Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 „Held að réttlæt- ið sigri að lokum“ Donald Woods fyrir framan Laugarásbíó. Morgunblaðiö/Árni Sæberg - segir Donald Woods, önnur aðalsögu- hetjan í myndinni „Hróp á frelsi“ ÞESSA dagana er verið að sýna í Laugarásbíói i Reykjavík kvikmyndina „Hróp á frelsi“ sem Bretinn Richard Atten- borough leikstýrir. Myndin sem er sannsöguleg gerist í Suður- Afríku. Hún sýnir baráttu blökkumannaleiðtogans Steph- ens Biko fyrir réttindum kyn- þáttar síns. Hin aðalsöguhetjan er blaðamaðurinn Donald Woods, en afstaða hans til stjórnvalda og frelsishreyfing- ar svartra breytist eftir að hann kynnist Biko. Þegar Biko lætur lífið í fangelsi eftir mis- þyrmingar yfirvalda ákveður Woods að sanna fyrir umheim- inum hvernig dauða hans bar að. Woods verður þá fyrir of- sóknum stjómarinnar og er bannfærður. Hann ákveður að flýja land með fjölskyldu sinni meðal annars til þess að koma handriti að bók um Biko á framfæri. Myndin „Hróp á frelsi“ er gerð eftir sögu Woods en hann var sjálfur viðstaddur frumsýningu myndarinnar hér á landi. Bláðamaður Morgun- blaðsins átti stutt spjall við Woods eftir að hafa séð mynd- ina og hrifist mjög af henni. — Sú spuming sem vaknar fyrst eftir að hafa séð „Hróp á frelsi" er hvað hafi orðið um vini þína í S-Afríku eftir að þú flýðir land? Ekkja Bikos er vel á sig komin, hún er hjúkrunarkona og býr í sama húsi og áður. Frú Ramph- ela, læknirinn sem kom á ritstjóm blaðsins og kom mér í samband við Steve Biko var sett í fímm ára bann. Hún varð að halda sig í norðurhluta landsins. Banninu hefur verið aflétt og nú starfar hún við háskólann í Höfðaborg. Enginn vina minna sem hjálpuðu mér við flóttann var handtekinn eða yfírheyrður. Yfírvöld komust ekki að því hvemig flóttinn átti sér stað. Evelyn, þjónustustúlkan okkar, býr í sama bænum með bamabami sínu. Hún kom til okk- ar í London í fyrra og sá mynd- ina. Hún þjáist af ofnæmi en er vel á sig komin að öðru leyti. Enn í banni — Hver er staða þín í Suður- Afnku sem stendur? Ég er í útlegð frá Suður- Afríku. Búið er að endumýja bann mitt í þriðja skipti. Þau áhrif sem það hefur eru að ekki má gefa út verk mín eða vitna i þau. Mynd- in hefur ekki verið sýnd í Suður- Afríku. Stjómvöld gáfu í skyn í upphafi að myndin yrði sýnd en annað kom á daginn. — Hvað hefurðu haft fyrir stafni í Englandi síðan þú komst þangað? Undanfarin tíu ár hef ég gefið út 6 bækur, skrifað í blöð og kom- ið fram í útvarpi og sjónvarpi, haldið fyrirlestra, sem sagt hitt og þetta. Myndin „Hróp á frelsi" er byggð á tveimur fyrstu bókum mínum, „Biko“ og „Asking for Trouble“. Síðan hef ég gefið út bækumar „Black and White", „Apartheid for Beginners", „South-African Dispatches" og að lokum bók um gerð myndarinnar „Hróp á frelsi". - — Hvemig hefur flölskyldunni gengið að koma sér fyrir í hinum nýju heimkynnum? Mjög vel, það tók bömin eitt til tvö ár að venjast skólakerfinu sem er öðruvísi en í Suður-Afríku. Svo eignuðust þau vini og vönd- ust nýjum aðstæðum. Konan mín starfar sem blaðamaður. — Hvemig var samstarfinu við Richard Attenborough háttað? Ég og fjölskylda mín tókum þátt í gerð myndarinnar frá upp- hafí. Við hjálpuðum til við Ieitina að heppilegum tökustöðum og samstarfíð við Attenborough var náið allan tímann til þess að tryggja að myndin yrði trúverðug. Að vísu völdum við ekki leikar- ana, segir Donald og hlær, Atten- borough gerði það, en ég er ánægður með valið. — Hvemig er að sjá brot úr ævi sinni í kvikmynd? Undarlegt, mjög undarlegt. Það er mjög sérstök tilfínning að endurlifa atburðina á þennan hátt. En það er líka þægilegt að geta setið í mjúku bíósæti og lifað at- burðina á ný. — Hvemig stendur á því í myndinni að fréttin af flótta þínum til Lesotho er send til Suð- ur-Afríku áður en þú og fjölskylda þín náði að fljúga til Botswana? í raun var það þannig að frétta- maður á staðnum sá til mín á hádegi á nýársdag og sendi frétt- ina yfír. En í myndinni er aðeins vikið frá þessu til að halda þræðin- um. En satt er að verðimir fyrir utan húsið fréttu af flóttanum í gegnum útvarpið eins og fram kemur í mjmdinni. Ritskoðunin alger — Hvernig er nú komið fyrir dagblaðinu þínu, East London Daily Dispatch, sem þú ritstýrðir? Það er orðið mjög íhaldssamt. Það ögrar ekki stjómvöldum og íhaldssemi í þessu sambandi merkir að útgefendumir eru mjög varkárir og þegja yfír því sem máli skiptir. Staða fjölmiðla í landinu er mjög slæm. Hún er verri en fyrir tíu árum. Ritskoðun- in er. alger. Fyrir tíu árum var þó hægt að segja múkk en ekki núna. — Hvemig hefur myndinni verið tekið frá því hún var fmm- sýnd í nóvember? Mjög vel, þó varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með við- tökumar í Bandaríkjunum. Mynd- in hefur stutt baráttuna gegn aðskilnaðarstefnunni. Margir segja jafnvel að þeir hafi vaknað til vitundar um ástandið eftir að hafa séð myndina. Suður-Afríku- stjóm reynir að koma óorði á myndina. Til dæmis segir hún að lögreglumennimir sem skutu á bömin í Soweto hafí verið svartir en það er þvættingur. Þetta voru hvítir lögreglumenn. — Desmond Tutu, erkibiskup í Suður-Afríku og handhafí friðar- verðlauna Nóbels, segir í nýlegri grein að stjómin sé að breyta landinu í auðn líkt og í Líbanon. Ert þú einnig svo svartsýnn eða ætti ég að segja raunsær? Ég er svartsýnn hvað nánustu framtíð Suður-Afríku snertir en bjartsýnn þegar til lengri tíma er litið. Ég held að réttlætið sigri að lokum eins og Biko sagði einn- ig- — Hvemig getur fólk í öðmm löndum haft áhrif á ástandið í Suður-Afríku? Ég er fylgjandi öllum tiltækum ráðum eins og til dæmisefnahags- legum refsiaðgerðum. Ég er einn- ig hlynntur því að Suður-Afríku sé útskúfað úr íþróttakeppni. Arið 1977 var ég sendur á þing Al- þjóðaskáksambandsins til þess að reyna að koma í veg fyrir að Suður-Afríka yrði rekin úr sam- bandinu. En atburðir þess árs breyttu viðþorfum mínum gjör- samlega. Ég fór fyrir suður- afrísku sendinefndinni og við það tækifæri kynntist ég Friðrik 01- afssyni. Sjálfur er ég forfallinn skákáhugamaður. Ofbeldi er eina úrræði fólks — Er rétt að draga þann lær- dóm af myndinni að vilji maður sem hvítur maður og þar af leið- andi hluti forréttindastéttarinnar breyta einhveiju í Suður-Afríku þá.verði maður að vera reiðubúinn að sæta ofsóknum og jafnvel flýja land? Til em hvítir menn í Suður- Afríku sem láta í sér heyra án þess að þurfa að gjalda fyrir það. Ég myndi frekar segja að hvort sem maður er hvítur eða svartur þá er ástandið svo óeðlilegt að ekki er hægt að hafa áhrif á það á friðsamlegan hátt. Fyrir skemmstu vom bönnuð 17 frið- samleg samtök svartra manna. Það er ómögulegt að gera nokkuð sem máli skiptir án þess að beita ofbeldi. Fólk á ekki annarra kosta völ. — Cyril Ramaphosa, leiðtogi námuverkamanna . . . Hann er vænsti maður, skýtur Donald Woods inn í. — . . . segir að lýðræði komist ekki á í Suður-Afríku nema verka- menn nái völdum. Er bylting við- unandi möguleiki frá þínum bæj- ardymm séð? Eins og ég segi, Ramaphosa er einn mikilvægasti andstæðing- ur stjómvalda. En ég efast um að það- verði stétt verkamanna sérstaklega sem rís upp. Ég held að máttur hvítra manna eigi eftir að þverra smám saman í kjölfar verkfalla, skemmdarverka og skæmhemaðar. — En er þess nokkum tíma að vænta að hvítir og svartir muni búa saman f friði í Suður-Afríku? Það er ég sannfærður um eins og komið hefur á daginn í Zimbab- we. Þar geisaði hræðileg styijöld í níu ár og nú lifa menn þar í sátt og samlyndi. Ég var í þijá mánuði í landinu meðan á vinnslu myndarinnar stóð. Þeim gengur mun betur en ég bjóst við. Þegar ástandið f Suður-Afríku er orðið eins þá get ég snúið aftur. Ég var hlynntur hægfara umbótum uns mér skildist að svartir eiga engra annarra kosta völ en að beija frá sér. Þess vegna em frelsishreyf- ingar þeirra réttmætar. Persónu- lega styð ég hins vegar friðsamar refsiaðgerðir og algera útskúfun Suður-Afríku-stjómar. Viðtal: Páll Þórhallsson Nokkrir af nemendum Iðnskólans í Reykjavík af tölvubraut rýna í skjái. Morgunblaðið/RAX Iðnskólinn: Fyrsta útskriftin af tölvubraut FYRSTU nemendumir af tölvu- braut Iðnskólans í Reykjavík munu útskrifast á vori komanda. Nám á tölvubraut er skipulagt sem þriggja ára nám og er það jöfnum höndum aimennt nám og nám i tölvugreinum. Námið í tölvugreinum skiptist sfðan að jöfnu milli náms f hug- búnaði og vélbúnaði. Nemendur læra forritun í PASCAL, C og COBOL, en f vélbúnaðarhlutanum er kennd almenn rafmagnsfræði og rafeindatækni, auk námsefnis um rökrásir og uppbyggingu tölvu- kerfa. Hver nemandi velur síðan lokaverkefni sem hann vinnur sjálf- stætt í umsjón kennara. Að námi á tölvubraut loknu eiga nemendur að vera vel í stakk búnir til að hafa umsjón með einkatölvum og litlum Qölnotendakerfum. Astæða er til að ætla að verulegur hluti nemenda ieggi fyrir sig forrit- un og kerfisfræði, segir í fréttatil- kynningu frá Iðnskólanum. íslenska stálfé- lagið endurvakið GrindavQc. Undirbúningur að stofnun ís- lenska stálfélagsins hf. á nýjan leik er nú f fullum gangi og stefnt að þvi að hefja söfnun brotajáms næsta sumar. Sam- kvæmt upplýsingum stjómar- formanns Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Guðmundar Kristj- ánssonar, hafa forráðamenn Stálfélagsins haft samband við framkvæmdastjóra Sorpeyðing- arstöðvarinnar og leitað eftir samvinnu um brotajárnssöfnun. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps hefur nýverið sam- þykkt með skilyrðum að starf- semi félagsins verði i húsnæði Stálfélagsins við Kúagerði á V atnsley suströnd. Fram kom hjá Guðmundi Kristj- ánssyni að Stálfélagsmenn hefðu ýjað að því að þeir þyrftu ef til vill að leita til sveitarfélaganna á Suð- umesjum og fá þau til að kaupa lítinn hlut í félaginu til að þóknast væntanlegum fjármögnunaraðilum sem væru íslenskir og sænskir. Nú steftiir í algert óefni hjá Sorpeyð- ingarstöð Suðumesja þar sem brotajárn hleðst upp á lóð stöðvar- innar og er nú talið að þar séu um 1500 tonn. Öll samningaumleitan við Sindrastál um brotajámstöku fór út um þúfur á síðasta ári. Jón Gunnarsson sveitastjómar- maður í Vogum sagði að hrepps- nefnd Vatnsleysuhrepps hefði sam- þykkt afgreiðslu byggingamefndar hreppsins fyrir skömmu, sem hefði failist á starfrækslu Stálfelagsins hf. í Kúagerði að uppfylltum þeim skilyrðum að sjónmengun yrði eng- in, að brotamálmur verði allur geymdur í skemmum og vinnu- svæðið yrði bundið siitlagi. Hrepps- nefndin undirstrikaði að hugsanleg staðsetning stálbræðslu í hreppnum væri háð því að fyrirtækið greiddi opinber gjöld til sveitarsjóðs lögum samkvæmt. Ekki náðist í forráðamenn Stálfé- lagsins hf. í gær. Kr. Ben.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.