Morgunblaðið - 24.02.1988, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 24.02.1988, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVHCUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 Niðurstöður fornleifa- rannsókna í Skálholti 1954-’58 gefin út á bók ÚT ER komin bókin „Skálholt fornleifarannsóknir 1954-1958“, þar sem birtar eru niðurstöður fornleifarannsókna í Skálholti, er fram fóru á árunum 1954 til 1958. Dr. Kristján Eldjárn, fyrrver- andi forseti íslands, sem þá var þjóðminjavörður, hafði yfirumsjón með rannsókninni og hafði hann gengið frá sínum hluta verksins, er hann féli frá. Er bókin helguð minningu hans og kemur út á 125 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, sem er í dag. Að sögn Þórs Magnússonar sem enginn vissi hvað var. Það var sogn þjóðminjavarðar er þessi fomleifa- rannsókn ein merkasta, ef ekki sú merkasta, sem gerð hefur verið hér á landi. Ber þar hæst steinþró Páls Jónssonar biskups með bein- um hans og bagli, eða eins og seg- ir í formála Þórs að bókinni: „Þetta er einn merkasti fomleifafundur hér á landi og hafa þeir er á staðn- um vom lýst þeirri stund; er þeir stóðu augliti til auglitis við einn þekktasta Oddaveijann, elsta ís- lending sem menn hafa augum lit- ið og þekktu með nafni, mann af stórættum fsiendingasögunnar." Páll biskup var sonur Jóns Lofts- sonar í Odda, fóstra Snorra Sturlu- sonar, sem ólst þar upp. Tildrög rannsóknanna í Skál- holti voru þau að til stóð að reisa nýja og veglega kirkju og var ákveðið að nýja kirkjan skyldi standa þar sem Skálholtskirkjur höfðu alla tíð staðið. Því þótti sjálf- sagt að fyrst færi fram fomleifa- gröftur á kirkjugrunninum og þeim hluta kirkjugarðsins sem næst stóð. Auk dr. Kristjáns unnu að uppgreftrinum þeir Hákon Christie arkitekt og fomleifafræðingur, Gísli Gestsson safnvörður og Jón Steffensen prófessor. Þá kom þetta steypiregn „Þetta var heilmikil upplifún og spennandi á köflum," sagði Jón Steffenssen prófessor, sem var við- staddur kynningu bókarinnar. „Ég var við uppgröftinn meira og minna allt sumarið. Þama komu margir merkilegir hlutir I ljós sem erfítt var að gera sér grein fyrir fyrr en eftir á hversu merkilegir voru. Steinkista Páls biskups var náttúrlega það markverðasta. Að fá þetta svona upp I hendumar, ekki til nema ein heimild um Pál, í biskupasögu, og er þar talað um kistu hans, en síðan ekki söguna meir. Hér var komið einstakt sönn- unargagn og um leið skemmtileg sókna og varð hann þegar við þeirri beiðni. Hörður sagði jafn- framt að von væri á annarri bók, þar sem rakin er saga Skálholts- staðar og þeirra kirkna sem þar stóðu. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði það sérstaklega ánægjulegt að sjá þetta verk komið á bók. Hann kvað það ekki réttnefni að kalla bókina skýrslu því hér væri á ferð- inni óvenjulega glæsilegt verk og Frá kynningu á útgáfu bókar um fommiiyarannsóknir i Skálholti. Frá vinstri: Sverrir Hermanns- son, fyrrverandi menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, Jón Steff- ensen, prófessor, frú Halldóra Eldjám, dr.Sigurbjöm Einarsson biskup, Hörður Ágústsson, listmál- ari og formaður Hins íslenzka fornleifafélags, og Sverrir Kristinsson forstjóri bókaútgáfunnar Lögfoergs. sönnun fyrir fomri heimild. Sjálf opnun kistunnar fór ekki fram fyrr en við hátíðlega athöfn og þá kom þetta steypiregn." Bókin er gefín út af bókaútgáf- unni Lögbergi í samvinnu við Þjóð- minjasafn íslands. í ávarpi Harðar Ágústssonar, listmálara og for- manns Hins íslenska fomleifafé- lags, lýsti hann aðdraganda útgáf- unnar en leitað var til Sverris Kristinssonar, forstjóra bókaút- gáfunnar Lögberg, um að hann tæki að sér útgáfu Skálholtsrann- þeim til sóma sem að útgáfunni stóðu. Bókin er 228 bls. að stærð og er henni skipt í tíu kafla. Fremst er ávarp dr. Sigurbjöms Einars- sonar biskups, en undir hans for- ystu átti Skálholtsfélagið frum- kvæði að uppgreftrinum í Skál- holti. Þór Magnússon fylgir bók- inni úr hlaði og • rekur stuttlega aðdraganda að uppgreftrinum. í formála Harðar Ágústssonar, sem sá um útgáfu bókarinnar og hann- aði, minnist hann dr. Kristjáns Morgunblaðið/Þorkell Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, Jón Steffensen prófessor og dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, virða fyrir sér bagal Páls biskups Jóns- sonar í Skálholti og aðra gripi er komu í ljós við fomleifagröftinn í Skálholti á árunum 1954 til 1958. síðan midaldakirkjunnar og lýsir kirkjubyggingunum. Kaflanum fylgja mörg ítarleg kort af kirkju- grunnunum auk ljósmynda frá uppgreftrinum. Þá tekur við kafli, þar sem Dr. Kristján fjallar sérstaklega um undirganginn, er lá milli dómkirkj- unnar í Skálholti og bæjarhúsanna og fomar heimildir geta um. í fom- gripaskrá er lýsing á 540 munum sem fundust við uppgröftinn og hvar þeir fundust. Fylgja með myndir af mörgum þeirra og má þar nefna silfureski Þórðar Þor- lákssonar biskups, kristlíkneski af róðukrossi, glerrúðubrot úr skraut- glugga, fingurhringir, glerperlur og táknmyndir. í sérstökum kafla er lýsing dr. Kristjáns á legstöðum með sögu- legu yfirliti um grafir í Skálholts- kirkju, greftrunarskilyrði, lýsing á legstöðum ásamt kortum yfir þá. Þá tekur við annar kafli éftir dr. Kristján, um „Gröf Páls biskups Jónssonar". Er þar rakin fundar- saga steinþróar Páls biskups, og er stuðst við heimildir úr dagbók höfundar. Fylgja kaflanum teikn- ingar og ljósmyndir af þrónni. Lokakafli bókarinnar er eftir Jón Steffensen prófessor og er þar að finna skrá um líkamsleifar í gmnni dómkirknanna. Er sérstak- ur kafli um bein Páls biskups og annarra tilgreindra manna ásamt myndum af beinunum. Má þar nefna mynd af hauskúpu Páls bisk- ups og Jóns biskups Vídalín. Aft- ast er ættartafla, er sýnir ættar- tengsl þeirra sem grafnir voru vestan klappar í Skálholtskirkju. Eldjáms og rekur þátt hans í upp- greftrinum. Saga rannsóknanna Meginhluti bókarinnar er eftir Dr. Kristján og rekur hann í fyrsta kafla sögu rannsóknanna og getur þeirra sem þar komu við sögu. Þá tekur við kafli eftir Hákon Christie arkitekt og fomleifafræðing og fjallar hans kafli um þær kirkjur í Skálholti sem þar hafa staðið. Fyrst getur hann Brynjólfskirkju, Verður staðar- haldari í Viðey Fyrirhugað að taka upp reglulegt helgi- hald í Viðeyjarkirkju SÉRA Þórir Stephensen dóm- kirkjuprestur hefur fengið árs- leyfi frá störfum til að gegna nýstofnuðu embætti staðarhald- ara í Viðey. Sr. Þórir mun taka við starfinu með vorinu en nú er unnið að uppbyggingu útvistar- svæðis í eyjunni og lagfæringum á húsum þar. Borgarráð sam- þykkti á fundi sinum sfðastliðinn þriðjudag að ráða sr. Þóri i starf- ið. Sr. Þórir sagði í samtali við Morg- unblaðið að með nafngift hins nýja embættis væri verið að nýta gamalt heiti, sem haft var um menn sem héldu kirkjustaði fyrr á árum, en Viðey er nú annexía frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. f starfi sfnu sem staðarhaldari myndi hann í samráði og samvinnu við borgaryfirvöld hafa umsjón með þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í Viðey, það er upp- byggingu útivistarsvæðis, umsjón með Viðeyjarstofu, þar sem fyrir- hugað er ráðstefnuhald og veitinga- rekstur og svo messuhald í Viðeyjar- kirkju, en áformað er að þar verði aftur tekið upp reglulegt helgihald í framtíðinni. Sr. Þórir sagði að ekki væri ólík- legt að kirkjan í Viðey yrði eftirsótt við hvers konar helgiathafnir svo sem skímir og giftingar og sem prestur myndi hann þá þjóna þar við slíkar athafnir auk þess að messa ásamt dómkirkjuprestum. Að öðru leyti væri ekki hægt að segja nákvæmlega fyrir á þessu stigi í hverju hið nýja starf staðarhaldara yrði fólgið, tfminn myndi leiða það f ljós. Séra Þórir Stephensen. Frá Viðey. Áformað er að taka upp reglulegt helgihaldi í kirkjunni og í Viðeyjarstofu er fyrirhugað að koma á ráðstefnuhaldi og veit- ingarekstri. Flugleiðir tengj- ast „Amadeus“ FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að gerast aðili að upplýsinga- og dreifing- arkerfinu Amadeus og eru viðræður að hefjast við forráðamenn fyrirtækisins með það fyrir augum. Er gert ráð fyrir að rekstur Amadeus kerfisins hefjist í júli 1989. Amadeus var stofnað í júní á sfðasta ári af SAS, Air France, Lufthansa og Iberia til þess að þróa og starfrækja alþjóðlegt upplýs- inga- og dreifingarkerfi fyrir flug- félög, ferðaskrifstofur og aðra í ferðaþjónustunni. Fyrirtækið var stofnað í kjölfar þess að Evrópu- samband flugfélaga ákvað að kanna hvort það væri hagkvæmur kostur að þróa sameiginlegt dreif- ingarkerfi í Evrópu til mótvægis við bandarísk kerfí, sem vom mun fullkomnari en þau sem fyrir voru í Evrópu. Samkomulag tókst ekki og voru tvö fyrirtæki stoftiuð. Hitt fyrirtækið heitir Galileo. Telja Flugleiðir hagkvæmara að tengjast Amadeus kerfínu þar sem það er mun útbreiddara en Galileo á helstu ákvörðunarstöðum þeirra og er auk þess stærra. Á fundi með fréttamönnum þar sem möguleikar Amadeus kerfísins voru kynntir kom fram að öll flug- félög sem aðild eiga að þessu kerfí verða jafnrétthá í sambandi við að koma fram á tölvuskjá þegar upp- lýsinga er leitað. Ef dæmi er tekið um mann sem ætlar að komast á milli ákveðinna staða á ákveðnum tíma getur ferðaskrifstofa kallað fram hvaða flug standa til boða á þessum tíma. Þá eiga að koma fram öll möguleg flug á skjáinn samtím- is. Einnig er hægt að fá fram upp- lýsingar um ódýrustu flugfargjöld- in. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða sagði að allar upplýsingar væru ferðamönnunum að kostnað- arlausu og enginn stofnkostnaður fylgdi því að tengjast kerfinu. Stofnkostnaðurinn verður greiddur niður með notkunargjaldi sem not- endur kerfisins greiða fyrir hveija bókun. Þetta yrði því enginn auka- kostnaður þar sem þessi kostnaður er þegar fyrir hendi hjá þeim sem sjá um ferðaþjónustu. Sigfús Erlingsson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða sagði að Amadeus kerfið ætti eftir að auðvelda mjög að koma þjónustu Flugleiða á framfæri erlendis svo og allri íslenskri ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.