Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 19
3W«r0nnbIaÍil> /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 12. APRÍL 1988 B 19 KNATTSPYRNA / VESTUR-ÞÝSKALAND KNATTSPYRNA / HOLLAND PSV tryggði sér meistaratitilinn PSV Eindhoven tryggði sér hollenska meistaratitilinn í knattspymu þriðja árið í röð með sigri yfir Alkmaar, 1:0. PSV hefur þv( tíu stiga for- skot þegar fjórar umferðir eru eftir og titillinn því í höfn. Það var Wim Kieft sem skor- aði sigurmark Eindhoven fimm mínútum fyrir leikslok og það var það eina markverða í þessum leik, sem þótti frekar daufur. PSV hefur haft mikla yfirburði í deildinni. Liðið hefur leikið 30 leiki, unnið 25, gert Qögur jafn- tefli og tapað einum leik. Þjálfari liðsins, Guus Hiddink, var ánægð- ur eftir leikinn: „Þetta var ekki góður leikur, en ég er ánægður með að við skulum hafa tryggt okkur titilinn. Nú getum við ein- beitt okkur að leiknum gegn Real Madrid í Evrópukeppninni." Pyrri leik liðanna á Spáni, lauk með jafntefli, 1:;1 og PSV á því heimaleikinn eftir. Ajax er öruggt með 2. sæti í deild- inni eftir öruggan sigur á Willem, 3:1. Liðið hefur níu stiga forskot á Twente sem er í 3. sæti, þrátt fyrir að vera tíu stigum á eftir PSV. Rob Witschge, Prank Verlaat og Aron Winter skoruðu mörk Ajax, en Edwin Godee náði að minnka muninn úr vítaspjrmu fyrir Will- em. ÚrslH B/16 Staöan B/16 Sanchez gerdi sitt 27. mark í vetur - er Real Madrid vann Logrones HUGO Sanchez, mexíkanski framherjinn frábæri, skoraði sitt 27. mark í vetur er Real Madrid sigraði Logrones 2:0 á sunnudaginn. Markið gerði hann með einni af sfnum frægu hjólhestaspyrnum. Sanchez skoraði eftir langa sendingu frá miðvallarleik- manninum snjalla Gordillo, og Gor- dillo sá einnig um undirbúninginn fyrir síðara mark Real. Sendi þá knöttinn á Michel Gonzales sem skoraði. Real Sociedad, sem Wales-búinn John Toshack þjálfar, er enn í öðru sæti eftir 3:2 sigur á Real Betis á heimavelli. Strákamir hans Tos- hacks komust í 2:0 með mörkum Loren Juaros og Jesus Zamora en Betis jafnaði. Juan Larange varð fyrir því óhappi að gera sjálfsmark og Ipolito Rincon jafnaði. Zamora bjargaði svo deginum fyrir Sociedad með marki undir lok leiksins. Ekkert gengur hjá Atletico Madrid þessa dagana. Liðið tapaði nú á útivelli fyrir Osasuna, en er þó enn í þriðja sæti. Miguel Sola gerði sig- urmark Osasuna úr víti er tvær mín. voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma. Áður hafði Jose Cig- anda náð forystu fyrir heimamenn en Paolo Futre jafnað fyrir Atletico með ffábæru marki. ■ ÚrslH/B 16 ■ Staðan/B 16 Fyrsti sigur Bremen í Mannheim frá upphafi - og liðið hefur góða forystu í keppninni um meistaratitilinn Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni íÞýskalandi WERDER Bremen hefur enn fjögurra stiga forskot á Bayern eftir leiki helgarinnar í úrvals- deildinni. Bremen vann mikii- vægan sigur í Mannheim — sinn fyrsta sigur þar í deildar- keppninni frá upphafi — og Bayern tók Schalke í kennslu- stund á Ólympíuleikvanginum. Þá hélt sigurganga Ásgeirs Sigurvinssonar og félaga hjá Stuttgart áfram — þeir sigruðu Kaiserslautern 3:0 og hafa að- eins tapað einu stigi eftir ára- mót, en náð(15. Ef við vinnum í Mannheim verð- um við meistarar," sagði Otto Rehagel, þjálfari Bremen, fyrir leik- inn um helgina. Bremen hafði aldr- ei unnið í Mann- heim, en sigraði nú 1:0. Vamarmaður- inn Borowka skor- aði þetta mikilvæga mark af 28 m færi. Leikurinn var afar slakur, og Bremen hugsaði skiljanlega aðeins um að halda fengnum hlut eftir markið. Leikmenn Bayem Miinchen eru enn ekki búnir að gefa það upp á bátinn að ná í titilinn, þrátt fyrir að lítil hætta sé á að Bremen verði meist- ari. Toni Schumacher, fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðverja, hafði nóg að gera við að hirða knött- inn úr netinu hjá sér þó svo hann hafi verið besti maður Schalke 94 í leiknum eins og venjulega. Bayem vann nefnilega 8:1. Schalke komst yfir á 11. mín. er Matthias Schip- per skoraði en síðan skoruðu Lothar Mattheus (3), Jurgen Wegmann (2), Michael Rummenigge, Hans Dorfner og Klaus Augenthaler fyrir Bayem. Ásgeir ofarlega á blaói hjá Bild Rainer Schutterle setti fyrsta mark Stuttgart á 59. mín., Karl Allgöwer kom Stuttgart í 2:0 á 84. mín. úr vítaspymu og Fritz Walter bætti þriðja markinu við á 85. mín. Haft var eftir Júrgen Klinsmann, sem enn er markahæsti maður deildar- innar, eftir leikinn að leikmenn Stuttgart ætluðu sér að reyna að ná öðru sæti deildarinnar. Það er synd að Stuttgart skildi fara svona seint í gang þvi ef liðið hefði Morgunblaðið/L. Faig Lelkmsnn Stuttgart fagna fyrsta marki leiksins á laugardaginn sem Schutterle, nr. 11, skoraði. Ásgeir heldur um höfuð Schutterle. leikið jafn vel í allan vetur og það gerir nú væri það ömgglega með í baráttunni um meistaratitilinn. En það sem skipt hefur sköpum fyrir liðið er að Ásgeir meiddist og á því tímabili gekk lítið. Hann fékk góða dóma fyrir leikinn um helgina, og er á ný orðinn einn stigahæsti leik- maður í einkunnagjöf blaðsins Bild. Köln tapaöi óvænt gegn Homb- urg. Kölnarbúar börðust mjög vel en var fyrirmunað að skora. Homburg skoraði svo skömmu fyrir leikhlé, Englendingurinn Tom Dooley skor- aði af stuttu færi eftir homspymu. Frank Mill skoraði sérkennilegt mark fyrir Dortmund er liðið gerði jafntefli, 3:3, við Hannover í skemmtilegum leik. Markvörður Hannover hélt á knettinum og var að búa sig undir að spyma frá marki. Hann stakk boltanum niður, Mill skaust fram og skallaði boltann frá markmanninum áður en hann náði að grípa. Eftirleikurinn var auðveldur, Mill renndi knettinum í tómt markið! Uerdingen vann mög mikilvægan sigur á Bochum, 3:1, í botnbarát- tunni. Bochum komst í 1:0 á 6. mín. en á 30. mín. jafnaði Fach með skallamarki eftir sendingu Prytz. Reinhold Mathy skoraði svo á 32. mín. eftir sendingu Fach og Svíinn Prytz innsiglaði sigurinn. Staða Uerdingen lagaðist mikið við þetta. „Njósnaö“ um Uwe Rahn Uwe Rahn lék með Gladbach að nýju eftir 5 vikna hlé vegna meiðsla, er liðið tapaði 1:2 í Hamborg á föstudaginn. Hann skoraði mark Gladbach. Margir „njósnarar" voru að fylgjast með Rahn, meðal ann- ars frá ítalska félaginu Napólí, sem Diego Maradona spilar með. Markið sem hann gerði hefur sennilega verið dýrmætt fyrir Gladbach — leikmaður lækkar að minnsta kosti ekki í verði fyrir það að byrja á því að skora strax er hann kemur inn í liðið á ný. Reiknað er með að félag- ið geti selt á andvirði tæplega 130 milljóna króna. ■ ÚrslH B/16 ■ Staöan B/16 Morgunbla6ið/L. Faig Ásgeir Slgurvlnsson lék vel með Stuttgart um helgina er liðið vann enn einn sigurinn. Hér sést Ásgeir í baráttu við Schultz, einn leikmanna Kaiserelaut- em, á laugardaginn. „UEFA- sætið er í öraggri höfn“ - segirÁsgeir SigurYÍnsson Eftir að við vorum búnir að skora fyrsta markið gegn Kaiserslautem, þá var aldrei spuming hvemig færi, heldur hvað sigur okkar yrði stór,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, eftir að Stuttgart hafði lagt Kaisers- lautem að velli, 3:0. „Okkur hefur gengið mjög vel eftir vetrarfríið. Höfum náð fimmtán stigum út úr átta leikj- um. Það er svekkjandi að þessi góði árangur skuli ekki dugað okkur til að vera með í meistara- baráttunni, en UEFA-sætið er orðið öruggt. Við erum með sjö stiga forskot á Mönchenglad- bach, sem er í sjötta sæti,“ sagði Ásgeir. Ásgeir sagði að þegar vítaspym- an var dæmd á Kaiserslautem, vildu þeir Júrgen Klinsmann og Fritz Walter ólmir taka spym- una. „Þeir eru að beijast um markakóngstitilinn. Klinsmann hefur skorað sextán mörk og Walter er næst markahæstur með fjórtán mörk. Það var ekki hægt að verða við ósk þeirra, því það geta ekki tveir ieikmenn tekið sömu vítaspymuna. Til að gera ekki upp á milli þeirra, tók Karl Allgöver spymuna og skor- aði örugglega." „Árangur okkar að undanfömu er mjög góður og það er jjóst að við verðum með f meistara- baráttunni næstu keppnistíma- bil. Fyrir næsta keppnistímabil verða tveir mjög góðir leikmenn keyptir til Stuttgart. Einn vam- arleikmaður og einn vamar- tengiliður. Við þurfum að styrkja vömina hjá okkur. Sókn- ina þurfum við ekki að bæta,“ sagði Ásgeir. SPANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.