Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Loks sigur hjáÞór „Langþráðursigur," sagði Nói Björnsson, fyrirliði Þórs ÞÓRSARAR unnu sinn fyrsta sigur í gær er þeir lögðu Víkinga að velli, 2:1, á Akur- eyrarvelli. Úrslit leiksins voru sanngjörn og sigurinn hefði jafnvel getað verið stærri. yrri hálfleikur var frekar rislár, knattspymulega séð, og ekki margt sem gladdi augað. Þórsarar voru sterkari fram að fyrsta mark- inu, sem kom á 22. mínútu. Þar var að verki Halldór Áskelsson. Hlynur Birgisson fékk langa sendingu upp kantinn, tók laglega á móti knettinum og sendi hann inn á miðjuna. Þar var Halld- ór á auðum sjó og skoraði af ör- yggi framhjá Guðmundi Hreiðars- syni sem kom út úr markinu. Fallegt mark og vel að því staðið. Eftir markið slökuðu Þórsarar nokkuð á og Víkingar komust meira inn í leikinn, án þess þó að skapa sér hættuleg tækifæri. Bæði lið fengu þó eitt ágæt færi fyrir leik- Þór - Víkingur 2 : 1 Akureyrarvöllur, íslandsmótið í knatt- spjrrnu, 1. deild, föstudagirin 24. júní 1988 Mörk Þórs: Halidór Áskelsson (22.), Guðmundur Valur Sigurðsson (53.). Mörk Víkings: Lárus Guðmundsson (84.). Gul spjöld: Sveinn Pálsson, Þór (88.), Andri Marteinsson, Víkingi (81.). Áhorfendur: 68Ö. Dómari: Róbert Jónsson 5. Línuverðir: Bragi Bergmann og Bárð- ur Guðmundsson. Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson, Birg- ir Skúlason, Nói Bjömsson, Kristján Kristjánsson (Axel Vatnsdal 61. mín.), Einar Arason, Halldór Áskelsson, Jú- líus Tryggvason, Jónas Róbertsson, Hlynur Birgisson, Ólafur Þorbergsson (Sveinn Pálsson 53. mín.), Guðmundur Valur Sigurðsson. Lið Víkings: Guðmundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Jón Oddsson, Atli Helgason, Stefán Halldórsson, Þórður Marelsson (Gunnar Öm Gunnarsson 58. mín.), Jóhann Þorvarðarson (Bjöm Bjartmarz 46. mín.), Traust Ómarsson, Atli Einarsson, Lárus Guðmundsson, Hlynur Stefánsson. hlé, en ekki voru mörkin fleiri í fyrri hálfleik. Þórsarar komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og réðu að mestu ferðinni þar til um stundar- fjórðungur var eftir af leiknum, en þá tóku Víkingar loks vjð sér. Þórsarar skoruðu annað mark sitt á 53. mínútu og það gerði Guð- mundur Valur Sigurðsson. Hann fékk knöttinn rétt utan vítateigs, lék á einn vamarmann Víkinga og skoraði með góðu skoti í bláhomið. Tíu mínútum síðar fékk Hlynur Birgisson gullið tækifæri til að auka muninn, en Guðmundur varði stórglæsilega skot hans af stuttu færi. Skömmu síðar fékk Axel Vatnsdal gott færi. Hann lék á tvo vamarmenn í vítateig Víkinga og skaut að marki. Knötturinn fór í vamarmann og þaðan í stöngina og Víkingar sluppu með skrekkinn. Undir lok leiksins sóttu Víkingar í sig veðrið og sex mínútum fyrir leikslok tókst þeim að minnka mun- inn. Lárus Guðmundssson fékk sendingu inn í vítateig og skoraði af öryggi af stuttu færi, framhjá vöm Þórs sem svaf vært. Þórsarar léku ágætlega á köflum og sýndu góða baráttu, enda áttu þeir sigurinn fyllilega skilið. Víking- ar vom virtust hinsvegar áhuga- lausir og verða að bæta sig vem- lega ætli þeir að losna úr botn- baráttunni. „Þetta var langþráður sigur og ég vona að við fömm nú að sýna betri knattspymu og sýnum meiri áhuga á leikvellinum," sagði Nói Björnsson fyrirliði Þórs eftir leikinn. „Við spil- uðum þokkalega í leiknum og bar- áttan var ágæt. En við slökuðum á eftir mörkin og verðum að láta af þeim sið.“ m Birgir Skúlason, Guðmundur Valur Sigurðsson og Hlynur Birgisson Þór. Reynir Eiríksson skrífar Námskeið í ræðumennsku, fundarsköpum og hópstarfi íþróttabandalag Reykjavíkur heldur námskeið um ræðumennsku, fundar- sköp og hópstarf fyrir leiðtoga og leið- beinendur íþróttafélaganna í Reykjavík. Námskeiðið verður haldið í húsakynn- um Í.B.R., íþróttamiðstöðinni í Laugar- dal, dagana 27. og 30. júní frá kl. 18.00 til 22.00. Þátttökugjald er ekkert. Tilkynnaber þátttöku til skrifstofu Í.B.R. í síma 35850. Morgunblaðið/Rúnar Halldór Áskalsson sést hér vera búinn að hrista Stefán Halldórsson af sér og senda knöttinn yfir Guðmund Hreiðarsson, markvörð Víkings. Á litlu mynd- inni sést Halldór hlaupa fagnandi frá — hans fyrsta mark í deildinni í ár var staðreynd. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Guðrún skoraði enn mark úr aukaspyrnu Valur og KR eru taplaus á toppnum ÞRÍR leikir fóru fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. KR sigraði Stjörnuna 2:1, Valur vann ÍBK örugglega 3:0 og Fram tapaði stórt fyrir ÍA 0:4. Strax í byrjun tóku gestimir öll völd og KR-stúlkurnar voru nánast sem áhorfendur. Þrátt fyrir ótal tækifæri tókst Stjömuliðinu ekki að skora í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu komst Guðný Guðnadóttir ein í gegn, en Sigríður Pálsdóttir markvörður KR varði vel. Rétt fyr- ir leikhlé átti Guðný gott skot sem sleikti utanverða stöngina. Staðan í leikhléi var 0:0. I byrjun síðari hálfleiks var Guðný enn á ferðinni þegar hún skaut r þverslá af stuttu færi. Þar skall hurð nærri hælum við KR markið eins og svo oft áður í fyrri hálfleik. Það var svo KR sem skoraði fyrsta markið gegn gangi leiksins. Hrafn- hildur Hreinsdóttir fékk góða send- ingu utan af kanti og afgreiddi boltann laglega í markið, 1:0. KR-liðið var varla hætt að fagna markinu, þegar Laufey Sigurðar- dóttir hafði fiskað víti hinum megin á vellinum. Sigríður KR-markvörð- ur felldi Laufeyju úti í vítateig- skanti og var dómurinn frekar strangur. Ragna Lóa Stefánsdóttir var örugg í vítinu og jafnaði 1:1. Eftir þetta jafnaðist leikurinn, en Stjarnan átti eftir sem áður hætti- legri færi sem þeim tókst þó ekki að nýta. Á 25. mínútu skoraði He- lena Ólafsdóttir annað mark KR. Hún fékk knöttinn rétt innan við miðju, stakk Stjörnuvörnina af og sendi boltann ömgglega í markið. Leiknum lauk því með sigri KR 2:1. ÍBK-Valur 0:3 Mikið rok var í Keflavík meðan leik- urinn fór fram og vallarskilyrði frekar slæm. Valsliðið var öllu meira í boltanum, en hinar vörðust GuArún Sæmundsdóttlr vel. Keflavíkurliðið beitti rang- stöðutaktík sem gafst vel, en þrátt fýrir það voru Valsstúlkur yfir í leikhleí 2:0. Fyrra markið skoraði Guðrún Sæmundsdóttir. Það var glæsilegt mark, skot úr aukaspyrnu sem hafnaði í vinklinum. Bryndís Valsdóttir skoraði annað markið eftir stungusendingu. Leikurinn þróaðist svipað í síðari hálfleik. ÍBK varðist vel og átti nokkur bitlaus skyndiupphlaup. Valsliðið bætti við þriðja markinu og þar var að verkri Arney Magnús- dóttir sem náði að pota knettinum í markið eftir að þvaga hafði mynd- ast í markteig ÍBK. Fram-ÍA0:4 Á Framvellinum áttust við nýliðar Fram og íslandsmeistarar ÍA. Framstúlkurnar börðust mjög vel í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að ÍA ætti nokkur ágæt marktækifæri var staðan í leikhléi jöfn 0:0. Strax á fyrstu mínútu síðari hálf- leiks skoruðu Skagastúlkumar. Það var ung og efnileg stúlka Magnea Guðlaugsdóttir sem þar var að verki. Magnea spilar enn með 3. flokki. Aðeins tveimur mínútum seinna bætti Magnea við öðru marki fyrir ÍA. Eftir þessi tvö mörk var allur vind- ur úr Framliðinu og spumingin var aðeins hve stór siguri IA yrði. Katla Kristjánsdóttir átti góðan leik í marki Fram. Henni tókst þó ekki að koma í veg fyrir að ÍA bætti við tveimur mörkum. Sigurlín Jóns- dóttir og Ásta Benediktsdóttir áttu þau mörk. íþróttir helgarinnar Knattspyrna Laugardagur: 2. deild kv. kl. 16.00 Selfoss-KS.........Selfossvelli 3. deild kl. 16.00 Hvöt-Einherji.....Blönduósvelli Sunnudagur: 1. deild ka. kl. 20.00 Fram-Völsungur....Laugardalsvelli Leiftur-KA....Ólafsfjarðarvelli 3. deild ka. kl. 14.00 Sindri-Magni.....Homafjarðarvelli ÞrótturN-Huginn ......Nesk.völlur 4. deild ka. kl. 14.00 Árvakur-Skotf.R...Gervigrasvöllur Emir-Snæfell......Selfossvöllur Skallagrímur-Ármann...Borgarnesi Víkingur-Hvatberar Ólafsvíkurvöllúr Kormákur-Ef!ing...Hvammstangarv. HSÞ-b-Æskan.......Krossmúlavöllur Neisti-KSH......Djúpavogsvöllur Austri-Höttur....Eskifjarðarvöllur Leiknir-Valur Fáskrúðsfjarðarvöllur 4. deild ka. kl. 17.00 Léttir-Hafnir.....Gervigrasvöllur 4. deild ka. kl. 20.00 Ægir-AugnablikÞorlákshafnarvöllur Frjálsar íþróttir: Meistaramót íslands hefst í Laudad- alnum kl. 14 í dag og heldur áfram á morgun og mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.