Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 9 HUGVEKJA „Það var rétt fyrir páskahátíðina“ eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Skírdagur, föstudagurinn langi og páskadagamir koma núna til okkar, hver dagur með sína boð- un, vitnisburð, þjáningu og lof- gjörð. Dagarnir eiga að vera svo miklu meira en liðin saga, þeir eiga að koma til okkar sjálfra og tala til okkar um lífið sem við lif- um, um þjáninguna sem við reyn- um, um sorgina og eftirsjána og flytja okkur síðan fagnaðarboð- skapinn um upprisu Jesú Krists og sigur hans yfír sorginni og dauðanum. Það var rétt fyrir páskahátíð- ina, að Jesús kallaði lærisveina sína saman til kvöldverðar tii að neyta páskamáltíðarinnar.sem var páskalambið, sem slátrað var fyr- ir hátíðina, en þannig minntust ísraelsmenn björgunar Guðs frá oki Egypta, lausnar frá plágunum 10, ferðarinnar yfir Rauðahafið og síðan yfir Sínaieyðimörkina. Spádómur Jóhannesar skírara um Jesúm höfðaði til páskalambsins og slátrunar þess fyrir páskahá- tíðina, þegar hann sagði: „Sjá, guðslambið, er ber synd heims- ins.“ Þessi spádómur Jóhannesar skírara kom fram föstudaginn langa. Mér finnst að Jesús hafi stofn- að til kvöldmáltíðarinnar með lærisveinunum á líkan hátt og hann setti fram dæmisögur. sínar. Hver dæmisaga, sem Jesús sagði, flytur við fyrstu heyrn einfalda frásögn og auðskilda, en eftir því sem dæmisagan er oftar heyrð, skilst dýpri merking hennar og það er eins og dæmisagan fylgi aldri okkar og þroska, hún flytur aftur og aftur nýjan boðskap til okkar. Kvöldmáltíð Jesú með læri- sveinunum er við fyrstu skoðun aðeins kvöldverður en þegar nán- ar er að gætt koma öll táknin fram. Fyrst fótaþvotturinn, hreinsunin, sem skírdagur ber nafn sitt af. Hann getur flutt okkur boðskap um skírleika og hreinsun hugans gagnvart öðrum, þess að við fyrirgefum öðrum og leitum fyrirgefningar, þess að við umberum af kærleika, hlúum að og ræktum það sem bætir, gleður og gefur. Hreinsunin getur einnig höfðað til hins nýja sáttmála sem Jesús setur fram með kvöldmáltíð sinni um sigur lífsins yfir dauðan- um — um hreinsun frá hinu jarðn- eska til hins himneska. Sáttmál- inn sjálfur fjallar um brauðið sem er brotið — svo fer fyrir líkama þínum, hann brotnar, og um vínið, sem minnir á blóðið — það hverf- ur, en þrátt fyrir það sigrar lífið dauðann, lífíð, sem Drottinn Guð gefur fyrir Jesúm Krist. Kvöldmáltíðin varð lærisvein- unum heilög athöfn, þegar þeir komu saman og rifjuðu upp allt sem hafði skeð með Jesú og þeir skildu allt, sem áður hafði verið ■ Skírdagur Jóh. 13; 1.-15. svo óskiljanlegt. Þessi stund varð vikuleg samvera á sunnudögum, þegar lærisveinarnir minntust þess sem var stórkostlegast af öllu, páskadagsmorguns, upprisu Jesú — þess að lífið hafði sigrað dauðann í fullvissu þeirra, von og trú. Kvöldmáltíðin varð þannig upphaf að guðsþjónustu kristinna manna á sunnudögum, sem braut í bága við helgidag gyðinga, sem héldu laugardaginn hátíðlegan, til að minnast sjöunda dagsins í sköpunarsögunni. Kvöldmáltíðin varð síðan að altarisgöngu í guðsþjónustu krist- inna manna'og er hejgasta athöfn guðsþjónustunnar. A skírdag og við fermingu fer sú athöfn fram og oftar, því i raun kallar hver guðsþjónusta á altarisgöngu. I altarisgöngunni mætum við Jesú Kristi við borðið hans. Þar játum við, að vilja leitast við að fremsta megni að gera hann að leiðtoga lífs okkar. Þar játum við á áþreif- anlegan hátt, að við mætum Jesú í leyndardómi altarisgöngunnar. Þann leyndardóm er ekki hægt að útskýra til fullnustu með orð- um, en athöfnin sjálf segir: Þú tekur á móti Jesú Kristi og lætur hann helga líf þitt. „Það var rétt fyrir páskahátíð- ina. — Jesús vissi, að stund hans var komin, að hann færi burt úr heimi þessum til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá er í heiminum voru — svo auðsýndi hann þeim nú elsku sína allt til enda. Og kvöldmáltíð stóð yfir ...“ Brauðið var brotið. Þannig fór einnig fyrir lærisveinunum tveim- ur sem voru á ferð til Emmaus á páskadagsmorgni með mikla hryggð í huga. Jesús kom uppris- inn til þeirra en þeir þekktu hann ekki. Hann útskýrði fyrir þeim það sem ritningin hafði sagt fyrir um, en þeir skildu hann ekki fyrr en hann braut fyrir þeim brauðið. Erum við ekki mörg sem mæt- um Jesú með sama hætti á lífsleið okkar? Hrygg tökum við á móti erfíðleikum, veikindum, þjáningu og dauða ástvina okkar, en svo skeður það: Hann stendur hjá okkur og brýtur brauðið og gefur og við dreypum af kaleiknum hans. Með öðrum orðum sagt: Við lærum í þjáningu okkar, sjáum ljósið úr myrkrinu og finnum að við eignumst við að missa. Jesús stendur hjá okkur og brýtur brauðið. Við finnum hann á ný, trúum og treystum orðunum sem hann sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Verð á þessu hjólaborði er aðeiiis kr. 10.800.- MEÐIMETIOG HÖLDUM. Nú er upplagt tækifæri til að fá sér borðtennisborð í bílskúrinn eða tómstundaherbergið. Skemmtilegt sport fyrir alla fjölskylduna. Eigum einnig fyrirliggjandi fleiri gerðir af CORNILLEAU borðtennisborðum. Frönsku CORNILLEAU borðtennisborðin eru betri! Bjóðum nú þessi viðurkenndu borð á frábæru verði! FRAMTKMN ER I ÞÍNUM HÖNDUM - IBM PS/2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.