Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 4h GÁLGAHRAUN eftirÓlaf Sigurgeirsson Einhver aðgengilegasti staður til útiveru og gönguferða hér í nágrenni Reykjavíkur er Gálga- hraun, en það er sunnan við Arnar- nesvog og er raunar nyrsti hluti Garðahrauns, en sker sig að nokkru úr vegna þess hvað það er úfið og sundur skorið af sprung- um. Þessi hraun eiga upptök sín í Búrfeilsgíg suðaustan Hafnar- fjarðar og munu vera um 7200 ára gömul. Þegar við leggjum leið okkar í Gálgahraun er best að aka Hafn- arfjarðarveg í Engidal og þaðan Alftanesveg um Garðahraun, en þegar hrauninu sleppir er vega- slóði sem liggur af veginum í átt til sjávar við hraunjaðarinn. Her er gott að skilja bílinn eftir og ganga með hrauninu í átt til sjáv- ar að Lambhúsatjöm. Hér við hraunjaðarinn er skjólgott og mik- ill gróður, en utar þar sem ekki nýtur skjóls er gróður allur minni og er þar kríuvarp, sem varið er af mikilli atorku og er því betra að halda sig við hraunjaðarinn á varptíma. Þegar stutt er að Lamb- húsatjöm verða á vegi okkar tvær litlar vörður í hraunjaðrinum, en þær vísa á gömlu þjóðleiðina sem liggur hér yfir hraunið. Þetta er rudd gata og hefur sýnilega verið mjög fjölfarin á öldum áður, enda er gatan merkt á uppdrætti Bjöms Gunnlaugssonar. Við skulum fylgja þessari götu yfir hraunið, en hún er furðu glögg þótt nú sé hún algróin. Þegar inn í hraunið er komið verður það allúfið og sprungið og eru þar margar skjól- góðar lautir og bollar. Hér er gott að setjast niður og njóta útiver- unnar. Sé sólskin má jafnvel fara í sólbað. Síðan höldum við göngunni áfram og þegar við emm komin í gegnum hraunið erum við stödd syðst við Arnamesvoginn og höldum með sjónum til baka og komum við þá brátt að nesi sem heitir Eskines og skilur að Amar- nesvog og Lambhúsatjöm. A ijöru er auðvelt að ganga út á nesið, en Gálgaklettur á flóði verður nesið að eyju og er landsig mjög áberandi hér, svo sem nafnið Lambhúsatjöm gefur til kynna, en Lambhúsatjörn er nú sjávarvogur. Kofatótt er við hraunjaðarinn upp af Eskinesi og á hún þá sögu að um 1870 hugðist Þórarinn Böð- varsson, prestur í Görðum, koma i : Nú ætlar þú líka að vi nýju skafmiðahapp Ford Escort utan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.