Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 25. JÚNÍ 1988
18
Garpur á sj ó,
garpur í höfn
Hannes Jónsson hafnsögumaður Eyjamanna
Hannes Jónsson lóðs.
eftir Aðalstein
Jóhannsson
Á hveijum sjómannadegi erum við
minnt á þýðingu sjósóknar og sjávar-
afla fyrir lífsafkomu okkar hér norð-
ur í reginhafí. Sjómennirnir eru öðr-
um fremur hetjur nútímans, hafa
tekið við af hetjum íslendingasagna,
sem voru þjóðinni aflvaki til dáða á
þeim árum og öldum, þegar árferði
var erfiðast.
Og við eigum nú orðið margar
merkar sögur um dugnað, áræði og
hreysti sjósóknara í kröppum dansi
við höfuðskepnurnar, að viðbættri
frosthörku og myrkri oft og einatt.
I flestum ef ekki öllum fískiplássum
landsins hafa búið menn, sem dug-
legir hafa verið til sjósóknar og jafn-
vel verið taldir afburðamenn á því
sviði.
Á sjómannadaginn ár hvert eru
slíkir fyrirmyndarmenn gjaman
heiðraðir í orði og með einhveiju
sýnilegu tákni. Er gott til þess að
vita. Sjómenn hafa nú haldið þennan
minningardag sinn í hálfa öld, eða
síðan 1938. En svo vill til að sá
maður, sem verður til umræðu í
þessari grein, andaðist einmitt árið
áður, þá orðinn hálfníræður. Þótt
hann færi þannig á mis við heiðurs-
pening stéttar sinnar á sjómanna-
degi, var hann sæmdur riddara-
krossi Fálkaorðunnar og einnig kjör-
inn heiðursborgari Vestmannaeyja-
kaupstaðar, þegar hann stóð á átt-
ræðu. Munu allir telja að hann hafí
verið vel að þeim sóma kominn.
Hannes Jónsson var fæddur 21.
nóvember 1852 ! tómthúsinu Nýja-
kastala í Vestmannaeyjum, sonur
hjónanna Jóns Hannessonar og
Margrétar Jónsdóttur. Jón var ætt-
aður úr Mýrdal en Margrét úr Eyja-
ijallasveit. Þangað höfðu foreldrar
hennar leitað undan Skaftáreldum.
Ekki naut Hannes litli föður síns
lengi, þvf að hann drukknaði réttum
mánuði fyrir ársafmæli sonar síns.
Jón hafði farið í hákarlalegn á áttær-
ingi, sem lenti í norðanstormi. Héldu
þeir þá til hafnar undir fullum segl-
um og voru komnir upp undir Heima-
ey austanverða, þegar Jón hrökk
fyrir borð. Hann hafði setið á skor-
bitanum hléborðsmegin og hallað sér
upp að skautinu, þegar það bilaði,
svo að Jón missti jafnvægið og féll
útbyrðis. Ekki tókst að bjarga hon-
um.
Og hér var ekki ein báran stök
fyrir ekkjunni Margréti, því að hún
hafði áður verið gift öðrum Jóni,
Jóni Gíslasyni í Túni, og hafði hann
einnig drukknað af hákarlaskipi,
sem fórst um hvítasunnuleytið 1847.
Margrét hafði átt dóttur með fyrri
manni sínum. Hét hún Sesselja og
varð kona Jóns Jónssonar sýslu-
nefndarmanns í Gvendarhúsi. En
með síðari manninum eignaðist hún
tvö böm, Hannes og stúlku að nafni
Jóhanna. Hún varð tvígift, fýrst
Guðmundi Guðmundssyni á Fögru-
völlum og síðan Pétri Valgarðssyni.
Með honum bjó hún vestur í AI-
berta-fylki í Kanada.
í bókinni Sögum og sögnum úr
Vestmannaeyjum, sem Jóhann
Gunnar Ólafsson fyrrum bæjarstjóri
í Eyjum tók saman, er þáttur um
Hannes lóðs, og er Hannes sjálfur
aðalheimildarmaðurinn. Þar segir
m.a. um Margréti móður Hannesar
og uppvöxt þeirra systkina:
„Bömin voru öll í ómegð, þegar
Jón Hannesson drukknaði. Átti
Margrét því erfítt uppdráttar. Sýslu-
maður hafði skipað henni meðráða-
mann: Varð Helgi Jónsson í Garð-
§ósi fyrir valinu. I erfiðleikum sínum
leitaði Margrét til hans, en hann gaf
henni þessi svör: „Segðu bömin til
„Og- við eigTim nú orðið
marg'ar merkar sögur
um dugnað, áræði og
hreysti sjósóknara í
kröppum dansi við höf-
uðskepnurnar, að við-
bættri frosthörku og
myrkri oft og einatt. I
flestum ef ekki öllum
fiskiplássum landsins
hafa búið menn, sem
duglegir hafa verið til
sjósóknar og jafnvel
verið taldir afburða-
menn á því sviði.“
sveitar og reyndu að vinna fyrir
sjálfri þér.“ Var henni þetta fjarri
skapi og leitaði hún nú til Eyjólfs
Erasmussonar hreppstjóra á Eystri-
Vesturhúsum. Hafði Jón Hannesson
verið hjá honum um langt skeið.
Eyjólfur brást þegar hið bezta við,
og reyndist henni jafnan hinn mesti
öðlingur. Sendi hann henni þegar
þijú ílát full með söltuðum fugli og
hjálpaði henni með úttekt úr búð.
Sagði Margrét, að Eyjólfur hefði
alltaf reynzt mesti bjargvættur, þeg-
ar í nauðimar rak. Sjálf vann hún
myrkranna á milli til þess að fram-
fleyta sér og sínum. Að sumrinu
reytti hún lunda fyrir kaupmennina.
Um þessar mundir var gott verð á
lundafíðri, og höfðu kaupmenn þá
margt manna við lundaveiði. Leigðu
þeir veiðiréttinn af bændum og réðu
til sín margt manna, jafnvel austan
úr Mýrdal, til veiðinnar, og settust
margir þeirra síðan að í Vestmanna-
eyjum. Fyrir reytinguna guldu kaup-
menn helming fugls og fíðurs.
Barst mikið að af fuglinum, því
að veiðiaðferðir vom með þeim
hætti, að heita mátti að stefnt væri
að gereyðingu fuglsins. Má af því
sjá, hvílík kynstur hafa verið drepin
af fuglinum, að útflutningur á fíðri
nam árið 1858 26.680 pundum, og
svipaður var útflutningurinn hin
næstu ár.
Margrét hafði því ærið að starfa
þessi árin yfír sumarmánuðina; og
mátti heita að hún sæti í fuglinum
dag og nótt. Sjálf bringureytti hún,
því að það var vandasamara, en lét
dætur sínar, er þær stálpuðust, bak-
reyta og reyta vængina. Var fiðrið
flokkað þannig, að haldið var sér
af fíðri af bringu, baki og vængjum.
Spýlumar, bak, vængi og læri lun-
dans, en hann var þá spýlaður á
lærunum, þurrkaði Margrét og not-
aði til eldsneytis.
Einnig vann Margrét mikið við
fískverkun hjá verzlununum, en þá
var fískur enn lagður inn við verzlan-
imar blautur eða beint úr sjónum.
Nokkum styrk hafði hún snemma
\af Sesselju. Ung að aldri var hún
farin að himnudraga físk og breiða
til þurrks. Með sparsemi bjargaðist
Margrét þannig með bömin, án þess
að þiggja af sveit.
Hannes hafði varla slitið barns-
skónum, þegar hann byijaði að
draga til heimilisins. Um 10 ára ald-
ur byijaði hann að róa með fullorðn-
um. Að sumrinu reri hann oft með
Magnúsi Pálssyni bónda á Vilborg-
arstöðum. Hafði Magnús með sér
þijá eða fjóra stráka og stundaði
róðra á grunnmiðum og aflaði stund-
um vel. Var hann umvöndunarsam-
ur, og lærðu drengimir margt af
honum, sem að sjómennsku laut.
Urðu margir þeirra, er með honum
reru, miklir formenn og aflaklær."
Árið sem Hannes var 11 ára fór
hann svo sjóróðra á vetrarvertíð, og
var það fyrir vinsemd Magnúsar,
formanns fyá Austara-Skála, mágs
Margrétar. Hann sá aumur á
drengnum, sem var alltaf að klifa á
þessu, að komast í róður. Þá kom á
daginn, að Hannes kenndi ekki sjó-
veiki, þrátt fyrir vetrarölduna, og
mun hann aldrei hafa fundið fyrir
henni. Á næstu vertíð var hann skip-
veiji á Haffrúnni upp á hálfan hlut,
en formaður þar var Jón Pétursson
í Elínarhúsi. Þá kom þar árið eftir,
þegar drengurinn var 13 ára, að
hann réðst til Árna Diðrikssonar í
Stakkagerði, á bát hans, Gídeon, og
þaðan hreyfði hann sig ekki í fjóra
áratugi að einni vertíð undanskilinni.
{ fyrstu mun Hannes hafa róið
upp á hálfdrætti á Gídeon, en það
breyttist fljótt. Hér skal aftur gripið
niður í Sögur og sagnir:
„Fyrstu vertíðina, sem Hannes var
til heils hlutar á Gídeon, fékk Ámi
Diðriksson vont fíngurmein, svo að
hann treysti sér ekki til að róa. Þeg-
ar kallað var til fyrsta róðursins, sem
Ámi reri ekki, sendi hann Hannesi
þau skilaboð með Ögmundi Ög-
mundssyni í Landakoti, að hann
treysti því, að Hannes reri skipinu
fyrir sig. Hannes var seytján ára
þessa vertíð. Á skipinu voru margir
þrautreyndir sjómenn og gamlir for-
menn, og var Hannes yngstur allra.
Fór Hannes nú til skips og lét færi
sitt á venjulegan stað í skipinu. Þeg-
ar allir voru komnir til skips og
Hannes sá, að enginn bar sig að
formannssætinu, spurði hann, hvort
enginn ætlaði að láta færi sitt í form-
annssætið. Sögðu hásetar þá, að
enginn þeirra hefði verið beðinn að
taka við skipinu. Tók Hannes þá
færi sitt og gekk aftur með skipinu,
lagði það í formannssætið og sagði
hásetunum að standa að í Jesií
nafni, eins og formanna var siður.
Settu þeir síðan á flot og fískuðu
vel um daginn. Bar ekki á neinni
óánægju. Næstu vertíð tók Hannes
alveg við formennsku á Gídeon og
var síðan formaður fyrir honum í
37 vertíðir."
Að sumarlagi fékkst Hannes tals-
vert við fuglaveiðar milli sjóróðra,
og var þó talið að sú veiði félli hon-
um ekki sem bezt. Má vera að þá
vanþóknun hans hafi mátt rekja til
atburðar, sem fyrir hann kom um
fermingaraldur og olli honum nokk-
urri bæklun ævilangt. Þar um segir
í Sögum og sögnum:
„Sumar eitt fór hann til lunda-
veiða í Bjamarey með fleiri mönnum.
Það mun hafa verið árið 1865, og
var Hannes þá 13 ára gamall. Dag
nokkum fór hann einsamall með 15
faðma langt lagnet suður á eyjuna
og ætlaði að leggja það þar í lunda-
byggðina. Upp af Hrútaskorunefínu
varð honum fótaskortur í brek-
kunni, og hrapaði hann fram af ham-
arsbrúninni. Vissi hann það næst
af sér, að hann hékk í lausu lofti
með höfuðið niður og annan fótinn
flæktan í netinu, sem í fallinu hafði
fezt á snös, og var hann úr öklaliðn-
um á þeim fæti, sem hann hékk á.
Með erfíðismunum tókst Hannesi að
ná með höndunum í netið og rétta
sig við. í þeim svifum hrökk öklinn
aftur í liðinn.
Spölkom fyrir ofan Hannes, þar
sem hann hékk í netinu, var sylla í
berginu. Þangað tókst honum að
lesa sig upp netið, en af syllunni
sýndist honum ókleift standberg á
alla vegu, og slútti það fram yfír sig
víðast hvar. Syðst á hillunni var
krókur inn í bergið, og virtist honum
líklegast þar til uppgöngu. Hann
vissi, að árangurslaust var að kalla
á hjálp, því að félagar hans voru
allir fjarri. Mjakaði hann sér suður
hilluna með því að hoppa á öðmm
fæti og styðja sig við bergið með
hendinni. En þegar hann kom í krók-
inn syðst á hillunni, sá hann að berg-
ið var einnig ókleift þar. Varð honum
nú ekki um sel og sagðist muna það
síðast eftir sér þama á hillunni, að
hann hefði haft það eitt í huganum:
„Hér verð ég að komast upp“. Hug-
ur hans hefði verið fullur af þessu
einu, og þá missti hann meðvitund-
ina. Vissi hann síðan ekki af sér
fyrri en uppi í grösum á eynni, langt
frá brúninni, og var hann þá lamað-
ur og ósjálfbjarga. Þar fundu félag-
ar hans hann nokkm síðar.
Hann vissi aldrei með hveijum
hætti hann hafði farið upp, og em
menn í engum vafa um, að björgun
hans hefur farið fram með aðstoð
einhverra dularafla eða verndar-
vætta. Magnús Guðmundsson bóndi
á Vesturhúsum, tengdasonur Hann-
esar, athugaði nákvæmlega alla
staðhætti þama, og fullyrðir hann
að uppganga af syllunni sé algerlega
óhugsandi og ómöguleg á venjuleg-
an hátt, enda þótt fimasti fjallamað-
ur ætti í hlut, hvað þá lamaður 13
vetra drengur. í sömu átt hnígur
álit annarra, sem staðháttum em
kunnugir. Þar sem hann hrapaði
heita nú Hannesarstaðir.
Eftir áfall þetta lá Hannes rúm-
fastur nær eitt ár og var búizt við,
að hann yrði örkumlamaður alla
ævi. Reyndin varð önnur. Náði hann
fullri heilsu, en varð upp frá þessu
svo skjálfhentur, að hann átti erfitt
með að drekka úr kaffibolla. Og
nafn sitt skrifaði hann þannig, að
hann lá ofan á handleggnum á með-
an. Þrátt fyrir skjálftann var Hann-
es góð skytta og skaut fugl á flugi
og hæfði vel. Lék hann þetta fram
á gamals aldur, en skjót handtök
hafði hann við, því að ekki tjáði að
teíja lengi við miðanir.
Fram af Hrófunum í Skipasandi
var lón, sem kallað var Stokkalón,
og stóð sjór í því um fjöru. Ein-
hvetju sinni fjaraði sel uppi í lóninu.
Var þar fjöldi manns saman kominn
í kringum lónið og margir með byssu
til þess að bana selnum. Þorði eng-
inn að skjóta vegna mannfjöldans,
þegar selurinn skaut upp hausnum
til þess að anda. Hannes stóð á
klöpp, sem gnæfði yfír lónið. Leidd-
ist honum þóf þetta, þreif byssu af
manni einum, er nærri stóð, og skaut
selinn umsvifalaust."
Þannig var Hannes, verkahraður
og öruggur. Hér skulu tilfærðar tvær
frásagnir frá formannsárum hans
því til sönnunar. Hin fyrri er úr bók
Helga Benónýssonar frá Vestur-
húsum: Fjörutíu ár í Eyjum. Þar
segir frá fiskiróðri Hannesar og hans
manna á Gídeon suður að Geirfugla-
skeri í byijun vertíðar árið 1897.
Hrepptu þeir austanstorm nokkru
eftir að þangað kom og höfðu þá
dregið 5—6 físka í hlut. Einn skip-
veijanna sagði þannig frá:
„Þegar við á Gídeon botnuðum
ekki lengur með færin, skipaði form-
aðurinn að hafa uppi, setja upp segl-
in og tvírifa. Þá var farið að nota
poka úr boldangi, en svo voru nefnd
gömul segl af stórskipum, og þeir
fylltir af sjó og hafðir fyrir kjölfestu.
Hannes siglir nú í einum slag og
nær út á móts við Vestur-Landeyj-
ar, lá þá á honum landfallið. Hann
siglir svo grunnt sem hann getur.
Þá snýr hann austur og siglir það
sem tekur og nær skammt fyrir vest-
an Þrídranga, og hafði hann þá enn
landfallið. Nú vildi mjög gefa á skip-
ið, og skipar þá Hannes sex mönnum
að leggjast niður við kjöl sem kjöl-
festa og tók svo enn slag undir sand.
Er á daginn leið var komið af-
spyrnurok og menn famir að óttast
um skipið. Höfðu margir safnast
saman niðri í Hrófum og ræddu um
hvað gera skyldi. Sigurður Sigur-
fínnsson gekkst þá fyrir því, að
skipta mönnum til að skyggnast eft-
ir skipinu, en hann hafði oft forystu
um björgun, þegar líkt stóð á. Hann
valdi átta menn úr hópnum til að