Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 13
gBtrflnnMatih /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 B 13 UNGLINGAMEISTARAMOTIÐ A SIGLUFIRÐI Fótboftinn númer 1 á Ólafsfirðií dag - segir Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði KRISTINN Björnsson frá Ólafs- firði var einn af mörgum ein- staklingum sem kom á óvart á þessu Unglingameistarmóti. Hann vareini Ólafsfirðingurinn sem fókk gullpening að þessu sinni. Það er því vel viðeigandi að ræða við hann um skíðaá- hugann á Ólafsfirði og árangur sinn almennt. Kristinn var að sjálfsögðu hress með þennan árangur sinn. Hann vildi byija á því að senda Ólafi Harðarsyni þjálfara sínum þakkir fyrir stuðningin og alla kennsluna. Kristinn kvaðst æfa þetta 4-5 sinnum í viku og sagðist hafa verið í góðri þjálfun fyrir þetta mót. Sagðist hann þó ekki hafa búist við sigri en þetta ýtti undir áhugann á halda áfram að æfa. Kristinn kvaðst líka æfa fótbolta enda snérist nú allt íþróttlíf á Ólafs- firði um boltann. Ekki vildi hann gefa út neinar yfirlýsingar í sam- bandi við gengi Leiftúrs í l.deild- inni næsta sumar. Sagðist Kristinn vona það besta og það væri öruggt að liðið myndi hala inn stig á heima- vellinum. Morgunblaðið/Krjstján Kristjánsson Krlstlnn Bjttrnsson frá Ólafsfirði á fullri ferð i brautinni i stórsvigskeppni 15-16 ára flokksins, þar sem hann varð sigurvegari. Það voru 24 krakkar frá Ólafsfirði sem kepptu á þessu móti og voru þau þokkalega ánægð með árangur liðsins þetta árið. Einokun Siglfirð- inga hér með lokið! - segirDaníel Jakobsson frá ísafirði DANÍEL Jakobsson frá ísafirði sigraði tvöfalt í göngukeppn- inni á Unglingameistaramót- inu. Hann sigraði bæði í 3,5 km göngu með hefðbundinni að- ferð og í 5 km göngu með frjálsri aðferð. m Eg stefiidi vissulega að þessum sigri en þetta var öruggara en ég bjóst við,“ sagði Daníel í viðtali við Morgunblaðið eftir þennan glæsilega sigur. Daníel var spurður hveiju hann vildi þakka þennan sigur: „Það er fyrst og fremst góðu starfi skíðaráðsins heima á ísafirði og svo að sjálfsögðu góðum þjálfara mínum, Guðmundi Kristjánssyni. Ég byijaði að æfa skíði þegar ég var 8 ára og það eru því 6 ár sem ég hef æft á fullu. Það er heilmikið álag sem fylgir þessari iðkun. Sex daga vikunnar fer ég upp á skíðasvæðið að æfa og það má segja að um 10 tímar fari í þetta á viku.“ Hvernig tilfinning er það að sigra tvöfalt á sliku móti? „Það er frábær tilfinning. ísfírðing- ar hafa ekki sigrað á Unglinga- meistaramóti síðan 1975 þannig að þetta er þeim mun ánægjulegra." Greinilegt var að Daníel var ánægð- ur með sigurinn og þegar blaðamað- urinn spurði hvort hann vildi segja eitthvað að lokum, brosti hann bara og sagði: „Eigum við ekki bara að segja að einokun Siglfírðinga sé hér með lokið í þessari grein!" Morgunblaðiö/Kristján Möller Sölvl Sölvason frá Siglufirði sigr- aði í tvíkeppni í flokki 15-16 ára og varð bikarmeistari SKÍ. Morgunblaöið/Kristján Möller Þrfr fyrstu keppendur í göngu 13-14 ára með hefðbundinni aðferð, frá vinstri Gísli Valsson, Siglufírði, sem varð þriðji, Dantel Jakobsson, sigurvegari frá ísafirði, og Sigurður Sverrisson, Siglufirði, sem varð annar. Daníel Jakobsson vann þrenn gullverðlaun á mótinu og varð að auki bikarmeistari SKÍ. Fótboltaskór íSpörtu AdidasTango malarskór. Adidas Anderlect. Malarskór með sterkum botni. Nr. Mjúkt og sterkt leður. Nr. 38-46V2. 37-46'/2. Verð 3.670,- kr. Veró 4.840,- kr. Adidas Match Adidas Bamba. gervigrasskór. Sterkir skór fyrir möl og gervigras. Nr. 36-47. Verð 3.850,- kr. Nr'36-47 Ver® 3-340.- kr. Patrick Platini Pro. Sterkir malarskór. Nr. 37-45. Verð 3.605,-kr. Adidas World Class. Toppgrasskórnirfrá Adidas. Nr. 38-46'/2. Verð 5.550,- kr. Patrick Professional. Mjúkir malarskór. nr. 41-46. Verð 3050,- kr. Adidas Penarol grasskór. Sterkir, mjúkt leður nr. 37-46. Verð 3.950,- kr. Adidas Laserapa- skinnsgalli. Kr. 7.166,- Vinsæiasti gall- innfrá Adidas. Nr. 138-198. Lit- ir: Dökkblátt, kóngablátt, svart, hvítt með dökk- bláum buxum, grænt með dökk- bláum buxum. Póstsendum samdægurs SPORTVÖRUVERSLUNIN wmm UUJGAVEGI 49 SIMM2024

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.