Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 15
ffioratwfrlafrifr /ÍÞRÓTTIR ÞFUÐJUDAGUR 1Z APRIL 1988 B 15 KNATTSPYRNA Janus GuAlaugsson. Janus til FHáný Janus Guðlaugsson, fyrrum landsliðsmiðvörður, gekk á ný til liðs við FH á sunnudaginn, en Janus hefur verið liðsmaður Fram sl. tvö keppnistímabil. Janus er byrjaður að æfa á fullum krafti með sínum gömlu félögum. Ingi Bjöm Albertsson, markaskor- ari úr Val, hefur einnig gengið til liðs við Hafnarfjarðarliðið, sem hef- ur mikinn hug á að endurheimta 1. deildarsæti sitt í sumar. Aður hafði Ólafur Jóhannesson gengið til liðs við FH, en hann var í herbúð- um Valsmanna sl. keppnistímabil. Ólafur þjálfar FH-liðið ásamt Helga Ragnarssyni. FORMULA 1 KAPPAKSTUR „Ottumst ekki neinn - segir heimsmeistarinn frá því ífyrra, Nelsön Piquet u KEPPNISTÍMABIL Formula 1 ökumanna er nú komið í fullan gang eftirfyrstu keppni ársins í Rio de Janeiro í Brasilíu. Það var það fyrsta keppnin af 16 sem gildirtil heimsmeistaratit- ils. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hóf titilvörn sína en hann vann í fyrra eftir mikla keppni við Bretann Nigel Mansell, er báðir óku Will- iams-keppnisbfl. Það hafa orðið talsverðar breyt- ingar á keppnisliðum, öku- menn skipta oft um lið enda miklir péningar í húfi hjá þeim bestu. Piqu- et fór frá Williams til Lotus og tók með sér Honda-vélamar, sem gerðu Will- iams-liðið einstak- lega sigursælt í fyrra. Breti að nafni Judd sér nú Williams-liðinu fyrir vélum sem eru án túrbóbúnaðar. Túrbóvélamar réðu lögum og lofum í kappakstri í fyrra en reglubreyt- ingar gera það að verkum að þær munu ekki verða alveg einráðar í ár. Svíinn Stefan Johansson, sem þykir með betri ökumönnum, var lánsam- ur að fínna sæti hjá keppnisliði á elleftu stundu. Hann komst að hjá Ligier eftir að hafa vikið fyrir Ayr- ton Senna hjá McLaren. Frakkinn Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Gunnlaugur Rögnvaldsson Helmsmelstarlnn Nelson Piquet fagnaði ekki oft sigri í Formula 1-mótum í fyrra, en náði því oftar öðru sæti og tryggði sér þannig titilinn. Alain Prost mun sem fyrr aka McLaren en hann hefur unnið kapp- aksturskeppni oftar en nokkur ann- ar eða 28 sinnum. Hann hefur heit- ið því eiga 40 sigra að baki áður en tvö ár eru liðin. Lotus, McLaren, Williams, Ferrari og Benetton ættu að verða sterkustu liðin í ár. Ferrari hefur hannað glænýjan bfl handa þeim Gerhard Berger frá Austurríki og heimamanninum ítalska . Michele Alboreto. Berger tókst að vinna tvö af lokamótum liðins árs þannig að liðið virðist á réttri leið eftir mögur ár. Benetton verður með rísandi stjömu innan- borðs, Italann Allesandro Nanini, og Belgann Thierry Boutsen, sem ekið hefur vel en hefur skort góðan bfl. Benetton hefur ráðið bót á því með nýrri Ford-vél og nýjum bfl. Það eru horfur á mun jafnari keppni en í fyrra þar sem Williams réð oft gangi leiks vegna yfírburðabíls. Sumar brautir munu henta keppnis- bílum með túrbóvélar, aðrar ekki, þannig að mörg keppnin gæti orðið tvísýn. En ríkustu liðin hafa í skjóli vetrar endurhannað bfla sína og stefna sem fyrr á toppinn. „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég nái í heim'smeistaratitilinn í flórða skipti. Við erum með nýjan og mjög vel smíðaðan bfl. Honda-vélamar vom bestar j fyrra og munu henta Lotus-bflunum vel. Við þurfum ekki að óttast neinn en verðum að halda "okkur við efnið. Það er mikil bar- átta á toppnum," sagði heimsmeist- arinn Nelson Piquet um komandi tímabil. Toppökumennimir og bflar þeirra: Nelson Piquet Brasillu, — Lotus Honda Satouru Nakajima, Japan — Lotus Honda Nigel Mansell, Bretlandi — Williams Judd Riccardo Patrese, Frakkl. — Williams Judd Alain Prost, Frakklandi — McLaren Honda Ayrton Senna, Brasilíu — McLaren Honda Micehele Alboreto, Ítalíu — Ferrari Gerhard Berger, Italfu — Ferrari Rene Amoux, Frakklandi — Ligier Stefan Johansson, Svíþjóð — Ligier Dereck Warwick, Bretlandi — Arrows Megatron Eddie Cheever, Bandaríkjunum — Arrows Megatron Allesandro Nanini, ítalfu — Benetton Ford Thierry Boutsen, Belgfu — Benetton Ford Fréttir úr ýmsum áttum NÚ SITUR allt fast í samnin- gaumleitunum bergvatns- og jökulvatnsmanna í Borgarfirði og spurning hvernig málinu lyktar. Bjartsýnustu menn eru farnir að tína trúnni að netin fari upp úr Hvítá á komandi sumri þótt umrœðan sem hafin er gœti samt orðið kveikjan að því að þau fari upp síðar. Eins og frá var greint, gerðu í VEIÐI Guðmundur Guöjónsson skrifar bergvatnsmennimir netamönn- um tilboð í óveiddan laxinn og var í tilboðinu miðað við meðalveiði þá sem netamenn hafa gefíð upp síðustu árin. Tilboðið var vægast sagt glæsi- legt, 500 krónur fyr- ir kílóið, en samt voru ekki allir til- búnir að ganga að því og voru Fe- ijukotsbændur þar í fararbroddi. Þegar þessi umræða öll fór af stað var talað um öll net frá sjávarlögn- unum fyrir utan Langá og til þeirra sem eru fyrir utan Andakflsá. Nú er búið að þrengja svæðið og aðeins spáð i jökulvatnsnetin í Hvítá. Sá er þetta ritar ræddi nýlega við einn úr hópi landeigenda við Langá og sagði hann Langármenn hafa horfið frá þessum samningum vegna þess að verðið sem netamönnum var boðið væri „fáránlega hátt“ eins og hann komst að orði. Hann sagði Langáreigendur binda mestar vonir við það að Alþingi íslands myndi fyrr heldur en síðar setja saman strangari reglur um laxveiðar í sjó vegna hinna vaxandi umsvifa haf- beitarstöðva sem eru óðum að verða meiri háttar búgrein hér á landi. „Það er svo komið, að þegar þessir sjávarlagnabændur eru að veiða lax í sjó þá er það alls ekki ósambæri- legt við að einhver stoppaði bílinn við túnfótinn hjá þeim sjálfum og færi að skjóta á lömbin þeirra," sagði Langármaðurinn enn fremur. Þá hefur höf. þessa pistils heyrt að sumir í röðum tilboðsgjafa hafí andáð léttar er einhugur var ekki meðal netamanna um að taka því, vegna þess að svo hátt var boðið að því fylgdu umtalsverðar skuld- bindingar og þeim hefði orðið að mæta með því að hækka enn verð á stangveiðileyfum, en allir vita að þau mál eru komin út fyrir allan þjófabálk. Sumir hafí sem sagt fengið bakþanka eftir að tilboðið var lagt fram. Horfurnar eru sem sé ekki eins bjartar og áður, raunar fremur dökkar eftir því sem undirritaður kemst næst. Næstu eitt til þijú ár verða hins vegar stefnumarkandi í þessum efnum, því ef allar spár um stórvaxandi heimtur úr hafbeitar- sleppingum standast, verður bylting í markaðsmálunum. Netalax hefur yfírleitt verið talinn lakari vara heldur en vel frá genginn stangar- veiddur lax.Fagmannlega með- höndlaður hafbeitarlax er hins veg- ar ekki bara samkeppnisfær heldur trúlega besta varan nema um sérs- taklega vel með farinn stangarlax sé að ræða. Spuming hvað þá verð- ur um verðlagningu stangveiðileyfa og framtíð netaveiða? Nýtt svæði SVFR Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur náð samningi við eigendur jarðar- innar Gíslastaða við Hvítá eystri um veiðiréttindin næstu 8 árin. Svæði þetta þykir forvitnilegt og er skemmst að minnast er þrír pilt- ar lentu þar í stórlaxavöðu í opnun- inni í fyrra, drógu á þriðja tug laxa, 14 til 24 punda físka. Gíslastaða- svæði er eitthvað um 4 kflómetra langt og þar verður dorgað með 3 stöngum . Það er næsta svæði fyr- ir neðan Hamra, sem er eitt af aðalstangaveiðisvæðum þessarar sveitar og frægt fyrir stórlaxa. Þama em ármót Hvítár og Brúarár og á Gíslastaðaveiðum eimir enn Morgunblaðiö/RA Frá Langá á Mýrum. Eigendur hennar stóla nú á aðrar leiðir til að losna við hvimleið sjávamet. Hér er það Jóhannes á Ánabrekku sem veiðir fyrsta lax síðasta sumars. svo af Brúarárvatninu að þar er nokkuð tært vatn með löndum og nokkuð fram í á. Gíslastaðasvæðið hefur til þessa verið erfítt að því leiti að menn hafa þurft að ganga nokkra kílómetra til veiðistaða og leita svo skjóls í tjaldi. SVFR hefur fest kaup á veglegu veiðihúsi sem er nú í smíðum. I undirbúningi er einnig vegagerð sem verður án efa kostnaðarsöm. Verið er að verð- leggja þetta nýja svæði og verður það auglýst innan skamms. Methœkkun? Miklar verðhækkanir á laxveiðileyf- um hafa verið stangveiðimönnum þymir í augum á seinni ámm, en hægt og bítandi hefur þróunin ver- ið að fara í þann farveg, að hækkan- ir séu í takt við verðbólguna hveiju sinni og ríkjandi vísitölur. Undan- tekningamar em því miður enn margar og verða helst þegar ár losna úr leigu og em boðnar upp. Þá koma margir og vilja ná viðkom- andi ám og snjóboltinn byijar að hlaða utan á sig. E.t.v. besta dæ- mið er Andakflsá í Borgarfírði. í fyrra kostuðu dagamir í hana frá 2000 krónum og upp í 4500 þegar dýrast var. Að vísu í ódýrari kantin- um en taka verður með í dæmið hvað þessi hefur gefíð af laxi, 101 stykki 1985, 145 stykki 1986 og 136 stykki í fyrra. Á komandi sumri hafa leyfín verið seld á bilinu 12.500 og upp í 15.000 krónur á dag og er það einhver mesta hækkun sem undirritaður hefur heyrt getið og fölnar hækkunin fræga á Stóm Laxá eftir metveiðina 1984 í sam- anburði. Ef við höldum frá kóngum til ása, þá hefur áður í þessum þætti verið frá því greint, að dagur- inn á besta tíma í Laxá á Ásum hafí gengið á 60.000 krónur fyrr í vetur. Verðið hefur auðvitað hækk- að síðan. Er Laxá nú komin í allt á 65.000 krónur á dag, einstaka dagur sem hefur verið að fara síðustu vikumar. FÉLAGA- OG FIRMAKEPPNIKR í handknattleik hefst þriðjudaginn 19. apríl. Leikið verður í stærri íþróttasal KR við Frostaskjól og verður hver ieikur 2x15 minútur. Þátttökugjald er 6.500 krónur og fer skráning liða fram í Spörtu (s. 12024) og í-Veitingahöllinni (s. 685Ö18).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.