Morgunblaðið - 09.03.1988, Page 17

Morgunblaðið - 09.03.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 17 Ferðamál á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen Leiðsögumenn Það er ekkert nýtt, að góð leið- sögn geti verið nauðsynleg fyrir ferðamenn, hvort sem þeir eru inn- lendir eða erlendir. Leiðsögnin getur verið fólgin í fræðslu, almennri eða jafnvel mjög svo sérfræðilegri. Slík leiðsögn er gjama flutt í hljóðnema í bíl eða á ákveðnum stað. Leiðsögn getur líka verið fólgin í því að koma mönnum klakklaust um erfítt land yfírferðar, um óbyggðir, sumar sem vetur eða t.d. að stjóma ijallgöngum. Það er því augljóst, að verkefni leiðsögumanna geta verið mjög svo ólík. Oft verður að kalla tii fólk með sérfræðiþekkingu eða kunnáttu, fólk sem hefír yfírleitt annað að atvinnu en leiðsögn eina. Reyndar hafa langflestir íslenskir leiðsögumenn annað aðalstarf. Að undanfömu hefír verið nokkur hávaði í forsvarsmönnum leiðsögu- manna, og jafnvel gefíð í skyn, að ferðaþjónusta á íslandi standi eða falli með eða án þeirra þjónustu. Krafíst er banns á erlenda hópa, sem hingað vilja koma án þess að ráða til sín íslenskan leiðsögumann. Það 'er gott og blessað, að menn beijist fyrir bættum kjömm sínum, en kapp er best með forsjá, gæta verður nokkurrar stillingar og rétt verður að fara með staðreyndir. Það er staðreynd, að félagar í Félagi leiðsögumanna hafa engan einkarétt á leiðsögumannsstörfum. Ymsir utan þess félags hafa sinnt þessum störfum mun lengur en þeir, eftirLeifKr. Jóhannesson Enn hafa orðið blaðaskrif um ákvörðun stjómar Landssambands hestamannafélaga um val á lands- mótsstað. Ýmislegt, sem þar hefur komið fram, er rangt og villandi og sumt af því ekki svaravert. Því mið- ur eiga fjölmiðlar hér nokkra sök á, þar sem ranglega hefur verið eft- ir haft. Eg mun hér á eftir gera grein fyrir gangi þessa máls, í þeirri at- burðaröð, sem það kom fyrir. 1. Landssambandi hestamanna ber að halda landsmót fjórða hvert ár. í gildandi reglum LH er svo fyrir mælt, að stjóm LH skuli taka ákvörðun um næsta landsmótsstað áður en ár er liðið frá síðasta lands- móti. 2. Stjórn LH bar að taka ákvörðun um landsmótsstað 1990 áður en ár var liðið frá síðasta landsmóti á Gaddastaðaflötum. 3. Til undirbúnings staðarvalinu sendi stjómin öllum hestamannafé- lögum á Norðurlandi bréf dagsett 26. mars 1987, þar sem óskað var eftir því að fram komi hvar þau vildu að mótið yrði haldið. Þetta var m.a. gert til þess að félögin hefðp góðan tíma til þess að fjalla um málið og komast að niðurstöðu, en ákvörðun þurfti að taka eigi síðar en í júlíbyij- un. Áður höfðu hestamannafélögin í Eyjafirði, sem eiga Melgerðismela, sent sömu félögum eftirfarandi bréf dagsett 15. mars 1987: „Þar sem fyrir dyrum stendur hjá stjórn LH að velja næsta landsmóti stað, og heyrst hefur að Skagfirðing- ar æski þess að mótið verði haldið á Vindheimamelum, þrátt fyrir yfir- lýstan vilja frá 8.6. 1980 um að mótið verði haldið á Melgerðismelum við Eyjaflörð, sbr. meðfylgjandi ljós- riti fundargerðar svonefnds Varma- hlíðarfundar, þá leyfum við okkur að fara þess á leit, að þér gefíð okkur svar yðar við eftirfarandi spurningum: Teljið þér tilvitnaða og meðfylgj- andi fúndarsamþykkt ekki bindandi t.d. sá er þetta ritar. Félagar í þessu félagi geta heldur ekki leyst öll þau verkefni, sem fyrir leiðsögumenn eru lögð. Sumir erlendir hópar, litlir eða stórir, vilja ekki og þurfa ekki á þjón- ustu íslenskra leiðsögumanna að halda, og við því er bókstaflega ekk- ert að segja. Áð snúa þessum hópum frá að kröfu Félags leiðsögumanna yrði stórt skref afturábak í íslensk- um ferðamálum og ætti ekki að þurfa að ræða það frekar. Friðrik Haraldsson, formaður og forsvarsmaður félagsins og sem Stuðlar við Aldeyjarfoss. fyrir þau félög sem að henni stóðu? Teljið þér ekki jafnframt lítt sæm- andi þeim félögum sem undirrituðu fundarsamþykktina og stóðu að því samkomulagi og þeim einhug sem með henni náðist að ganga nú í berhögg við efni hennar? Teljið þér að „aðstæður um móts- staði í norðlendingafjórðungi“ hafi breyst frá 8.6. 1980, þannig að Melgerðismelar séu ekki jafn sam- keppnisfærir í dag um mótshald við aðra staði á Norðurlandi og þeir voru þá? Melgerðismelar sf. hafa nú þegar sótt um það til stjómar LH að fá að halda landsmót árið 1990 og jafn- framt höfum við ritað stjórninni bréf sem hér fylgir í ljósriti. Við væntum skriflegs svars yðar við ofangreindum spumingum við allra fyrstu hentugleika." Á fyrrnefndum Varmahlíðarfundi sem boðaður var til að ræða um landsmótið 1982 var samþ. viljayfir- lýsing um mótahald 10 ár fram í tímann, en tekið fram að hún sé ekki bindandi þar sem fundinn skorti til þess umboð. Þessi viljayfirlýsing hefur ekki verið borin upp til samþ. hvorki í viðkomandi félögum né á ársþingi LH og hafði því í raun ekkert gildi. M.a. þess vegna þótti ástæða til að kanna vilja félaganna til landsmóts- staðar. Niðurstaða úr svörutn hesta- mannafélaganna varð sú, að meiri- hlutinn valdi Vindheimamela. 4. Óskir komu fram um það, að stjóm LH tæki ekki ákvörðun um mótsstaðinn fyrr en að afstöðnu fíórðungsmóti á Melgerðismelum. Við því var að sjálfsögðu orðið. Á fundi stjómar LH hinn 6. júlí sl. var tekin ákvörðun um næsta landsmótsstað. Meirihluti stjórnar fór þar að vilja meirihluta hesta- mannafélaganna á Norðurlandi. 5. Þrátt fynr að sljóm LH hafi stað- ið að afgreiðslu málsins eftir réttum leikreglum, sem enginn ber brigður á, upphófust deilur í Qölmiðlum um ákvörðun stjórnarinnar. M.a. barst bréf frá hestamannafélaginu Hring á Dalvík þar sem óskað er eftir að krefst einkaréttar hér, er sjálfur auglýstur fararstjóri í ferðum Sam- vinnuferða-Landsýnar til Þýska- lands. Friðrik hefír ekki fengið neitt atvinnuleyfí í Þýskalandi af því að hann þarf ekkert atvinnuleyfí þar, svo einfalt er það. Nú er talað um einhvers konar aðild að EB, sem vafalítið myndi útiloka allar kröfur íslenskra leiðsögumanna um einka- rétt til leiðsagnar á íslandi. Hin er svo hliðin á þessu máli, að Félag leiðsögumanna ætti að stuðla að aukinni hæfni sinna félaga þannig að þeir verði eftirsóttir af stjómin endurskoði staðarvalið og haldi fund með norðurlandsfélögun- um. I framhaldi af þessu ákvað stjómin að leggja málið fyrir næsta ársþing til umfjöllunar þar sem bom- ar voru brigður á fullkomlega lýð- ræðislega afgreiðslu málsins. í tii- lögum stjómar var lagt til að fram- vegis ákveði ársþingin landsmóts- staði og að greidd yrðu atkvæði um ákvörðun stjómarinnar um lands- mótsstað árið 1990. Ársþingið hefur að sjálfsögðu æðsta vald í málefnum sambandsins og hafði fullan rétt á að breyta ákvörðun stjórnar. 6. Á ársþinginu 1986 á Egilsstöðum var samþ. að stjóm LH skipaði nefnd til þess að endurskoða fyrirkomulag íjórðungs- og landsmóta. Þessi nefnd starfaði vel og skilaði áliti á þinginu á Selfossi sl. haust. Áður hafði stjómin sent nefndarálitið og hugmyndir, sem fram komu í nefnd- inni, til allra hestamannafélaga í landinu. Engin viðbrögð komu frá félögunum, en þingið tók flestar til- lögur nefndarinnar til greina og samþykkti þær. 7. Ársþingið á Selfossi hafnaði að breyta reglum um val á landsmóts- stað og kaus að hafa þá ákvörðun áfram í höndum stjómar. Þar af leið- andi kom ákvörðunartaka um lands- mótsstað 1990 ekki til atkvæða. Þetta verður vart skilið á annan veg, en að þingið hafi með þessu ekki viljað breyta ákvörðun stjómar- innar. Það með var talið að stjórnin væri að framkvæma vilja þingsins. Rétt er að geta þess, að stjóm LH beitti sér fyrir sameiginlegum fundi með fulltrúum allra hestamannafé- laga á Norðurlandi á þinginu, en því miður leiddi hann ekki til sátta. 8. Enn lagði stjóm LH til að skipuð yrði nefnd manna úr öllum lands- Qórðungum til að kanna hugsanleg- ar skipulagsbreytingar á mótahald- inu. Þessari hugmynd var komið á fTamfæri við hestamannafélögin í Eyjafirði, sem hótað höfðu úrsögn úr LH. í þeirri hugmynd fólst m.a. fjölgun landsmóta þannig að þau yrðu annað hvort ár til skiptis á Suður- og Norðurlandi, en fjórð- innlendum sem erlendum aðilum. Það verður ekki gert með boðum og bönnum né heldur með óbilgjömu kverkataki á íslenskum ferðamálum. Suður-Afríka Það undarlega hefír skeð hér, að utanríkisráðherra hefír óskað eftir því, að íslenskar ferðaskrifstofur sendi ekki hópa til Suður-Afríku vegna vondu stjómarinnar þar. Ein ferðaskrifstofa hefír þegar aflýst ferð. Hér erum við komin út á ákaflega hættulega braut, og ættum að líta vel á allar hliðar mála áður en lengra er haldið. Með þessu erum við að viðurkenna í reynd, að t.d. grænfrið- ungar geti staðið að samskonar her- ferðum gegn okkur af því að þeir eru á móti hvalveiðum. Ljósmynd/EÞG Leifur Kr. Jóhannesson „Ákvarðanir um val á landsmótsstað hafa verið teknar á fullkom- lega lýðræðislegan hátt og eftir gildandi regl- um landssambandsins.“ ungsmót á Austur- og Vesturlandi á milli landsmótanna. Fjórðungsmót- in á Suður- og Norðurlandi féllu niður, en héraðssýningar gætu kom- ið í staðinn. Með þessari breytingu yrði skemmra á milli landsmóta á hvequm stað og hægt að hafa þau til skiptis t.d. á 4 stöðum. Þá gæti komið inn í þá mynd þeir staðir, sem sækjast eftir að halda slík mót og líklegra að friður gæti orðið um landsmótsstaðavalið til frambúðar. Það er staðreynd, að ftjálsar ferð- ir landa á milli eru einn mikilvæg- asti þátturinn í að eyða tortryggni og skapa skilning þjóða á milli. Aldr- ei má því leggja nein stjómmálaleg höft eða kvaðir á ferðamenn. Það er ekki nein yfirlýsing um stuðning við stefnur stjómar einhvers lands þó að við kjósum að ferðast þar. Æskilegt ætti jafnvel að vera að kynna sér ástand og andrúmsloft milliliðalaust þegar maður ræðir við mann á staðnum. Fleiri hliðar eru á málum Suður- Afríku og ekki aðeins kúgun hvítra á þeim svörtu. í landinu em margir ættflokkar svartra með ólíka siði og tungumál. Sín á milli þurfa þeir jafn- vel að grípa til enskunnar og blönd- un er minni en milli hvítra og svartra. Alls staðar í nýfijálsum ríkjum Afríku hafa svartir ættflokkar borist á banaspjótum og fleiri fallið og verið meiddir en í Suður-Afríku. Einfaldur, og í okkar augum sjálf- sagður atkvæðisréttur, læknar því miður ekki strax þessi mein. Þá blandast einnig heimsyfir- ráðastefnur inn í málin, vegnna gífurlegra auðæfa í jörðu í Suður- Afríku og Namibíu. Meðal annars þess vegna bíða Kúbumenn í við- bragðsstöðu í Angóla ef eitthvað skyldi losna um völd þar fyrir sunn- an. Ef við eigum að láta það eitt stjóma ferðum okkar, hvort við emm sammála eða mótfallin stjórnum landa, þá er hætt við að þeim fari að fækka löndunum, sem við getum heimsótt sóma okkar vegna. Við Islendingar eigum ekki að standa að neinskonar viðskiptahöml- um gegn neinni þjóð. Við getum mótmælt ýmsu og reynt að hafa góð áhrif en við eigum ekki að taka okkur lögregluvald. Höfundur er ferðamálafrömuður. Ég lagði þessa hugmynd fram í stjóm LH í fullri alvöm, ekki sem neinar sýndartillögur eins og gefið hefur verið f skyn. Raunar er hug- myndin upphaflega komin fyrst fram frá Jónasi Vigfússyni í Funa í störf- um milliþingnefndar um fjórðungs- og landsmót. Því miður höfnuðu eyfirsku félög- in þessari hugmynd eða svömðu henni ekki. Þar urðu margir fyrir miklum vonbrigðum. Ég hefí hér að framan rakið gang þessa máls frá upphafi til þessa dags. Það fer ekki hjá því að maður velti því fyrir sér hvort unnið hafi verið í samræmi við vilja samtak- anna og ákvarðanir ársþinga. Það er mín skoðun að svo hafi verið gert og vandséð sé, hvernig stjórn LH eigi að vinna, ef hún fer ekki að vilja ársþinga, sem hafa æðsta vald í málefnum Landssambandsins. Ákvarðanir um val á landsmóts- stað hafa verið teknar á fullkomlega lýðræðislegan hátt og eftir gildandi reglum landssambandsins. En um hvað er þá deilt. Jú, það virðist sem svo að reka eigi landssambandið með hótunum og knýja á um að fella úr gildi samþykkt, sem staðfest hefur verið á ársþingi LH. Hvað er þá til ráða, ef ekki er lengur hægt að reka landssambandið eftir félagslegum viðurkenndum reglum. Stjórn LH hefur ákveðið að efna til fundar með formönnum allra hestamannafélaga laugardaginn 12. mars nk. þar sem rædd verði starf- semi LH og framtíðarskipulag lands- mótanna. Það er von stjórnar, að þar takist að finna lausn á þeim deilumálum sem samtökin hafa þurft að glíma við undanfarin ár. Þetta er ekki nýr vandi. Hann hefur komið upp áður og fyrirsjáanlegt, að hann verði við- varandi áfram finnist ekki lausn. Það er skoðun mín, að nauðsyn sé á, að ákveða fjögur landsmót fram í tímann og taka svo málin til endur- skoðunar að þeim tíma loknum. Allt slíkt verður að ákveðast endanlega af ársþingi LH. Tökum höndum saman, hættum að skylmast í ^ÖImiðlum og fínnum viðunandi lausn. Ég heiti á alla góða menn að sameinast um það. Höfundur er formaður Landssam- ftands hestamanna. Landsmótsmál ÍMll— <IK'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.