Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fyrirtæki óskast til kaups Óska eftir að kaupa gott fyrirtæki í rekstri. Með allar upplýsingar verður farið með sem trúnaðarmál. Vinsamlega hringið í síma 641091. Fyrirtæki óskast til kaups Óska eftir að kaupa gott fyrirtæki í rekstri. Með allar upplýsingar verður farið sem trún- aðarmál. Vinsamlega hringið í síma 641091. kennsla Námskeið í punktanuddi fyrir nuddara og annað áhuga- fólk verður haldið helgina 9.-10. apríl. Stuðst verður við austurlensk fræði. Skráning og upplýsingar miðvikudaginn 6. apríl frá kl. 10-12 í síma 18076. Úthlutun styrkja úr Sáttmálasjóði Umsóknir um utanfararstyrki og verkefna- styrki úr Sáttmálasjóði Háskóla íslands, stílaðar til háskólaráðs, skulu hafa borist skrifstofu rektors í síðasta lagi 30. aprfl 1988. Tilgangi sjóðsins er lýst í 2. gr. skipulags- skrár frá 29. júní 1919, sem birt er í Árbók Háskóla íslands 1918-1919, bls. 52. Umsóknareyðublöð og nánari úthlutunar- reglur, samþykktar af háskólaráði, liggja frammi í skrifstofu Háskóla íslands hjá ritara rektors. Lögmannsstofan sf. Lögmannsstofa okkar er flutt frá Grensás- vegi 10 í Síðumúla 1, 108 Reykjavík. Sími er óbreyttur, 688444. Lögmannsstofan sf., Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Guðný Björnsdóttir hdl. Sundlaug - sauna Sundlaugin, saunan og Ijósabekkirnir á Hótel Loftleiðum verður opin almenningi alla páskana eins og hér segir: Skírdag frá kl. 08.00-21.30, föstudaginn langa frá kl. 08.00-21.30, laugardag frá kl. 08.00-19.00, páskadag frá kl. 08.00-19.00 og annan páskadag frá kl. 08.00-21.30. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 22322. Verið velkomin. Nonni Innlend dagskrárdeild sjónvarps hyggst gera heimildamynd um Jón Sveinsson - - Nonna og óskar nú eftir framleiðanda að verkinu. Alls verður varið til myndarinnar kr. 2.000.000, tveim milljónum króna, og skal framleiðandi skila henni fullbúinni til sýningar á tommu myndbandi og ábyrgjast að engar kröfur komi frá þriðja aðila. Nánari upplýsingar veitir Baldur Hermanns- son, fulltrúi á innlendri dagskrárdeild, sími 693739. Lærið ensku í Englandi Harven School of English er í Suður-Eng- landi, í bænum Woking, 32 km frá miðborg London. Skólinn er starfandi allt árið og sér- hæfir sig í enskukennslu fyrir útlendinga. Skólinn er viðurkenndur af British Council og býður upp á fjölbreytt námskeið. - Góð íþróttaaðstaða og skemmtilegar kynnisferðir. - Sumarnámskeið fyrir 16 ára og eldri. - Sérstök junior Jet-set námskeið fyrir börn á aldrinum 10-14 ára. - Einkanámskeið sniðin að þörfum hvers og eins. Nemendur dvelja á völdum heimilum. Skólinn nýtur góðs álits. Kynnisbæklingar og mynd- band. Nánari upplýsingar um verð og brottfarar- <Jaga hjá Ferðamiðstöðinni, talið við Kristínu Norðmann, sími-28133. (Geymið auglýsinguna). ýmislegt Ný þjónusta Litskyggnur á pappír Við höfum eignast mjög tæknilega fullkomna eftirtökuvél. Við breytum litskyggnum yðar í venjulegar filmur (neikvæðar). Athugið verð: Innan við 10 myndir 115 kr. hver mynd, 12 myndir 100 kr. myndin, 36 myndir 90 kr. myndin, 60 myndir 80 kr. myndin. Stærri pantanir, meiri afsláttur. Ath.: Innifalið í verði eru venjulegar filmur (neikvæðar) sem þýðir, allar viðbótarmyndir á venjulegu myndverði í hvaða stærð sem er. JÉaamatör LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN -LAUGAVEG82 Sími 12630. Sumarbústaðalönd ^§§§p' til langtímaleigu í landi Sjómannadagssamtakanna í Hraun- koti í Grímsnesi eru fáanlegar nokkrar lóðir á nýskipulögðu svæði. Hestabeit í næsta nágrenni fæst einnig til leigu. Á hinu skipulagða svæði er m.a. þjónustu- miðstöð, gufubað, golfvöllur og minigolf. Á þessu vori verður sundlaug tekin í notkun ásanrit heitum pottum. Nánari upplýsingar frá kl. 14.00-17.00 bæna- og páskadaga í Félagsheimili sjó- manna í Hraunborgum. Sjómannadagsráð. Sumarbústaðalönd Skógræktarfélag Árnesinga hyggst bjóða út nokkrar leigulóðir undir sumarbústaði úr landi Snæfoksstaða í Grímsnesi. Lóðirnar eru flestar um 1 ha að stærð, í kjarrivöxnu hraunlendi. Lóðirnar verða afhentar með vegi, rafmagni og köldu vatni að lóðamörk- um. Lóðirnar eru innan skógargirðingar. Umsóknarfrestur. er til 9. apríl. Að þeim tíma liðnum verður þeim umsækjendum sem senda inn skriflegar umsóknir send umboðs- gögn. Eldri umsóknir þarf ekki að endurnýja. Upplýsingar veittar í símum 99-1798 (Böðv- ar) og 99-2250 (Kjartan) á kvöldin. Skógræktarfélag Árnesinga. Hafnarfjörður - íbúðalóðir Hafnarfjarðarbær hefur til úthlutunar lóðir fyrir íbúðarhús í Setbergi og víðar. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, raðhús, par- hús og fjölbýlishús. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, þ.m.t. um gjöld vegna lóðanna, byggingaskilmála o.fl. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem þar fást eigi síðar en föstudag- inn 15. apríl 1988. Eldri umsóknir ber að endurnýja eða stað- festa. Bæjarverkfræðingur. Frá Norræna félaginu byrjuð að bóka Af óviðráðanlegum ástæðum seinkar útkomu fréttabréfsins okkar með upplýsingum um fjölbreytt ferðatilboð sumarsins fram yfir páska. Vegna þeirra fjölmörgu félagsmanna, sem haft hafa samband við okkur að undan- förnu, getum við hins vegar ekki dregið öllu lengur að hefja bókanir í ferðir okkar. Við munum því byrja að bóka farpantanir föstu- daginn 8. apríl nk. Meðal fjölbreyttra ferðatilboða bjóðast fé- lagsmöpnum NF m.a. leiguflugtil Danmerkur og Finnlands, hópferðakjör og einstaklings- afslættir í ferðum innanlands og utan. Norræna félagið. Við erum . Ríkisútvarpið Sjónvarp. Byggðastofnun auglýsirtil sölu hraðfrystihús á Patreksfirði Byggðastofnun auglýsir til sölu hraðfrystihús á Vatneyri við Patreksfjörð (áður eign Vatn- eyrar hf.) ásamt tilheyrandi eignarlóð. Eignin er til sölu í heilu lagi, en einnig kemur til greina að selja einstaka hluta hennar. Tilboðum í ofangreinda eign skal skilað fyrir 15. apríl nk. til lögfræðings Byggðastofnun- ar, Karls F. Jóhannssonar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími 91-25133, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Byggðastofnun RAUÐARARSTlG 25 • SfMI: 25133 • PÓSTHÓLF 5410 • 125 REYKJAVlK Lyfjatæknaskóli íslands Auglýsing um inntöku nema Umsækjendur, sem lokið hafa prófi tveggja ára heilsugæslubrautar framhaldsskóla eða hliðstæðu eða frekara námi að mati skóla- stjórnar, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um skólavist. Skólastjórn er heimilt að meta starfsreynslu umsækjanda og er einnig heim- ilt að takmarka fjölda þeirra nema, sem tekn- ir eru í skólann hverju sinni. Upplýsingar eru veittar í skólanum alla daga fyrir hádegi. Umsókn skal fylgja eftirfarandi: 1. Staðfest afrit prófskírteinis. 2. Heilbrigðisvottorð á eyðublaði, sem skól- inn lætur í té. 3. Sakavottorð. 4. Meðmæli skóla og/eða vinnuveitanda, ef vill. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Eyðublöð fást á skrifstofu skólans. Umsóknir skal senda til: Lyfjatæknaskóla íslands, Suðurlandsbraut 6 108- Reykjavík. Skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.