Morgunblaðið - 27.03.1988, Síða 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27.MARZ 1988
í TILEFNI ALÞJ Ó Ð A L E I K HÚSDAGSINS
Leikminjar
eftirSvein
Einarsson
í ritgjörð, sem Lárus Sigur-
bjömsson ritaði í Skími 1949 og
síðar birtist í bókinni Þáttur Sig-
urðar málara (1945), segir svo:
„Eftir er þá að líta á mjmdir
og teikningar, sem Sigurður gerði
fyrir leiksviðið í Reykjavík. Nokk-
uð mikið er varðveitt af frum-
myndum hans, og er það allt mik-
ilsverður stofn að safni leikhús-
minja, sem verður að komast á
fót hið allra fyrsta, því að megn-
asta hirðuleysi hefur ríkt um alla
slíka hluti, og óbætanleg verð-
mæti hafa farið forgörðum fyrir
skilningsleysi eða illan aðbúnað.
Þannig hafa aðeins varðveist tvö
„baktjöld “ Sigurðar, bæði upp-
haflega úr „Hellismönnum" Matt-
híasar. Til skamms tíma var til
forkunnar vel málað „baktjald" í
tjaldageymslu Leikfélags
Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu.
Sýndi það götu í útlendri borg og
var iðulega notað af skólapiltum,
er þeir sýndu leikrit eftir Holberg
á árunum 1922—30. Okkur var
ávallt sagt, að Carl Lund hefði
málað þetta tjald, en það var í
minnsta lagi, og í föggum Sigurð-
ar hef ég fundið blýantsupp-
drætti, sem sýna nálega sömu
hlutföll húsa og innsýn í götu og
á „baktjaldi" Carls Lunds.„ Það
er grunur minn, að enginn annar
en Sigurður hafi málað þetta tjald,
en því var síðast ekið á sorphauga
bæjarins til þess að týma fyrir
nýjum leiktjöldum Þjóðleikhúss-
ins.“
Svo mörg voru þau orð, og rifj-
uðust upp á nýafstöðnu 125-ára
afinæli Þjóðminjasafnsins, sem
minnst var á veglegan hátt, m.a.
með skemmtilegri sögulegri sam-
antekt í Háskólabíói, þar sem
umrædd „baktjöld" Sigurðar voru
harla viðeigandi umgjörð. Þá
minntist ég þess, að þegar Leik-
félag Reykjavíkur hélt upp á 75
ára afmæli sitt 1972, var efnt til
leiksögulegrar sýningar í Bogasal
Þjóðminjasafnsins og þar voru
þessar frummyndir Sigurðar
sýndar og taldar vera úr Útilegu-
mönnunum eða Skugga-Sveini
eftir séra Matthías, enda skráðar
svo á spjöldum safnsins. Matthías
Þórðarson velkist þar ekki í vafa
um, að þessar leikmyndir eru frá
Útilegumönnunum og segir þær
að sinni ósk komnar f safnið frá
forráðamönnum L.R. Kristján
Eldjám bætir við f þessa skrá og
telur, að þetta séu leiktjöld frá
sýningum veturinn 1873 — og
vitnar í því sambandi í Þjóðólf,
en þá er vitað, að Sigurður gerði
ný Íeiktjöld fyrir sýningu leikrits-
ins. Sama vetur komu Hellismenn
Indriða fyrst fram — þau leiktjöld
voru eitt hið sfðasta, sem Sigurður
málaði — og getur þar skýrt, að
Lárus nefnir Hellismenn í þessu
sambandi.
Ég hef hér fjölyrt um þessi
baktjöld, vegna þess að þau munu
vera elstu leiksögulegar minjar,
sem við íslendingar eigum, ef frá
eru talin eldri leikritshandrit, leik-
endaskrá ffá sýningum skólapilta
á Hólavöllum á leikritum Sigurðar
Péturssonar, uppskriftir af
Skraparotspredikun og uppdrátt-
ur skólapilts í Skálholti frá síðari
hluta 18. aldar, þar sem leiksvið
er merkt inn milli burstabæja
biskupssetursins.
Sfðan Lárus Sigurbjömsson
skrifaði sína hvatningu, eru liðin
tæp Qörutíu ár, og því miður verð-
ur að segjast eins og er, að ekki
er hirðan betri í dag en hún var
þá, þegar hann samdi greinina,
verri ef eitthvað er. Nýlega fóru
til dæmis í bruna segulbandsspól-
ur með upptökum af öllum sýning-
um Leikfélags Reykjavíkur á tutt-
ugu ára skeiði. Gróin heimili leik-
ara af kynslóð frumheijanna hafa
verið að leysast upp og sögulega
merkilegir munir dreifst til ætt-
ingja og annarra síður vanda-
bundinna. NúLfmatækni mynd-
banda er ekki notuð nema að tak-
mörkuðu leyti við að varðveita
sýningar okkar daga. Þannig
mætti því miður lengi telja.
Leiksögissöfn
Við svo búið má ekki lengur
standa. Allar menningarþjóðir
vita, hvað til þeirra friðar heyrir
í þessum efnum. Frændur okkar
á Norðurlöndum eiga myndarleg
leiksögusöfn; nýlega var opnað
glæsilegt leiksögusafn f hjarta
Lundúnaborgar í Covent Garden
og er þegar Qölsótt af borgarbú-
um og ferðamönnum. í París er
ekki aðeins leiksögusafn, heldur
og stórt sjálfstætt leikbókasafn.
Dæmin eru mörg. En hér höfum
við ekki staðið á verðinum. í þessu
efni erum við raunverulega í sömu
sporum og þeir Sigurður Guð-
mundsson og Helgi Sigurðsson,
þegar þeir hrintu forngripasafn-
inu af stað. í rauninni þarf ekki
að bytja svo stórt. Nægði, að eitt
herbergi f hinu glæsilega nýja
Borgarleikhúsi jrrði látið undir
vfsi að slíku safni, þannig að
menn vissu f hvaða stað sögulega
verðmætar minjar ættu að fara.
Jafnfram yrði svo að koma upp
lítilli deild f Þjóðbókarhlöðunni
fyrir leikbókmenntir, handrit og
önnur verk um leiklist, fyrir segul-
bandsupptökur og myndbands-
snældur af sýningum. Meira þyrfti
f rauninni ekki að gera í fyrstu
lotu. Trú mín er sú, að við þetta
átak mjmdu koma í leitimar ýms-
ir munir, sem ella hefðu kannski
farið forgörðum. Einhverja fjár-
veitingu þjrfti að fá til að koma
þessu á laggimar. En kannski
mætti í spamaðarskyni fela leik-
húsrítara Borgarleikhússins að
hafa umsjón með safninu eða
minningarherberginu fyrst um
sinn; það jrrði til dæmis opið um
helgar ákveðinn tíma. Sfðan
mætti standa fyrir leiksögulegum
sýningum, þar sem ákveðin efni
yrðu tekin fyrir, til dæmis í Þjóð-
leikhúsinu, Borgarleikhúsinu og í
öðmm sýningarsölum.
Myndbönd og handrit
Öllu fjárfrekara er það verkefni
að koma myndbandamálunum í
sæmandi horf. Eins og nú er, taka
leikhúsin sjálf af vanefnum upp
sýningar sínar (og ekki öll, at-
vinnuhópamir hafa fæstir nokkur
tök á slíku); tekið er á eina vél,
kyrrstæða, þannig að hvað lýs-
ingu og áherslupunkta snertir,
gefur sú upptaka afar ófullkomna
hugmynd um sýninguna og
áhrifamátt hennar. Kannski má
segja, að ekki sé ástæða til að
taka upp með fullkomnari vinnu-
brögðum allan þann fjölda leik-
sýninga, sem hér er á boðstólum
árlega, en t.d. frumflutning á
nýjum fslenskum leikverkum og
þær erlendar sýningar, sem
tíðindum þykja sæta um listræn
vinnubrögð.
Þá er og kunnara en frá þurfí
að segja, að ekki komast öll þau
leikrit, sem á fjölunum em flutt,
á prent, og ræður oft tilviljun í
þeim efnum. Jafnvel hafa verið
hér sýningar, sem spunnar vom
fram, þannig að í raun varð aldr-
ei til skrifað handrit. Þama er
auðvitað líka hætta, að heimildir
fari forgörðum. Um þetta þarf að
setja reglur, þannig að leikhús og
leikhópar séu skyldaðir að skila
frágengnu handriti t.d. í Þjóðar-
bókhlöðuna, ef þar verður komið
upp homi fyrir leiklistargeirann.
Þeirri viðbám hefur verið hreyft,
að þá komi allir mögulegir hags-
munahópar og heimti sín sérsöfn.
Slík viðbára er skiljanleg, en ekki
marktæk. Hvemig í ósköpunum
ella á að sinna slíkum verkefnum?
Og skyldi ekki tölvuvæðing nú-
tímans með öllum sínum væntan-
legu gagnabönkum einmitt stuðla
að slíkri þróun?
Leíkhúsdagurínn
í dag er alþjóða leikhúsdagur-
inn og þessi skrif vom hugsuð sem
hugvekja. I rauninni fínnst manni,
að hugvekju ætti ekki að vera
þörf, það mál, sem hér er ymprað
á sé svo sjálfsagt, að enginn mað-
ur mjmdi leggjast gegn því. Þjóð-
in hefur það hugarfar, að hún
telur menningarlega skyldu aé
eiga sér stofnanir eins og Þjóð-
minjasafn, beinlfnis Ijúfa skyldu
og brýna nauðsyn. En sfðan koma
aðrar stofnanir, önnur söfn og
minjastofur, þar sem sinnt er sögu
einstakra landshluta eða atvinnu-
greina, eins og til dæmis i Sjó-
minjasafninu. Listasöfnin em f
sjálfu sér slíkir verðir afturábak
og framávið, og því skyldi sú list-
grein, sem hverfulust er kölluð,
leiklistin, ekki reyna að halda í
það af heimildum, sem henni er
unnt.
íslensk leiklistarsaga er smán-
arlega lítið kunn, það verðum við,
sem við leiklist fáumst, nánast
daglega minnt á. Inn f Leiklistar-
skóla íslands koma nemendur,
sem aldrei hafa heyrt minnst á
frú Stefaníu, Guðrúnu Indriða-
dóttur eða Gunnþómnni Halldórs-
dóttur. Við höfiim mætt blaða-
mönnum, sem ekki vissu deili á
Biynjólfi Jóhannessyni. Menn
kynna með stærilæti höfunda,
sem hér vom kannski leiknir fyrir
tuttugu ámm, eins og nýleg dæmi
sýna. Kvikmjmdahúsin hafa ekki
fyrir því að kanna, hvort leikrit,
sem síðar er snúið í bíómjmd, sem
þeir sýna, hafi verið flutt hér og
eignast íslenskt heiti, sem áhorf-
endur kannast við, h'eldur skýra
bara allt upp á nýtt og eigin hent-
ugleikum (þegar þeir hafa fyrir
því að þýða enska heitið). Sjón-
varpstöðvar hafa gert sig sekar
um slíkt hið sama. Meira að segja
var annar kvikmjmdagagnrýnandi
þessa blaðs nýlega að kynna
myndbönd á markaðnum — og
einhverra hluta vegna taldi hann
sæmandi að notast eingöngu við
ensk heiti mjmdanna — og þar
gat hann um myndina Gothcha,
án þess að hafa hugmynd um, að
Leikfélag Reykjavíkur er búið að
sýna umrætt leikrit, sem myndin
er byggð á, lungann út vetri, und-
ir heitinu Hremming. Svona mætti
lengi telja, en það er leiðinlegt
að þurfa að vera önugur.
Við skulum því ekki vera önug
á slíkum degi, heldur snúa okkur
að verkefninu: Það vantar leik-
sögusafn á íslandi. Við erum á
síðasta snúningi með að bjarga
margvíslegum verðmætum. Hér
þarf átak, og það átak þolir enga
bið. Tilkostnaður þarf ekki að
vera svo ýkja mikill, en mikil verð-
mæti, sem sum hver verða aldrei
til fjár metin, eru í húfi. Það er
kominn tími til að hegast handa.
Höfundur er leikstjóri og rithöf•
undur og formaður Leiklistar-
sambands íslands.
Líkan af Borgarleikhúsinu.