir og fögnuð bamanna sem mættu til leiksins i hinum furðulegustu búningum. Siðan var haldið i Hótel Ljósbrá þar sem Skólahljómsveit Hvera- gerðis gekkst fyrir dansleik. Starfsmenn Hveragerðisbæjar höfðu komið tunnu fyrir austan við íþróttahúsið og stjómuðu þeirri at- höfn að slá í tunnuna svo að allir kæmust að og enginn yrði útundan eins og vera ber. Einnig miðluðu þeir góðgæti til litlu keppendanna. Þrátt fyrir snjókomuna og bleytuelginn skemmtu bömin sér konunglega. Skólahljómsveit Hveragerðis hélt síðan ball í Ljósbrá og var þar dans- að af miklu fjöri. Þar voru þau einn- ig með hlutaveltu og rennur ágóði í ferðasjóð, en þau hyggja á Fær- eyjaferð f sumar. Félagar hljóm- sveitarinnar sáu um öll sín þjón- ustustörf sjálflr, s.s. afgreiðslu, umsjón og tónlist og tóku til eftir sig að gleðskapnum loknum með mesta sóma. En kennari þeirra, Knstján Ólafsson, stjómar þeim með samblandi af mildi og festu sem er svo mikilvægt í uppeldi ungra bama. Trúi ég að þessi öskudagur hafí veirð æskufólki Hveragerðis óvenju ánægjulegur. - Sigrún Ferðaskrifstofan Útsýn: Vinningar happdrætt- is á ferðakaupstefnu í HAPPDRÆTTI á ferðakaup- stefnu Ferðaskrifstofunnar Út- sýnar hf. í Broadway sunnudaginn 21. febrúar sl. komu upp eftirtalin númer. Leikföng komu á miða nr. 39633, 39757, 39809, 39824, 39852, 39878 og 39879. Kynnisferð fyrir tvo í Portúgal kom á miða nr. 38272, kynnisferð fyrir tvo á Spáni á miða nr. 38249, farseðill með Amarflugi á miða nr. 37433, farseðill með Flugleiðum á miða nr. 38257 og sóiarlandaferð með Útsýn á miða nr. 37116 og einn- ig á miða nr. 37198. Vinningshöfum er óskað til ham- ingju og ósóttra vinninga má vitja hjá símaverði á 2. hseð á skrifstofu Utsýnar, Austurstræti 17. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.