Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 09.03.1988, Qupperneq 64
Sparisjóösvextir qg yfirdráttur á téKKareiKningum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF 1 91-27233 I L MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1988 VERÐ I LAUSASÖLU 60 KR. Kandamenn leggja 70 milljónír í íslensku kvikmynd- ina Meffí Jón Ólafsson fjár- magnar helming myndarinnar JÓN Ólafsson, framkvæmda- stjóri Skifunnar hf., og kvik- myndafyrirtækið SC Entertain- ment í Torontó í Kanada hafa gert samning um sameiginlega fjármögnun, framleiðslu og dreifingu kvikmyndarinnar Meffí. Aætlaður kostnaður við kvikmyndina er um 140 milljón- ir króna og fjármagna Jón Ólafsson og SC Entertainment kvikmyndina til helminga. Hilmar Oddsson verður leik- stjóri en hann skrifaði handrit- ið ásamt Jóhanni Sigurðarsyni leikara og bandaríska kvik- myndahandritahöfundinum Michael Taav. , ^ Morgunblaðið/Júlíus A gatnamótum Skipholts og Brautarholts í gær. Þar urðu nær samtimis tveir minni háttar árekstrar og lögreglan kölluð á staðinn, þrátt fyrir að ekki sé gert ráð fyrir því í breyttum umferðarlögum. í þeim er ökumönnum sjálfum ætluð skýrslugerð við óhöpp, þegar ekki er um stórfellt eignatjón eða meiðsli á fólki. Nær 100 árekstrar í umferðaröngþveiti Umferðaröngþveiti með tugum árekstra og miklum töfum varð síðdegis á höfuborgarsvæðinu í gær. Talsverð skæðadrífa var og setti niður nokkurn snjó með mikilli hálku. Alls voru skráðir hjá lögreglunni í Reykjavík 62 árekstrar frá því um klukk- an 6 um morguninn og fram undir kvöldmat. Langflestir þeirra urðu á tímabilinu frá kl. 16.00 til 18.45. Aðeins urðu slys á fólki í tveimur tilfellum. 11 árekstrar voru skráðir hjá lögreglunni í Kópavogi og 10 hjá lögreglunni í Hafnarfirði. Samkvæmt breyttum umferðarlögum þarf nú ekki að kalla til lög- reglu við árekstra nema um meiðsl á fólki sé að ræða eða mikið eigna- tjón. í flestum tilvikum hefði fólk því ekki átt að hringja í lögregl- una, heldur ganga frá málunum samkvæmt nýju lögunum að sögn lögreglunnar. Með því móti hefðu kraftar hennar nýtzt til að liðka fyrir umferðinni. Frá því breytingarnar á umferðarlögunum tóku gildi fyrsta marz síðastliðinn hefur verið mjög lítið um það að lögreglunni berist tilkynn- ingar um árekstra nema í gær. Því má fastlega reikna með talsvert fleiri árekstrum en tilkynntir hafa verið og að hátt á annað hundrað bílar hafi skemmzt. í aðalhlutverkum verða íslensk- I Kennarar leita eftir heimild til verkfallsboðunar: ir leikarar en einnig verða í kvik- myndinni erlendir leikarar. Meffí verður eingöngu tekin upp á Is- landi og hefst kvikmyndatakan í ágúst nk. Handrit kvikmyndarinn- ar íjallar um þrjá æskuvini úr lægri þrepum þjóðfélagsins sem hafa þróað með sér sérstakt tungumál. Dag nokkum tekst þeim að rífa sig upp úr eymdinni og um það snýst kvikmyndin. Jón Ólafsson hefur einnig gert samning við SC Entertainment um sýningarrétt hér á landi á 12 kvikmyndum fyrirtækisins. Samn- ingur Jóns og SC Entertainment kveður á um að framhald verði á kvikmyndaframleiðslu þeirra ef vel tekst til með kvikmyndina Meffí. Verkföll gætu hafist í skólum landsins 11. apríl Kennarasamband íslands og Hið islenska kennarafélag hafa ákveð ið að leita heimildar félagsmanna sinna til verkfallsboðunar. At- kvæðagreiðsla fer fram í félögunum eftir um 10 daga. Verði heim- ild til verkfallsboðunar samþykkt og hafi samningar ekki náðst gæti komið til verkfalla kennara þann 11. apríl. Um 3.200 kennarar eru í KÍ og um 1.100 í HÍK og myndi kennsla leggjast alveg niður í grunn- og framhaldsskólum ef til verkfallanna kemur. Fundur með fulltrúum HÍK og ríkisins var haldinn í gær og var hann árangurslaus, að sögn Win- ciear Jóhannsdóttur, formanns HÍK. Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambands Islands, sagði að kjararáð KÍ hefði leitað til hins ítrasta að grundvelli til samninga og teldi að ekki yrði lengra komist að svo búnu máli. Samkvæmt til- boði ríkisins væri ekki gert ráð fyr- ir neinni upphafshækkun og ein- ungis tæplega 6% launahækkun á seinni hluta ársins 1988, sem þýddi kjararýmun upp á tæp 10% miðað við 1. febrúar. Bæði KÍ og HÍK Stefnt að 250 tonna sjó- kvíaeldi í Dyrhólaósi Stórkostlegir möguleikar í iaxeldi segir Kristinn í Björgun „Það er ákaflega mikil sam- staða um það meðal allra heima- manna að uppbygging fiskeldis í Dyrhólaós sé algjört stórmál fyr- ir héraðið," sagði Þórir Kjartans- son framkvæmdastjóri í Vík í Mýrdal í samtali við Morgun- blaðið um fyrirhugaða sjókvia- eldisstöð og hafbeitarstöð við Dyrhólaey. Unnið hefur verið að undirbúningi málsins og er það nú á lokastigi, en álits Náttúru- verndarráðs er að vænta í mánuð- inum. Kristinn Guðbrandsson í Björgun sem vinnur að undirbún- ingi ásamt heimamönnum, Byggðastofnun og fleiri aðilum sagði í samtali við Morgunblaðið að gert væri ráð fyrir 250 tonna sjókvíastöð til að byrja með og væri ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldið í haust ef tilskilin leyrfi fengjust. Þorsteinn Gunn- arsson bóndi í Vatnsskarðshólum sagði í samtali við Morgunblaðið að hér væri um stórhagsmunamál að ræða og ef allt gengi fram sem horfði sæju menn fram á hrein umskipti til hins betra á svæðinu varðandi atvinnu. Kristinn Guðbrandsson sagði að stórkostlegir möguleikar væru til fiskeldis við Dyrhólaey, fyrst og fremst í sjókvíum, en einnig í haf- beit á laxi og sjóbirtingi. Kristinn sagði að hitastig sjávar við suður- ströndina færi aldrei niður fyrir 7 stig á vetrum og ef fískeldi við Dyrhólaey heppnaðist væri þar lyk- illinn að stórkostlegum fískeldis- möguleikum á allri strandlengju Suðurlands. Reiknað er með að það kosti 50-60 milljónir króna að byggja upp aðstöðu fyrir 250 tonna ársafla í sjókvíum, en það er helm- ingurinn af allri þyngd sem héraðið framleiðir í sauðfjárafurðum. Krist- inn sagði að ef allir möguleikar óss- ins yrðu notaðir mætti ala þar fleiri þúsund tonn af físki á ári. Til þess að skapa aðstöðu fyrir sjókvíar inni í ósnum þarf að hreyfa til 100 þús- und rúmmetra af jarðvegi og mynda ákveðna vöm fyrir ísinn inni á lón- inu sjálfu. Byggðastofnun, fískeldis- menn, heimamenn og sérfræðingar hafa unnið að málinu, en þarna myndi fljótlega skapast vinna fyrir tugi manna og auk uppbyggingar við Dyrhólaós þyrfti að stækka veru- lega seiðaeldisstöðina í Vík og slátr- un og pökkun á eldisfískinum við Dyrhólaey myndi eiga sér stað í Vík. Þeir Þórir og Þorsteinn lögðu mikla áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að samstaða heima- manna væri ákaflega mikil, enda horfðu menn í þessu efni til eina raunhæfa möguleikans í augnablik- inu til atvinnuuppbyggingar á Dyr- hólaeyjar- og Mýrdalssvæðinu. segjast byggja kröfugerðir sínar á skýrslu Starfskjaranefnda um starfskjör kennara, og segir í grein- argerð með kröfum HIK að samn- inganefnd ríkisins hafi virt að vett- ugi gefín loforð stjómvalda um bætt kjör og starfsskilyrði kennara. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði að ástæða þess að samningar við kenn- ara væm lausir nú væri sú að ákveðið hefði verið að taka vinnutil- högun kennara til endurskoðunar og hefðu tillögur ríkisvaldsins mið- ast við það. Kennarar hefðu fengið um 5% hækkun eftir áramót og fengju sambærilegar hækkanir og aðrir ríkisstarfsmenn út þetta ár, en gerðu nú kröfur um launahækk- anir um tugi prósenta í ýmsu formi. Aðspurður sagði Indriði að auðvitað væri það mikið áhyggjuefni ef skólastarf raskaðist vegna verk- falla, en það væri líka mjög mikil- vægt að ekki verði „kveikt í launa- sprengju" í núverandi efnahags- ástandi. Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, sagði að verkfall HÍK myndi fresta próf- um í MR og raska kennslu í öðrum framhaldsskólum, sem eru yfírleitt búnir aðeins seinna en MR. „Ef af þessu verður, sem ég vona að guð forði okkur frá, þá verður þetta þriðja eða fjórða verkfallið sem þeir nemendur sem útskrifast í vor lenda í,“ sagði Guðni. Sjá einnig bls. 35: Kröfur kennara byggðar á loforðum stjórnvalda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.