Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 ----:--------1------------------------ Minning: Sigurður G. Ólafsson „Kallið er komið komin er nú stundin. Vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri trega tárin stríð." (Höf. V. Briem) Siggi var fæddur í Hlíðarhúsum á Akranesi og jarðsunginn frá Akraneskirkju þann 26. mars 1988. Hann var sonur Halldóru Sigurdórs- dóttur og Olafs Oddssonar frá Arn- arstað. Lengst af bjó Siggi í Grindavík ásamt eftirlifandi eigin- konu sinni, Margréti Engilberts- dóttur, og byggðu þau sér heimili á Hvassahrauni 2 þar í bæ. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Elst er Rut og býr hún í Dalbæ, Hruna- mannahreppi, gift Magnúsi Páli Brynjólfssyni, bónda, og eiga þau þijú böm. Næstur kemur Engil- bert, kvæntur Maríu Birgisdóttur Olsen. Þau eiga tvær dætur og búa þau í Grindavík. Næstyngstur er Orn og er unnusta hans Svanhvít Másdóttir og búa þau í Grindavík. Yngst er Gígja en hún er enn í föð- urhúsum, en starfar í Reykjavík. Til Sigga og Grétu var ævinlega gaman að koma enda var Siggi hrókur alls fagnaðar og miðpunktur fjölskyldna okkar. Hann hafði sér- lega mikinn áhuga á ættfræði og vann hann ásamt öðmm ættingjum að útgáfu bókar um Hallbjarnar- ætt, sem kom út í maí 1987. - Félagsmálamaður var Siggi af lífi og sál enda var hann vinmargur og var knattspyma honum einkum hugleikin. Var hann mikil driffyöður í knattspyrnudeild Ungmennafé- lags Grindavíkur og átti stóran þátt í uppbyggingu deildarinnar. Ekki má gleyma uppáhalds knatt- spymuliði hans, en það var Skaga- mannaliðið og lét hann sig helst aldrei vanta á knattspyrnuleiki þess. Frændrækinn var Siggi í meira lagi og traustur mjög og voru vinir hans á öllum aldri. Systkinum sínum og systkinabömum var hann góður bróðir og frændi og studdi þau í blíðu og stríðu. Ferðamaður var Siggi ágætur og fór hann margar ferðir utanlands og innan en þó held ég að honum hafi þótt skemmtilegast að koma til Svíþjóðar enda talaði hann sænsku eins og innfæddur og átti þar ágæta vini. Sú sem þetta ritar naut þeirrar ánægju að ferðast með þeim hjónum Sigga og Grétu sum- arið 1976 og sú ferð mun vart líða úr minni, en í þeirri ferð komu í ljós miklir skipulagshæfileikar bróður míns og nutu aðrir ferðafé- lagar okkar þess í ríkum mæli. Gréta mín, þér og bömunum, tengdabömum, bamabörnum og móður þinni sendum við dýpstu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Fyrir mína hönd og systkina minna, Gugga. „Böm og frændur falla fram í þakkargjörð, fyrir ástúð alla, árin þín á jörð. Fyrir andans auðinn, arf, sem vísar leið. Þegar dapur dauðinn, dagsins endar skeið. Hvíl, þín braut er búin, burt með hryggð og tár. Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögrum vinafundi friðarsunna skín. Hlý að hinsta blundi, hejgast minning þín.“ (Úr bókinni „Til móður minnar“. M.M.) Okkur langar aö minnast frænda okkar, Sigurðar Ólafssonar, nokkr- um orðum. Sigurður var fæddur á Akranesi 25. sept. 1937, sonur Halldóru Sig- urdórsdóttur og Ólafs Veturliða • Oddssonar. Hann var til heimilis meira og minna hjá ömmu og afa á Arnarstað, þeim Guðbjörgu Bjarnadóttur og Oddi Hallbjöms- syni, til ársins 1946, er hann flutti með móður sinni til Sauðárkróks. Arið 1959 giftist hann Margréti Engilbertsdóttur úr Grindavík og eignuðust þau 4 börn. Þau em: Rut, gift Magnúsi P. Brynjólfssyni, Engilbert, kvæntur Maríu M. Birg- isdóttur Olsen, Öm, unnusta hans er Svanhvít Másdóttir, Gígja, ógift. Barnabörnin eru 5. Siggi lærði húsasmíði hjá tengda- föður sínum og vann við þá iðn meðan heilsan leyfði, en síðustu ár hefur hann háð baráttu við þann sjúkdóm sem nú hefur leitt hann til dauða langt um aldur fram. Þó Siggi væri löngu fluttur frá Akranesi átti staðurinn alltaf mikil ítök í honum. Það var oft sem við hittumst á vellinum þar sem hann var kominn til að fylgjast með Skagamönnum, en knattspyrnan var eitt af áhugamálum hans og í Grindavík starfaði hann mikið að þeim málum. I stómm fyolskyldum er þörf fyr- ir fólk sem hefur áhuga á og vinn- ur að því að rækta frændsemi. Þannig var Siggi. Er skemmst að minnast veglegs ættarmóts á sl. ári þar sem hans þáttur við undirbún- ing var mikill. Einnig við undirbún- ing útgáfu niðjatals Hallbjamarætt- ar. Að leiðarlokum viljum við þakka samfylgdina og munum í huganum geyma minninguna um góðan dreng. Við sendum Grétu, börnum og öðmm ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gulla, Júíla, Guðný, Helga Jóna og fjölskyldur á Akranesi. Það var sunnudaginn 20. mars sem systir mín og mágur fluttu okkur þá harmafregn að Sigurður Ólafsson byggingameistari í Grindavík væri dáinn. Þótt kunnugt væri um vanheilsu hans, kom þessi fregn á óvart. I huga minn kom enn á ný alúðar- þakklæti til þessa góða drengs og hans ágætu fyölskyldu. Því er það að þessar línur em festar á blað. Sigurð hafði ég ekki þekkt lengi og reyndar ekki mikið, aðeins um nokkurra ára skeið, eftir að hann tengdist fyölskyldu systur minnar. Ljóst var að þar fór prúður maður, heldur hlédrægur en glaðsinna og greinilega vinur vina sinna. Minnisstætt er, þegar hann kom eitt sinn með frænkur sínar frá Kanada og vildi allt fyrir þær gera. Síðar varð mér ljóst hve sériega ættrækinn hann var. t Sonur minn, eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORBJÖRN SIGURGEIRSSON prófessor, Digranesvegi 113, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. apríl kl. 10.30. Torfhildur Þorsteinsdóttir, Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Þorgeir Þorbjörnsson, Sigurgeir Þorbjörnsson, Jón Baldur Þorbjörnsson, Þorvarður Ingi Þorbjörnsson, Arinbjörn Þorbjörnsson og barnabörn Erla V. Kristinsdóttir, Kristin Jónsdóttir, Auðbjörg Bergsveinsdóttir, Helga Ingimundardóttir, t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, dóttur og ömmu, VILBORGAR SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR Ijósmóður, Háaleitisbraut 48. Sórstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild 13-A á Landspítalanum fyrir góöa umönnun í veikindum hennar. Kristfn Aradóttir, Einar Benediktsson, Hrund Kolbeinsdóttir og fjölskyldur þeirra. t Þökkum auðsýnda vinsemd og samúö við andlát og útför BJARNHEIÐAR SIGURRÍNSDÓTTUR, Skipholti 32, veitti það okkur styrk og huggun á sorgarstundu. Páll Sveinsson, Steinunn Pálsdóttir, Sturla Már Jónsson, Ásta Ólafsdóttir, Guðni Þórarinn Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Andvirði þakkarkorta hefur veriö gefið i líknarsjóð St. Jósefsspít- ala, Landakoti. Fyrir um það bil fimm árum þurfti Sigurður að gangast undir hjartáaðgerð í London, þar sem í ljós hafði komið sá sjúkdómur sem nú hefir valdið því sem orðið er. Hélt hann reyndar enn utan á sl. hausti í þeirri von að öðlast bata. Þegar þau hjón fréttu nú í janúar að ég þyrfti að skipa þann hóp sem starfsfólk sjúkrahúsanna kallar stundum „London lömb“, höfðu þau strax samband við mig. Ekkert minna en að heimsækja mig hingað austur skyldi það verða, þótt dóttir þeirra og hennar fyölskylda væru að vísu í leiðinni. Var þetta ómetan- leg uppörvun fýrir mig vegna þess sem í vændum var. Svo þegar kom að því, að við hjón skyldum halda utan, var ekki við annað komandi en við gistum hjá þeim í Grindavík nóttina fyrir brottför. Ekki var hægt að van- þakka þetta góða boð, enda gleðj- umst við yfir því að hafa þegið það. Eftir að hafa komið á þetta fal- lega og hlýlega heimili þeirra Margrétar, var mér fullljóst hvílíkan öðling Sigurður hafði að geyma og hve samrýnd þau hjón voru og reyndar fyölskyldan öll. Myndarlegu bókasafni hafði hann komið sér upp, einkum um ættfræði og þjóð- legan fróðleik og virtist Sigurður hafa logandi áhuga á slíku. Enda leið kvöldið allt of fljótt við spjall um eitt og annað. Var svo til talað að ég ferðaðist með honum um ættarslóðir konu hans og afkom- enda þeirra á komandi sumri. Margar fallegar myndir sýndu þau okkur einnig, sem báru þess merki að hann hafði verið mjög virkur í unglingastarfí þar í bænum, einkum er knattspyrnudeildina varðar. Segir mér svo hugur um að hann hafí virkað sem vítamín- sprauta í því starfí, enda kominn úr sjálfum knattspyrnubænum Akranesi. Ekki var nóg með að þau hjón flyttu okkur á flugvöllinn, heldur skruppu þau þangað líka til að hitta okkur þegar við komum að utan. Daginn eftir var svo Sigurður kom- inn upp á spítala í Reykjavík til að spjalla við mig. Elskulega Margrét og fyölskylda. Við Sólveig sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur og þökkum alla ykkar vinsemd. Megi minningin um góða dreng veita ykkur huggun á komandi tíð. Sigurgeir Sigmundsson, k Flúðum. Eg hitti Sigga fyrst sumarið 1974 er ég var nýfluttur til Grindavíkur, þar sem ég var fram- kvæmdastjóri Félagsheimilisins Festi. Siggi byggði félagsheimilið og stóð ekki á sama hvernig um það var hugsað. Siggi sá um allt sem gera þurfti og gerði það þau þrjú og hálft ár er ég var í Festi. Hann leysti ýmis flókin mál snilldarlega. Mér er minnisstætt kvikmyndatjaldið sem við útbjuggum við erfið skilyrði og eftir því sem ég best veit er notað enn í dag, þrettán árum síðar. Samstarf okkar Sigga þróaðist upp í vinskap og þau ár er ég var í háskóla í Ameríku héldum við sambandi. Siggi var vinur vina sinna og þegar ég kom heim allur í sárum vegna míns eigin sjálfskap- arvítis á árunurr. 1979 og 1980 var oft gott að tala við Sigga og Grétu. í janúar 1981 tóku Siggi og Engilbert að sér að innrétta fyrir mig Tommahamborgara á Grensás- vegi 7 í Reykjavík. Upp úr þessu urðum vjð Siggi viðskiptafélagar í tæp þtjú ár. A tuttugu og einum mánuði innréttuðum við átta veit- ingahús, kjötvinnslur, undirbún- ingseldhús og skrifstofu fyrir höf- uðstöðvar Tommahamborgara hf. Þegar best lét vorum við svo sam- rýndir að við þurftum varla að teikna staðina, gátum jafnvel hann- að staðina í gegnum síma. Það var engu líkt að starfa með Sigga, án hans hefðu aldrei verið byggðir neinir Tommaborgarar, hann var mér sem faðir þann tíma sem við störfuðum saman. Eg kveð Sigga, megi Guð varð- veita fyölskyldu hans. Tómas A. Tómasson + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför fósturföður míns, tengdaföður, afa og langafa, EYÞÓRS J. HALLSSONAR, Siglufirði. Karólina Hallgrimsdóttir, Ólöf Þórey Haraldsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Árni Haraldsson, Eyþór Haraldsson Haraldur Árnason, Eriingur Björnsson, Marc Teulier, Ásdis Björnsdóttir, og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS THEODÓRSSONAR netagerðameistara, Höfðavegi 16, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir, börn.tengdabörn, barnabörn, og barnabarnabörn. + Við sendum öllum þeim sem sýndu hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát og útför, ÁSTRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Torfalæk, hugheilar kveðjur og þakkir. Torfi Jónsson, Jóhannes Torfason, Elfn Sigurlaug Sigurðardóttir, Jón Torfason, Sigriður Kristinsdóttir og barnabörn. Lokað verður miðvikudaginn 6. apríl til kl. 13.00 vegna jarðar- farar prófessors ÞORBJARNAR SIGURGEIRSSONAR. Raunvísindastofnun Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.