Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.06.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1988 Mótfallinn því að gengið sé of mikið í smáfiskinn, segir Sævar aflakóngur togaraskipstj óra á Breka ÞAÐ ER ekki nýtt að aflakón- gamir yfir landið allt séu úr stærstu verstöð landsins, Vest- mannaeyjum. Um langt árabil hafa aflakóngarnir á vetrarver- tíðinni alltaf verið frá Vest- mannaeyjum og í ár er aflahæsti togarinn einnig frá Vestmanna- eyjum. Nokkur breyting hefur orðið á ýmsum þáttum vetrar- vertíðarinnar, meðal annars vegna fiskútflutnings í gámum og vegna smáfískadrápsins, sem á sér stað á smáfískamiðunum fyrir norðan og austan land og út af Vestfjörðum, þá hefur minna magn af fiski komið suður fyrir land á hrygningarslóðir en eðlilegt er talið af fískifræðing- um. Fiskifræðingar óttast mjög hve fáir sterkir árgangar eru nú í ársaflanum og telja grundvall- aratriði að smáfískadrápið sé stöðvað og hrygningarstofninn styrktur um leið og stuðlað sé að fleiri en einum til tveimur sterkum árgöngum í ársaflanum. Við ræddum við Sævar Brynjólfs- son skipstjóra á Breka frá Vest- mannaeyjum ,en frá síðustu vert- íðarlokum til vertíðarlokanna nú er hann hæstur togara landsins með yfir 6.000 tonn og frá ára- mótum hefur Breki landað yfir 3.000 tonnum af físki. Hermann Kristjánsson er skipstjóri á móti Sævari og tekur að meðaltali einn túr á móti tveimur og hálfum hjá Sævari. „Eg er ekkert svo myrkfælinn við stöðu'' fiskstofnanna við landið,“ sagði Sævar í upphafí samtals okkar, „það eru alltaf sveiflur í þessu, helst er ég hræddur við að farið sé að ganga óeðlilega mikið á karfastofninn, en hins vegar er einnig ljóst að hrygningarstofn þorsksins er í lágmarki. í þessu er viss hætta fólgin sem bregðast verður við. Við eigum talsvert sterka stofna af ungfíski, sem borið hefur á síðastliðin tvö ár, það er að segja ’83 og ’84 árgangana , en það er ekki nóg og ég er mjög hlynnt- ur lokun svæða með reglugerðum til lengri tíma og í ríkari mæli en gert hefur verið. Það þarf að fjdgjast með þessum hættusvæð- V estmannaeyjar: Morgunblaðið/Sigurgeir Skipstjórarnir og aflakóngarnir á Breka, Hermann Kristjánsson og Sævar Brynjólfsson. um mun meira en gert hefur verið og stöðva skilyrðislaust veiðar þar ef sýnt er að ótæpilega sé gengið í smáfískinn. Annars held ég að það sé erf- itt að meta það hvað smáfiska- drápið hefur verið mikið vanda- mál síðustu tvö árin. Smáfiskur hefur verið talsvert áberandi og á árinu 1987 var mesti smáfísks- afli sem ég hef lent í, en í vetur höfum við sem betur fer sloppið mun betur. Þorskaflinn er svo takmarkaður að við höfum reynt að vera í djúpköntunum þar sem er stærri fískur, en svo eru túrar inn á milli vestur þar sem lögð er áhersla á þorskinn. Varðandi fískveiðistefnuna þá held ég að hún sé ekki beint úr böndunum, það þarf visst aðhald, en ég er mótfallinn því að það sé gengið of mikið í smáfiskinn og í stjórnuninni á að taka fullt tillit til þess að mínu mati. Eg er tiltölulega sáttur við heild- arlínuna í þessu. Togarinn Breki öslar austur með Ystakletti á miðin. Morgunbiaðio/sigurgeir i Ejrjum Meðferð á fiskinum hefur batnað og það er sífellt unnið að því. Við erum til dæmis að skipta úr kössum yfir í kör vegna þess Ingibjörg Hafliðadóttir og SæVar Brynjólfsson skipstjóri á Breka, að það þykir betri geymsluað- en Ingibjörg var að vinna í garðinum þegar við heimsóttum þau. ferð, ekki hvað síst í sambandi við stærri þorskinn. Jú, þetta er mest sami mann- skapurinn, en við erum 15 um borð venjulega. Mest sæki ég austur af Eyjum og austur undir Berufjarðarál. Hljóðið í mann- skapnum? Það er nokkuð gott, aflinn er síður en svo minnk- andi. Gott gengi getur maður þakkað góðri áhöfn , nei, við skulum ekkert vera að tala um fískinefíð, enda er það ekkert sérstakt. Samstillt fólk skiptir mestu í þessu." Breki er að fara í skveringu til Póllands, 8 metra lengingu, byggt verður yfír skipið að fram- an, nýr skutur og auðvitað málað í hólf og gólf auk þess að skipt verður um hjálparspil. Breki var smíðaður sem loðnuskip og tog- skip, en nú verður skipinu breytt í alvöru togara loksins, eins og Sævar komst að orði, því tog- möguleikar hafa verið takmark- aðir. Um 20% af afla Breka hefur farið í gámaútflutninginn, hitt fer allt í frystihúsin í Eyjum að öllu jöfnu. 15% af afla skipsins fór í gáma á síðastliðnu ári. Sævar sagði að vissulega væri nokkur pressa á mannskapnum í þessum efnum þegar toppamir væru í gámaútflutningnum. Þessi eiturharða aflakló, sem Sævar er, fer sér að engu óðslega í því sem hann tekur sér fýrir hendur e,n allt gengur það samt markvisst. Hann vildi ekkert tala um blettina sína, sneri því út í það að konan sæi alveg um blett- inn við húsið, en hins vegar er Sævar þekktur fyrir blettina sem hann sækir afla á ef annað bregst, en leyndarmálið um þessa bletti lekur ekkert út. „Jú, maður á vissa bletti, sem lítið er farið á,“ sagði aflakóngurinn og brosti, en ekki söguna meir. Maður á víssa bletti sem lítið er farið á Allt í útileguna Seljum — Leigjum Hústjöld 4 m stgr. 29.900, 6 m stgr. 41.700. 5 manna tjöld m/fortjaldi stgr. 18.905. Samkomutjöld, svefnpokar, gastæki, pottasett, ferðadínur, borð og stólar, og m.fl. Útvegum fortjöld á hjólhýsi. Tjaldaviðgerðir. Sportleigan v/Umferðarmiðstöðina, sími 13072. GARÐASTÁL Á þök og veggi = HÉÐINN = STÓRÁSI 2, GARÐABÆ, SÍMI 52000 ■Hróóleikur og JL skemmtun fyrir háa sem lága! |Bs>rí0íiinííWiití> Jj!y |Her inn á lang I flest heimili landsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.