Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Artic Open: S vartír golfboltar slegnir inn í nóttína Þrjátíu útlendir kylfingar taka þátt KYLFINGAR á Akureyri hafa þriðja árið í röð boðið til sín Málfreyjur munu sleppa blöðrum MÁLFREYJUR á Akureyri, sem starfa í deildunum Mjöll og Rún taka þátt í hátíðarhöldum vegna fimmtíu ára afmælis alþjóðasam- takanna á laugardag. Félagar hitt- ast við Oddeyrarskóla kl. 13.30 og sleppa blöðrum á loft, á sama tíma og Málfreyjur um allt land. Málfreyjur eru aðilar að alþjóða- samtökunum ITC — Intemational Training In Communication sem hef- ur á stefnuskrá sinni að efla hæfi- leika til samskipta og forystu, auka starfsafköst og sjálfstraust félaga sinna. Málfreyjur hafa starfað í tíu ár á íslandi og hafa innan sinna vébanda sjöhundruð félagsmenn í tuttugu og fimm deildum. Allir eru velkomnir að Oddeyrarskólanum á laugardag þar sem starfsemi ITC verður kynnt. keppendum frá öllum heiminum til þess að leika golf í miðnætur- sól á nyrsta 18 holu velli í heimi. Sjötíu keppendur, þarf af 30 útlendingar, keppa á „Artic Open“ sem hófst í gærkvöldi. Þetta mót hefur þegar vakið athygli langt út fyrir landstein- ana og aðstoðarritstjóri Golf World, útbreiddasta golfblaðs Evrópu, lét svo ummælt að „Artic Open“ gæti hæglega orð- ið sérstæðasti og eftirsóttasti titiil meðal kylfinga. Elsti meðlimur Golfklúbbs Ak- ureyrar og hugmyndasmiður, Jón Guðmundsson, hóf leikinn í gær- kvöldi, sló fyrsta höggið með svörtum bolta, einkennistákni mótsins. Fyrstu umferð átti að ljúka á fjórða tímanum í nótt og seinni átján holumar verða leiknar í kvöld. Lokahóf og verðlaunaaf- hending fer fram í Golfskálanum á sunnudagskvöld. Með mótinu fylgjast fulltrúar breska fyrirtækisins Total Sport Management, en þeir hafa í hyggju að taka við skipulagningu mótsins á næsta ári. Þá eru einnig staddir í bænum skipuleggjendur Evrópumóta kvenna í golfí, en næsta sumar verður eitt mótanna í keppninni haldið á Akureyri. Keppendur verða um sjötíu erlend- ir kylfingar, en engin íslensk kona hefur nægilega lága forgjöf til þess að geta tekið þátt í mótinu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bernharð Haraldsson skólameistari og Baldvin Bjarnason aðstoðar- skólameistari. V erkmenntaskólinn: „Við eignm ekki húsnæði aflögn“ Abyrgðin er þingmanna kjördæmisins, segir skólameistari Húsnæðisþörf Háskólans á Akureyri: V erkmenntaskólinn þarf að flytja fyrr — segir í áliti húsnæðisnefndar „MEÐAN þetta ástand rikir í húsnæðismálum Verkmenntaskólans lánum við engum öðrum húsnæði. Við eigum enga hæð eða hæðir aflögu," sagði Bernharð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskóla Akureyrar í samtali við Morgunblaðið. Skólinn stendur frammi fyr- ir alvarlegri kennaraskorti í haust en nokkru sinni fyrr. Enn vantar kennara til að kenna 200 kennslustundir á viku og forráðamenn skólans segjast komnir í þrot. „Akureyri hefur sett ofan þegar fram- haldsskólarnir þurfa að visa burtu nemendum sem vilja mennta sig. Astandið er grábölvað og það er ekki okkur sem þarf að bjarga, eða nemendum, heldur sviknum kosningaloforðum stjórnmálamanna kjördæmisins. Þeirra er ábyrgðin," sagði Bernharð. NEFND UM húsnæðismál Háskól- ans á Akureyri komst að þeirri niðurstöðu að auka þurfi framlög til byggingar Verkmenntaskólans um 30-50% fram til ársins 1990. Háskólinn þarf tvær hæðir í gamla iðnskólahúsinu í haust undir þtjár námsbrautir og þij&r hæðir i framtíðinni, verði fleiri brautum bætt við, að sögn Sigfúsar Jóns- sonar bæjarstjóra, sem sat í nefnd- inni. Verkmenntaskólinn þarf því að rýma húsið fyrr en ráð var fyrir gert í byggingaráætlun hans. „Þetta vandamál þarf að leysa í viðræðum bæjarins og ríkisins. Það er mjög brýnt að finna iausn á allra næstu dögum eða vikum, að öðrum kosti getur skapast vandræðaástand í málefnum beggja skólanna," sagði Sigfus. Samkvæmt áætlunum áttu ríki og bær að veija 100 milljónum króna næstu þijú árin til byggingar verk- menntaskólans. Ríkið ber 60% svo- nefnds „normkostnaðar" og bæjarfé- lagið það sem á vantar. Til þess að ljúka miðálmu skólans á Eyrlands- holti að viðbættri einni bóknámsálmu þarf 130-150 milljónir króna á sama tímabili. Húsnæðismálanefndin kannaði hug ráðamanna til málsins, en ekkert kom útúr þeim óformlegu viðræðum, að sögn Sigfúsar. í áliti nefndar sem menntamála- ráðherra skipaði til þess að kanna húsnæðisþörf Háskólans á Akureyri er komist að þeirri niðurstöðu að hraða þurfi byggingu Verkmennta- skólans til þess að rýma fyrir há- skólanum við Þórunnarstræti í haust. En skólameistari segir að miðað við núverandi ástand og það viðmót sem hafi mætt forráða- mönnum skólans fyrir sunnan sé engin leið til þess að standa við gefin loforð. Hvorki gagnvart nem- endum Verkmenntaskólans né há- skólans. „Verkmenntaskólinn hefur verið í byggingu í sjö ár og sér ekki fyr- ir endann á því máli. Kennarar og nemendur þurfa að hlaupa á milli fjögurra húsa, sem er óþolandi fyr- ir skólastarf og félagslíf. Hús- næðisskortinn má beinlínis rekja til þess hversu fjárveitingar ríkisins til Verkmenntaskólans hafa verið litl- ar,“ segir Bernharð. „Við fórum fímm ferðir suður í vetur, höfðum fímm milljónir upp úr krafsinu og fyrirlestur um að bygging skólans væri verðbólgu- hvetjandi, ylli þenslu í þjóðfélaginu. Svo bítast sömu menn um 120 millj- ónir sem utanríkisráðherra kallar innansleikjur og menn í Reykjavík byggja ráðhús fyrir 750 milljónir króna, kaffíhús sem snýst fyrir 500 milljónir og íþróttahöll yfír mót sem óvíst er að verði haldið. Verðgildi peninganna er augsýnilega annað úti á landsbyggðinni." 792 nemendur hafa fengið loforð um skólavist í VMA í vetur, en umsóknir eru 870. Þetta er fjöl- mennasta menntastofnun utan höf- uðborgarsvæðisins og stærsti vinnustaður á Norðurlandi. Boðið er upp á nám á fímm sviðum auk fomáms, öldungadeild, námskeið og framhaldsmenntun fyrir iðnað- armenn. Skólinn hefur þegar orðið að setja umsækjendur á biðlista og þeir sem ekki greiða staðfestingar- gjald innan tilskilins frests verða hiklaust strikaðir út, að sögn skóla- meistara. „Það er ekki hægt að áfellast nemendur því þeir eru í framhalds- skólalögunum beinlínis hvattir til að sækja sér menntun, það er ekki hægt að áfella foreldra fyrir að vilja koma bömum til náms eða álasa skólayfírvöldum fyrir að taka við nemendum. Ef íslenska þjóðin hefur ekki ráð á að mennta þegna sína er eins hægt að hætta búskap á þessu landi. Við eigum við tvö vandamál að fást, húsnæðis- og kennaraskort. Kennaraskortinn má leysa með því að kennarastarfið verði metið til sömu launa og jafngild störf á vinnumarkaði. Húsnæðisvandann með því að efna loforð þingmanna. Þetta krefst vilja og pólitísks áræð- is. Boltinn er nú hjá ríkisvaldinu," sagði Bemharð Haraldsson skóla- meistari. Kvennalistakonur: Ráðstefna um landbúnaðinn ÞRJAR NYJAR BÆKUR Kvennalistakonur á Norður- landi standa fyrir ráðstefnu um landbúnað og landnýtingu helg- ina 25. til 26. júní á Sólgörðum í Fljótum. Ráðstefnan er öllum opin. í fréttatilkynningu samtakanna segir að framsögumenn á ráðstefnunni verði Ásgerður Pálsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Ágústa Þorkelsdóttir, Jófríður Traustadóttir og Danfríður Skarphéðinsdóttir. Þær ræða ástand og horfur í landbúnaði, gróð- urfar, kvótaskiptingu með tilliti til landgæða og tengsl bænda við neyt- endur. Að því loknu hefjast hóp- starf og umræður, en á sunnudag tala ræðukonur um stöðu land- búnaðar í heimahéruðum sínum og viðbrögð þeirra við samdrætti í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.