Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 Viðræður KÍ og ríkisins: Samninga- fundurinn árangurslaus - segja kennarar FUNDUR kjararáðs Kennara- sambands Islands og samninga- nefndar ríkisins í gær var árang- urslaus að mati fulltrúa kennara, segir.í fréttatilkynningu frá KI, sem gefin var út í gærkvöldi. Nýr fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður. Formaður og varaformaður KI hittu Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og Indriða H. Þorláksson, formann samninga- nefndar ríkisins, í hádeginu í gær og var fundur fulltrúa KÍ og ríkis: ins haldinn í framhaldi af því. I fréttatilkynningu KÍ segir að enn hafí ekkert skriflegt tilboð komið fram frá ríkinu, en samninganefnd ríkisins hafí gert grein fyrir hug- myndum sínum munnlega. Þar sé ekki gert ráð fyrir neinni upphafs- hækkun, en fímm áfangahækkun- um, sem fela munu í sér um 8,8% launahækkun til 1. mars á næsta ári, og starfsaldurshækkunum sem KÍ metur sem um 1% launahækk- un. „Að loknum fundinum í dag ríkir ekki bjartsýni hjá kjararáði KÍ um niðurstöðu viðræðna,“ segir í lok fréttatilkynningarinnar. Deiluumverk- fall HÍK skotíð til félagsdóms STJÓRN Hins íslenska kennarafé- lags ákvað í gær að óska úrskurð- ar félagsdóms í deilumáli um lög- mæti boðaðs verkfalls HÍK. Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna mun reka málið fyrir dómnum. Deilan stendur um hvort telja eigi með auða atkvæðaseðla þegar metið er hvort meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um verkfalls- boðun hafi samþykkt hana. Málið verður dómtekið miðvikudaginn 6. apríl en verkfallið er boðað frá og með 13. apríl. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði við Morgunblaðið að bandalag- ið teldi að fá yrði úrskurð um þetta vafaatriði. Páll sagði að reftarstaðan í svona málum yrði að vera skýr og BHMR hefði tekið ákvörðun um að reka málið þar sem þetta hefði þýð- ingu fyrir öll aðildarfélög þess. Morgunblaðið/Bj arni Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra vígir hina nýju VHF- miðunarstöð í húsakynnum björgunarsveitarinnar Ægis. í miðið er Haraldur Henrysson forseti Slysavarnafélags Islánds og til hægri er Hannes Hafstein forstjóri Slysavarnafélagsins. Á milli þeirra Haraldar og Hannesar sést í miðunarstöðina. Garður: Arið 1956 var vigð radíómjðunarstöð í Garðinum. Við það tæki- færi var þessi mynd tekin. Ólafur Thors þáverandi samgönguráð- herra vígir stöðina. Með honum á myndinni eru Guðbjartur Ólafsson forseti SVFÍ og Henry A. Hálfdanarson framkvæmda- stjóri félagsins. VHF-miðunarstöð afhent SVFÍ - verður í umsjón björgunar- sveitarinnar Ægis í Garði NÝ ojg fullkomin VHF-miðunarstöð var í gær afhent Slysavarnafé- Iagi Islands og falin björgunarsveitinni Ægi, í Garði, til umsjónar. Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra afhenti stöðina fyrir hönd Vitastofnunar. Við sama tækifæri var björgunarsveitinni færð vélknúin vararafstöð, sem EUert Eiríksson afhenti fyrir hönd sveitarfélagsins. Viðstaddir afhendingu tækjanna voru fjölmargir gestir, þ. á m. forráðamenn SVFÍ og fulltrúar slysavarnadeilda og björgunarsveita í Garði. Hin nýja VHF-miðunarstöð er af fullkomnustu gerð og mun nýt- ast við staðsetningu báta og skipa á Faxaflóa. Með aukinni umferð smábáta um flóann var komin rík þörf fyrir slíkt öryggistæki. Áður hafa verið staðsettar miðunar- stöðvar í Garðinum, sú fyrsta var sett upp í ársbyijun 1952 og var notuð í fyrsta skiptið þann 29. jan- úar það ár, þegar strandferðaskip- ið Hekla óskaði eftir staðsetningu. Miðunarstöðvamar hafa síðan ver- ið endumýjaðar í samræmi við tækniframfarir. Árið 1956 var sett upp radíómiðunarstöð, síðar kom ljósmiðunarstöð og nú VHF-stöð. Þessi miðunarstöð er staðsett í húsi björgunarsveitarinnar Ægis, skammt frá Garðsskagavita. Þar eru einnig önnur björgunar- og leitartæki, m.a. ratsjá, sem er mik- ilvægt hjálpartæki við staðsetn- ingu báta í neyð og nýtist vel með hinni nýju miðunarstöð. Einnig á björgunarsveitin VHF-talstöð og fimm kalltæki, svonefnda „frið- þjófa", sem Kiwanisklúbburinn Hof, í Garði, gaf sveitinni. Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra ávarpaði gesti og minntist mikils starfs, sem Garð- búar hafa unnið að slysavömum. Þakkaði hann árvekni slysavama- fólks, hve oft hefur tekist að bjarga mannslífum og verðmætum, þegar óhöpp og slys hafa orðið. Afhenti hann síðan forráðamönnum Slysa- vamafélags íslands hina nýju mið- unarstöð og fól Ægismönnum umsjón hennar. Formaður Ægis er Sigfús Magnússon. Haraldur Henrysson, forseti Slysavamafélagsins, ávai-paði gesti. Hann rakti sögu slysavama í Garðinum og lagði áherslu á mik- ilvægi þess, að menn héldu ár- vekni sinni. „Því miður em slys á sjó allt of tíð og það er ennþá mikið verk að vinna þó að við höf- um mörgum áföngum náð. Það sem hér er að gerast í dag er liður í viðleitni til að spoma hér við, til þess að fækka slysum. Það er ánægjulegt þegar opinberir aðilar og fijáls félagasamtök eins og okkar geta unnið saman eins og hér gerist," sagði Haraldur Henr- ysson. Ellert Eiríksson sveitarstjóri Gerðahrepps afhenti björgunar- sveitinni Ægi vararafstöð, til notk- unar í rafmagnsleysi og eins ef þörf krefur á björgunarstað. Það er farstöð og meðfærileg tveimur mönnum að fara með. Að afhendingu tækjanna lokinni var gestum boðið til kaffiveitinga sem kvennadeild Slysavamafé- lagsins á staðnum átti veg og vanda af. Álitsgerð lögfræðings Sambandsins: Einstök kaupfélög eiga ekki kröfu í eign SK STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga fól í gær for- manni stjómar og forsljóra Sam- bandsins að aðstoða einstaklinga við að létta af þeim hluta af ábyrgðum fyrir skuldum Kaup- félags Svalbarðseyrar. í frétta- tilkynningu segir, að það sé vilji stjórnarinnar að Sambandið taki þátt í lausn þess máls. Stjómin fjallaði um kröfu Jóns Oddssonar, hæstaréttarlögmanns, Kona notaði nafn systur við giftingu: Prestar munu óska eft- ir skilríkjum með mynd „ÉG er þess fullviss að prestar munu hér eftir óska eftir því við fólk, sem hyggst ganga í hjónaband, að það leggi fram fullnægj- andi skilríki með mynd af sér á, til að fyrirbyggja að þetta endur- taki sig. Mér finnst hryggilegt að vita til þess að trúnaður prests við sóknarböra hafi verið brotinn með þessum hætti,“ sagði Bern- harður Guðmundsson, fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, er hann var inntur álits á frétt í Morgunblaðinu í gær um konu, sem notaði nafn systur sinnar við giftingu. Systirin hefur nú höfðað mál til að fá hjúskapinn ógiltan með dómi. eða ökuskírteini. í þessu tilfelli Bemharður benti á að prestur- inn, sem gifti fólkið, hefði farið í einu og öllu að settum reglum. „í reglugerð, sem kveður á um könnun hjónavígsluvottorða, seg- ir, að hjónaefni skuli leggja fram fæðingarvottorð, skímarvottorð eða nafnvottorð," sagði Bem- harður. „Sé það ekki unnt, skal hjónaefni færa sönnur á nafn sitt og fæðingardag með öðrum per- sónuskilríkjum, svo sem vegabréfi mun konan hafa lagt fram fæð- ingarvottorð eða skímarvottorð og það telst fullnægjandi. Héðan í frá munu prestar hins vegar óska eftir að sjá vegabréf eða ökuskírteini, með mynd af hjóna- efnum, svo atburður sem þessi endurtaki sig ekki. Eftir að frétt- in birtist í Morgunblaðinu í gær kom einmitt til mín prestur, sem var ákveðinn I að taka þá reglu upp. Það mun sjálfsagt reyna mest á þetta í stómm söfnuðum, eins og í Reykjavík, þar sem prest- ar þekkja ekki öll sóknarböm sín persónulega." Bemharður sagði að mál þetta væri einsdæmi. „Eg veit að svipuð mál hafa komið upp erlendis, en hingað til hafa íslenskir prestar ævinlega getað treyst þeim upp- lýsingum sem hjónaefni hafa veitt þeim og yfirlýsingu svaramanna um að þeir viti enga meinbugi á ráðahagnum," sagði hann. „Mér þykir afar hryggilegt að fólk skuli leggjast svo lágt að blekkja prest- inn með þessum hætti. Prestar eiga ekki að þurfa að standa í neinum lögregluaðgerðum vegna þess gleðiatburðar sem hjónavígsla á að vera." um að þrotabú Kaupfélags Sval- barðseyrar ætti að fá greidda hlut- deild félagsins í eignum Sambands- ins, sem væm í óskiptri_ sameign kaupfélaganna i landinu. í álitsgerð Jóns Finnssonar, hæstaréttarlög- manns, segir að þessi krafa Jóns Oddssonar eigi sér enga stoð í lög- um um samvinnufélög og að einstök sambandsfélög hafí engan lagaleg- an rétt til að krefjast skipta á eign- um Sambandsins. í álitsgerð Jóns Finnssonar segir að í kröfu Jóns Oddssonar fyrir hönd Jóns Laxdals, fyrrum stjómar- manns í Kaupfélagi Svalbarðseyrar, séu réttarreglur um hlutafélög og sameignarfélög yfírfærð á sam- vinnufélög, en krafan sé ekki rök- studd með Iögum um samvinnufé- lög. Orðrétt segir m.a.: „Eina lög- formlega leiðin til þess að eignir Sambands íslenskra samvinnufé- laga geti komið til skipta milli sam- bandsfélaganna er sú að félögin samþykktu að slíta Sambandinu. Tillaga þess efnis verður að hljóta samþykki */« hluta allra fulltrúa á tveimur löglegum fulltrúafundum í röð og málið verið borið undir fundi í öllum sambandsfélögum milli funda." Niðurstaðan í álitsgerðinni er sú að sambandsfélag sem gangi úr SÍS geti einungis krafist inneignar sinnar í stofnsjóði Sambandsins, en eigi enga lögvarða kröfu í eignir Sambandsins. Stjóm Sambandsins hefur falið Jóni Finnssjmi að svara kröfu Jóns Oddssonar á grundvelli framan- greindrar álitsgerðar. Morgunblaðið/Ingólfur Birgisson Gígja VE kemur til heimahafnar með fullfermi, 750 tonn. Fimm skip eft- ir á loðnunni AÐEINS 5 skip eru eftir á loðn- unni og eiga þau lítið eftir af kvót- anum. í gær tilkynnti einungis Gígja VE um afla. Eftirtalin skip voru með afla sl. mánudag og lön- duðu þau öll í Eyjum: Helga II RE var með 430 tonn, ísleifur VE 500 tonn, Huginn VE 550 tonn og Guðmundur VE 850 tonn. SÍ. þriðjudag tilkjmnti Dagfari ÞH um 520 tonn til Sandgerðis og Galti ÞH 450 tonn til Bolungarvíkur. í gær tilkynnti Gígja VE um 150 tonn til Vestmannaejja. Mjólkurfræðingar: Samið eftir maraþonfund NÝIR kjarasamningar mjólkur- fræðinga verða bomir undir fé- lagsfundi i Reykjavík og á Akur- eyri strax eftir páska. „Auðvitað eru menn aldrei ánægðir með samninga," sagði Geir Jónsson formaður Félags mjólkur- fræðinga. „Þessi samningur er á sömu nótum og samningamir, sem gerðir voru á Akureyri um daginn. Sfðasti fundurinn tók 33 tíma og það sem við sátum lengst yfir voru ákveð- in sérmál. Það var ágreiningur um flókin orðalagsatríði sem við náðum ekki að leysa í þetta skipti," sagði Geir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.