Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Viirusfélagumir Johan Storgárd og Mats Lángbacka í hlutverkum sínum sé áhugaleysi á báða bóga, og er það slæmt ef ungir rithöfundar telja sig ekki hafa neinn ávinning af því að skrifa fyrir leikhús. Því ekki vantar rithöfundana, það vantár aðeins leikritin. Og láti þau á sér kræla verða leikhúsin að vera tilbúin til að taka áhættu við flutn- ing þeirra. Skárbránnaren er forvitnilegt verk og ágætlega skrifað. Tveir logsuðumenn hittast í búnings- herbergi verksmiðjunnar að lokn- um vinnudegi og taka tal saman. Annar telur hinn hafa gleymt að skrúfa fyrir gasleiðsluna, sá neitar og þannig spinnast orðræður og undirtónninn er vangaveltur um valdið og ábyrgðina. Vissulega má lesa úr þessu verki táknræna sam- svörun við stærstu vandamál heimsbyggðarinnar, en mikilvæg- ara er þó að þessar tvær leikpersón- ur eru heilar og trúverðugar í því samhengi og umhverfí sem þær eru Góðir gestir frá Finnlandi Leiklist Hávar Sigurjónsson Finnski leikhópurinn Viims sýn- ir: Skarbránnaren (Logskurðartæk- ið) Höfundur:Magnus Dahlström Leikstjóri: Arn-Henrik Blom- quist Leikendur: Johan Storgárd og Mats Lángbacka Finnski leikhópurinn Viirus sem sýnir þessa viku í Norræna húsinu er um margt spennandi fyrir íslenskt leikhúsáhugafólk. Viirus er leikhópur Qögurra ungra sæn- skumælandi Finna sem útskrifuð- ust frá leiklistarskólanum í Hels- inki sl. vor. Hingað eru þeir komn- ir með leikritið Skárbránnaren eftir tuttugu og flögurra ára gamlan Svía, Magnus Dahlström. Það er fróðlegt að bera þennan leikhóp saman við hliðstæða hópa sem sko- tið hafa upp kollinum hér heima í vetur og reyndar er nærtækastur samanburður við Eih leikhúsið, þar sem samsetning þessarra tveggja hópa er mjög svipuð; þrír til fjórir ungir leikarar sem skipta með sér verkum við uppfærslu. Þessi sam- anburður verður hagstæður Finn- unum og að minni hyggju er ástæð- una fyrst og fremst að fínna í verk- efnavalinu sem er Finnunum mjög í vil. Það hlýtur að teljast djarfara og meira spennandi að frumflytja verk eftir ungan höfund (sem reyndar eru næsta fáir hérlendis núna) sem á brýnt erindi við áhorf- endur, en að velja sér til flutnings gamla einþáttunga, sígilda að vísu, með misjöfnum árangri. Sú við- leitni skyldi þó síst vanmetin í sjálfu sér, allt slíkt starf er af hinu góða, en koma þessara ungu Finna með þetta unga leikrit, er kærkom- ið tækifæri til að tæpa á þeirri lægð sem íslensk leikritun er í nú um stundir. Það er örugglega langt síðan íslenskur leikhópur hefur flutt leikrit eftir jafnungan íslensk- an höfund. Mig grunar að ástæðan settar fram í. Þetta fannst mér sterkasti þáttur verksins; góð per- sónusköpun, bæði af hálfii höfund- ar og þá ekki síður leikenda og heillandi hversu vel þeim tókst að draga upp bakgrunn beggja mann- anna utan sjálfs sviðsins. Með þessu móti tekst höfundi að skapa verkinu ákveðna dýpt sem skilur á milli feigs og ófeigs við smíði leik- rita. Leikamir Johan Storgárd og Mats Lángbacka fara ágætlega með þetta leikrit. Það má glöggt sjá að þeir eru ungir og ekki þaul- vanir en leikritið hentar þeim ein- mitt svo ágætlega vegna þessa. Þeir hafa báðir sterka tilfínningu fyrir persónum sínum og þar sem tækninni er ábótavant kemur til- fínningin til hjálpar. Ifyrir vikið verður leikur þeirra beggja afskap- lega trúverðugur og flutningur verksins sterkur, þrátt fyrir nokkra minniháttar galla. Viirushóþurinn sýnir í Norræna húsinu á Skírdag og laugardag fyrir páska áður en þeir halda utan aftur. „Svo kvað Tómas“ Bókmenntir Tómas Guðmundsson und samtíðar og til framtíðar stolt og ást á borginni okkar, Reykjavík, eru ljóð hans annað og meira. Þau eru einnig djúpviturt ákall til okkar allra sem gistum þetta hótel, jörð- ina. Þau beina augum okkar að feg- urð náttúrunnar og alls þess er í henni býr. Æska, gleði, hverfulleiki, mann- legur breyskleiki og jafnvel dauði eru oftast í nálægð í ljóðum hans. Fegurðin og góðvildin, sem Snorri Hjartar segir umkomulausust í heimi en þó mest af öllu og muni lifa allt, lýsa af hveiju ljóði Tómasar og birt- ast jafnan í umburðarlyndi og næm- um skilningi á lífinu þegar raunsæið ber ljóðið uppi. Um listrænt gildi ljóðanna og vald Tómasar á tung- unni þarf ekki að fjölyrða. Ljóðin eiga erindi við okkur öll, ekki síst böm og unglinga og þau munu allt- af eiga það meðan við unnum há- leitri menningu og því besta sem í henni býr. Fyrir nokkrum árum vár svokallað „Tómasarkvöld" í Þjóðleikhúsinu. Þar var flutt dagskrá um skáldið Tómas Guðmundsson og verk hans, í tali, tónum og leik. Herdís Þor- valdsdóttir leikari tók dagskrána saman og hafði ásamt öðrum leikur- um allan veg og vanda af flutningi hennar. Dagskráin var mjög vönduð og vakti hrifningu þeirra er kynnt- ust henni. Hér var sérstakt tækifæri fyrir nemendur gmnnskóla til að kynnast Reykjavíkurskáldinu Tómasi og ljóð- um hans frá mörgum listrænum hlið- um. En því miður — einhvem veginn fór þessi dagskrá fram hjá grunn- skólunum,.má vera að þar hafi miklu ráðið hve stutt hún stóð yfir vegna annarra aðkallandi verkefna hjá Þjóðleikhúsinu. Nú hefur Herdís tek- ið upp þráðinn á ný og samið dag- skrá um skáldið. Hér er miðað við flutning úti í skólunum og markast efnið af því. Herdís hefur fengið Amar Jónsson leikara í lið með sér. Nýlega hlýddi ég á þau í Hvassa- leitisskóla, þar sem 8. og 9. bekkjar- nemendur skólans, ásamt nokkrum kennurum sínum voru samankomnir. Þau Herdís og Amar sögðu frá Tóm- asi allt frá bemsku hans er hann orti sitt fyrsta ljóð. Síðan lásu þau ljóð hans og höfðu aðfaraorð fyrir hveiju ljóði, sem leiddu til betri skiln- ings hjá nemendum. Sum ljóðanna rauluðu þau og juku þannig á þá margbreytni er möguleg var við þröngar aðstæður. - Hér eru á ferðinni tveir af mikil- hæfustu og vinsælustu leikurum okkar svo það er í raun engin furða þótt ljóð Tómasar birtust okkur í þeim töframætti er í þeim felst. Aðfaraorðin voru af sama toga spunnin. í byijun — og að lokum vom flutt af snældu ljóð eftir Tómas við lög eftir Sigfús Halldórsson. Eg er ekki í nokkmm vafa um að kynning sem þessi á dijúgan þátt í að gera augu nemenda skyggn á menningarverðmæti þau sem stuðla að andlegum þroska sem getur reynst sterkt afl í samfélagi okkar. Fræðslustjórinn í Reykjavík hefur þegar vakið athygli gmnnskólanna á kynningu þessari. Eg veit að Hvassaleitisskóli hlúir vel að andlegum verðmætum og vona að aðrir gmnnskólar geri það einnig. Þetta er listviðburður sem nem- endur ættu að njóta. Hallgrímskirkja; Mótettukórinn frumflytur páska- óratoríu eftir Þorkel Sigurbj ömsson Mótettukór Hallgrímskirkju frumflytur Upprisuna, páskaórat- oríu eftir Þorkel Sigurbjörnsson, í Hallgrímskirkju laugardaginn 2. apríl klukkan 21. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og flytjend- ur eru 50 manna blandaður kór og 16 manna hljómsveit. Ein- söngvari er Rósa Kristin Baldurs- dóttir sópran. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorkell Sigurbjömsson tónskáld að efnislega fjallaði verkið um upprisu- söguna samkvæmt öllum fjórum guðspjöllunum. „Þetta líta út fyrir að vera margar sögur en em í aðalat- riðum sama sagan. Áherslumar em aðeins mismunandi. Upphaf og end- ir verksins byggist á gömlum lat- neskum sálmi, inngöngusálmi og. útgöngusálmi, sem fluttur er í gam- alli þýðingu úr Grallaranum", sagði Þorkell. „Þá er einnig sunginn annar þekktur lúterskur sálmur, í dauðans böndum drottinn lá, en upprisusagan sjálf er sögð með kór og einsöngs- röddum. Upprisusagan er sögð ná- kvæmlega með órðum guðspjalla- mannanna; það er ekki um neina útleggingu eða hugleiðingu að ræða af minni hálfu. Verkið er óratoría því hér er sögð ákveðin saga, en þó er sá munurinn að óratoríur flytja oftast fmmsaminn texta en hér er ekki um það að ræða“. Hörður Áskelsson söngstjóri sagði hér vera afskaplega skemmtilegt og spennandi verk á ferðinni. „Það em miklar og spennandi andstæður í verkinu þar sem hlutar kórsins syngjast á og flytja mismunandi raddir. Það má til dæmis nefna sérs- taklega fallegan kafla þar sem María Magdalena kemur að gröfinni og syngur á móti karlaröddum kórsins, sem flytja rödd Krists. Verkið ein- kennist af spenningi og lýsir þessari ákveðnu upplausn sem á sér ætíð stað meðal fólks þegar mikil saga fer af stað“, sagði Hörður. „Aðdragandinn að flutningi þessa verks nær aftur til þess er Listvina- félag Hallgrímskirkju fór þess á leit við nokkur tónskáld að þau skrifuðu verk í tilefni vígslu Hallgrímskirkju. Hugmyndin var sú að tengja verkin efnislega hátíðum kirkjuársins, jól- um og páskum fyrst og fremst, og afraksturinn varð m.a. Hallgrímsp- assía Atla Heimis Sveinssonar sem fmmflutt var hér á Föstudaginn langa í fyrra. Páskaóratoría Þorkels beið því flutnings þar til á þessum páskum þar sem efni hennar bauð ekki upp á flutning á öðmm árstírna", sagði Hörður Áskelsson söngstjóri. Fmmflutningur Páskaóratoríu Þorkels Sigurbjömssonar verður sem áður sagði í Hallgrímskirkju á laugardagskvöldið klukkan 21. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Jenna Jensdóttir Kynning á Tómasi Guðmundssyni og skáldskap hans. Samsetning: Herdís Þorvalds- dóttir, leikari. Flytjendur: Herdís Þorvaldsdóttir og Árnar Jónsson, leikarar. Sú þróun hefur orðið æ ríkari í efnishyggju- og tækniveröld að gmnnskólar okkar hverfa stöðugt meira á vald vithyggju og véltækni. Hinn skapandi máttur er felst í fög- mm listum og lifandi skáldskap hef- ur lagst í dróma og um leið tapast það innsæi er skilar eðlilegum, sam- ræmdum þroska bama. Skólabömum er því engin andleg næring hoilari en góðar listir og bókmenntir, sem geyma í sér sígild lífssannindi reynslunnar og mátt tungunnar frá liðinni tíð og í samtíma. Sú næring ræktar hugar- þel bamanna og þeim lærist að orð em máttug.-Þau búa að baki hvers kyns listar. Þau gleðja og göfga — þau særa og skera. Þau veita innsýn í heim fegurðar og góðvildar — heim afskræmingar og vítis á jörðu. Það er því mikilvægust mannrækt að opna augu og hugi barna sem fyrst fyrir því að þau verða að velja sér vegi. Orð em vopn hugans og leiða til athafna á þann hátt að þau geijast í vitundinni og fínna sér farveg. Okkur íslendingum, sem notum orð ein vopna, er öðmm fremur nauðsynlegt að ígmnda tunguna og mátt hennar. Við, sem hikum ekki við að veita holundarsár með orðum í mannlegum samskiptum og gefum æskunni okkar það í veganesti að hafa gaman af og gerast þar öðmm fremri' ef svo ber undir. ÍÞað er því meira en gleðiefni þegar sérstaklega fer fram í skólunum kynning á því besta sem við eigum í bókmenntum okkar og listum. Nú hefur skólunum boðist ein slík kynning. Það er dagskrá um skáldið Tómas Guðmundsson og flutningur á ljóðum hans. Þótt Tómas hafi fyrstur vakið vit- Morgunblaðið/Bjarni Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. Mótettukór Hallgrímskirkju við æfingu á Páskaóratoríu Þorkels Sigurbjömssonar. Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.