Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 13 Laufey Kristjánsdóttir Kristín Sienirðardóttir Stjórn Pólýfónkórsins f.v.: Kristján Már Sigurjónsson formaður, Margrét Brynjólfsdóttir, Auður Haf- steinsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir varaformaður og stjórnandi kórsins Ingólfur Guðbrandsson. ir tónlistarmenn, aðrir eru með nokkra söngmenntun að baki, enn aðrir með'ágætar náttúruraddir, en enga kunnáttu. Það er vandasamt að taka á þessum ólíku vandamál- um, þegar á að búa til samhljóma hljóðfæri, þar sem sönggæðin eru sett á oddinn. I formála að frægri söngæfinga- bók eftir ítalskan kennara segist hann oft hafa undrast hve fólk sem stundar söng, ekki aðeins í kórum, heldur jafnvel sem einsöngvarar, virðist oft gera sér litla grein fyrir í hveiju raddgæðin séu fólgin og hvað þurfi til að ná áhrifamikilli söngtjáningu. Þetta er nákvæmlega mín reynsla eftir þijátíu ára kór- stjórn og viðleitni mín felst í að koma kórfélögunum í skilning um þetta. Fólk vill gjaman syngja, en fínnst litlu máli skipta hvernig er sungið. Við skólun breytist þetta viðhorf þó. Það er farið að hlusta betur. Með því að láta raddimar syngja til skiptis, fæst ákveðinn saman- burður. Fólk fer að gera meiri kröf- ur til sjálfs sín um rétta raddbeit- ingu og fegurð tónsins. Þegar þetta tekst, verður það oft hvati til frekara náms eins og hefur oft átt sér stað með marga kórfé- laga hér. Sumir segja að margir áræði ekki að leita inngöngu í kór- inn, vegna þess að það séu gerðar of miklar kröfur og um þetta kunna að vera dæmi. En hitt hygg ég að sé þó algengara að fólk leiti einmitt í kórinn vegna þess hve kröfurnar em strangar." Þannig að fólk hræðist ekki mikl- ar kröfur, heldur þvert á móti sæk- ist eftir að fá að spreyta sig? „Eina forsendan fyrir að leggja á sig svo mikla vinnu er sú að list- rænn árangur fullnægi þörf hjá flytjendum. Mér finnst stórkostlegt að í hringiðu nútímans þar sem mötun er svo áberandi og því hald- ið fram að flestir vilji ekkert á sig leggja til að fegra lífið og skemmta sér sjálfir, þá skuli hægt að halda saman jafnstómm og hæfileikarík- um hópi og nú er samankominn í Pólýfónkórnum. Innan hans er fólk i ábyrgðar- stöðum með ótal skyldur, skólafólk í krefjandi námi, útivinnandi hús- mæður, svo eitthvað sé nefnt.. . og getur þó bætt á sig svo tíma- freku tómstundastarfi. Það segir sig sjálft að kórfélagar hljóta að fínna hugsvölun, gleði og fullnæg- ingu í tónlistinni. Annars legði það þessa vinnu ekki á sig. Kórinn hef- ur oft verið skipaður góðum söng- röddum og vel menntuðu fólki, en kannski aldrei jafnvel og núna. Söngféfagar em flestir á besta aldri, hafa náð meiri þroska með ámnum, bæði raddlega og andlega, og þetta hjálpar til að skila áhrifa- mikilli tjáningu. Og um þetta allt geta tónlistar- unnendur sannfærst á Sönglista- hátíð Pólýfónkórsins 9. og 10. apríl næstkomandi eftir gleðilega páska... Texti: Sigrún Davíðsdóttir Myndir: Sverrir Vilhelmsson Halldór Hauksson hríð, en var með fyrir rúmlega tíu ámm. Átti sannarlega erindi í hann þá, því þar kynntist hann konunni sinni. Magnús er læknir, en segist ekki geta verið án þess að hafa eitthvað af tónlist að segja. „Þessi ástundun gefur eitthvað, sem er hollt fyrir líkama og sál, án þess að ég geti skýrt það læknisfræði- lega. Þó maður hafi engan tíma, er bara reynt að vera þá duglegri önnur kvöld. Það nægir mér ekki að hlusta aðeins á tónlist, ég verð að taka þátt í henni líka.“ Magnús spilar á blokkflautu, hefur einkum lagt sig eftir tónlist endurreisnart- ímans, og öll fjölskyldan mætist í tónlistinni. En þessar vikurnar er það sumsé kórsöngurinn ... Halldór Hauksaon kemur úr tón- list í sönginn, er í píanónámi auk þess að syngja í kórnum. Segir að það hafi lengi blundað í sér að syngja og ákvað svo að prófa i haust, dreif sig í kórinn og sér ekki eftir því. „Það em svo fá tækifæri til að spila með öðmm þegar maður leikur á píanó, svo i kórsöngnum er tækifæri til að vinna í tónlist með öðmm. Ég hef líka sérstaka ánægju af barokktónlist og hér er gott tækifæri til að fá að hrærast í henni. Við píanóið þarf lítið að huga að tónheym og slíku, svo það er kjörið tækifæri til að þjálfa þau atriði hér í kórnum. Og þó kórinn þurfi mikinn tíma, þá lít ég ekki svo á að ég steli honum frá píanó- náminu, heldur finnst mér kórsöng- urinn vera mikilvægt innlegg í tón- listamámið." Halldór fór á nám- Magnús Jóhannsson skeið í haust hjá ítölskum kennara á vegum kórsins, svo í kórskólann hjá Ingólfí og ekki síst lærist mikið á æfingum. Magnús Magnússon tekur mjög undir þetta með lærdóminn. Hann hefur verið í söngnámi á Ítalíu, stundað þar nám hjá mjög góðum og þekktum kennurum, en finnst Ingólfur bera af. „Æfingarnar í kórnum eru ekki aðeins venjulegar kóræfingar, heldur eins og kennslu- stund. Verkin sem við flytjum núna spanna langt tímabil, ólíkar tegund- ir tónlistar, svo það þarf sannarlega góða krafta til að ráðast í þennan flutning." Strangar kröfur fæla ekki frá, heldur laða að gott fólk Orð Magnúsar leiða hugann að því að það að flytja svona tónlist er ekki aðeins spurning um að syngja verkin vel, heldur þarf að ná ákveðnum stíl. Kórinn hefur ein- mitt lagt sig eftir að syngja tónlist sextándu og sautjándu aldar með þeim stílbrögðum, sem tíðkast á meginlandi Evrópu og á Bretlandi. Þéssi sönghefð á sér enga stoð í innlendri sönghefð, svo vandinn er ærinn. Söngstíll, auk raddgæða, er stjómandanum einmitt ofárlega í huga þegar hann setur efnisskrána saman. En hvað segir Ingólfur um viðfangsefni stjórnandans, að fella margar raddir í eina, að búa til eitt hljóðfæri úr mörgum? „Eins og gefur að skilja kemur fólk mismunandi undirbúið til þátt- töku í svona starfi. Sumir eru ágæt- <&- Til sölu er í áhaldahúsi Mos- fellsbæjar, vélgrafa, Schaeff SKB-800A, árgerð 1981. Tækið er í góðu ástandi. Nánarí upplýsingar veittar í áhaldahúsi bæjaríns og í síma 91-666273. Yfirverkstjóri. MOSFELLSBÆR VÉLGRAFA P. M. T. Ráðgjöf hreinsun viðgerö. Ný komin sending af ódýrum mottum frá austurlöndum. Verð frá............... kr. 1.575,- Opið alla virka daga frá kl. 13.00-18.00. Verslunin Persneskar motturogteppi, Hrísateigi 47, sími 680433. Opið laugardaginn 2. apríl frá kl. 10.00-16.00. Króm og g!er Nýkomið úrval af léttum og þægilegum borð- stofuhúsgögnum. Beyki- og leðurstólar. Sjónvarps- og tækjaborð. Sófa- og hornborð. Fatahengi og spegilflísar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.