Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1988 53 Vetrarólympíuleikarnir í C a I g a r y íHémR FOLX ■ EDDIE Edwards, breski skíðastökkvarinn, er gífurlega vin- sæll meðal áhorfenda og blaða- manna á Ólympíuleikunum í Calgary. í gær hélt hann blaða- mannaftmd og það voru rúmlega 200 blaðamenn sem mættu. Á fund- inum sagði Edwards að hann væri ekki hræddur við 90 metra pallinn. „Ég hef stokkið um 1.000 sinnum af 90 metra palli og aðeins tvisvar sinnum dottið. í fyrra skiptið togn- aði ég og í það síðara fékk ég bara nokkra marbletti á bakhlutann." Hann sagðist ekki vera hræddur um að vera bannað að keppa, til að koma í veg fyrir slys. „Takmark- ið er að slá breska metið sem er 68 metrar og verða ekki í neðsta sæti.“ Edwards stefnir að því að stökkva lengra en Bernat Zola Ptýol sem er eini keppandi Spán- verja í skíðastökki. ■ EDDIE Edwards er ekki eini breski keppandinn í Calgary. Tveir landar hans, fæddir í Bretlandi en keppa undir fána Jomfrúareyja, höfnuðu í neðsta sæti í tveggja manna sleðakeppni. Það voru John Reeves og John Foster sem eru báðir rúmlega fimmtugir kaup- sýslumenn. Þeir komu í mark 17 sekúndum á eftir sigurvegurunum, sem þykir nokkuð mikið í sleða- keppni. ■ ALBERT Grimaldi frá Món- akó hafnaði í 25. sæti í tveggja manna sleðakeppni. Hann er reynd- ar þekktari sem prins af Mónakó en sleðakappi. Hann var nokkuð ánægður með árangur sinn, enda stefndi hann að því að ná í 25.-30. sæti. Meðal áhorfenda voru systir hans Karolina og faðir þeirra Rain- er fursti af Mónakó. Reuter Eddle Edwards V-Þýskaland Uerdingen áfram Uerdingen, án Atla Eðvalds- sonar, vann Dortmund 2:1 í Dortmund í gærkvöldi f vest- ur-þýsku bikarkeppninni í knatt- jgggggam spymu. Þetta Fré var önnur viður- Jóhanni Inga eign iiðanna þar Gunnarssyn sem fyppj lejkn. iV-Þýskaland, um ,^k með jafntefli, 3:3. Leikurinn fór fram við hinar verstu aðstæður, en engu að síður voru áhorfendur 12 þúsund. öll mörkin komu eftir horn- spyrnur. Wolfgang Funkel kom gestunum yfír á 21. mínútu, en Dickel, sem kom inná sem vara- maður fyrir Mill, jafnaði í byijun seinni hálfleiks. Kúnts innsiglaði síðan sigur Uerdingen á 62. mfnútu. Mattl Nykaenen, Finninn fljúgandi“ hafði ótrúlega yfírburði í stökki af 90 metra palli í gærkvöldi og sigraði glæsilega. Matti Nykaenen: „Finninn fljúgandi" öruggur sigurvegari af 90 metra palli MATTI Nykaenen sigraði með yfirburðum í stökki af 90 metra palli á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada í gærkvöldi. „Finninn fljúgandi" eins og hann er nefndur hafði ótrúlega yfirburði, stökk 118,5 metra í fyrri umferð, stökk 107 metra af öryggi í þeirri seinni og fékk 224 stig. Nykaenen stökk fjórum metrum lengra en næsti maður í fyrri umferð og var afslappaður í þeirri seinni. „Eg vissi að ég myndi sigra og var því ekkert að æsa mig,“ sagði sigurvegarinn. Nykaenen setti þijú met. Hann er fyrsti skíða- stökkvarinn, sem sigrar bæði í stökki af 70 metra og 90 metra palli á sömu Ólympíuleikum, hann er sá fyrsti, sem ver titilinn í stökki af 90 metra palli, og hann.er sá fyrsti, sem fær þijú gullverðlaun í stökki á Ólympíuleikum. Nykaenen var þriðji keppandinn á leikunum til að fá tvenn gullverð- laun og í kvöld á hann möguleika á að setja enn eitt metið. Sveitakeppni í norrœnnl tvfkeppni 70 m stökk 1. Vestur-Þýskaland............629.8 2. Austurriki..................626.6 3. Noregur.....................596.6 4. Tékkoslóvakía...............573.5 5. Austur-Þýskaland............671.6 6. Sviss.......................571.4 7. Finnland....................561.3 8. Frakkland................. 541.0 9. Bandaríkin..................516.9 10. Japan......................515.3 11. Sovétríkin.................282.5 Eftir fyrstu umferð var ekki spum- ing um sigurvegarann, heldur hver væri bestur af hinum. Érik Johnsen, Norðmaðurinn sem tók skíðastökk fram yfír knattspymu, hafnaði í öðru sæti 16,1 stigi á eftir Nykaen- en, og Matjaz Debelak frá Júgó- slavíu varð þriðji. 52.000 áhorfendur fylgdust með keppninni, sem fór fram við mjög góðar aðstæður í blíðskapar veðri, en sem kunnugt er þurfti að fresta henni aftur og aftur vegna roks. Nykaenen var vel fagnað, en áhorf- endur fögnuðu samt meira, er Eddie Edwards lauk keppni. Hann hafn- aði í 55. og neðsta sæti eins og flest- ir reyndar gerðu ráð fyrir, en bætti breska met sitt um þrjá metra. „Hver veit. Ef. til vill verð ég sá besti eftir fjögur ár,“ sagði Bretinn vinsæli. Rötsch lékk annað gull Fyrsti sigurvegari í 10 km og 20 km skíðaskotfimi á sömu leikum „ÞAÐ var ekkert álag á mér. Eg hafði fullnægt skyldunni, fengiö ein gullverðlaun og var því afslappaður,1' sagði Aust- ur-Þjóðverjinn Frank-Peter Rötsch, sem sigraði í 10 km skíðaskotfimi (gærkvöldi, en hann fékk gullverðlaun f 20 km skíðaskotfimi á laugardaginn. Rötsch vann eins og á laugar- daginn á hraðanum, en var ekki eins öruggur í að hitta í mark — varð að ganga 150 metra hring aukalega vegna þess að hann missti marks úr standandi stöðu, en það kom ekki að sök. Rötsch setti ólympíumet, gekk 10 km á 25:8,1 mínútum og var rúmlega 15 sek- úndum á undan Sovétmanninum Valeri Medvedtsev, sem hitti ávallt í mark, en varð að láta sér nægja silfrið öðru sinni. Sergei Tchepikov, Sovétríkjunum, fékk bronsverð- Iaunin, en Austur-Þjóðveijinn Birk Anders hafnaði í fjórða sæti. 10 km skíðaskotfimi hefur verið keppnisgrein á ÓL síðan 1980, en Rötsch, sem er 23 ára, er fyrsti keppandinn, sem sigrar í 10 km og 20 km skíðaskotfimi á söniu leikum. Brautin var hörð og fengu 62 af 72 keppendum, sem luku keppni, betri tíma en fyrra ólympfumet. Vestur-Þjóðveijum gekk ekki eins vel og gert hafði verið ráð fyrir — Peter Angerer var með þeirra besta tíma og hafnaði í 10. sæti eins og á laugardaginn. 19 8 8 Sovét- menn sigruðu í tveggja manna _ sleða- " keppni JANIS Kipurs sá til þess að Sovétmenn fengu sín fyrstu gullverðlaun ítveggja manna sleðakeppni. Hann stjórnaði sleðanum af öryggi með Vlad- imir Kozlov á bremsunum og >eir fengu tímann 3:53,48 mínútur. Erfíðlega gekk að ljúka keppn^ inni vegna veðurs og var 24 tíma seinkun á síðustu umferðinni. Mikil óánægja var með aðstæður og alla seinkunina og sögðu sumir að þetta hefði verið til mikillar skammar. „Ég reyndi að gleyma frestununum og einbeitti mér að keppninni. Ég sigraði ekki vegna vandamálanna, en það er ótrúlegt að ég hafí sigrað Hoppe,“ sagði Kipurs. Wolfgang Hoppe frá Aust- ur-þýskalandi er almennt viður- kenndur sem sá besti í greininni, en bremsumaður hans var BogdaflS’” Musiol. Þeir náðu besta tíma í þrem- ur ferðum af fjórum, fóru saman- lagt á 3:54,19 mfnútum og urðu að láta sér nægja silfrið. „Við sýnd- um hvað við getum og verðum að sætta okkur við úrslitin," sagði Hoppe. Reuter Janis Klpurs fagnar sigri f tveggja manna sleðakeppni. ENGLAND Watford áfram Watford vann Port Vale 2:0 á Vicarage Road í gær- kvöldi og er því í átta liða úrslit- um ensku bikarkeppninnar í PHMMMM knattspyrnu FráBob þriðja árið í röð Hennessy — leikur gegn iEngiandi Wimbledon. Tre- vor Senior skor- aði strax á fimmtu mínútu, en Gary Porter innsiglaði sigurinn seint í leiknum eftir að Port Vale hafði sótt stöðugt án ár- angurs. í 1. deild gerðu Tottenham og Manchester United 1:1 jafntefli. Clive Allen skoraði fyrir heima- menn, en Brian McClair fyrir gestina. Þá vann Stoke Leeds 2:1 í 2. deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.