Morgunblaðið - 24.02.1988, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988
29
m*«gi Útgefandi tnfrlafeife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulitrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Hefðbundin skýrsla
- fjölþætt utan-
ríkisráðuneyti
Töluverðar umræður hafa
orðið um það undanfarna
mánuði, hvort áherslur væru að
breytast í mótun og meðferð
íslenskra utanríkismála. Ástæð-
umar fyrir þessum umræðum
hefur mátt relqa til orða
Steingríms Hermannssonar, ut-
anríkisráðherra, og þess hvemig
atkvæði hafa fallið á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna.
Steingrímur hefur nú sent frá
sér fyrstu skýrslu sína um ut-
anríkismál til Alþingis. í stuttu
máli má segja, að hún sé með
því sniði, sem er hefðbundið fyr-
ir slíkar skýrslur, bæði þegar
litið er á efni og efnistök.
Lokaorð skýrslunnar eru
þessi: „Á undanfömum ámm
hefur verið lögð mjög aukin
áhersla á tvennt [í störfum ut-
anríkisþjónustunnar]. Arinað er
öryggismálin í víðum skilningi,
þ.e. að fylgjast betur með störf-
um og búnaði vamarliðsins,
fylgjast með og taka þátt í með-
ferð fleiri málaflokka innan Atl-
antshafsbandalagsins, svo og að
verða virkari í starfsemi sem
varðar afvopnun eða takmörkun
vígbúnaðar og stuðlar að auknu
trausti milli þjóða, m.a. á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna ög
Ráðstefnunnar um öryggi og
samvinnu í Evrópu. Hitt
áhersluatriðið er utanríkisvið-
skiptin og nánara samstarf og
tengsl á ýmsum sviðum við ríki
Vestur-Evrópu, eins og rakið
hefur verið í þessari skýrslu.
Verður áfram lögð rík áhersla á
þessa málaflokka eftir því sem
hinn takmarkaði starfsmanna-
Qöldi utanríkisþjónustunnar
frekast leyfir."
Þessi lokaorð em í góðu sam-
ræmi við það, sem í skýrslunni
segir. Raunar hlýtur það að vera
umhugsunarefni fyrir þá, sem
vinna að því að semja þessa
skýrslu, hve mikil vinna skuli í
það lögð að rekja almennt gang
alþjóðamála. Þeim mun lengri
sem hinn almenni texti er því
meiri hætta er á því, að aðalat-
riði skýrslunnar fari fyrir ofan
garð og neðan. Þau eru þó skýr
eins og fram kemur í hinum til-
vitnuðu orðum hér að ófan: ör-
yggismálin í víðum skilningi og
nánara samstarf og tengsl við
ríkin í Vestur-Evrópu.
Skýrsla utanríkisráðherra ber
svip af því, að hinn 8. júlí sl.
var reglugerð um Stjómarráð
íslands breytt á þann veg, að
yfirstjórri utanríkisviðskipta var
flutt frá viðskiptaráðuneytinu til
utanríkisráðuneytisins. Segir í
skýrslunni að í upphafí sé ráð-
gert, að fjórir embættismenn og
tveir ritarar starfi við viðskipta-
skrifstofuna og ennfremur:
„Með hliðsjón af vaxandi sam-
skiptum við Evrópubandalagið á
ýmsum sviðum, miklum störfum
innan EFTA og GATT og auk-
inni áherslu á stuðning við út-
flutning á sem fjölbreyttustum
vamingi og þjónustu er ljóst að
ekki verður lengi beðið með að
ijölga starfsliði þessarar skrif-
stofu." Skiptist utanríkisráðu-
neytið nú í fímm skrifstofur,
þ.e. skrifstofur alþjóðamála, út-
flutningsmála, vamarmála,
Norðurlandamála og almenn
skrifstofa og starfa þar alls 40
manns. Segir í skýrslu ráðherra,
að húsnæðisástand utanríkis-
ráðuneytisins sé óviðunandi og
þar kemur einnig fram, að úr
því hafí ekki verið bætt með
kaupum ríkisins á Sambands-
húsinu. Verða orð utanríkisráð-
herra í skýrslunni ekki skilin á
annan veg en þann, að nauðsyn-
legt sé að reisa nýtt hús yfir
utanríkisráðuneytið austan húss
rannsóknastofnana sjávarút-
vegsins við Skúlagötu.
Hér hefur einkum verið
staldrað við þann þátt í skýrslu
utanríkisráðherra, sem lýtur að
innviðum utanríkisráðuneytisins
sjálfs og því starfí, sem þar er
unnið. I sömu andrá má minn-
ast þess að á næsta ári tökum
við íslendingar að okkur for-
mennsku í EFTA, sem er mikið
starf og er talið að það kalli á
meira starfslið en nú er. Þá em
starfsmenn utanríkisráðuneytis-
ins að taka að sér rekstur rat-
sjárstöðva vamarliðsins. Em
hinir fyrstu þeirra þegar komnir
til starfa í stöðinni á Stokks-
nesi. Loks er hið mikla fyrirtæki
flugstöð Leifs Eiríkssonar rekið
á vegum utanríkisráðúneytisins.
Starfsemi utanríkisráðuneyt-
isins er þannig margbreytileg
og umfangsmikil. Þegar rætt er
um utanríkisþjónustuna, beinist
hugur flestra fyrst að sendiráð-
um og öllum þeim formreglum,
sem fylgja samskiptum þjóða á
alþjóðavettvangi. En þegar
skýrsla utanríkisráðherra er les-
in kemur í ljós, að meginþunginn
í starfsemi utanríkisráðuneytis-
ins hlýtur að vera utan sendiráð-
anna. Spumingin er hvort starf-
semi og skipulag utanríkisráðu-
neytisins hafí verið lagað nægi-
lega mikið að þessari staðreynd.
aðsmálin sjálf, sem skipta auðvitað
sköpum.
í fyrsta lagi verða menn að hafa
í huga að meginmarkaður fyrir
nýja orku er í Suður-Englandi og
allar kannanir og úttektir verða
auðvitað að miðast við það. Þetta
verður meðal annars að skoða í ljósi
þess að nú þegar eru uppi ýmsar
áætlanir um byggingu orkuvera
fyrir þann hluta landsins og því
vafasamt hvort yfírleitt yrði rúm á
markaðnum fyrir íslenska orku,-
ekki síst þegar tekið er tillit til þess
hversu þessar hugmyndir eru í raun
skammt á veg komnar.
— Nú hafa þessar hugmyndir um
orkusölu frá íslandi til Bretlands
meðal annars gert ráð fyrir ein-
hvers konar þátttöku skosku raf-
veitnanna í slíkum orkuflutningi.
Hafíð þið hér hjá Rafveitu Suður-
Skotlands velt slíku fyrir ykkur og
þá hvemig slíkri þátttöku af ykkar
hálfu yrði háttað?
— Jú, það er mikið rétt að þessar
hugmyndir gera meðal annars ráð
fyrir einhverri hlutdeild skosku raf-
veitnanna, einfaldlega vegna þess
að í áætlunum er gengið út frá þvi
að hagkvæmast yrði að taka sæ-
strenginn á land í Skotlandi og
flytja orkuna síðan þaðan suður á
bóginn. Auðvitað gæti slík hlutdeild
af okkar hálfu komið til greina en
málið er bara svo skammt á veg
komið að vangaveltur í þá átt eru
ótímabærar með öllu.
— Gáfuð þið Friðrik Sophussyni
iðnaðarráðherra einhver ráð viðvíkj-
andi frekari aðgerðum í þessu efni?
— Viðræður okkar við íslenska .
iðnaðarráðherrann voru mjög al-
menns eðlis og ekki við því að bú-
ast að þær kæmust á það stig að
við hjá SSEB værum að ráðleggja
honum eitt eða annað varðandi
hugsanlega orkusölu til Bretlands.
Við lögðum hins vegar áherslu á
mikilvægi þess að áður en einhver
stór skref verða stigin sé gerð ítar-
leg rannsókn á öllum hliðum þessa
máls, tæknilegum atriðum jafnt
sem markaðsmálum. Ganga þarf
úr skugga um hvort orkuflutningur
frá íslandi til Bretlands sé tækni-
lega gerlegur með tilkostnaði sem
gerði íslensku orkuna samkeppnis-
hæfa á mörkuðum. Jafnframt þyrfti
að fara fram ítarleg markaðskönn-
un með það fyrir augum að athuga
hvort yfírleitt væri áhugi í Bret-
landi á orkukaupum frá Islandi en
slíkur áhugi réðist auðvitað af því
hvort íslenska orkan þætti sam-
keppnishæf varðandi verð og ör-
uggan orkuflutning. Til könnunar
af þessu tagi þyrfti að fá eitthvert
virt og viðurkennt ráðgjafarfyrir-
tæki á þessu sviði og slík fyrirtæki
eru vissulega til í Bretlandi.
— North Venture?
— Við skulum orða það svo að
við hjá Rafveitu Suður-Skotlands
látum okkur ekki detta í hug það
fyrirtæki í þessu sambandi. Það er
Sjá bls. 36
Kjarnorkuverin tvö, sem
Rafveita Suður-Skotlands
rekur í Hunterston. Til
vinstri er Hunterson „A“,
sem starfrækt hefur verið í
rúma tvo áratugi og fram-
leiðir um 300 megawött. Til
hægri er Hunterston „B“,
sem framleiðir um 1150
megawött. Friðrik Sophus-
son iðnaðarráðherra skoð-
aði þessi ver er hann var í
Skotlandi á dögunum.
Texti: Valdimar Unnar
Valdimarsson
Ljósmyndir: Kristinn
Ingvarsson
Vatnsaflsvirkjunin í Pitloc-
hry í miðhluta Skotlands, ein
fjölmargra virkjana af
þessu tagi sem Rafveita
Norður-Skotlands starfræk-
ir vítt og breitt um landið.
Vatni er veitt í stöðjna úr
Faskally-vatni og nemur
orkuframleiðslan 15
megawöttum.
ræða. Hins vegar er ljóst að Íslend-
ingar verða að gæta þess að fara
hægt í sakimar, flana ekki að neinu.
Til dæmis virðist okkur hjá NSHEB
að allt tal á þessu stigi um 10
gigawatta framkvæmdir sé út í
hött af ýmsum ástæðum. Hins veg-
ar virðist alls ekki fráleitt fyrir Is-
lendinga að kanna kosti, sem væru
minni í sniðum, fælu til dæmis í sér
500 megawatta orkuflutning yfir
hafíð. Við teldum það fyllilega þess
virði að slíkur kostur yrði kannaður
alveg á næstunni, þá bæði með til-
liti til tæknilegra atriða og mark-
aðsmála.
— Hvað um hugsanlega þátttöku
ykkar í slíkri könnun og jafnvel
hlutdeild í framkvæmdum?
— Við erum auðvitað boðnir og
búnir að veita alla hugsanlega að-
stoð við könnun á þeim kostum sem
fyrir hendi eru og raunar hvöttum
við til þess á fundinum með Friðrik
Sophussyni að Landsvirkjun sendi
mann á okkar fund til skrafs og
ráðagerða, ekki síst um hina ýmsu
tæknilegu þætti málsins. Við eigum
til dæmis að baki töluverða reynslu
í lagningu sæstrengja og efumst
ekki um að sú reynsla gæti komið
íslendingum að gagni. Okkar mesta
framkvæmd í þessu efni til þessa
er lagning 54 km sæstrengs til
Orkneyja. Hann er að vísu smáræði
í samanburði við hugsanlegan sæ-
streng til íslands en gangur mála
er auðvitað að miklu leyti sá sami.
Enn er þó ótalmargt ógert áður en
Iagning sæstrengs til Islands væri
gerleg. Öryggi slíkra strengja veltur
að miklu leyti á því umhverfí sem
þeir eru lagðir um og er því ljóst
að fram þyrftu að fara viðamiklar
rannsóknir á sjávarbotninum milli
íslands og Skotlands með hliðsjón
af þessu. Um hugsanlega hlutdeild
okkar í framkvæmdum er það hins
vegar að segja að málið er einfald-
lega svo stutt á veg komið að eng-
in ástæða er til að velta hlutum af
því tagi fyrir sér.
— Ef ítarleg rannsókn leiddi í
ljós að hér væri um fyllilega raun-
hæfan og hagkvæman kost að ræða
— sæjuð þið þá eitthvað sem staðið
gæti í vegi fyrir því að frekari skref
yrðu stigin?
— Já, reyndar fínnst okkur að
eitt býsna mikilvægt atriði hafí orð-
ið útundan í allri þessari umræðu,
eða að menn hafí öllu heldur van-
metið. Það er sá þáttur sem snýr
að umhverfísmálum hér í Skot-
I^jósm./North of Scotland Hydro-Electric Board
Varkámi í svörum um
orkukaup frá Islandi
Ljósm./South of Scotland Electricity Board
Rætt viö háttsetta
fulltrúa tveggja
rafveitna í Skot-
landi sem helst
kæmu til álita við
orkusölu til Bret-
lands
HUGMYNDIR um orkusölu frá
íslandi til Bretlands hafa meðal
annars gert ráð fyrir einhvers
konar hlutdeild skosku raf-
veitnanna í slíkum orkuflutn-
ingi, sem beindist þá ekki að
Skotlandi sjálfu heldur orku-
markaðnum i suðurhluta Eng-
lands. Er Friðrik Sophusson
iðnaðarráðherra var staddur í
Bretlandi fyrir skömmu ræddi
hann meðal annars við forráða-
menn skosku rafveitnanna
tveggja. South of Scotland Elec-
tricity Board og North of Scot-
land Hydro-Electric Board, sem
báðar eru ríkisreknar. Reifaði
Friðrik þá þær hugmyndir sem
uppi hafa verið að undanfömu
um raforkuflutning um sæ-
streng frá íslandi til Bretlands.
Viðbrögð skosku fyrirtækjanna
við þessum hugmyndum ein-
kenndust öðru fremur af vark-
árni þótt báðir aðilar haf i lýst
áhuga á þvi að þessi kostur
verði kannaður til hlítar frá
öllum hliðum.
Til að kynnast nánar viðbrögðum
skosku fyrirtækjanna tveggja við
hugmynd um orkuflutning frá ís-
landi og fræðast jafnframt um þessi
fyrirtæki, fóru Morgunblaðsmenn á
stúfana og hittu að máli háttsetta
menn í báðum fyrirtækjum.
Rafveita Norður-Skotlands
Rafveita Norður-Skotlands,
North of Scotland Hydro-Electric
Board (NSHEB), er annað þeirra
tveggja fyrirtækja, sem hafa með
höndum framleiðslu og sölu raforku
í Skotlandi. í höfuðstöðvum fyrir-
tækisins í Edinborg hitti Morgun-
blaðið að máli yfírverkfræðinginn,
Aley Murrey, og spurðist fyrst nán-
ar fyrir um starfssvið fyrirtækisins.
— í stuttu máli má segja að
ásamt Rafveitu Suður-Skotlands
(SSEB) sjái fyrirtæki okkar Skotum
fyrir allri þeirri raforku sem þeir
þurfa á að halda. Viðskiptavinir
okkar eru töluvert á aðra milljón
talsins og að því leyti erum við
auðvitað mun minni í sniðum en
SSEB, sem þjónar um 4 milljónum
manna. Hins vegar sjáum við mjög
stórum hluta Skotlands fyrir raf-
orku, til dæmis hinum dreifðu
byggðum í norðurhluta landsins,
skosku hálöndunum og eyjunum
norður og vestur af Skotlandi. í
flatarmáli reiknað er starfssvæði
okkar því geysilega víðfeðmt og
raunar þjónum við svæði, sem nem-
ur um fjórðungi alls flatarmáls
Stóra-Bretlands.
— Hvers konar orkugjafa notist
þið við?
— Að miklum hluta sækjum við
orkuna til fjölmargra vatnBafls-
virlqana, um 60 talsins, sem byggð-
ar hafa verið vítt og breitt um Skot-
land. Okkar eigin orkuframleiðsla
stendur og fellur með þessum virkj-
unum en til að fullnægja allri eftir-
spum á þeim svæðum, sem við þjón-
um, höfum við meðal annars fengið
töluverða orku frá Rafveitu Suður-
-^Skotlands, sem að meginhluta
byggir starfsemi sína á kjamorku-
framleiðslu. Við þyrftum raunar
ekki á utanaðkomandi orku að
halda ef stór orkustöð, sem við rek-
um í Peterhead á austurströnd
Skotlands og byggir á olíu og gasi,
væri rekin með fullum afköstum.
— Nú þjónið þið hinum dreifðu
byggðum Skotlands. Hvemig hefur
genngið að gefa fólki í þessum
byggðum kost á að njóta raforku?
— Það hefur gengið afskaplega
vel og eru íbúar stijálbýlisins mjög
þakklátir fyrir það. Okkur reiknast
til að u.þ.b. 99% allra íbúa á okkar
þjónustusvæði njóti nú raforku
þannig að árangurinn má teljast
góður. Þessi árangur hefur meðal
annars sett sterkan svip á félags-
lega og efnahagslega þróun skosku
hálandanna, sem væm skammt á
veg komin og illa stödd að ýmsu
leyti ef raforkunnar nyti ekki við.
— Hvað um skosku eyjamar?
— Nú þegar fá ýmsar þeirra, þar
á meðal Orkneyjar, orku frá okkur
um sæstrengi. Þessar sæstrengja-
lagningar hafa sums staðar verið
ansi viðamiklar en okkur hefur
hingað til tekist að yfírstíga alla
erfíðleika, sem þessu hafa fylgt.
Lengd þessara strengja hefur þó
ekki verið neitt í líkingu við það sem
um yrði að ræða ef orka yrði flutt
frá lslandi til Bretlands.
Orkukaup frá íslandi?
Þegar hér er komið sögu þykir
fréttaritara Morgunblaðsins við
hæfi að spyija Aley Murrey, yfír-
verkfræðing North of Scotland
Hydro-Electric Board, nánar um
viðbrögð fyrirtækis hans við hug-
myndum um orkuflutninga yfír haf-
ið frá íslandi til Bretlands. Hver
varð niðurstaða fundar þess sem
Donald Miller, stjómarformaður South
of Scotland Electricity Board.
landi. Enda þótt í ljós kæmi að
hagkvæmt væri að flytja mikla
orku, jafnvel nokkur gigawött, um
sæstreng frá íslandi og síðan um
Skotland áleiðis til Englands, væri
umhverfísþátturinn enn alls ófrá-
genginn. Hann stendur okkur í
þessu fyrirtæki nærri því við eigum
samskipti við fólk í hinum dreifðu
byggðum. Þessu fólki er enn annt
um umhverfi sitt auk þess sem
umhverfisvemdarhreyfíngum
ýmiss konar vex sífellt ásmegin.
Ég er ekki viss um að þessir aðilar
mundu sætta sig við það rask sem
fylgdi lagningu strengja yfír Skot-
land frá norðri til suðurs, strengja
sem í þokkabót flyttu orku er Skot-
ar nytu ekki sjálfir góðs af. Þessi
umhverfísþáttur er bara eitt af fjöl-
mörgu sem kanna þarf mjög gaum-
gæfílega áður en unnt yrði að stíga
einhver frekari skref í þessu efni.
Og það er meðal annars af þessum
sökum sem við hjá Rafveitu Norð-
ur-Skotlands ráðleggjum íslending-
um að fara hægt í sakimar, flana
ekki að neinu.
Rafveita Suður-Skotlands
Eftir að hafa kynnt sér stöðu
mála hjá Rafveitu Norður-Skot-
lands i EMinborg héldu Morgun-
blaðsmenn vestur á bóginn, til Glas-
gow. Þar em höfuðstöðvar hins
skoska raforkufyrirtækisins, South
of Scotland Electricity Board
(SSEB), í geysistórri byggingu tölu-
verðan spöl frá hjarta borgarinnar.
Stærð húsakynna og íburður allur
bera með sér að hér er kominn stóri
bróðirinn í skoskri raforkufram-
leiðslu. Rafveita Suður-Skotlands
hefur um 12.000 manns í þjónustu
sinni víðs vegar um Skotland og
eru höfuðstöðvamar í Glasgow
meðal fjölmennustu vinnustaða fyr-
irtækisins.
í þann mund er fréttaritari og
ljósmyndari Morgunblaðsins stíga
Aley Murrey, yfirverkfræðingur North
of Scotland Hydro-Electric Board
úr leigubíl utan við aðaldymar á
höfuðstöðvum SSEB spyr bílstjór-
inn af einhveijum ástæðum hvort
hér séu ítalir á ferð. Ekki vilja
Morgunblaðsmenn kannast við
slíkan uppruna og segja rétt til um
þjóðemi sitt. „Frá íslandi, já,“ svar-
ar bflstjórinn þá um hæí og bætir
við ísmeygilegur á svip: „Kannski
komnir hingað til að selja okkur
Skotum raforku?"
íslendingunum er visað til skrif-
stofu stjómarformannsins, Donalds
Millers, sem svarar spumingum um
viðræður við Friðrik Sophusson,
iðnaðarráðherra.
Orkuflutningar frá íslandi?
— Viðræður okkar við Friðrik
voru mjög almenns eðlis, snerust
um raforkumál í vfðu samhengi og
einskorðuðust alls ekki við þessar
hugmyndir um raforkusölu frá ís-
landi til Bretlands. Þeir Friðrik og
Páll Flygenring ráðuneytisstjóri
reifuðu þó þessar hugmyndir, sem
við höfðum raunar þegar haft
nokkra nasasjón af. Þessi kostur
hefur lengi legið í loftinu og auðvit-
að er athyglisvert að nýjustu kann-
anir bendi til að hér geti verið um
hagkvæman kost að ræða, sagði
Donald Miller.
— Hvemig líst ykkur hjá Raf-
veitu Suður-Skotlands á þessar
hugmyndir?
— Óneitanlega em þær allrar
athygli verðar og spennandi um-
hugsunarefni en einfaldlega svo
skammt á veg komnar og ómótaðar
að við hjá þessu fyrirtæki getum
ekki kveðið upp úr um það á þessu
stigi hvort hér kunni að vera um
raunhæfan framtíðarkost að ræða.
Það er svo ótalmargt sem ganga
þarf úr skugga um áður en ákvarð-
anir yrði unnt að taka um' einhver
frekari skref í þessu efni. Enn er
til dæmis ýmislegt á huldu um
ýmis tæknileg atriði og svo mark-
Forráðamenn skosku rafveitnanna:
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
átti með forráðamönnum fyrirtæk-
isins á dögunum?
— Þeir Friðrik Sophusson og
Páll Flygenring ráðuneýtisstjóri
komu hinað og kynntu meðal ann-
ars lauslega þessar hugmyndir um
orkusölu, sögðu að íslendingar
væru að velta þessum kosti fyrir
sér og teldu ástæðu til að hafa tal
af okkur sem einum þeirra aðila
er málið kynni að varða.
Við sem orkusölufyrirtæki tökum
auðvitað alla kosti til athugunar og
okkur finnst býsna athyglisvert að
nýjustu athuganir bendi til að hér
geti verið um hagkvæman kost að