Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 15

Morgunblaðið - 27.03.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988 B 15 Maðurinn í hinum bflnum er alltaf að blikka mann þessa dag- ana — með ljósunum. Táknar hér og nú: kveiktu á ljósunum, góða! Léttist að vísu ekki mikið brúnin við svona blikk. A.m.k. ekki þegar rafmagnið er rétt að byija að hlað- ast á geyminum, eftir að greitt hefur verið leigubflstjóra með kapal til að komast yfirleitt af stað í sólarbirtunni. Að vera blikk- aður svona úti á vegum í útlöndum táknar allt annað, einfaldlega: „Varaðu þig! Lögreglan á næstu grösum! Nýbúinn að fara fram hjá henni." Þannig verður þar sem iögregla sýnir mikla hörku og bflstjórar fá ekki svigrúm til að sannfærast um gagnsemi tilskip- ana og venja sig á umbeðin við- brögð. Þá snýst málið upp í and- stöðu og samstöðu um hana. Hér fékk fólk gott svigrúm til að venj- ast bflbeltunum og koma sér upp tilheyrandi viðbúnaði. Nú er allt snarlega keyrt í hótanir og sektir vegna bflljósanna. Það þarf lang- an tíma til að innprenta í hugann að ljós skuli kveikt og slökkt í sólarbirtu og fylgir óhjákvæmi- lega rafmagnsleysi og gremja. Nýir bílar koma með viðvörunar- útbúnað vegna ljósanna en ekkert svigrúm er gefíð til að fá það í eldri bíla, enda segja bflstjórar með kapal nú góða vertíð. Og reitt fólk sannfærist hægar. Það er kallað þijóska og er mannlegur eiginleiki. Hann Shakespeare sál- ugi kunni að orða hlutina: Ó þvílíkt afbragð að eiga jötunsafl en þvílík grimmd að beita því sem jötunn. Varla fer fram hjá bflstjórum að vorið er komið með birtuna sem ekki bregst, hvað sem segja má um yiinn. Fylgir aukin útivera íbúanna á þessu vorbjarta landi. Um leið dregur úr bókalestri vetr- arins. Þótt í blaði brygði fyrir efasemdum um að umtal um jólabækumar ætti rétt á sér svo löngu eftir jólin, ætlar þessi skrif- ari að víkja að bók, sem duga ekki minna en heilir páskar til að lesa. Enda bókin næstum 1.000 blaðsíður í stóru broti og bundin í eitt hefti. Svona þungar og þykk- ar bækur, sem krefjast þess að setið sé við borð og ekki er hægt að hringa sig með í hægindastól eða lesa í rúminu, flokkar Gáru- höfundur raunar sem óbrúklegar. En Sögur íslenskra kvenna 1879- 1960 reyndist svo áhugaverð að lesnar voru allar 980 síðumar. Að vísu með tilfæringum, upp- stöfluðum svæflum og sjúkraborði undir bókina á sænginni. Er þá mikið á sig lagt. Hvað getur þessi bók með gömlum skáldsögum kvenna þá haft svona mikið fram að færa? Breska skáldið William Thack- eray sagði einhvem tíma svo spaklega: „Skáldsaga ber hærra hlutfall af sannleika en bók sem gefín er út fyrir að vera sannleik- ur.“ Þurfum við raunar lengi að leita til að sannfærast? Segja skáldsögur nóbelsskáldsins okkur ekki meira um mannfólkið í landinu á ýmsum tímum en margt fræðiritið? Hann lætur okkur fínna fyrir því. Og það er einmitt það sem fyrmefndar sögur gera. Með því að draga fram skáldsögur frá því fyrstu íslensku konumar tóku að rita sögur um 1879 og skipta sögum þeirra eftir tímabil- um, sem birtast í réttri tímaröð, fínnur lesandinn hvað það var sem á hveijum tíma brann á konunum í þessu landi og hvemig áherslum- ar breytast smám saman. Þannig lejrfír Soffía Anna Birgisdóttir, sem valið hefur sögumar, þeim sjálfum að sýna okkur hvað konur voru mest að hugsa um. Og tæki- færi gefst til að fletta upp í að- gengilegum eftirmála hennar, ef maður vill samtímis vita meira um tímabilið eða einstaka höf- unda. Fyrsti höfundurinn og fulltrú- inn fyrir tímabilið frá 1879 fram til aldamóta er Torfhildur Hólm, sem var fyrsti íslendingurinn sem gerði ritstörf að lífsstarfí sínu. Þá em konur byijaðar að feta sig með ljóð og sögur í tímaritum. Hlýðnin og skylduræknin við föð- ur og eiginmann sýnist yfirgnæfa í hugum kvennanna, þeim kemur ekki til hugar annað en að sýna beri hlýðni og skyldurækni. Þær mögla ekki. Það sem skiptir sköp- um er hvort eiginmaðurinn beitir konu sína ofriki eða tillitssemi. Áfram ber þetta sama efni hæst með blæbrigðabreytingum á tíma- bilunum á eftir, 1900-1920, 1920-40 og 1940-60. Á fyrstu tuttugu árum aldar- innar fer í sagnagerð kvenna að votta fyrir togstreitunni milli skyldu og langana, kvenhlut- verksins og t.d. menntunar. Kon- an er farin að „fóma“ sér fyrir heimilið og bömin, sem er sjálf- gefið en ekki átakalaust. Á næsta tímabili, 1920-40, má fínna að meðal kvenna em komnar efa- semdir um hjónabandið og sam- skipti kynjanna. Konan á þó enn að fóma og bæla, þótt merkja megi vissa uppreisn gegn því að svo þurfí að vera. Efasemdir komnar upp um ágæti fómarinn- ar. Og á síðasta 20 ára tímabilinu til 1960 má í sagnagerð kvenrit- höfunda sjá komna kröfu í tog- streituna milli skyldu og langana. Konumar em að leita að frelsun frá áþján og fómarskyldu til menntunar og sjálfstæðis. Bókinni lýkur með sögum Ástu Sigurðar- dóttur með ádeilu á hræsni og yfirborðsmennsku. Konurnar em að bijótast undan fómarskyldunni' og hefðbundnu kvenhlutverki en með miklum átökum — og fóm. Auðvitað kemur fleira fyrir 'en þessi togstreita milli skyldu, lang- ana og fóma, en hún er viðvar- andi og ber ætíð hæst. Nú á tímum þegar fyrirfram er tuggið ofan í lesandann hvað megi fínna í skáldsögum svo hann á í vök að veijast, er gaman að skynja svona slög hvers tíma og áherslu- breytinguna. Og þegar maður svo í kjölfarið les nýju jólabækumar eftir kven- rithöfundana okkar sem nú ber hæst, Gunnlaðarsögu Svövu Jak- obsdóttur og Kaldaljós Vigdísar Grímsdóttur (hef ekki enn lesið Hringsól Álfrúnar Gunnlaugs- dóttur), þá fer hugurinn í sama farveg að leita eftir því hvað nú muni mest brenna á kvenrithöf- undunum. Þessum tveimur er það sameiginlegt að vera efst í huga togstreitan milli manneskjunnar og listarinnar. Raunar vottar snemma í sögum fyrri kvenna (Huldu og ólafar frá Hlöðum á tfmabilinu 1900-1920) fyrir tog- streitu milli kvenhlutverksins og listarinnar, sem staða konunnar meinar henni aðgang að. Grímur Hermundsson hennar Vigdísar á langa dulúðuga leið sem teygir anga sína aftur og í hið óræða og togstreitu áður en hann geng- ur inn í málverkið, listina. Skáld- skapurinn og konan er Svövu efst í huga. Að konan endurheimti rétt sinn á skáldabekk, sæki skáldamjöðinn sem Óðinn stal eða vélaði endur fyrir löngu af Gunn- löðu. Sögupersóna hennar, Gunn- löð, svíkur ekki skáldskap sinn, það er mest um vert. Esra Pound sagði að bókmennt- ' ir væru tungumál hlaðið mein- ingu. En það er svo ágætt þegar maður er einn með bókinni, að enginn er að skipta sér af því þótt maður misskilji alla meining- una og vaði f villu og svíma. Nema farið sé að blaðra á prenti, þá verða bókmenntimar gjaman með orðum bandaríska skáldsins Mor- leys „einhver mest hrífandi, við- sjárverðasta og hættulegasta greinin". DULUX EL frá OSRAM - 80% orkusparnaður - 6 föld ending - E 27 Fatning 7 W 11 W 15 W 20 W Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum landsins. Heildsölubirgöir. JÓHANN ÓLAFSS0N & CO.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík-Sími 688 588 RITVÉLAR rEIKNIVÉLAR prentarar tölvuhúsgogn Til fermingargjafa Bakpokar, svefnpokar og tjöld Dæmi um verð: Góður bakpoki og svefnpoki, verð frá kr. 4.495,- Eyjarslóð 7, Reykjavík - Pósthólf 1659 Sími 621780 - Heimasími 72070 -10° c >15° C varmabil SEGLAGERÐIN ÆGIR hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.