Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988
25
Svikamylla í gangi
taki lagið.
Nú er mál að hreyfa sig svolítið.
Ganga inn Langadalinn og fram á
brúnir Húsadals er öllum viðráðan-
leg. Á móti blasa Tindfjöllin og
Einhymingurinn en undir er skógi
vaxinn dalurinn, víður og fagur.
Við verðum að snúá við þama,
göngum aftur að sæluhúsi Ferða-
félagsins en síðan niður með ánni
og förum yfir hana á göngubrúnni
sem er 700 metmm fyrir neðan
sæluhúsið. Brúin er 45 metra löng,
lengsta göngubrú á íslandi og
byggð af sjálfboðaliðum Ferðafé-
lagsins. Bílarnir eru komnir að
brúarsporðinum og nú skal haldið
í Stakkholtsgjá sem er örskammt
neðar. Það þarf ekki að ganga
langt inn gjána til að líta mikla
náttúmsmíð. Tími okkar er sjálf-
sagt orðinn naumur svo við
göngum ekki gjána til enda. Við
ætlum að halda niður að Stóm-
Dímon og á þar. Stóra-Dímon er
vafalaust þær Rauðaskriður sem
títt em nefndar í Njálu. Hér var
Svartur, þræll Bergþóm veginn ög
hér sátu þeir Njálssynir fyrir Þráni
Sigfússyni en einmitt í þeirri viður-
eign stökk Skarphéðinn yfir Mark-
arfljót — skara á milli. Samkvæmt
Njálu var hér skógur, en nú sést
ekki hrísla. Meðan við drekkum
síðdegissopann hlýðum við á séra
Halldór Gunnarsson í Holti ræða
um lönd, menn og málefni í Rang-
árþingi.
Það er sjálfsagt að aka um
Fljótshlíðina á heimleiðinni. Múla-
kot, Hlíðarendakot, Tumastaðir,
Sámsstaðir, Breiðabólstaður em
vettvangur sögu um ræktun jarðar
og menningar og Hliðarendi, setur
hetjunnar er stökk hæð sína í loft
upp og hjó mann og annan vítt
um lönd en var svo heillaður af
fegurð þessa lands. að hann rauf
sætt og vildi „heldur bíða hel en
horfinn vera fósturlandsins strönd-
um“.
Senn er ferðinni lokið. Áformað
er að koma til Reykjavíkur kl.
19.30.
Munið að vera vel búin og hafa
með ykkur regnföt jafnvel þótt
veðurútlit kunni að vera gott. Haf-
ið með ykkur nesti og munið að
við skiljum aldrei msl eftir á áning-
arstöðum, ekki einu sinni vindl-
ingastubba, tappa eða dósaflipa.
Höfum góða ferð.
Höfundur er forseti Ferðafélags
íslands.
Heilbrigðisráðuneytið hafa beitt
sér fyrir því, að þessir aðilar nýti
landið í sameiningu; golfvöllur
verði gerður og þar verði aðstaða
fyrir fatlaða. Viðræður hafa farið
fram og em menn bjartsýnir á að
samkomulag náist innan skamms.
Eldur kvikn-
aði í bíl í
Hvalfirði
ELDUR kom upp í bíl í Hvalfirð-
inum á fimmtudagsmorguninn
og læsti eldurinn sig i ökumann,
sem slapp lítið brunninn.
Slysið varð með þeim hætti að
fólksbifreið fór út af veginum og
valt við Hvammsvík í Hvalfirði um
fimmleytið á fimmtudag. Kviknaði
samstundis í bílnum, en ökumann-
inum, sem var stúlka, tókst að losa
sig út úr honum í tæka tíð. Læsti
eldur sig í föt hennar sem henni
tókst að slökkva fljótlega. Var hún
flutt á slysadeild lítils háttar
brennd. .
Bfllinn brann hins vegar til kaldra
kola og er gjörónýtur.
X-Iöföar til
JLAfólksíöllum
starfsgreinum!
pfinr^timMafoLfr
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ted Albeury: Pay Any Price
Útg. Panther Books 1987
Sagan hefst nokkru fyrir 1960,
þegar John Kennedy er að búa sig
undir forsetakjör í Bandaríkjunum.
Andstaða hans og bróður hans,
Roberts, gegn iðju mafíunnar og
tengsl hennar um allt þjóðfélagið,
eru til þess fallnar að vekja mikla
andúð á þeim. Augljóslega eiga
langtum fleiri hagsmuna að gæta
og Ted Albeury seilist býsna langt
þegar hann fer að búa lesendur
undir það sem koma skal.
Margar persónur eru leiddar
fram á sviðið og leyniþjónustumenn
— úr ýmsum deildum CIA svo og
og hinnar bresku SIS — og kynnt-
ar, án þess að manni verði ljóst
fyrr en töluvert er á liðið lesturinn,
hvar þessar persónur eiga heima í
söguþræðinum.í þessu fjölskrúðuga
liði er mikið af óþokkalýð og fáum
að treysta. Ekki er í fljótu bragði
ljóst, hvaða erindi margt af þessu
fólki á inn í söguna. Dægurlaga-
söngkona, uppgjafa bandarískur
sjóliði sem giftist rússneskri konu,
læknissonur sem fer snemma að
notfæra sér fólk, svo að nokkrir séu
nefndir. En það er alveg klárt hvað
er verið að fara.
Við erum leidd í sannleika um
ógeðfellda „stéttaskiptingu" innan
leyniþjónustanna, og að allir fara á
bak við alla, þótt svikin og ofbeldis-
hneigðin og kommúnistahræðsla sé
á mismunandi háu stigi; um þetta
allt er Albeury fulllangorður og
pakkar þessu öllu inn í miklar um-
búðir og flóknari en maður á að
venjast hjá þessum ágæta höfundi.
En loks fer svo að renna upp
fýrir manni ljós. Dáleiðslan sem
söngkonan og ungi hermaðurinn
eru beitt til að fremja ódæðisverk
sem leyniþjónustumenn geta ekki
framkvæmt sjálfir leiða mann að
lokum á brautina, sem höfundur er
að fara.
Samkvæmt þessari bók ætti því
Lee Harvey Oswald að hafa verið
dáleiddur og látinn myrða Kennedy,
fýrir atbeina CIA og mafíunnar.
Oswald gat hins vegar ekki bara
haldið fram sakleysi sínu, heldur
var honum algerlega ókunnugt um
að hann hefði skotið Kennedy. Dá-
leiðsluaðferð Symons læknis í bók-
inni er ekki nein venjuleg dáleiðsla
hún fer lengra inn í vitundina en
áður hefur þekkst og það er hætt
við því að þeir sem verða fyrir
þessu, muni svo smátt og smátt
fara að molna. Það gerist með
Walker og söngkonuna, þótt annað
nái heilsu en hitt ekki.
Þegar Albeury er sem sagt loks-
ins búinn að byggja nægilega
traustar undirstöður fer hann á
skrið og þá les maður af áfergju.
En framan af er ekki gott að átta
sig á hvert stefnir. Og uppgjör eins
af fáu ærlegu leyniþjónustumann-
anna, Boyd, við Symons lækni er
kraftmikil lesning.
UPPBOT
AISUHSKT SUHUUtí
3 VIKUR Á MJUORKU:
33.900 kr.
BR0TTF0R9.
Þann 9. júlí tekur Lukkuhjól Úrvals
stefnuna á Sa Coma á austurströnd
Majorku. Þar eru að meðaltali 30 sól-
skinsdagar íjúlí, meðalhiti 26°C og þar
er allt sem þarf til að sumarfríið
heppnist vel.
í Lukkuhjólsferðum velur þú ekki
gististað, en fœrð að vita um hann með
minnst 7 daga fyrirvara. Á Sa Coma
bjóðum við aðeins mjög góða gististaði,
svo áhœttan er engin!
*Verð á mann miðað við 2 fullorðn
í herbergi. Barnaafsláttur fyrir 2-11
ára: 8.000 kr.
Eigum ennþá örfáar íbúðir lausar á
nýja Úrvals íbúðahótelinu, El Paraiso.
Verð frá 33.050 kr. miðað við 2 full-
orðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð.
Nú gildir að taka ákvörðun strax!
i
FtRBASKRIFSTOFAH URVAl
- fólk sem kann sitt fag!
x Pósthússtræti 13 - Sími 26900.
MSM