Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 18
18 B PorgnnÞlaÍiib /ÍÞRÓTTJR ÞRWJUDAGUR 12. APRÍL 1988 KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN Liverpool hefur tekið stefnuna tvöfalt NOTTINGHAM Forest lékfrábæra knattspyrnu gegn Liverpool, en það dugði ekki gegn „Rauða hernum", sem fékk hættulegri marktækifæri og stóð uppi sem sigurvegari, 2:1. Undir lokin máttu leikmenn Liverpool þó hrósa happi, því að leikmenn Forest sóttu grimmt. Liverpool hefur nú tekið stefnuna á tvöfaldan sig- ur, að vinna bæði deild og bikar. Félaginu tókst það 1986. J skemmtilegi hjá Liverpool, var maður leiksins. Hann -átti þátt í báðum mörkum Liverpool. Á tólftu ^^■1 mín. brunaði Bames Frá Bob inn í vítateig Forest, Hennesseyi þar sem bakvörður- England/ jnn steve Chettle felldi hann og víta- spyma var dæmd. John Aldridge skoraði örugglega, 1:0, úr víta- spymunni. Liverpooi gat bætt við mörkum í fyrri hálfleik. Steve Sutton, mark- vörður Forest, var tvisvar vel á verði. Fyrst þegar Nigel Spack- mann komst einn inn fyrir óg síðan varði hann meistaralega skot frá Peter Beardsley. Leikmenn Liverpool nánðu aldrei góðum tök- um á miðjunni, þar sem þeir Neil Webb og Terry Wilson léku mjög vel fyrir Forest. Liverpool bætti við marki á 52. mínútu. Bames var þá aftur á ferð- inni, eftir að hafs fengið sendingu frá Peter Beardsley. Bames sendi knöttinn fyrir mark Forest. Þar var John Aldridge á réttum stað og skoraði með viðstöðulausu skoti. Hans 25. mark á keppnistímabilinu. Leikmenn Forest gáfust ekki upp og lék hinn 23 ára Gary Crosby stórt hlutverk í sókn þeirra. Forest náði að skora á 67. mín. Bmce Grobbelaar, markvörður Liverpool, náði ekki að handsama sendingu frá Paul Wilkinson. Nige! Clough var á réttum stað og skoraði - hans fyrsta bikarmark og einnig fyrsta mark sitt gegn Liverpool. Markið var það fyrsta sem Liver- pool hefur fengið á sig í bikarkeppn- inni í vetur. Grobbelaar varði tvisvar meistaralega - fyrst skalla frá Colin Foster og síðan skot frá Terry Wilson. Forest náði ekki að jafna og draumur Brian Clongh, framkvæmdfastjóra félagains, um að komast á Wembley í fyrsta skipti á knattspymuferli sínum, sem leik- maður og framkvæmdastjóri, rættist ekki. Fögnuður hjá Wlmbladon Geysilegur fögnuður braust út í herbúðum Wimbledon, eftir að leik- menn liðsins höfðu lagt Luton að velli, 2:1, á White Hart Lane í Lon- John Barnes, leikmaðurinn skemmtilegi, átti stórgóðan |cik með Liverpool. Hann var krýndur knattspymumaður Englands á sunnudaginn. John Barnes krýndur Besti knattspyrnumaður Englands LEIKMENN 1. deildar liðanna í Englandi kusu um helgina John Bames hjá Liverpool leikmann ársins. Kjörið kom ekki á óvart, því Bames hefur verið potturinn og pannan í frábæm liði Liverpool í vetur. „Bames er verðugur þessarar viðurkenningar og allir í Liverpool samgleðjast honum á þessari stundu. Bames er fyrirmyndar leikmaður í einu og öllu enda mjög vinsæll,“ sagði Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, eftir útnefninguna. Félagar Bames hjá Liverpool, Steve McMahon og Peter Beardsley, vora næstir, en Paul Gascoigne hjá Newcastle var kjörinn efnileg- asti leikmaðurinn. John Bames er fímmti leikmaður Liverpoolborgar á síðustu sex áram, sem kjörinn hefur verið leikmaður ársins. Hinir eru Kenny Dalglish, Ian Rush, Peter Reid og Gary Lineker. don. Það eru ekki nema fímm ár síðan að Wimbledon lék í fjórðu deild. Leikmenn Wimbledon fóra á kostum og það var aðeins Andy Dibble, sem lék sinn fjórða leik á tveimur áram í marki Luton, sem kom í veg fyrir að þeir skoruðu mörk í fyrri hálfleik. Hann varði fjóram sinnum meistaralega. Luton skoraði fyrsta mark leiksins - á þriðju mín. seinni hálfleiksins. Mark Harford skoraði af 12 m færi eftir sendingu frá Tim Breacker. Leik- menn Wimbledon gáfust ekki upp og John Fashanu, sem stóðst læknisskoðun rétt fyrir leikinn, jafnaði, 1:1, úr vítaspymu. Dibble felldi þá Terry Gibson, eftir hom- spymu Denis Wise. Tíu mín. fyrir leikslok skoraði Wise sigurmarkið, eftir sendingu frá Alan Cork. Dibble náði ekki að góma knöttinn. Wise náði knettinum og sendi hann upp undir þverslá á marki Luton. Aðeins 26 þús. áhorfendur sáu leik- inn. Það er minnsti áhorfendafjöldi á undanúrslitaleik í bikarkeppninni frá seinni heimsstyijöldinni. Aðeins sjö þús. stuðningsmenn Wimbledon mættu á völlinn og átta þús. stuðn- ingsmenn Luton. KNATTSPYRNA / ENGLAND ÍÞRÚmR FOLK ■ ALAN Ball, framkvæmda- stjóri Portsmouth, var sektaður um 36.500 kr. fyrir helgina. Ball var sektaður fyrir að senda línuverði tóninn í leik Ports- mouth og Luton í bikarkeppn- inni á dögunum. ■ JOHN Fashanu, leikmað- urinn marksækni hjá Wimble- don, er launahæsti leikmaður félagsins. Hann hefur 73 þús. krónur á viku, en aðrir leikmenn hafa 18.500 kr. á viku. Þess má geta að leikmenn Liverpool eru flestir með þrisvar sinnum hærri laun heldur en Fashanu. ■ BOBBY Gould, fram- kvæmdastjóri Wimbledon, hef- ur tilkynnt sínum mönnum að þeir verði settir í eins leiks bann ef þeir fá gult spjald í leikjum félagsins. Leikmennirnir verða settir í bann í næsta leik, eftir að þeir hafa fengið gula spjald- ið. Gould sagði að bikarúrslita- leikurinn gegn Liverpool á Wembley væri inn í þessu dæmi. Ef leikmaður félagsins yrði bókaður í leiknum á undan bikarúrslitaleiknum, þá myndi sá leikmaður eklri leika á Wembley. Ástæðan fyrir þessu er, að fímm leikmenn Wimble- don hafa fengið að sjá rauða spjaldið í vetur og leikmenn fé- lagsins hafa fengið að sjá 48 erul spjöld. ■ GARY Crosby, útheijinn snaggaralegi hjá Nottingham Forest, var óþekktur í ensku knattspymunni fyrir fjórum mánuðum. Grosby, sem er 23 ára, var þá trésmiður og leik- maður með utandeildarliðinu Grantham. Þar er Martin O’Neill, fyrrum leikmaður For- est, þjálfari og einnig félagi hans John Robertson. Forest keypti Crosby á 15 þús. sterlingspund. Sólskin á Brúnni SÓLIN er aftur byrjuð að skína á Stamford Bridge í London. Chelsea, sem hafði leikið tuttugu leiki án sigurs, náði að leggja Derby að velli, 1:0. Slæmt gengi Chelsea hefur kostað John Hollins fram- kvæmdastjórastarfið og áhorf- endum hefur fækkað á hinum glæsilega leikvelli félagsins. ike Hazard var hetja Chelsea. Hann skoraði sigur- markið, sem var afar glæsilegt. Hazard sveiflaði vinstri fætinum og knötturinn hafnaði efst upp í markhomi hjá Derby, án þess að Peter Shilton ætti möguleika á að verja. Derbv hefur leikið í fímm og Frá Bob Hennessyi Englandi hálfan mánuð án þess að vinna leik. Watford, sem hafði leikið ellefu leiki án sigurs, vann Oxford, 3:0. Glenn Hodges skoraði tvo mörk og Mike Holder skoraði þriðja markið. 21.291 áhorfendur sáu Everton leggja Portsmouth að velli, 2:1, á Goodison Park. Kevin Dillon skor- aði fyrst fyrir Portsmouth, en þeir Adrian Heath og Trevor Steven svöraðu fyrir Everton. 17 ára nýliði, Alan Shearen, var hetja Southampton gegn Arsenal. Hann skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með Southampton, sem vann 4:2. Mark Blake skoraði fjórða markið, en Kevin Bond, sjálfsmark og Paul Davies, skoraðu fyrir Arsenal. David Kerslake skoraði fyrir QPR úr vítaspymu á St. James Park gegn Newcastle, en Michael ONeill jafnaði, 1:1, fyrir Newcastle. Hans sjöunda mark í fjóram leikjum. Millwall heldur sínu striki í 2. deild og skaust upp á toppinn, með sigri yfír Plymouth, 3:2. Kevin Hodges skoraði fyrir Plymouth eftir aðeins tvær mín., en Millwall svaraði með þremur mörkum á næstu tíu mín. Kevin OCallaghan, Tony Cascarino og Tony Sheringham. Kevin Summerfíeld náði að minnka mun- inn fyrir Plymouth. Steve Archibald skoraði bæði mörk Blackbum gegn Swindon, 2:1, eftir að Bobby Bames hafði skoraði fyr- ir Swindon. Úrsllt B/16 Staðan B/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.