Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 67 símstöðvum og gömul símtaeki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð i sima 54321. Sjóminjasafnið í sjóminjasafninu stenduryfir sýning um árabátaöldina. Hún byggir á bókum Lúöviks Kristjánssonar „íslenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfæri, likön og fleira. Sjó- minjasafnið er að Vesturgötu 6 i Hafnar- firði. Það er opið í vetur um helgar klukk- an 14-18 og eftir samkcmulagi. Síminn er 52502. Þjóðminjasafnið í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur sýn- ing á teikningum skólabarna. Undanfaríð hefur staðið yfir teiknisamkeppni í tilefni 125 ára afmælis safnsins og hafa safninu borist á annað þúsund mynda. Einungis er hægt að sýna lítinn hluta þessa fjölda, en allar verða myndirnar varðveittar í Þjóöminjasafninu. Sýningin stendurfram í maí og er opin á venjulegum opnun- artíma safnsins, þ.e. laugardaga, sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16.00. Aðgangur er ókeypis. [ anddyri Þjóðminjasafnsins ersýning á fornleifum sem fundust við uppgröft á Bessastöðum sl. sumar. í safninu eru meðal annars sýndir munir frá fyrstu árum Islandsbyggðar og islensk alþýðu- list frá miööldum. Einnig er sérstök sjó- minjadeild og landbúnaðardeild._ Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Söngleikurinn „Síldin er komin" eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur verður sýndur í Leikskemmu L.R. við Meistara- velli miðvikudaginn 6. april og föstudag- inn 8. apríl kl. 20.00. „Þar sem Djöflaeyj- an rís" i leikgerð Kjartans Ragnarssonar verður sýnd fimmtudaginn 7. april kl. 20.00 i Leikskemmu LR við Meistara- velli. Sýningum á þvi verki fer fækkandi. Miðasala í Iðnó eropin daglega kl. 14-19. Síminn er 16620. T ekiö er á móti pöntun- um á allar sýningar til 6. apríl. Miðasalan í Leikskemmu LR við Meistaravelli er opin daglega kl. 16-20. Síminn þar er 15610. Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsiö sýnir nýtt verk, Hugaburður eftirSam Shepard, fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.00. Leikarar eru Hákon Waage, Arnór Benónýsson, Lilja Þórisdóttir, Sig- uröurSkúlason, Þóra Friðriksdóttir, Vil- borg Halldórsdóttir, Gisli Halldórsson og Sigriður Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Gísli Alfreðsson. Sýningar á Vesalingunum, söngleik byggðum á samnefndri skáldsögu eftir Victor Hugo, verða á skírdag, annan í páskum, 6. og 8. apríl kl. 20.00. Upp- selt hefur veriö á allar sýningar til þessa en tekið á móti pöntunum fram yfir páska. Á Litla sviðinu er sýnt verk Ólafs Hauks Símonarsonar, Bílaverkstæði Badda. Sýningarverða þriðjudaginn 5. apríl og fimmtudaginn 7. apríl kl. 20.30. Sýning- um á Bílaverkstæðinu lýkur 16. apríl. Miðasalan í Þjóðleikhúsinu er opin alla daga nema mánudaga kl. 13.00-20.00. Sími 11200. Leikféiag Akureyrar Leikfélag Akureyrar sýnirjeikritið Horft af brúnni eftir Arthur Miller fimmtudag, annan í páskum kl. 20.30 og er það næstsíöasta sýning, síðasta sýning verð- ur föstudagskvöldið 8. apríl kl. 20.30. Næsta verk leikfélagsins er Fiðlarinn á þakinu sem verður frumsýnt 22. apríl. Leikstjóri erTheodór Júlíusson. Leikarar ' eru Þráinn Karlsson, Sunna Borg, Erla Ruth Harðardóttir, Marinó Þorsteinsson, Jón Benónýsson og Skúli Gautason. Miðasala í síma 96-24073. Sögusvuntan Leikhúsið Sögusvuntan verður með brúðuleikhús-sýningu að Fríkirkjuvegi 11 ásunnudaginn kl. 15.00. Leiksýningin nefnist Smjörbitasagan og er byggð á íslensku ævintýri. Sýningin er ætluð yngstu á.horfendunum. Hallveig Thorlac- ius skrifaði handritið, gerði brúðurnar og leikur. Miðasala er í Fríkirkjuvegi 11 frá kl. 13.00 á sunnudaginn. Einnig er hægt að panta miða í síma 622215. Frú Emilía Leikhúsiö Frú Emilía sýnir gamanleikinn Kontrabassinn eftir Patrick Suskind. Með hlutverk kontrabassaleikarans ferÁrni PéturGuðjónsson. Sýningarverða fimmtudaginn 31. mars og mánudaginn 4. apríl kl. 21.00. Síðustu sýningar. Miða- pantanir eru í sima 10360. Leikhúsiö er til húsa að Laugavegi 55B. Leikfélag Hafnarfjarðar Leikfélag Hafnarfjarðarsýnir Enriil i Katt- holti fimmtudag 31. mars, mánudaginn 4. april kl. 14.00. Miöapantanir í sima 50184 allan sólarhringinn. Gránufjelagið Gránufjelagið sýnir „Endatafl" eftir Samu- el Beckett laugardag 2. april kl. 16.00. Leikarar í „Endatafli" eru fjórir: Barði Guðmundsson, Hjálmar Hjálmarsson, Kári Halldór og Rósa Guðný Þórsdóttir. Eggert Ketilsson erframkvæmdastjóri sýningarinnar og Leiksmiöjan ísland hef- ur unniö með Gránufjelaginu að gerð leikmyndar. Leiksýningin fer iram að Laugavegi 32 i bakhúsi. Miðasala opnar klukkustund fyrir sýningar. Miðapantanir allan sólarhringinn i sima 14200. Leikklúbburínn Saga á Akureyrí Leikklúbburinn Saga á Akureyri sýnir leik- ritið Grænjaxlar eftir Pétur Gunnarsson skírdag ki. 17.00, 2. april kl. 20.30, ann- an i páskum kl. 17.00 og þriðjudaginn 5. apríl kl. 20.30. Leiksýningar fara fram i Dynheimum. íslenska óperan íslenska óperan sýnir Don Giovanni eftir Mozart í Gamla bíói. Með aðalhlutverk fara Kristinn Sigmundsson, Bergþór Páls- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elin Ósk Óskarsdóttir, SigriðurGröndal, Gunnar Guðbjörnsson og Viöar Gunnarsson. Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Sýningar verða föstudaginn 8. apríl kl. 20.00. Miöasalan er opin daglega kl. 15-19. Síminner 11475. Myndlist FÍM Halldóra Thoroddsen sýnir í FÍM-salnum á horni Ránargötu og Garöastrætis. Halldóra er fædd 1950. Á sýningunni eru textílverk unnin með blandaðri tækni. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og stendurtil 3. apríl. Gallerí Borg Valgerður Hauksdóttir sýnir grafíkmyndir i Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. Valgerður erfædd IReykjavík 1955og ernú deildar- stjóri við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla (slands. Sýningin eropin virkadaga kl. 10-18og um helgarkl. 14-18. Lokað er á föstudaginn langa og páskadag. Sýningunni lýkur 5. apríl. Gallerí Borg hefur sett á stofn sérstakt Grafík Gallerí í Austurstræti 10 og kynnir verk einstakra listamanna í glugganum í Austurstræti. Nú stendur yfir kynning á grafíkmyndum eftir grafíklistamanninn Ingiberg Magnússon og keramikmunum eftirlistakonuna Kristínu l'sleifsdóttir. Gallerí Gangskör Lísbet Sveinsdóttir sýnir í Gallerí Gang- skör, Amtmannsstíg 1. Lísbet stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1972-1982. Sýningin er opin alla virkadaga frákl. 12.00—18.00 og um helgarfrá kl. 14.00—18.00. Sýning henn- ar stendur til 10. april. Lokað verður um páskahelgina. Gallerí List i Gallerí List, Skipholti 50b, verðuropnuð á skírdag, 31. mars, kl. 14.00 sýning á keramikverkum eftir þau Eydisi Lúðvíks- dótturog Daða Harðarsonar. Daði og Eydis hafa rekið saman verkstæði að Ási i Mosfellsbæ síðan i nóvember 1987. Þau vinna ýmist saman eða sitt í hvoru lagi að gerð listmuna úr postulínsleir. Eydís er fædd 1950 og lauk prófi úr kenn- aradeild Myndlista- og handiöaskóla is- lands 1971. Daði er fæddur 1958 óg lauk námi í keramikdeild Myndlista- og . handíðaskólans 1982 og var næstu tvö árin gestanemi við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn. Sýningin stendurtil 10. apríl og er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18, lokað er á föstu- daginnlanga. Gallerí Svart á hvrtu Sýning á verkum norska listamannsins Yngve Zakarias opnar í Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Yngve Zakarias er búsett- ur í Berlin og hefurtekið þátt í samsýning- um víða i Evrópu og haldið einkasýning- ar. Hann hefur dvalið hér á landi undan- farnar vikur sem kennari við Myndlista- og handiðaskóla islands. Sýningin sem stendurtil 10.apríi er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Lokap páskadag. Gullnihaninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Að þessu sinni sýnir hún vetrarmyndir og stemningar um Ijóð Sigfúsar Daðasonar. Ustasafn ASI Guöbjartur Gunnarsson sýnir myndir unnar i blandaðri tækni i Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Guðbjartur lauk kenn- araprófi 1950 og siðar myndmennta- kennaraprófi i Bandaríkjunum. Myndirnar sem hann sýnir eru byggðar upp á Ijós- mýndum, þrykktará mismunandi litan pappír og handlitaðar með pastellitum. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20, laugardaga og sunnudaga kl. 14-20 svo og skirdag og annan í páskum. Föstu- daginn langa og páskadag verður opið kl. 15.-20. Sýningunni lýkur 10. apríl. Nýhöfn % Sigrún Haröardóttir sýnir í Nýhöfn i Hafn- arstræti 18 í Reykjavík. Á sýningunni eru málverk og þurrkrítarmyndir sem unnar eru á þessu og síðastliðnu ári. Þetta er 3. einkasýning Sigrúnaren hún hefur tekið þátt í samsýningum hér og erlend- is. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18. Um páskana er hún lokuð á föstudaginn langa og páska- dag. Sýningunni Iýkur6. apríl. i innri sal Nýhafnar eiga eftirtaldir listamenn verk til sölu: Ágúst Petersen, Borghildur Óskarsdóttir, BragiÁsgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Edda Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, HaukurDór, Hólm- fríður Árnadóttir, Karl Kvaran, Karólina Lárusdóttir, Magnús Kjartansson, Val- garður Gunnarsson og Vignir Jóhanns- son. Kjarvalsstaðir Sigþrúður Pálsdóttir, Sissú, opnar mál- verkasýningu í Kjarvalssal laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Þetta er 4. einkasýning Sigþrúðar í Reykjavík frá þvi hún útskrif- aðist sem Bachelor og Fine Arts frá The School of Visual Arts í New York vorið 1982. Sissú fæddist i Reykjavik árið 1954. Á sýningunni á Kjan/alsstöðum eru um 40 málverk, flest unnin i oliu á striga. Sýningin er opin alla daga kl. 14-22 til 17. april. í vestursal Kjarvalsstaða ophar Guð- mundur Björgvinsson málverkasýningu laugardaginn 2. apríl kl. 14.00. Sýningin beryfirskriftina „Martin Berkofsky spilar ungverska rapsódiu nr. 10 eftir Franz Liszt. Sýningin er opin daglega til 17. apríl kl. 14-22. Ávesturgangi Kjarvalsstaða opnar Jens Kristleifsson málverkasýningu laugar- daginn 2. april kl. 14.00. Jens erfæddur árið 1940 i Reykjavik. Sýning hans er opintil 17. apríl. Krókur Nýr sýningarsalur hefur verið opnaður að Laugavegi 37 í Reykjavik. Salurinn hefur hlotið nafnið Krókur og er Kees Visser sá fyrsti sem sýnir þar. Kees sýn- ir þar skúlptúra til 1. apríl. Sýningin er opin á verslunartima. Liststofa Bókasafns Kópavogs Sýning á 18 Ijósmyndum eftir Svölu Sig- urleifsdóttur stendur nú ytir í Liststofu Bókasafns Kópavogs. Ljósmyndirnareru teknar á seinustu 6 árum á isafirði og Hornafirði. Svala fæddist á isafirði 1950. Sýningin er opin á sama tíma og bókasaf- nið, mánudaga til föstudaga kl. 9-21, laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 15. apríl og er aðgangur ókeypis. Gamli Lundur Aðalsteinn Vestmann opnar sýningu á verkum sínum í Gamla Lundi á skírdag. Þetta er 4. einkasýning Aðalsteins en hann hefur tekið þátt I samsýningum. Á sýningunni eru 35 verk og lýkur henni annanípáskum. Glugginn Akureyri Kristján Steingrímur Jónsson sýnir mál- verk i Glugganum Glerárgötu 34 á Akur- eyri. Kristján Steingrimur er fæddur á Akureyri 1957. Sýningin stendurtil mánudagsins 4. apríl. Glugginn er opinn daglegakl. 14-18enlokaðerámánu- dögum, nema annan dag páska verður opiö eins og aðra daga. Við opnun sýn- ingarinnarferJón L. Halldórsson með kvæði við undirleik félaga sinna. Safnaðarheimili Hveragerðis Hans Christiansen myndlistarmaðuropn- ar sýningu á vatnslita- og pastelmyndum í Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju á skirdag, 31. mars, kl. 20.00. Þetta er 14. einkasýning Hans og verður hún opin daglega kl. 14-22. Henni lýkur að kvöldi annars í páskum. Félagsheimili Ölfusinga Hveragerði Sigurður M. Sólmundarson opnar mynd- listarsýningu i félagsheimili Ölfusinga i Hveragerði dagana 31. mars. Þetta er 8. einkasýning Sigurðar auk samsýninga. Sýningin er opin kl. 10-22 til 4. apríl. Hafnargata í Keflavík Erla Sigurbergsdóttir opnar sýningu á verkum sínum á Hafnargötu 35 í Keflavik á skírdag. Á sýningu Erlu eru oliumálverk og keramik. öll verkin eru unnin á árun- um 1986 1988. Sýningin stendurtil 17. april og er opin virka daga kl. 14-20 og um helg- arkl. 14-18. Ferðalög Upplýsingamiðstöð Upplýsingamiðstöö ferðamála er með aðsetur sitt að Ingólfsstræti 5. Þar eru veittar allar almennar upplýsingar um ferðaþjónustu á-íslandi. Mánudaga til föstudaga er opið frá klukkan 10.00- 16.00, laugardaga kl. 10-14. Lokaðá sunnudögum. Sfminn er 623045. Útivera Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana Nú í Kópavogi verður laug- ardaginn 2. apríl. Lagt veröur af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Markmið göngunnar er samvera, súrefni og hreyfing. Nýlagað molakaffi. Allireru velkomnir. Útivist Á skírdag kl. 13 er ganga á Úlfarsfell i Mosfellssveit. Áföstudaginn langa kl. 13 er 10. ferð í Strandgöngu í landnámi Ingólfs. Byrjað verðurvið Vogavik og gengið um Reiðskarð sem er gamia þjóð- leiðin upp á Vogastapann. Siðan verður gengið yfir stapann í Innri-Njarðvik. Viður- kenning er veitt fyrir góða þátttöku en alls verða farnar 22 ferðir með ströndinni frá Reykjavik að Ölfusárósum. Laugar- daginn 2. apríl kl. 13 verður gengið að Tröllafossi og Haukafjöllum. Engin ferð er á páskadag en mánudaginn annan i páskum kl. 13 er stórstraumsfjöruferð og kraéklingatinsla í Hvalfirði. Brottför í feröirnar er frá Umferðarmiðstöðinni að vestanveröu. Allireru velkomnirog þarf ekki að panta fyrirfram. Á laugardaginn fyrir páska 2. april kl. 9 er lagt upp í þriggja daga páskaferð í Þórsmörk. Nokk- ur sæti eru laus í þá ferð og eru farmiö- arviöbilinn. Ferðafélag íslands Á skírdag verður lagt af stað í fjórar ferð- ir á vegum Ferðafélags íslands kl. 8. 1. Ferð á Snæfellsnes þar sem gengið verð- ur á Snæfellsjökul og farnar skoðunar- ferðir með ströndinni. Gist í gistihúsinu Langaholti í Staðarsveit. 2. Skíðagöngu- ferðtil Landmannalauga. Ekiðverðurað Sigöldu og gengið þaðan 25 km til Lauga og gist i sæluhúsi Fi þar. 3. Þórsmörk, • fimm daga ferð og einnig þriggja daga ferö og er þá komið til baka 2. apríl. Gist ÍSkagfjörðsskála/Langadal. Ferðtil Þórs- merkurverðureinnig á laugardag 2. april og erbrottför kl. 8. Dagsferðir Fi um bænadaga og páska veröa: Skírdag, fimmtudag 31. mars kl. 13 Óttarstaöir — Lónakot. Ekið að Straumsvik og gengið þaðan í átt til sjávar og siðan yfir Hraun- in að Lónakoti og upp á þjóðveg. Föstu- daginn langa kl. 13 verður gönguferð á Helgafell sem er suðaaustur af Hafnar- firði. Ekið að Kaldárseli og gengið það- an. Laugardag 2. apríl ökuferð um Þing- velli, Grímsnes og Hveragerði og brottför kl. 13. Engin dagsferð á páskadag, en annan í páskum verður gönguferð á Vifilsfell. Brottför i allar ferðir er frá Um- ferðarmiðstöð, austanmegin, kl. 13.00. Viðeyjarferðir Hafsteinn Sveinsson er með daglegar ferðir út í Viðey og um helgar eru ferðir allan daginn frá kl. eitt. Kirkjan i Viðey er opin og veitingar fást í Viðeyjarnausti. Bátsferóin kostar 200 krónur. Félagslíf Samhjálp hvrtasunnumanna Á skírdag verður almenn samkoma kl. 20.30 í félagsmiðstöð Samhjálpar, Þribúðum, Hverfisgötu 42. Söfnuðurinn i Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð sér um sam- komuna undirstjórn Hinriks Þorsteins- sonar. Menningarvaka á Suðumesjum Menningarvaka á Suðurnesjum stendur yfir um þessar mundir. Fimmtudapinn 31. marsopnar Halldóra Ottósdóttirog Þórunn Guðmundsdóttir málverkasýn- ingu i Sandgerði kl. 14.00. Opnuð verður málverka- og höggmyndasýning Ástu Pálsdóttur, Erlings Jónssonarog Höllu Haraldsdóttur i Fjölbrautaskóla Suður- nesja kl. 15.00. i Festi í Grindávík verður einnig opnuð málverkasýning Sigríðar Rósinkarsdótturkl. 17.00. Mánudagian- 4. april verður bókmenntakynning í Stóru-Vogaskóla kl. 14.00. Jón Dan verð- ur kynntur, bókmenntafyrirlestur, upp- lestur, tónlist, skáldiö heiðrar og menn- ingarvöku formlega slitið. Tónlist Listvinafélag Hallgrímskirkju Frumflutt verður óratórian „Upprisan" eftir Þorkel Sigurbjörnsson laugardaginn 2. april kl. 21.00. Verkið varskrifaðfyrir§7 Mótettukór Hallgrímskirkju að tilhlutan Listvinafélags Hallgrímskirkju vegna vígslu kirkjunnar fyrir hálfu öðru ári. Það byggir á frásögnum allra guðspjallanna af upprisunni. Textinn er ýmist sunginn eða lesinn með undirleik hljóðfæra. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill, en verkið tekur um eina klukkustund í flutn- ingi. Hreyfing Keila í Keilusalnum í Öskjuhlíð eru 18 brautir undir keilu. Á sama stað er hægt að spila billjarð og pinu-golf. Einnig er hægt að spila golf í svokölluðum golfhermi. Sund i?v i Reykjavík eru útisundlaugar í Laugar- dal, við Hofsvallagötu og við Fjölbrauta- skólann í Breiöholti. Einnig eru útisund- laugar á Seltjarnarnesi, á Varmá og við Borgarholtsbraut i Kópavogi. Innisund- laugar á höfuðborgarsvæðinu eru við Barónsstíg og við Herjólfsgötu í Hafnar- firði. Opnunartima þeirra má sjá i dag- bókinni. Skyndisýning Vorkoman ílífríkinu I Nú fara lifverurnar að vakna af vetrardv- ala. Til að kynna fjölbreytni íslenskra smádýra verður sett upp skyndisýning í Náttúrugripasafninu, Hverfisgötu 116, 3. hæð, og veröur hún opin kl. 13.30- 16.00á skirdag, laugardag og á þriðju- dag. Sýndarverða nokkrartegundirskor- dýra af smiðsættinni og má þar nefna járnsmið, gullsmiö, húsasmið, tröllasmið og dvergsmið. Þá verða sýnd tvö stutt myndbönd um lifnaöarhætti skordýra. Einnig verður kynnt nýútkomið Fjölrit ■Náttúrufræðistofnunar: „Könnun á smá- dýrum i Hvannalindum, Fagradal og Grá- gæsadal" eftir Erling Ólafsson dýrafræð- ing. MYNDIR ER TENGJAST SJÁYARÚTVEGI Fyrir tvo af viðskiptavinum okkar leitum við nú að myndum er tengjast sjávarút- vegi, helst eftir þekkta höfunda. UPPBOÐ Fyrir næsta uppboð okkar óskum við eftir myndum eldri meistaranna t.d. Jóhannesar S. Kjarval, Muggs, Jóns Stefánssonar, Jóhanns Briem, Asgríms Jónssonar, Þor- valdar Skúlasonar, Júlíönu Sveinsdóttur og Kristínar Jónsdóttur. Þeir, sem hafa í hyggju að setja verk á uppboðið, þurfa að skila þeim inn til Gallerí Borgar eigi síðar en 15. apríl næst- komandi. BORG LISTMUNIR-SYNINGAR-UPPBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.