Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 11
jaorgunbtaMb /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 B 11 jndanúrslitanna í úrvalsdeildinni Valur-UMFN 88 : 78 Úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, íþróttahús Vals að Hlíðarenda, laugardaginn 9. aprfl 1988. Gangur leiksins: 0:2, 7:7, 11:11, 15:16, 21:20, 25:30, 30:30, 37:35, 43:41, 51:48, 59:52, 67:54, 69:59, 75:65, 81:69, 84:73, 88:73, 88:78. Stig Vals: Tómas Holton 26, Þorvaldur Geirsson 12, Leifur Gústafsson 12, Torfí Magnússon 12, Svali Björgvins- son 11, Einar óiafsson 10, Bjöm Zoega 3 og Jóhann Bjamason 2 stig. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 23, Helgi Rafnsson 18, Teitur Örlygsson 13, Sturla Örlygsson 10, ísak Tómas- son 5, Hreiðar Hreiðarsson 4, Friðrik Rúnarsson 3 og Ámi Lárusson 2 stig. Áhorfendur: Um 50. Dómarar: Ómar Scheving og Sigurður Valgeir88on og dæmdu þeir ágætlega. Morgunblaðiö/Júlíus Þennan tek égl Valur Ingimundarson, þjálfari og leikmaður Njarðvíkur-liðsins, tekur hér knöttinn áður en Bjöm Zoega nær til hans. En sá hlær best sem síðast hlær, Bjöm og félagar sigruðu og mæta Njarðvíkingum í þriðja sinn. Ef okkur tekst jafn vel uppog í dag eigum við góða möguleika Morgunblaðiö/Einar Falur Tómas Holton átti stórleik. Hér svífur hann í átt að körfunni og skor- ar tvö stiga sinna. - sagði Steve Bergman, þjálfari Vals, um þriðja leikinn sem verður á morgun í Njarðvík, eftir Valssigurinn á laugardaginn Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu íslands- og bikar- meistara UMFN með 10 stiga mun 88:78 á heimavelli sínum að Hlíða- renda á laugardag- inn og eru 4 ár síðan UMFN hefur tapað leik svo stórt. Njarðvíkingar höfðu sigrað í fyrsta leiknum og því þarf þriðja leikinn til að skera úr um hvort liðið leikur til úrslita og fer hann fram í Njarðvík annaðkvöld. Valsmenn léku vel í þessum mikil- væga leik, voru sterkir í vöm, hittu vel og þetta varð til þess að Njarðvíkingar komust aldrei í gang að þessu sinni. Tómas Holton átti stórleik með Val, bæði í vöm og sókn, Tómas skoraði 26 stig og var sá leikmaður öðmm fremur sem Njarðvíkingar réðu ekki við að þessu sinni. í hálfleik var staðan 43:41 Valsmönnum í vil. „Ég er að yonum ákaflega ánægður með að okkur tókst að sigra Njarðvíkinga og nú er bara að standa sig í þriðja leiknum," sagði Steve Bergmann þjálfari Vals- manna eftir leikinn. „Þegar við skoðuðum myndband af fyrri leik liðanna komu ýmis atriði í Ijós sem við þurftum að lagafæra og það tókst að þessu sinni. Njarðvíkingar em erfiðir heim að sækja, en ef okkur tekst jafn vel upp í þriðja leiknum og hér í dag, þá tel ég að við getum átt góða möguleika gegn þeim," sagði Steve Bergmann enn- fremur. „Valsmenn vom góðir í dag, en við áttum aftur á móti slakan dag svo ekki sé meira sagt. Vömin hjá okk- ur var slök að þessu sinni og ég held að það sé ljóst að við verðum að koma til næsta leiks með öðm hugarfari en að þessu sinni,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og leikmaður UMFN. Sem fyrr sagði var Tómas Holton bestur í liði Vals en auk hans áttu þeir Þorvaldur Geirsson, Leifur Gústafsson, Svali Björgvinsson og Torfi Magnússon góðan leik. Njarðvíkingar vom ekki í essinu sínu að þessu sinni og var Helgi Rafnsson eini leikmaðurinn sem lék af eðlilegri getu. Valur Ingimundar- son var stigahæstur að venju, en hitti óvenju illa að þessu sinni. Morgunblaðifi/Einar Falur Svali Björgvlnsson lék vel með Val gegn UMFN. Bjöm Blöndal skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.