Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Reagan leggist gegn nýju frumvarpi um utanríkisviðskipti Brainerd í Minnesota, Reuter. JAPANIR og talsmenn Evrópu- bandalagsins hvöttu Ronald Reagan Bandaríkjaforseta á fimmtudag til að beita neitunar- valdi gegn nýju frumvarpi um utanríkisviðskipti, sem fyrirhugað Grænfriðung- ar mótmæla stýriflaugum Róm, Reuter. ÁREKSTUR varð á milli gúmmí- báta Grænfríðunga og ítalskra og bandarískra herskipa þegar Grænfríðungar mótmæltu því að stýriflaugar væru staðsettar á sjó. Þeir halda því fram að þær sé að finna við herstöð á Sard- iniu. Grænfriðungar sögðu að tveir uppblásnir árabátar hefðu farið frá skipi þeirra Siríusi, að kafbátafylgi- skipinu Frank Cable, og bundið við það gulan gervikafbát. Sex ítalskir og bandarískir eftirlitsbátar reyndu að stöðva þá að sögn skrifstofu grænfriðunga í Róm. Talsmaður ítalska varnarmála- ráðuneytisins staðfesti að atvikið hefði átt sér stað en Bandaríkja- menn vildu ekki segja neitt um málið að svo stöddu. er að leggja fyrir Bandaríkjaþing. Ronald Reagan beitti neitunar- valdi gegn fyrsta frumvarpinu vegna þess að í því var gert ráð fyrir að bandarísk fyrirtæki þyrftu að gefa starfsmönnum sínum 60 daga upp- sagnarfrest þegar verksmiðjum er lokað, auk þess sem það takmarkaði útflutning á olíu frá Alaska. Hann sagði að til greina kæmi að sam- þykkja annað frumvarp yrðu þessi atriði felld úr. Annað frumvarp er í undirbúningi á Bandaríkjaþingi. Talsmaður Evrópubandalagsins sagði að Willy de Clercq, utanríkis- ráðherra bandalagsins, væri þeirrar skoðunar að í frumvarpinu fælist enn of mikil vemd fyrir bandarísk fyrir- tæki og því ætti Reagan að beita neitunarvaldi sínu að nýju. Hajime Tamura, utanríkisviðskiptaráðherra Japans, sagði að það bryti gegn heil- brigðri skynsemi að beita ekki neit- unarvaldinu. NATO: Stærstu skóríheimi Reuter Hin tveggja ára gamla Selena sést hér sitja í skó sem trúlega er einn sá stærsti í heimi. Það var franskur skósmiður að nafni Gerard Bausiere sem smíðaði þessa skó sem vega 35 kíló. Verkið tók sjö mánuði. Ný fjölþjóðleg NATO-herdeild eflir varnir norðursvæðisins Bandaríkin: Ósló, Reuter. TILKYNNT var í gær um stofnun nýrrar fjölþjóðlegrar NATO- herdeildar, sem ætlað er að verja nyrsta varnarsvæði Átlantshafs- bandalagsins, en þar ræðir aðallega um Noreg. Var ákvörðun þessari ákaft fagnað í Noregi og talin til merkis um að varnar- bandalagið hyggist rækja varnarskuldbindingar sínar við Noreg enn betur en áður. DOD Kanadísk CF-18 orrustuflugvél flýgur að sovéskri sprengjuflugvél, afgerðinni Túpolev-20, en hana nefna NATO-ríkin Bear-H. Kjarnorku- sprenging neðanjarðar Wellington, Nýja-Sjálandi, Reuter. FRAKKAR sprengdu 30 kíló- tonna kjarnorkusprengju neðan- jarðar á Mururoa-eyjum á fimmtudag. Þetta er í fjórða sinn sem Frakk- ar sprengja neðanjarðar á þessu ári. Það voru vísindamenn á Nýja Sjálandi sem sögðu frá sprenging- unni í gær en hennar varð vart á mælitækjum á Cook-eyjum. Miðað við reynslu fyrri ára er ekki von á annarri sprengingu fyrr en í októb- í stuttri tilkynningu frá aðal- stöðvum NATO í Brussel sagði að Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og Kanada hefðu boðið fram mann- afla, sem æfður yrði með það í huga að vera sendur til Noregs með stuttum fyrirvara. Hin fjöl- þjóðlega herdeild kemur í stað kanadísks stórfylkis, sem stjómin í Ottawa hefur sagst vilja ráðstafa á annan hátt. Þetta er í fyrsta skipti, sem norsk stjómvöld hafa fallist á að ieyfa þýskum herafla að koma til Noregs frá því að Þjóðveijar hemámu Noreg í seinni heims- styijöldinni. „Þetta ... mun auka vamar- mátt okkar á mikilvægum svið- um,“ sagði Gro Harlem Bmnd- tland, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi. Að sögn stjóm- arerindreka í Brassel verður ein kandadísk herdeild fótgönguliða og sitt hvor stórskotaliðsherdeildin frá Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi. í tilkynningu Atlantshafs- bandalagsins sagði að enn væri eftir að semja um endanlega sam- setningu hinnar nýju herdeildar, en að sögn embættismanna er ólík- legt að breytingar verði á þeim hlutföllum, sem frá var greint hér að ofan. Noregur, sem er eitt stofnríkja Atlantshafsbandalagsins, hefur ekki erlendar herstöðvar í landinu, en reiðir sig hins vegar nær alger- lega á skjótan liðsauka ef til styij- aldarátaka kæmi. Hersveitirnar í hinni nýju her- deild munu því hafa aðsetur í hei- malöndum sínum, en æfa reglu- lega samhæfðan liðsflutning — aðallega að vetrarlagi, en þá era aðstæður í Noregi mjög erfiðar. í norska hernum era um 325.000 manns, en handan landa- mæranna við Sovétríkin er Kóla- skagi, mesta víghreiður mann- kynssögunnar. Talið er að ef til styijaldarátaka kæmi, myndu yfírráð yfir Noregi geta skipt sköpum um hinar mikilvægu sigl- ingaleiðir á Norður-Atlantshafí. Sovétríkin: Útflutningsfyrir- tæki stofna samtök Verður komið á sérstökum efnahagssvæðum? Moskvu. Reuter. SOVÉSKIR útflyljendur hafa stofnað með sér samtök til að auðvelda sér að komast inn á er- lenda markaði, að því er stjómar- málgagnið Izvestia sagði í gær. Yfír 100 fyrirtæki og félög standa að stofnun Sambands útflytjenda. Hlutverk þess er að safna upplýsing- um og veita ráðgjöf vegna sam- keppni á erlendum mörkuðum, að því er sagði í blaðinu. Enn fremur var viðurkennt, að sovésk fyrirtæki hefðu flest litla reynslu af erlendum mörkuðum og þyrftu á leiðsögn og upplýsingum að halda til að geta fótað sig þar. „Margir sovéskir útflytjendur voru vandræðalegir á stofnfundinum, er þeir stóðu augliti til auglitis við keppinauta sína í fyrst sinn," sagði í Izvestia. í stjómartíð Mikhails Gorbatsjovs hafa verið gerðar skipulagsbreyting- ar á sovéskri útflutningsverslun í því skyni að örva útflutning og auka þannig gjaldeyristekjur frá Vestur- löndum. Auknum fjölda fyrirtækja hefur verið leyft að efna til viðskiptasam- banda við vestræn fyrirtæki, og segja embættismenn, að um 50 sameignar- fyrirtæki hafí verið stofnuð í fram- haldi af því samstarfi. Heildarútflutningur Sovétríkjanna til Vesturlanda nam rúmum 14 mill- jörðum rúblna (1000 milljörðum ísl. kr.) í fyrra og var það um 8% aukn- ing frá árinu á undan. Mest af þess- um útflutningi voru hráefnisvörur eins og olía. Izvestia sagði, að útflutningssam- tökin gætu orðið að liði við að koma upp sérstökum efnahagssvæðum, þar sem erlend fyrirtæki yrðu hvött til að Ijárfesta í krafti sérstakra skattafríðinda og takmarkaðra ríkis- afskipta. Sumir sovéskir efnahagssérfræð- ingar hafa lagt til, að Sovétríkin fylgi fordæmi Kína og stofni slík svæði í því skyni að laða að erlenda íjárfest- ingu. Samstaða: Draga í efa úr- slit kosnmganna Varsjá, Reuter. LEYNILEGUR armur innan Samstöðu, hinna óleyfilegu verkalýðssamtaka í Póllandi, sakaði á föstudag stjórn Komm- únistaflokksins i landinu um að falsa tölur um kosningaþátttöku í nýafstöðnum bæjarstjórnar- kosningum í borginni Wroclaw eða Breslau, eins og hún nefnd- ist áður. Að sögn talsmanns Samstöðu í Wroclaw þá stóðu samtökin þar fyrir viðamikilli könnun á kosninga- þátttöku í borginni. Könnunin, sem náði til allra kjörstaða borgarinnar leiddi í ljós að þáttaka í kosningun- um hefði einungis verið um 23% eða þrisvar sinnu minni en kemur fram í opinberum tölum sem birtar hafa verið, þar segir að 66.8% íbúa borgarinnar hafí neytt kosninga- réttar síns. Samkvæmt opinberam tölum var kosningaþátttaka í öllu landinu rúmlega 55% en aldrei hafa færri kosið í pólskum bæjarstjómakosn- ingum eftir að landið var gert að kommúnistaríki. Kosningaþátttaka var minnst í Gdansk (Danzig) 27.5% en 49.2% í Varsjá, ef miðað er við opinberar tölur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.