Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 6
6 B HtorgonMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRJÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 FRAKKLAND BELGÍA Montpellier í Evrópu- keppni í fyrstu tilraun? Hefurgertflest rnörk allra liða ívetur. Efstu liðin unnu um helgina Alaln Qlrasse hefur átt hvem stórleikinn á fætur öðrum með Marseille. MEÐ 2:0 sigri sínum á Brest tókst Mónakó að tryggja stöðu sína gegn Bordeaux sem sigr- aði Toulon mjög auðveldlega 3:0 á heimavelli. Bestum úrslit- um náði þó Marseille, sem vann Laval 2:1, og Montpellier, sem burstaði St. Etienne 5:0. Bœði liðin eiga nú góða mögu- leika á Evrópusæti. Matra Rac- ing fékk eitt stig úr „derby“- leiknum gegn París SG, en leik- urinn, sem var mjög grófur og frekar hægur, olli miklum von- brigðum. Mónakó þurfti ekki að taka á honum stóra sínum í leiknum gegn Brest. Greinilegt var á leik þeirra síðamefndu að þeir stefndu ^■■■■1 einungis að því að Frá tapa sem minnstum Bemharö mun, og má segja Þrátt fyrir takmarkaða mótstöðu tókst Mónakó ekki að skora fyrr en á 59. mín. og va_r það Dib sem skoraði með skalla. Á 76. mín. kom svo seinna markið — allur undifbún- ingur var í höndum þeirra Hoddle og Hately, en eftir að hafa leikið vöm Brest grátt sendi Hately bolt- ann til Ferratge, sem skoraði með lausu skoti. Ross skoraði fallegt mark af 18 m færi Það var aldrei spuming í leik Borde- aux og Toulon um það hvorum megin sigurinn myndi lenda. Þrátt PORTÚGAL fyrir ágætan leik þá átti Toulon aldrei möguleika gegn feykigóðu liði heimamanna. Vujovic skoraði fyrsta markið eftir fyrirgjöf frá Ferreri á 19. mín., og á 30. mín. bætti José Touré við öðru marki úr víti eftir að markmaður Toulon hafði brotið á honum. í seinni hálf- leik slakaði Bordeaux svo á án þess þó að missa tökin á leiknum og á 74. mín. fékk bakvörðurinn Ross boltann á miðjum vellinum, og án þess að.hika óð hann upp kantinn og skoraði gullfallegt mark með föstu skoti af 18 m færi. Ferð St. Etienne til Montpellier verður seint talin til frægðar. Út- reiðin sem liðið fékk var slík að elstu menn muna ekki annað eins. Lengst af var sem eitt lið væri á vellinum, og sýndi Montpellier að það er lítil tilviljun að liðið hefur skorað flest mörk allra í 1. deild, 50 alls. Með þessum 5:0 sigri þá er liðið, sem lék í 2. deild á síðasta keppnistímabili, komið í 5. sæti með ágætis möguleika á Evrópusæti, ef vel gengur þær 7 umferðir sem eftir eru. OplA hús í Maraellle í Marseille var opið hús um helg- ina. Eftir háðuglega útreið liðsins gegn Ajax í Evrópukeppninni á miðvikudag ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða borgarbúum á leikinn sem þeir síðarnefndu nýttu sér og studdu liðið til sigurs. Það voru útlendingamir í liðinu, þeir Allofs og Förster, sem skoruðu mörk Marseille, bæði eftir undir- búning „gamla mannsins" Giresse, sem fór á kostum sem fyrr í vetur, en Pouliquen svaraði fyrir Laval. Viðureign Parísarliðanna, Matra Racing og PSG, olli talsverðum vonbrigðum. Liðunum-hefur gengið heldur illa upp á sfðkastið og vonuð- ust menn til að í þessum leik tæk- ist liðunum að kippa hlutunum í lag. En svo fór ekki, og var leikur- inn umfram allt grófur og bitnaði þau náttúlega mikið á gæðunum. Þau fáu augnablik sem áhorfendum var skemmt voru þau sem Urugay- búinn hjá Matra, Enzo Fransescoli, var með boltann. Sá er hreinn snill- ingur, og lék hann þama einn sinn besta leik í vetur, þrátt fyrir að vera í strangri gæslu allan tímann. Leikurinn endaði sem sagt 1:1 og skoraði Krinau fyrir Matra og San- djak fyrir PSG. í þessari umferð voru skomð 27 mörk og gerðu erlendir leikmenn 16 þar af. í því sambandi má geta þess að 14. apríl verður tekin fyrir tillaga hjá franska knattspymu- sambandinu um að gefa leyfi fyrir því að fjölga erlendum leikmönnum úr tveimur í þrjá í hveiju félagsliði. ■ Úrsllt B/16 ■ Staðan B/16 Arnór Guðjohnsen: Vorum með hugann við bikarleikinn Lið FC Bmgge skaust upp að hlið Antwerpen á toppnum er liðið vann St. Truiden 2:1 á heima- velii þar sem Antwerpen tapaði stigi > Ghent. Anderlecht Frá Bjama sigraði Cercle Markússyni Bmgge 2:0 á heima- iBelgíu veUi Arnór Guðj0_ hnsen sagði leik- menn liðsins hafa verið með hugann bikarleikinn við Mechelen á morgun en það er fyrri viðureign þessara stórliða í keppninni „Ég var sæmi- lega ánægður með minn hlut í leikn- um,“ sagði Amór í samtali við Morgunblaðið, um viðureignina við Cercle Bmgge. Bmgge-liðið pakk- aði í vöm og leikurinn vár frekar slakur. Kmcevic skoraði bæði mörk Anderlecht. sitt í hvomm hálfleik. SKOTLAND Varamenn- irnir voru hetjur Celtic Leikmenn Celtic tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í skosku bikarkeppninni, á elleftu stundu á Hampden Park. Þar lögðu þeir Hearts að velli, 2:1, eftir að staðan var, 0:1, fyrir Edinborgarliðið þegar tvær mín. vom til leiksloka. Vara- maðurinn Mark McGhee jafnaði, 1:1, fyrir Celtic eftir homspymu á 88. mínútu og annar varamaður, Andy Walker skoraði sigurmarkið, einnig eftir homspymu, þegar örfáar sek. vom til leiksloka. Þrátt fyrir stórleik Charlie Nicholas, fyrrnrn leikmann Celtic og Arsenal, náði Aberdeen ekki að leggja Dundee á Dens Park, þar sem jafn- tefli varð, 0:0. KNATTSPYRNA / ÍTALÍA Maradona skoraði beint úr aukaspymu Napolí heldurfjögurra stiga forystu tapPortó Evrópumeistarar Portð töp- uðu sínum fyrsta leik í deildarkeppninni í vetur um helgina er þeir mættu Sporting frá Lissabon. Sporting vann 2:1, en Portó hefur þó enn sex stiga forystu í keppninni um meist- aratitilinn. Níu leikir em eftir í deildinni og ekkert virðist geta komið í veg fyrir sigur Portó. Liðið hef- ur 49 stig en Benfica, sem hefur 43 stig, er í öðm sæti. Benfica sigraði Rio Ave 1:0 á útivelli með marki gömlu kempunnar Femando Chalana á 30. mín. Benfíca leggur nú aðal áherslu á Evrópukeppni meistaraliða, þar sem félagið á góða mögu- leika á að komast í úrslit. Gerði jafntefli við Staeua Búkarest í fyrri leiknum í undanúrslitun- um, á útivelli, og í leiknum á sunnudag- vom fimm sterkir leikmenn hvfldir, þar á meðal framherjamir Rui Aguas og Mats Magnusson, sem meiddust lítillega í leiknum gegn Staeua á dögunum. Mörk Sporting gegn Portó gerðu Paulinho Cascavel og Mario Jorge en Jorge Placido svaraði. Sporting er nú í fímmta sæti og á góða möguleika á UEFA- sæti næsta vetur. ■ Úrsllt/B 16 ■ StaAan/B 16 lan Rush sýndi gamla takta með Juventus og skoraði. DIEGO Maradona var enn einu sinnl í sviðsljósinu á Ítalíu. Þrátt fyrir að vera meiddur mætti hann tvíefldur til leiks og skoraði glæsilegt mark - beint úr aukaspyrnu, sem tryggði Napolí sigur, 1:0, yfir Inter Mílanó. lan Ru'sh var einnig á skotskónum og hol- lenski landsliðsmaðurinn Van Basten, sem lék á ný með AC Mflanó eftir fjarveru vegna meiðsla. Ian Rush átti góðan Ieik með Juventus, sem varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Ascoli, sem varð undan til að skora. GioVanelli skoraði markið. Brynja Rush náði að jafna Tomerskrífar fyrir Juventus. fráltalíu Milan lagði Empoli að velli, 1:0. Vari Ba;:ten skoraði sigurmarkið, sem var glæsilegt. Hann lék nú sinn fyrsta leik í langan tíma, en hann hefur átt við alvarleg meiðsli að stríða í vetur. Gullit hefur oft leikið betur en nú, en það sem mestu máli skiptir er hversu samhent liðið er, og hversu vel leikmermimir ná saman. • Maradona skorar í 13. slnn Napolí háfði mikla yfírburði gegn Inter Mflanó og Maradona skoraði sitt 13. mark á þessu leiktímabili, en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar. Maradona hefur átt við meiðsli að stríða á fæti, og áttu menn ekki von á að hann léki vel á sunnudaginn. En hann fískaði aukaspymu og skoraði svo eins og sannur listamaður úr aukaspym- unni. Menn áttu erfítt með að trúa því að Maradona væri ekki heill heilsu, svo frábærlega lék hann. Eftir leikinn var Maradona á vellin- um í tíu mínútur og veifaði til áhorf- enda. Hann sagðist hafa viljað þakka þeim fyrir stuðninginn, en gámngar segja að hann hafí viljað að áhorfendur þökkuðu honum fyr- ir leikinn. Polsteráttl ekki að lelka en skoraöi Leik Torino og Pescara lauk með tveimur mörkum gegn engu. Pes- cara átti nokkrar sóknir í upphafí leiksins, en Lorier markvörður Tor- ino, stóð sig mjög vel í markinu. Hann réði þó ekki við skot Danans Bergreen. Polster bætti öðru marki við. Hann hefur ekki leikið mikið með liðinu undanfamar vikur, fyrst vegna leikbanns og síðar vegna meiðsla í liðböndum. Gigi Radice, þjálfari liðsins, ákvað á síðustu stundu að láta Polster leika. Veróna mátti þola tap, 0:1, fyrir Cesena, sem vann í fyrsta sinn í Verona, borg Rómeó og Julíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.