Morgunblaðið - 24.02.1988, Side 20
20
MORGUNBLABIÐ, MIÐVTKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
Ljósmynd/Kristínn Ingvarsson
Starfsfólk Flugleiða i Lundúnum ásamt Sigurði Helgasyni forstjóra fyrirtækisins. Lengst til vinstri
er umdæmisstjóri Flugleiða í Bretlandi, Steinn Lárusson.
Flugleiðir íLundúnum:
Ljósmynd/Kristínn Ingvarsson
Þrir Flugleiðamenn: Sigurður Helgason forstjóri, Jóhann Sig-
urðsson fyrrum umdæmisstjóri í Bretlandi og Steinn Lárusson,
sem tók við þvi starfi á siðasta ári af Jóhanni er unnið hafði
fyrir islensk flugfélög i Bretlandi i hátt á fjórða tug ára áður
en hann lét af störfum á síðasta ári. Myndin er tekin i hófi sem
haldið var i Lundúnum á dögunum í tilefni þess að höfuðstöðvar
fyrirtækisins þar voru fluttar í nýtt húsnæði.
Ottast samdrátt í Islandsferð-
um vegna kostnaðarhækkana
London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni fréttaritara Morgunbladsins.
Steinn Lárusson, umdæmisstjóri Flugleiða i Bretlandi, segir
að vegna mikilla kostnaðarhækkana á Islandi sé hætt við sam-
drætti i ferðamannastraumi frá Bretlandi til íslandi.
Geysihörð samkeppni ríkir í breskum ferðamannaiðnaði og
hafa utanlandsferðir af ýmis tagi lækkað i verði af þeim sökum.
Meðal undantekninga eru íslandsferðir, sem verða æ dýrari með
hveiju árinu sem liður vegna sífelldra kostnaðarhækkana á ís-
landi. Er jafnvel talið að íslandsferðir muni kosta breska ferða-
langa um 20—25 af hundraði meira í ár en á síðasta ári.
Þessi þróun hefur meðal annars hvemig íslandsferðir stæðu að
sett nokkum ugg að forráða-
mönnum- Flugleiða á Bretlands-
eyjum. Steinn Lárusson, umdæ-
misstjóri fyrirtækisins þar, sagði
í viðtali við Morgunblaðið að
fyllsta ástæða væri til að staldra
við og gefa rækilega gaum að því
vígi gagnvart öðrum kostum sem
breskum ferðamönnum stæðu til
boðar^Það er auðvitað alveg ljóst
að þótt ferðir til íslands séu mjög
eftirsóttar hjá stórum hópi manna
hér í Bretlandi em takmörk fyrir
því hvað hægt er að bjóða fólki
upp á hvað kostnað snertir. I
þessu sambandi er vert að hafa í
huga að íslandsferðir hafa verið
sérstaklega vinsælar hjá ýmiss
konar hópum fólks, sem er fjarri
því að vaða í peningum. Þegar
þetta fólk stendur frammi fyrir
tuga prósenta kostnaðarhækkun-
um á ýmsu því er lýtur að íslands-
ferðum er eðlilegt að það hugsi
sig tvisvar um áður en haldið er
til íslands. Mér finnst fyllilega
tímabært að yfírstjóm ferðamála
á íslandi hugi vandlega að þessu
og þeim viðvörunum sem komið
hafa frá breskum ferðamanna-
heiidsölum í þessu efni.“
Steinn Lárusson sagði að
síðasta starfsár hjá Flugleiðum í
Bretlandi hefði verið allgróskum-
ikið þótt aukning hefði ekki orðið
eins og mikil og vænst hefði ver-
ið. Þess má geta að bækistöðvar
Flugleiða Lundúnum voru fyrir
skömmu fluttar um set er tekið
var í notkun húsnasði við Totten-
ham Court Road, nærri hjarta
borgarinnar. Fyrirtækið hefur nú
um fimmtán manns í sinni þjón-
ustu í Lundúnum; starfa flestir
þeirra á skrifstofunni sjálfri en
nokkrir em ávallt til taks á Heat-
hrow-flugvelli.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Steínn Lárusson, umdæmis-
stjóri Flugleiða á Bretlandseyj-
um.
Seðlar og mynt
í nútímanum
Þróun nokkurra peningastærða á föstu verðlagi
% miðað við árið 1960, pr. einstakling
eftir Einar S.
Einarsson
Greiðslumiðlar hafa verið margir
og margvíslegir sfðan sögur hófust.
Guli og silfur og slegin mynt hefur
þó dugað manninum einna lengst.
Pappírsseðlar vom fyrst notaðir í
Kína á 9. öld, en mddu sér ekki
vemlega til rúms fyrr en á sfðustu
öld.
Á fyrrihluta þessarar aldar urðu
þeir aðalgjaldmiðill í verslun og við-
skiptum, en hafa þó nú þegar lifað
sitt stutta blómaskeið.
Tékkar og greiðslukort, nú á
síðustu ámm, hafa leyst seðla og
mynt að veralegu leyti af hólmi.
Þróunin er f þá átt sem nefnt hefur
verið „Seðlalaust þjóðfélag" (Cash-
less society), en væri ef til vill nær
að tala um sem „Seðlaminna þjóð-
félag" (Less-cash society).
Til þess að greina eðli nútíma
greiðsluskipta er fróðlegt að skoða
nokkrar tölur um seðla og mynt f
umferð, og annað peningamagn að
viðbættum veltiinnlánum og spari-
innlánum, í samanburði við þjóðar-
tekjur.
Yfirlit það sem hér fylgir með
er unnið á föstu verðlagi í nýkrón-
um, miðað við lánskjaravfsitölu
1960 = 100. Það er byggt á upplýs-
ingum úr Hagtölum mánaðarins og
ársskýrslum Séðlabanka íslands.
Samkvæmt þessu og línuriti sem
fylgir hafa seðlar og mynt í umferð
pr. einstakling lækkað að raungildi
milli áranna 1960—1986, þó aðeins
um 61,5% og um 43,1% á sfðustu
6 ámm. Hins vegar hefur peninga-
magn pr. einstakling kækkað um
17,6%, á árabilinu 1960—1986, þó
aðeins um 8% á sfðustu 6 ámm.
Af þessu má lesa tilflutning seðla
og myntar í umferð yfir á tékka-
reikninga og aukna þýðingu tékka
sem greiðslumiðils og f vaxandi
mæli greiðslukorta nú á allra
síðustu ámm.
Á sama tíma, 1960—1986, hafa
þjóðartekjur pr. mann vaxið um
hvorki meira né minna en 165,8%,
þó aðeins um 11,3%. sfðustu 6 árin.
Heildarinnlán (spamaður) hefur
vaxið um 137,5% 1960—86, og um
65% síðustu 6 árin.
Þetta þýðir að hlutfal! seðla og
myntar af þjóðartekjum sem var
4,50% 1960 hefur lækkað mjög á
síðustu ámm, niður í 1,27% 1980
og var í lok sfðasta árs einungis
0,65%. Miðað við heildarinnlán hef-
ur hlutfall seðla og myntar lækkað
úr 13,4% 1960, í 6,3% 1980 og var
2,2% í árslok 1986.
Ýmsar ályktanir má af þessu
draga, m.a. að ef ekki hefði dregið
um notkun seðla og myntar á um-
ræddu árabili, og um sömu hlut-
fallslegu breytingu hefði verið að
Einar S. Einarsson
„Með tílkomu greiðslu-
korta og boðgreiðslna
sparast þjóðfélaginu fé
með minni tilkostnaði
við útgáfu og- með-
höndlun seðla og mynt-
ar, auk hins mikla hag-
ræðis sem greiðslukort-
in bjóða á ýmsum svið-
um.“
ræða á þjóðartekjum á mann, ætti
þessi tala að vera 56,50 nýkr. í stað
kr. 8,21 eða 588% hærri en raun-
veraleg tala. Sem myndi hafa þýtt
að beinn kostnaður Seðlabankans
vegna seðlaprentunar og mynt-
sláttu hefði numið 124 milljónum
króna f fyrra í stað þeirra 18 millj-
óna, sem hann nam árið 1986, skv.
ársskýrslu bankans.
Forvitnilegt er að velta því fyrir
sér hvemig umhorfs væri ef öll
verslun og viðskipti fæm fram í
seðlum og mynt í jafnríkum mæli
og áður og hver raunkostnaður af
seðlanotkun er í þjóðfélaginu.
Auk kostnaðar við seðlaprentun
og myntsláttu kostar öll notkun
peninga, meðhöndlun þeirra, taln-
ing, flokkun og eyðing, mikið fé.
Þar við bætist kostnaður við seðla-
geymslu, peningahirslur og vaxta-
tap af peningum f sjóði, bæði hjá
bönkum, verslunum, þjónustuaðil-
um og einstaklingum.
Gefum okkur það að 200.000
manns gengju með á sér 5.000 kr.
í reiðufé að meðaltali, sem gæti
talist eðlilegt ef seðlar væm uppi-
staða peningakerfisins. Þetta næmi
samanlagt 1 miHjarði króna, sem
jafngildir 250—300 milljón króna
vaxta- og verðrýmun á ári miðað
við núverandi vexti og verðbólgu.
Þó ástandið hér á landi sé ekki
eins alvarlegt og sums staðar er-
lendis þar sem kaupmenn geta ekki
verið fyllilega ömggir um að
seðlamir sem greitt er með séu
ófalsaðir, hvað þá heldur um líf sitt
ef þeir em með mikið fé í kassan-
um, þá er ljóst að þýðing peninga
sem greiðslumiðils fer minnkandi.
Tími annarra ömggari og nútfma-
legri greiðslumiðla er mnninn upp.
Með tilkomu greiðslukorta og
boðgreiðslna sparast þjóðfélaginu
fé með minni tilkostnaði við útgáfu
og meðhöndlun seðla og myntar,
auk hins mikla hagræðis sem
greiðslukortin bjóða á ýmsum svið-
um. Aukin sjálfvirkni og ný
greiðslutækni mun leiða til enn
meiri hagkvæmni í náinni framtíð,
þegar dregur úr pappírsnotkun.
Nútímalegur greiðslumáti sem
kemur öllum til góða, jafnt korthöf-
um sem öðmm.
Höfundur er framkvæmdastjórí
VISA íslands — Greiðslumiðlunar
hf.
Staðtölur á verðlagi ársins 1960
1960 1980 1986
Seðlar og mynt f umferð pr. einstakling nýkr. 21.26 14.36 8.21
Seðlar og mynt + veltiinnlán pr. einstakling nýkr. 67.81 62.96 67.99
Seðlarogmynt + heildarinnlán pr. einstakling nýkr. 179.48 242.07 382.85
Þjóðartekjur pr. einstakling nýkr. 473.00 1129.00 1267.00