Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 43 um borð í Beskytteren og fylgdist með æfíngunni. Æfum til að læra, ekki til að sýnast Axel Fiedler, skipherra á Be- skytteren, er einn helsti hvatamað- urinn að þessarri æfíngu, þó að Landhelgisgæslan hafi haft yfírum- sjón með henni. Morgunblaðsmenn spjölluðu við skipherrann um æfing- una og gæslustarf á Grænlands- sundi og spurðu fyrst hvað væri unnið með æfíngu sem þessarri og hvernig til hefði tekist. „Það er mjög mikilvægt að við þekkjum hver annan og að öll skip og flugvélar hafi æft fjarskiptasam- band sín á milli. Misskilningur og lélegt samband getur reynst af- drifaríkt á örlagastundu. Ég er mjög ánægður með æfínguna. Hún fór ekki alveg eftir áætlun og ein- þessum slóðum og því er okkur mikið í mun að efla samstarf við þá aðila sem tiltækir eru við leitar- og björgunarstörf þar. Við óttumst þó ekki aðeins sjóslys því flugum- ferð yfir þetta hafsvæði hefur auk- ist mikið og líkurnar á flugslysi hafa þar með aukist." Eru þrjá mánuði úti í einu Beskytteren er nú á heimleið til Danmerkur eftir þriggja mánaða útilegu við Grænlandsstrendur og eiga skipverjar þá þriggja mánaða frí en önnur áhöfn heldur fer með skipinu aftur til Grænlands. Be- skytteren er 75 metra langt og um 1900 tonn á þyngd og áhöfnin telur sextíu manns, þar af eru sex kon- ur. „Það eru fímm eða sex ár síðan farið var að ráða kvenfólk á skip flotans og reynslan af því er mjög góð. Þær sex konur sem eru um I þessum klefa um borð í Beskytteren var fylgst með öllum þáttum æfingarinnar „Bláa lónið“. Öll fjarskipti voru þar skráð og fylgst með skipum og flugvélum á tveimur ratsjárskermum og tölvuskjá. staka hlutir hefðu mátt ganga betur fyrir sig, til dæmis hefði Gulfstre- am-þotan mátt finna gúmbátinn fyrr um morguninn. Það er hins vegar tilgangurinn með æfíngunni að læra af henni og reyna að bæta sig - ef menn halda æfíngar til þess eins að sýna hvað þeir eru góðir eru þær einskis virði." Fiedler var yfirmaður í dönsku flotastöðinni í Grannedal á Grænl- andi, þar sem hann hafði yfirumsjón með fískveiðieftirliti og landhelgis- gæslu. Sem slíkur kom hann nokkr- um sinnum til Islands og kynntist mönnum í Landhelgisgæslunni. Reykjavík er líka eina höfnin sem dönsku varðskipin geta komið til þegar þau eru við gæslu á Græn- landssundi, þannig að samstarf við íslendinga er ekki nýtt af nálinni. Reyndar hefur Landhelgisgæslan haldið nokkrar æfingar með dönsk- um varðskipum en „Bláa lónið“ er sú lang umfangsmesta til þessa. Óvænt atvik gerðu æfingxina raunverulegri Gunnar Bergsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var ánægður með æfínguna eins og Fiedler. Hann sagði að æfíngar sem þessi skiluðu sér í því að leitarmenn ynnu fljótar og betur þegar á þyrfti að halda og öll samskipti milli manna gengju greiðar. „Breytingarnar sem urðu á dagskrá æfingarinnar komu ekki að sök, það eru alltaf ein- hvetjar tafír sem geta komið upp þannig að það gerði æfinguna bara enn raunverulegri að það gekk ekki allt eins og ætlað var í byijun.“ Gunnar sagði að samstarfið við Dani hefði verið mjög gott og þeir hefðu ávallt verið boðnir og búnir að veita aðstoð ef þeir væru stadd- ir á íslandsslóðum. Yfírleitt eru tvö dönsk varðskip við Grænland, eitt við vesturströnd- ina og eitt á Grænlandssundi, en að auki sjá þrjú smærri skip um fiskveiðieftirlit við vesturströndina. „Á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á fiskveiðum á Grænlands- sundi,“ sagði Fiedler, „og oft eru um 20-25 grænlenskir bátar á rækjuveiðum á Dohmsbanka og þar norður af við ísröndina. Þetta kallar á aukið eftirlit og öryggisgæslu á Björgunarbátur sjósettur á norð- anverðum Faxaflóa aðfararnótt föstudagsins 12. febrúar. Það er þó engin hætta á ferðum og maðurinn á myndinni er að ekki að yfirgefa skipið heldur að hlaða vatnsbrúsum í gúmbátinn til að auka stöðugleika hans. borð í Beskytteren fást við ýmis störf og þær eru ekki verri starfs- kraftar en karlmennimir nema síður sé og menn umgangast þær alveg eins og aðra í áhöfninni." Um klukkan tíu á föstudags- kvöldi er Morgunblaðsmönnum sko- tið í land á gúmbát til Hafnarfjarð- ar ásamt þremur öðrum íslending- um sem voru um borð í Beskytter- en, en varðskipið danska heldur áfram áleiðis til Danmerkur eftir þriggja mánaða dvöl við Græn* landsstrendur. Skipverjar segjast hlakka mikið til að koma heim, þó að aðstaðan um borð sé ágæt og áhöfnin vel haldin í mat og drykk, eins og Morgunblaðsmenn fengu að reyna. Samt leggja menn það varla á sig að dvelja í þtjá mánuði samfleytt norður í hafsauga nema eitthvað dragi þá þangað. Eins og Axel Fiedler segir: „Þegar maður er úti á sjó hlakkar maður til að komast í land, en.þegar heim er komið fer mann að langa aftur út á sjó.“ 0DEXIDN IMPEX-hiliukerfi án boltunar Útsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Vorslun Armúla 23 - Simi (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — Akureyri Simi (96)26988 r LANDSSMIÐJAN HF. SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2 mánudagskvöldið 7. mars 1988. Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hver að verðmæti kr. 50.000,00., frá HLJÓMBÆ, TEGUNDXZ1: 1 9, 85, 71,4, 58, 36, 20, 48, 1,79, 1 5, 89, 32, 73, 7, 82. SPJALDNR. 22219. Þegar talan 82 kom upp var HÆTT að spila á aukavinningana. Þegar spilað var um BÍLINN komu eftirfar- andi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur, (eitt spjald): 26, 70, 42, 1 7, 62, 88, 50, 64, 38, 90, 53, 43, 60, 18, 63, 72, 37, 5, 49, 61,55, 34, 65, 83, 56, 31,12, 9, 74. SPJALDNR. 12162. mnssuBix UÓSRITUNARVÉLAR OGUR STYRKTARFÉLAG SÍMAR 673560 OG 673561 I Einhverjum kalt. . . Hinir landskunnu hitablásarar frá IIitablásarar: Themtozone: Geistaofnar: Kanibofnar: Viftur: — tilnotkunar: ibn.húsnœdi, nfbyggingum, skipunt. — — lúguop, hurðarop, ofl. svölunt, gardhúsum, lagerhúsnœði. — — skipunt, útihúsum, rökum stöðum. skrifstofum, iðnaðar- og lagerhús- 2kw- lfasa• 4.5 Jov.l/«sfl' Stærðir: 2—23 ktv. 1 fasa og 3 fasa. Talið við okkur. - Við vitum allt um hitablásara. Jtf RÖNNING Sundabora sími 84000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.