Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988
bemskuárum Guðrúnar er hún
missti föður sinn árið 1934. Þá fórst
Sverrir bróðir hennar árið 1941
með ms. Heklu. Þessum þungbæm
áföllum tóku þær mæðgur með
reisn. Ágústa giftist síðar Ludvig
C. Magnússyni, sem gekk Guðrúnu
í föðurstað og studdi hana til náms
og frama. Um söngferil hennar
munu sjálfsagt ýmsir fjalla af meiri
kunnugleika en ég, en hún var nú
samt á sínum tíma sú besta.
Þegar Guðrún hélt til náms og
bjó síðan erlendis um skeið, skildu
leiðir okkar um tíma, en vinátta
okkar hélst þó alla tíð. Guðrún var
hreinskilin og hispurslaus, talaði
aldrei gegn sannfæringu sinni og
smjaður var henni mjög ógeðfellt.
Hún sagði sitt álit umbúðalaust við
hvern sem var, og kom það stundum
óþægilega við þá sem þekktu hana
ekki vel, en var aldrei illa meint.
Hún var einfaldlega alltaf heil og
sönn á hveiju sem gekk. Þessa eig-
inleika mat ég hvað mest í hennar
fari. Hún var í eðli sínu lífsglöð og
var jafnan hrókur alls fagnaðar í
vinahópi. Hún gat oft skemmt okk-
ur vinkonum sínum heilu kvöldin
bara með því að vera hún sjálf.
Þessari lífsgleði og kímni tapaði hún
aldrei, jafnvel þótt sjúkdómar yllu
henni þjáningum.
Þann 24. febrúar síðastliðinn
hélt Guðrún hátíðlegan 64. af-
mælisdag sinn ásamt nokkrum góð-
um vinum. Hún sló því þá fram,
að líklegast yrðu þeir ekki fleiri.
Hún reyndist sannspá, því að 4
dögum seinna var hún látin. Eg
veit að hún myndi vilja að ég kæmi
á framfæri þakklæti til þeirra sem
reyndust henni svo vel, þegar kraft-
ar hennar voru þrotnir. Vil ég þar
nefna vini hennar í Söngskólanum,
en þar kenndi hún síðustu árin sem
hún starfaði. Ennfremur nágranna
hennar, hjónin Andreu Oddsteins-
dóttur og Halldór Þorsteinsson, sem
buðu hana svo elskulega velkomna,
þegar hún flutti í Miðstræti og báru
umhyggju fyrir henni til síðasta
dags.
Eg mun sakna hennar fyrir
margra hluta sakir og minnist með
þakklæti okkar góðu vináttu. Syni
hennar, Ludvig Kára, votta ég sam-
úð mína og óska honum alls velfarn-
aðar í framtíðinni.
Unnur Þórðardóttir
Kveðja frá Söngskólanum
í Reykjavík
Undarlegt hve lífssviðið getur
breyst í einni svipan. Skóhljóð þagn-
ar og það er allt annað eftir. Þetta
reyndum við vinir og samstarfsfólk
Guðrúnar Á. Símonar er við fréttum
lát hennar. Aldrei framar mun hún
fasmikil ganga hér um stofur; aldr-
ei framar munum við njóta starfs-
krafta hennar við kennslu þeirra
er hingað sækja; aldrei framar
heyra uppörvun hennar, þá þungur
gerist róður; aldrei framar heyra
hæðnishlátur hennar, þá við teljum
okkur við ókleifa hamra; aldrei
framar njóta listar barka hennar,
sem svo oft lyfti okkur á gleðivæng
í hæðir. Og þó, þó vitum við, að
þetta er ekki rétt. Sá er listar henn-
ar naut, sá er eignaðist hana að
samheija og vini, verðúr aldrei sam-
ur eftir, Guðrún Á. fylgir honum í
minningu meðan lifir. Hversu mörg-
um okkar rétti hún ekki gull, sem
aldrei munu glatast? Allt frá því
hún hóf upp raust sína og söng svo
að þjóðin, já, heilar álfur, urðu að
eyrum, hefur hún verið okkur mörg-
um mönun til átaka, hvatning til
þess að leggja okkur öll fram, gera
meir, gera betur, ryðja þær brautir,
að íslenskir söngvarar geti helgað
sig söngvum sínum, þurfi ekki að
lifa á snöpum.
Skyldi það ekki einsdæmi, að
söngvari veki slíka hrifni í bijóstum
þeirra er á hlýða, að hann sé gerð-
ur að heiðursborgara að tónleikum
loknum, eins og skeði með Guðrúnu
Á. 5. nóvember 1957 í Winnipeg-
borg? Ætla hefði mátt, að slíkur
heiður stigi listamanni til höfuðs.
En ekki Guðrúnu Á., hrokinn var
henni víðsfjarri. Víst vissi hún af
mikilleik listar sinnar, en hversu
glöð var hún ekki, er aðrir gerðu
vel, gladdist með þeim og uppörv-
aði, eða hve augu hennar ljómuðu,
er hún fann hjá æskunni gullrödd,
til þess að fægja og slípa.
Við erum þakklát lífinu fyrir að
eignast hana að vini og samhetja,
og Söngskólinn í Reykjavík telur
sér heiður að hafa átt meðal kenn-
ara sinna og burðarása slíka lista-
manneskju. Syni hennar sendum
við samúðarkveðjur, er við drúpum
höfði í þökk til mikilhæfrar konu,
listasöngvara.
MIÐSTÓÐVARHITARAR
og
NEYSLUVATNSHITARAR
Mest seldu FORHITARAR
landsins
ÁVALLT TIL Á LAGER.
SlMi (91) 20680
VERSIUN: ARMÚIA 23.
Si^r
eðaheílar
samstæður
Leitið upplýsinga
UMBOÐS OG HEILDVERSLUN
B ÍL DSHÖFDA 16 S1MI 672444
Eitt stærsta vandamál nútímans er hraði og streita
B-vítamín eru nauðsynleg til að viðhalda sterkum og góðum taugum, auk þess að vera undirstaða
ótal annara þátta líkamsstarfseminnar. B-SÚPER inniheldur eftirfarandi B-vítamín;
I
BlÓTÍN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti prótlna og
fitu, einnig mikilvaegt
fyrir góðan hárvöxt.
B1 TIAMIN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti kolvetna,
starfsemi taugakerfis,
hjarta- og meltingar-
kerfis.
B2 RIBOFLAVfN
Nauðsynlegt fyrir
frumuöndun, efna-
skipti kolvetna og
prótlna, þroska, sjón,
starfsemi húðar og
slímhimna.
B3 NIKOTINAMlÐ
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti kolvetna,
fitu og prótlna, starf-
semi taugakerfis,
húðar og slímhimna.
Einnig mikilvaegt fyrir
blóðmyndun.
B5 PANTÓÞENSÝRA
INÓSÍTÓL
Hluti af lesitíni sem
hindrar að kólesteról
safnist fyrir I slagæð-
um og óeðlilega mikið
af fitu safnist fyrir I
lifur. Nauðsynlegt fyrir
hárvöxt, einnig mikil-
vægt næringarefni
fyrir heilafrumur.
PABA (para-amínó-
benzósýra)
Nauðsynlegt fyrir vöxt,
einnig til að viðhalda
heilbrigði húðar.
Örvar efnaskipti og
alla lífsnauðsynlega
starfsemi.
Nauðsynleg fyrir
efnaskipti kolvetna,
fitu og prótína, starf-
semi húðar og slím-
himna, einnig lifrar og
nýrnahettu barkar.
Mikilvægt fyrir hárvöxt,
myndun blóðrauða og
vöxt og þróun mið-
taugakerfis.
B6 PÝRIDOXÍN
Nauðsynlegt fyrir
efnaskipti prótína og
fitu, starfsemi lifrar,
taugakerfis, húðar
og fyrir blóðmyndun.
KÓLÍN
Hluti af lesitini. Nauð-
synlegt fyrir efnaskipti
fitu, hjálpar til við að
melta, taka upp og
flytja um blóðið fitu og
fituleysanlegu vítam-
ínin A, D, E og K.
Éh
Gilsuhúsið
- Hollusta í hverri hillu -
FÓLlNSÝRA
Nauðsynleg fyrir
myndun blóðrauða,
efnaskipti prótina,
bataferli og heilbrigði
húðar og hárs.
B12 KÓBALMlN
Nauðsynlegt fyrir
blóðmyndun, starfsemi
miðtaugakerfis og
fæðunám I meltingar-
vegi.
Hjá okkur færðu margs konar hollustumatvæli, krydd og bætiefni.
Fáðu faglegar ráðleggingar hjá starfsfólki okkar. Heilsuhúsið -
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 1 A S 22966 - KRINGLUNNI S 689266
30 töflur (1 mán. skammtur) kr. 176.-
120 töflur (4 mán. skammtur) kr. 564.-
Fæst í Heilsuhúsinu, apótekum, heilsubúöum
og heilsuhillum matvöruverslana.