Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 20
Kristján Arason lék frábærlega gegn Dormagen. Skoraði sex mörk og var besti maður Gummersbach ásamt Thiel í markinu. velli sínum og er í öðru sæti. Stað- an í hálfleik var 14:8. Eins ogtölur gefa til kynna voru yfírburðir Kiel- ar-liðsins algerir. Leikmenn þess urðu að taka vel á því þegar upp verður staðið getur það orðið merkahlutfall sem ræður því hvort þeir eða Gummersbach verða meist- arar. Gummersbach er efst með 35 stig og 11 töpuð, og markatala liðsins er 473:400. Kiel er með 33 stig, einnig 11 töpuð, og markatöluna 507:444. Gummersbach hefur því 73 í plús og Kiel 63 mörk í plús. Pólverjinn Waskiewicz var marka- hæstur í liði Kiel með 8 mörk og Uwe Shwenker gerði 5. Sigurður Sveinsson var að venju markahæst- ur hjá Lemgo með 6/3 mörk. Páll Ólafsson fékk að skreppa af sjúkrahúsinu til að fylgjast með félögum sínum í Turu Dusseldorf sigra lið Dortmund á heimavelli, 21:19. „Þetta var jafnt. Dortmund er neðst í deildinni en spilaði þó ágætlega. Þeir voru yfír lengst af en strákamir tóku góðan sprett í lokin og tryggðu sér sigur,“ sagði Páll er Morgunblaðið sló á þráðinn er hann var kominn „upp í“ aftur á sunnudagskvöld. „Við unnum og það er mikilvægast. Stigin tvö skipta öllu máli,“ sagði Páll. Göppingen vann Hofweier 28:21. Pólveijinn Klempel gerði 9/4 mörk fyrir Göppingen og Júgóslavinn Elezovic gerði 8 fyrir Hofweier. Milbertshofen heldur enn í vonina um að halda sér í deildina eftir 25:20 sigur á Wallau Massanheim. Staðan í hálfleik var 10:8. Það voru ungu mennimir í liði Milbertshofen sem voru bestir, örvhenta skyttan Ochel 8/5. Schöne gerði 5 og Finn- inn Kallmann einnig 5. Kristj- án mjög góður Einn hans besti leikur með Gummersbach frá upphafi KRISTJÁN Arason átti mjög góðan leik meö Gummersbach, sennilega einn sinn besta leik með félaginu til þessa, er það bar sigurorð af Dormagen, 15:11, í úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði 6 mörk, þar af 1 úr víti. Þjálfari Dormagen er Petre Iva- nescu, landsliðsþjálfari Vest- ur-íjóðvetja. Hann var þjálfari Gummersbach fyrir nokkrum árum, en þetta var fyrsti sigur Gummersbach gegn liði sem Iva- nescu stjómar eftir að hann fór frá fé- laginu! Jafntefli varð í viðureign Gummersbach og Dormagen í fyrri umferð í vetur og Gummersbach tapaði öll sex skiptin sem félagið mætti Tusem Essen er Ivanescu var þar við stjómvölinn. En sigur náð- ist nú í áttundu tilraun gegn karlin- um og var því mikilvægur sálrænt séð. Gummersbach var sterkara liðið- framan af, vamarleikur og mark- varsla mjög góð. Staðan var 9:4 í hálfleik, og um miðjan seinni hálf- leik stóð 14:6 - en dómaramir vom frekar á móti Gummersbach það sem eftir var að mati flestra, og Dormagen náði að minnka muninn, þó svo sigurinn hafí aldrei verið í hættu. Markvörðurinn Andreas Thiel og Kristján vom lang bestu menn liðsins. Kristján markahæstur með 6/1 mark. Kiel vann Lemgo 28:18 á heima- Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni ÍÞýskaiandi HANDBOLTI „Erfiður leikur í Hofweier fram- undan“ - segir Kristján Arason KRISTJÁN Arason átti mjög góðan leik með Gummers- bach um halgina, þegarfó- lagið lagði Dormagen að velli. „Eg náði mér vel upp og skoraði sex mörk - þrjú með langskotum, tvö eftir harðupphlaup og eitt úr vrtakasti," sagði Kristján Arason i samtali við Morg- unblaðið. Kristján sagði að framundan væri hörð barátta við Kiel um meistaratitilinn. „Við eigum erfíðan leik fyrir höndum um næstu helgi. Þá fömm við til Hofweier, en heimamenn em geysilega sterkir á heimavelli. Gummersbach hefur ekki náð að vinna þar tvö sl. keppnistíma- bil. í vetur hafa bæði Essen og Kiel mátt þola tap í Hofweier. Kiel leikur einnig erfíðan útileik - gegn Dormagen, þannig að allt getur gerst," sagði Kristján. Er Kristján búinn að gera upp hug sinn í sambandi við félaga- skipti? „Nei, það hefur orðið samkomulag milli mín og forr- áðamanna Gummersbach, að ég taki ekki ákvörðun fyrr en eftir siðasta leik okkar í deildinni. Það er mikil stemmning í her- búðum okkar og því tel ég að það sé ekki tímabært að vera að gefa út yfírlýsingar um fé- lagaskipti eins og málin standa," sagði Kristján. Ekki tll Japans íslensku Iandsliðsmennimir sem leika í V-Þýskalandi geta ekki tekið þátt í keppnisferð íslen3ka landsliðsins til Japans, þar sem keppnin í V-Þýskalandi er ekki búin þegar landsliðið heldur út 27. apríl. Það em þeir Kristján, Alfreð Gíslason, Sigurður Sveinsson og Bjami Guðmunds- son. Páll Ólafsson er meiddur. HANDKNATTLEHCUR / VESTUR-ÞÝSKALAND HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNIN Essen mætir CZKA Moskvu í úrslítum keppni meistaraliða ALFREÐ Gíslason skoraði 3 mörk er Essen tapaði 19:12 fyrir spánska félaginu Elgor- iaga Bidasoa í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Evrópu- keppninnar á Spáni á sunnu- daginn. Essen fer þó í úrslit — og var raunar búið að bóka farmiðann í úrslitaleikinn eftir að hafa rót- burstað spánska félagið á heima- velli um fyrri helgi, 22:7. Alfreð var marka- hæstur hjá Essen í leiknum ásamt Joc- hen Fraatz. Spánverjamir komust í 4:0, leiddu svo 9:7 í hálfleik og unnu 19:12. Fyrir þá sem ekki hafa mikið verið í handknattleik er ef til vill erfítt að útskýra 22 marka Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni i Þýskalandi sveiflu á fímm dögum, en einbeit- ingin var skiljanlega ekki til staðar hjá leikmönnum Essen að þessu sinni. Þeir vissu fyrirfram að þeir vom komnir í úrslitin og beittu sér því ekki eins og þeir geta. Aftur jafnt Mótheiji Essen í úrslitunum verður sovéska félagið ZSKA Moskva, sem sló íslandsmeistara Víkings út úr keppninni í 8-liða úrslitunum. Moskvubúar slógu um helgina júgó- slavneska liðið Metaloplastika Sabac úr keppninni. Fyrri leikur félaganna, sem fram fór í Júgóslavíu um fyrri helgi, end- aði 24:24. Um helgina skildu liðin svo aftur jöfn, í Sovétríkjunum, 16:16, þannig að Sovétmennimir komast áfram á fleiri mörkum skor- uðum á útivelli. Sovéska liðið Minsk og Grosswall- stadt, Vestur-Þýskalandi, mætast í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Grosswallstadt vann Banik Kamina frá Tékkóslóvakíu 21:16 (9:9) á útivelli um helgina en liðið vann einnig fyrri leikinn. Uli Roth var markahæstur hjá Grosswallstadt með 4/3 en Pala gerði flest mörk Tékkanna, 4/4. Minsk vann báða leikina við Zagreb frá Júgóslavíu, þann fyrri heima 35:23 og um helg- ina á útivelli, 26:23. GETRAUNIR: 221 X X 1 1X1 1 2 X LOTTO: 1 13 15 16 29

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.