Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
37
Ný o g endurbætt
lyfjabók komin út
Lyfj abókaútgáf an hefur nú
sent frá sér nýja útgáfu ís-
lensku lyfjabókarinnar. I henni
eru ítarlegar upplýsingar um
öll lyf, sem skráð eru hér á
landi. Miklu hefur verið bætt
við frá eldri útgáfu lyfjabókar-
innar, svo sem umfjöllun um
náttúrulyf og ýmsu varðandi
sjúkdóma á ferðalögum. Með
því að skila gömlu bókinni verð-
ur hægt að fá bókina á hálf-
virði í apótekum.
Fyrri útgáfa íslensku lyfjabók-
arinnar kom út árið 1985 og seld-
ist þá í yfir 12.000 eintökum. Mikl-
ar breytingar hafa átt sér stað á
lyfjamarkaðnum frá útgáfu henn-
ar og þótti því þörf á endurbótum.
Nýja útgáfan er mun efnismeiri,
auk þess sem allur frágangur er
vandaðri.
Aukið hefur verið við upplýsing-
ar um einstök lyf í bókinni og einn-
ig eru þar nýir kaflar, svo sem
um náttúrulyf og aukaverkanir
þeirra. Enn fremur er i^'allað um
hvaða lyfj'aflokka alkóhólistum ber
að varast og hvernig sé best að
komast hjá veikindum á ferðalög-
um erlendis. Meðal annarra nýj-
unga í bókinni er umfjöllun um
afgreiðslu lyfja, pakkningar og
upplýsingar um óskráð lyf.
Nýja lyijabókin er 560 síður að
lengd. Að útgáfu hennar standa
höfundamir; lyfjafræðingurinn
Bessi Gíslason og læknamir Helgi
Kristbjarnarson og Magnús Jó-
hannsson. Hægt er að kaupa bók-
ina í apótekum og bókaverslunum.
Verð hennar er kr. 1.960, en unnt
er að fá hana á kr. 980 í apótekun-
um, með því að skila eintaki af
gömlu bókinni.
Hækkun
húsaleigu
SAMKVÆMT ákvæðum í lögum
nr. 62/1984 hækkar leiga fyrir
íbúðarhúsnæði og atvinnuhús-
næði, sem lög þessi taka til, um
8 af hundraði frá og með 1. júlí
1988.
Reiknast hækkun þessi á þá leigu
sem er í júní 1988. Júlíleigan helst
óbreytt næstu tvo mánuði, það er
í ágúst og september.
(Úr fréttatilkynningu)
Njarðvíkurbær:
' \ pf?-.<!
Morgunblaðið/Ó.K.M.
Frambjóðandi fundará Lækjartorgi
Sigrún Þorsteinsdóttir, frambjóðandi til emb-
ættis forseta íslands, hélt í gær fund á Lækjart-
orgi. Hún kynnti þar framboð sitt og hlýddi
nokkur hópur fólks á mál hennar. Forsetakosn-
ingar fara fram í dag og stendur valið á milli
Sigrúnar og Vigdísar Finnbogadóttur.
Bæjarritaranum vikið úr starfi
Forsetakosningarnar:
Alþýðubandalag' og Alþýðu-
flokkur taka ekki afstöðu
Framkvæmd málsins orðið mikið hitamál í bæjarstjórninni
Keflavík.
BÆJARSTJÓRN Njarðvíkur að tillögu bæjarstjórans Odds
Einarssonar. Sigurður G. Ólafs-
son hefur verið starfsmaður hjá
Njarðvíkurbæ sl. 11 ár.
Njarðvíkur
hefur vikið bæjarritaranum
Sigurði G. Ólafssyni úr starfi
að hér væri um trúnaðarmál
ræða.
að
Alþýðubandalag og Alþýðu-
flokkur taka ekki afstöðu til fram-
bjóðenda í forsetakosningunum
að því er fram kemur í bréfum
sem Kristján Valdimarsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalags-
ins, og Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, hafa
sent stuðningsmönnum Sigrúnar
Þorsteinsdóttur forsetaframbjóð-
anda. Bréfin eru svör við fram-
komnum tilmælum um að þessir
flokkar Iýsi yfir stuðningi við
framboð Sigrúnar.
í bréfi framkvæmdastjóra Al-
þýðubandalagsins segir meðal ann-
ars að það sé afstaða flokksins að
stjómmálaflokkar eigi ekki að taka
formlega afstöðu þegar þjóðin kýs
sér forseta. Alþýðubandalagið beri
sín stefnumál fram í kosningum til
Alþingis og sveitarstjóma. Á þeim
vettvangi hafi komið fram stefna
flokksins um aukið lýðræði, þjóðarat-
kvæði um mikilvæg mál og tillögur
um aukið jafnrétti og bætt kjör fólks
í landinu.
í bréfí formanns Alþýðuflokksins
segir meðal annars að Alþýðuflokk-
urinn bjóði ekki fram við þessar for-
setakosningar og taki ekki flokks-
lega afstöðu til framboðsaðila. Af
bréfí stuðningsmanna Sigrúnar megi
ráða „að frú Sigrún forsetaframbjóð-
andi vilji „koma á lýðræði", m.a. með
því að gera forsetaembættið
pólitískt. Ég vil því eindregið skora
á frú Sigrúnu að bjóða sig fram til
þings og freista þess, á réttum vett-
vangi, að vinna skoðunum sínum um
breytingar á stjómarskránni, fram-
gang“, segir Jón Baldvin m.a. í bréfí
Guðjón Sigurbjömsson sem
gegnt hefur starfi forseta bæjar-
stjómar í Njarðvík sagði í samtali
við Morgunblaðið að Sigurði G.
Ólafssyni hefði verið veitt lausn
frá störfum, en vildi að öðru leyti
ekki tjá sig um uppsögnina, sagði
Umferðarslys:
Sextug kona
lenti fyrir bíl
SEXTUG kona Ienti fyrir bíl á
mótum Háaleitis-og Kringlumýr-
arbrautar síðdegis á fimmtudag.
Konan var að ganga, á ská yfir
gatnamótin er slysið átti sér stað.
Að sögn lögreglunnar varð konan
fyrir bíl sem ekið var suður Kringlu-
mýr’arbraut og yfir gatnamótin á
grænu ljósi. Konan skarst á höfði
við slysið en er ómeidd að öðm leyti
og slapp hún betur úr slysinu en á
horfðist í fyrstu.
Mál þetta er nú orðið mikið hita-
mál í bæjarstjórn Njarðvíkur eftir
að bréf sem Oddur Einarsson
bæjarstjóri sendi Sigurði G. Ólafs-
syni var birt í vikublaðinu Reykja-
nesi. I bréfinu segir Oddur að
vegna meintra brota Sigurðar í
starfi hyggist hann leggja tillögu
þess efnis fyrir bæjarstjórn að
honum verið vikið úr starfi. í bréf-
inu sakar Oddur Sigurð um að
hafa gefið sér og bæjarstjóm
rangar upplýsingar um ijármál
bæjarins og hann óski þess að
Sigurður víki þegar af vinnustað.
Á bæjarráðsfundi daginn eftir
að umrætt bréf var birt í Reykja-
nesinu létu fulltrúar Alþýðuflokks
og Framsóknarflokks sem hafa
meirihluta í bæjarstjóm bóka vítur
á bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
ins fyrir að birta umrætt bréf. í
bókuninni kemur fram að þetta
gerist þrátt fyrir að bókað sé á
þeim fundi bæjarstjórnar sem fjall-
aði um málið að hann væri lokað-
ur og allt sem þar færi fram væri
trúnaðarmál.
Þessum ásökunum vildu fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins ekki una
og kröfðust aukafundar í bæjar-
stjórn á fundinum sem haldinn var
þann 15. júní sl. Þar vísa þeir á
bug öllum ásökunum um brot á
trúnaði og kröfðust jafnframt op-
inberrar afsökunarbeiðni af hálfu
meirihlutans vegna ásakana um
brot á trúnaði.
Morgunblaðið hafði samband
við Sigurð G. Ólafsson fyrrverandi
bæjarritara, en hann vildi ekkert
láta hafa eftir sér, annað en hann
væri búinn að ráða sér lögmann
til að gæta hagsmuna sinna.
- BB
Laugar í Þingeyjarsýslu:
Norrænarhús-
mæður í orlofi
Húsavik. •
SUMARORLOF Norræna hús-
mæðrasambandsins var sett á
Laugum á fimmtudag að við-
stöddum um 100 fulltrúum frá
öllum Norðurlöndunum þar
með töldum Færeyjum og
Grænlandi.
Samkoman hófst með því að
Jóhanna A. Steingrímsdóttir,
formaður Kvenfélagasambands
S-Þingeyinga, ávarpaði gesti og
bauð hina aðkomnu velkomna í
héraðið. Síðan setti Sumarorlofið
formaður Norræna húsmæðra-
sambandsins, Birgitta Vikström,
og fulltrúi frá hverju Norðurland-
anna flutti ávarp. Bamakór Tón-
listarskóla Mývetninga skemmti
með söng undir stjóm Margrétar
Bóasdóttur.
Samkvæmt venju koma um 20
konur frá hvetju hinna 5 Norður-
landa og tveir fuiltrúar frá Fær-
eyjum og einn frá Grænlandi.
Þama em því samankomnar rúm-
lega 100 konur sem sameina
skyldustörf, skemmtun og skoð-
unarferðir í vikudvöl á Laugum.
Morgunblaðið/Silli
Jóhanna A. Steingrímsdóttir
formaður Kvenfélagasam-
bands Suður-Þingeyinga
ávarpaði gesti Sumarorlofsins.
Hveija ráðstefnu er valið
ákveðið umræðuefni sem að þessu
sinni er „Fjölskyldan á Norðurl-
öndum, barnið í dag, barnið á
morgun". Ifyrirlesarar vom Ka-
rólína Stefánsdóttir félagsráðgjafi
sem talaði um bamið og fjölskyld-
una, Már V. Magnússon sálfræð-
ingur sem talaði um bamið og
skólann og Kristín Sigfúsdóttir
hússtjómar- og líffræðikennari
um næringu og neysluvenjur
bama. Eftir hveija framsögu hó-
fust ijörugar umræður undir
stjóm Sigríðar Ingimarsdóttur.
Þessi félagssamtök vom stofn-
uð árið 1930 og hafa staðið fyrir
húsmæðraorlofi til skiptis á Norð-
urlöndum frá árinu 1963 og er
þetta í þriðja skiptið sem orlofíð
er hér á landi og nú í fyrsta skipti
á Norðurlandi. Kvenfélagasam-
band íslands, undir forystu Stef-
aníu M. Pétursdóttur, hefur séð
um allan undirbúning ásamt hér-
aðssamböndum kvenfélaganna í
Þingeyjar- og Eyjafjarðarsýslum.
Stjórn samtakanna skipa þrír full-
trúar frá hveiju Norðurlandanna
og haldinn verður stjórnarfundur
í sambandi við þessa samfundi.
Ljósmynda-
sýning í
Bókakaffi
HALLDOR Carlsson og Þóra
Vilhjálmsdóttir opna í dag ljós-
myndasýningu í Bókakaffi í
Garðastræti 17 (við hlið Unu-
húss).
Myndefnið er fjölbreytt og mynd-
irnar teknar víða. Sýningin stendur
yfir til 9. júlí og Bókakaffið er opið
alla daga frá kl. 9 til 19.
(Fréttatilkynning)
Athugasemd
ÞORSTEINN Pálsson forsætis-
ráðherra vildi koma þeirri at-
hugasemd á framfæri vegna
fréttar á baksíðu blaðsins í gær,
þar sem haft er eftir honum að
íhugunarefni sé, hvort nógu vel
sé að rekstri frystingar staðið,
að þar hafi verið átt við atvinnu-
rekstur almennt, frystinguna þar
með talda.
„Orð mín áttu auðvitað við allan
atvinnurekstur á landinu, og ekki
frystinguna frekar en annað, þótt
auðvitað sé hún ekki undanskilin,"
sagði Þorsteinn.
o
INNLENT