Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988
w89
Utlendingur í Disneylandi
Breski leikarinn Daniel Day-
Lewis er nú í hverri myndinni á
fætur annarri. Hann var óborgan-
legur í bæði Herbergi með útsýni
og Fallega þvottahúsið mitt í svo
ólíkum hlutverkum að það var er-
fitt að þekkja hann fyrir sama
mann. Nýlega var frumsýnd
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
með honum í hlutverki Tómasar
og núna síðast „Stars and Bars",
gamanmynd um íðilbreskan list-
munasala sem fer í ferðalag til
hinna villtu og trylltu Bandaríkja.
Leikstjóri myndarinnar er Pat
O’Connor („Cal”) en handritið ger-
ir William Boyd eftir sinni eigin
skáldsögu.
Lewis leikur Henderson og fyrir
honum eru Bandaríkin eitt stórt
Disneyland. Um miðbik myndar-
innar kemur hann t.d. inná margra
hæða hótel/skemmtigarð í Atlanta
sem nú eru mjög í tísku vestra og
afgreiðslumaðurinn í móttökunni
segir: „Fylgdu stígnum í gegnum
blómagarðinn og taktu svo útsýn-
islyftuna uppá 35. hæð. Enn eitt
Daniel Day-Lewis f „Stars and
Bars.“
æfintýri Hendersons í sínum full-
komnu, klæðskerasaumuðu jakka-
fötum er byrjaö. Hann kemst í
gegnum frumskóg geröan af
manna höndum þartil hann kemur
að bryggju. Brosandi umsjónar-
maður tekur á móti honum, bendir
á árabát og segir honum að róa
yfir á lyftubakkann. Alltaf til í allt
hann Henderson en róöurinn
gengur ekki nógu vel, bæði er
umferðin mikil og skjalataskan vill
flækjast fyrir. Um síöir strandar
báturinn og Henderson stígur í
vatnið og veður það sem eftir er
að lyftunni.
, Annars er „Stars and Bars“ um
lífsreynslu (og frelsun) Hender-
sons Dores þegar hann er sendur
langt inní Suðurríkin að reyna að
kaupa löngu glatað Renoir-málverk
frá sérvitringnum Loomis. Gage
(Harry Dean Stanton). Myndin er
enn eitt afbrigðið af sögunni um
hinn veluppalda Evrópumann sem
ferðast um í landinu sem fann upp
hinn ægivinsæla en falska töfram-
ann Oz. Flestir sem Henderson
hittir eru svo sérkennilegir að þeir
gætu vel búið á fjarlægum plánet-
um.
„Stars and Bars" staðfestir
einnig, segir The New York Times
að Daniel Day-Lewis er á góðri
leið með að verða leikari sem allt
getur gert.
Tveir bræður
Tólf sekúndur skiptu öllu í lífi
tvíburanna Dominicks (Tom Hulce)
og Eugene (Ray Liotta). Andlegt
atgervi þeirra er mjög ólíkt. Gino
er Ijóniðinn læknanemi en það er
Nicky sem borgar menntun hans
og er hreykinn af. Ferill Nicky er
ekki jafnmerkilegur þar sem hann
vinnur kátur og glaður í öskunni.
Eftir slys sem átti sér stað þegar
tvíburarnir voru ungir hefur Nicky
andlegan þroska barns.
„Dominick og Eugene” er nýj-
asta mynd leikstjórans Roberts
M. Youngs og honum þykir hafa
tekist vel upp að fjalla um við-
kvæmt efni væmnislaust. Leikar-
arnir Tom Hulce og Ray Liotta (lék
brjálaðan erkióvin Jeffs Daniels í
„Something Wild") þykja standa
sig með afbrigöum vel í hlutverkum
bræðranna. Gino er tilbúinn að
fórna öllu fyrir velferð hins van-
þroska bróður síns en það reynist
oft erfitt að gæta hans.
Myndin er um það þegar bræðr-
unum, sem orðnir eru 26 ára, verð-
ur það Ijóst að þeir verða að vera
óháðari hvor öðrum í framtíðinni.
Handritið er eftir Alvin Sargent
og Corey Blechman eftir sögu
Danny Porfirio en Jamie Lee Curt-
is fer með lítið aukahlutverk sem
vinkona Ginos og væntanlegur
meðlimur fjölskyldunnar.
Hulce í Dominick og Eugene.
\
geysivinsæli með Ijúffenga
lambalærinu
Við bjóðum nú aftur íslenska lamba-
lærið sem við matreiðum á okkar sér-
stæða hátt og svo sannarlega sló í
gegn á sínum tíma.
Auk þess minnum við á tugi úrvals
rétta á hinum girnilega matseðli okkar.
Veitingasalir okkar verða opnir sem hér segir:
í dag, skírdag
Föstudagurinn langi, lokað.
Laugardagur
Páskadagur
Annarípáskum
BORÐAPANTANIR í SÍMA 25700.
Viö óskum ykkur öllum
gleÖilegra páska.