Morgunblaðið - 27.03.1988, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988
■ÓTRÚLEGT EN SATT|
Kristnir munu
fagnaum
gervöll
Sovétríkin
Rússneskir kirkjuleiðtogar
leggja um þessar mundir
síðustu hönd á undirbúning hátíða-
halda til að minnast þess, að þús-
und ár eru liðin frá því að kristni
að hætti rétttrúnaðarsiðar var tekin
upp í Rússlandi. Munu hátíðahöldin
ná hámarki í júní, en þá eru þúsund
ár liðin frá því að Valdjmar prins
sneri þegnum sínum í Ukraínu til
kristinnar trúar með fjöldaskírn í
ánni Dnjepr.
En þó að vagga kristninnar í
Sovét hafi staðið í Kænugarði, verð-
ur afmælisins einkum minnzt í
Moskvu. Hótelin þar búa sig undir
að taka á móti tugþúsundum gesta
og þar á meðal allt að þúsund blaða-
mönnum.
Viðgerðir á mörgum voldugum
klaustrum í höfuðborginni er ljós-
asti vottur þess, að sem framundan
er. Sum þessara klaustra eru nú
söfn, en i öðrum eru kirkjur, og
voru þau reist með einskonar virkis-
veggjum svo að þau gæti staðizt
árásir mongóla fyrr á öldum.
Það elzta heitir Danilov-klaustur
og er 700 ára, en sovézka stjórnin
skilaði kirkjunni því aftur árið 1983.
Endurbótum á því verður brátt lok-
ið og þar verður allt klappað og
klárt fyrir hátíðahöldin í júní.
Þá munu afmælisgestir væntan-
lega fjölmenna að Novedevichy-
klaustri við Moskvu-fljót, en þaðan
voru mongólar endanlega hraktir á
brott með fallbyssukúlum. Þetta er
klaustrið þar sem Pétur mikli fang-
elsaði Soffíu systur sína.
Sagt er að Napóleon hafði lagt
svo fyrir að það skyldi sprengt í
loft upp þegar hann komst til
Moskvu með herlið sitt árið 1812,
en sagan hermir að ung nunna,
Sara að nafni, hafi aftengt sprengi-
þræðina.
Verkamenn vinna einnig að end-
urbótum á þeim þremur tumum,
sem eftir eru á Símonov-klaustrinu,
en það var lagt í rúst í sprengingu
árið 1934 að skipan Stalíns.
Mikið vatn er nú runnið til sjávar
síðan ungir og ákafír athafnamenn
á tímum Stalíns rifu niður kirkjur
og ofsóttu presta á þriðja áratug
aldarinnar, og síðan Nikíta
Khrústsjov endurvakti ofsóknimar
gegn kristnum Sovétmönnum á
sjötta áratugnum.
Engin opinber trúarbrögð eru
viðurkennd í Sovétrílqunum en yfír-
völd leggja sig nú allt um það í
framkróka að sýna umburðarlyndi
í trúmálum. Og þótt stjómarherrun-
um sé ekki sérlega sýnt um trúmál
líta þeir þannig á, að þúsund ára
afmæli kristninnar geti ekki ein-
ungis eflt þjóðarvitund Rússa og
áhuga þeirra á sameiginlegri menn-
ingararfleifð heldur líka laðað að
erlenda ferðamenn og þar með orð-
ið hin ákjósanlegasta gjaldeyrisupp-
spretta.
Áköfum guðleysingjum er lítt um
þetta tiltæki gefíð, þótt þeir hafi
ekki hátt. Á hinn bóginn ráðgera
ýmsir trúarhópar aðgerðir í mót-
IÍSRAEL
mælaskjmi við kirkjuleiðtogana,
sem þeir saka um þýlyndi gagnvart
stjómvöldum.
Fyrir skömmu skýrðu sovézkir
andófsmenn, þar á meðal Alexander
Ogorodnikov, sem setið hefur í
fangelsi vegna stjómmálaskoðana
sinna, frá sérstökum hátíðahöldum,
er þeir hyggjast efna til vegna þús-
und ára afmælisins. Þeir óttast að
sovézk stjómvöld og forustulið rétt-
trúnaðarkirkjunnar muni standa
fyrir „skrautsýningu" og draga
fjöður yfír raunveruleg vandamál
trúaðs fólks á þessum slóðum. Þeir
stefna því að því að bjóða erlendum
kirkjunnar mönnum, sem sækja
Moskvu heim í tilefni afmælisins,
til sérstakrar námsstefnu þar sem
fjallað verður um stöðu kristninnar
undir stjóm sovézkra kommúnista.
- ANDREW WILSON
Fréttamenn
fáá
baukinn
Ævareiðir, ísraelskir landnem-
ar réðust fyrr í mánuðinum
á tvo erlenda fréttamenn í Hebron
en þá hafði 16 ára gamall náms-
maður orðið fyrir árás Palestínu-
manns inni í verslun og verið stung-
inn nokkmm sinum, „Komið ykkur
í burt,“ hrópaði kona nokkur. „Það
er ykkur að kenna hvemig ástandið
er.“
Myndavélar og linsur vom
skemmdar og báðir ljósmyndaram-
ir, Jim Hollander frá Reuters-
fréttastofunni og Rina Castelnuovo
frá Time, meiddust. Rína var reynd-
ar rotuð. Fréttamenn og ljósmynd-
arar sem taka þá áhættu að fylgj-
ast með átökum eins og þeim í Isra-
el, hafa orðið að skotspæni jafnt
gyðinga sem araba í þá þtjá mán-
uði, sem hálfgert uppreisnarástand
hefur ríkt á Vesturbakkanum á
Gazasvæðinu.
Hvað ísraelana varðar hefur and-
úð þeirra á fréttamönnum vaxið
eftir því sem hemum hefur gengið
verr að kveða niður mótmælin og
Palestínumenn hafa nokkum vara
á sér eftir að Yitzhak Rabin varnar-
. málaráðherra viðurkenndi, að yfír-
völdin skoðuðu nákvæmlega erlend-
ar sjónvarpsmyndir til að geta betur
borið kennsl á mótmælendur og
handtekið þá.
Robert Slater, formaður í sam-
tökum fréttamanna, sem starfa ut-
an síns eigin lands, hefur borist um
70 kvartanir síðasta mánuðinn.
„Fréttamenn og starfsmenn sjón-
varpsstöðva hafa samband við mig
næstum daglega," segir hann.
„ísraelsku hermennimir sýna þeim
fjandskap og beita þá stundum
Á TÖK — ísraelskur hermaður andspænis arabískum konum. Erlendu
fréttamennirnir, sem eru augv okkar og eyru á átakasvæðunum,
verða sífellt varir við það h vernig þeir eru á milli steins og sleggju.
IGJÖREYÐING
Herskálamir, sem hýstu aðal-
stöðvar þýska hersins meðan
á hemáminu stóð, eru nú notaðir
sem skjalasafn Le Havre. Sést það-
an yfír mestalla borgina, þessa
þriðju stærstu hafnarborg í Evrópu.
Að kvöldi dags þann 5. septem-
ber árið 1944 var hvergi betra að
vera en í herskálunum til að fylgj-
ast með einum mestu loftárásum
breska hersins í síðari heimsstyij-
öld. 348 Lancaster-flugvélar lögðu
þá gamla bæinn, 400 ára gamlar
byggingar, í eyði, sprengdu hann
upp þar til ekki stóð steinn yfír
steini. Þegar atlögunni var lokið
lágu 2.000 franskir borgarar í valn-
um en aðalstöðvamar þýsku, óvarð-
ar uppi á hæðinni, voru óskemmdar
með öllu.
Einhvers staðar ekki allfjarri var
William Douglas Home, höfuðsmað-
ur, leikritahöfundur og bróðir verð-
andi forsætisráðherra, og fylgdist
með þessum skelfílegu árásum.
Home, sem stjómaði skriðdreka í
breskri hersveit, hafði þá fyrir
skemmstu þvemeitað að taka þátt
í árás á borgina sem líka leiddi til
stórkostlegs mannfalls meðal
óbreyttra borgara.
„Eg hef enga löngun til að taka '
þátt í gjöreyðingarstríði" hafði hann
sagt og neitað að nota skriðdrekann
í lokasókn gegn borginni vegna
þess, að Bretar höfðu bannað brott-
flutning óbreyttra franskra borgara
úr henni þrátt fyrir beiðni yfír-
Blóðbað sem
erfitt er að
„réttlæta“
manns þýska herliðsins. Vegna
þessarar ákvörðunar, sem Douglas
Home kynnti í bresku blaði, var
hann sviptur öllum tignarmerkjum
og fangelsaður. Nýlega fór hann
fram á, að dómi herréttarins yrði
hnekkt og málið tekið fyrir aftur.
Sgja má, að nú hafí ný og mjög
afgerandi sönnun komið fram mál-
stað Douglas Homes til framdráttar
og er þá átt við heimildarmyndina
„Hreint borð" sem nýlega var sýnd
í franska sjónvarpinu.
Höfundur hennar er Le Havre-
búi, Christian Zarifían að nafni, en
hann vildi ekki una vandræðalegri
þögninni í Frakklandi og í Bret-
landi um atburði, sem við aðrar
kringumstæður hefðu verið kallaðir
stríðsglæpir. Beiðni sína um endur-
upptöku málsins rökstyður Douglas
* /k
SVIÐINJÖRЗBresku sprengjuflugvélarnar „byrgðu fyrir sólu“.
Home hins vegar með Waldheim-
málinu.
Douglas Home kemur ekki fram
í heimildarmyndinni og í Le Havre
hafa fæstir heyrt hans getið. Sagn-
fræðingar líta hins vegar á ákvörð-
un hans á sínum tíma sem sönnun
þess, að breska yfírherstjómin hafi
vitað, að óbreyttir, franskir borgar-
ar yrðu fyrir barðinu á árásunum.
„Þrátt fyrir kröfur um opinbera
rannsókn í Frakklandi er enn mörg-
um spumingum ósvarað," segir
Zarifian og bendir á, að loftárásin
hafí til dæmis verið gerð eftir að
bandamenn höfðu náð á sitt vald
mestöllu Normandí og París og
þrátt fyrir, að þýska setuliðið,