Morgunblaðið - 03.07.1988, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.07.1988, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 B 5 Þægilegasti tölvuþjónninn Þegar ég fékk mér Macintosh fyrir hálfu þriðja ári, var ég aðallega að sækjast eftir tölvunni, sem þægilegust væri í samskiptum við fólk. Ég kærði mig ekki um að þurfa að veija tíma til að setja mig inn í tölvufræðileg efni. Ég vildi líka, að tölvan þjónaði mér, en ég alls ekki henni. Mér sýnist hins vegar venjan vera sú, að fólk er látið þjóna tölvum. Makkinn hefur reynzt mér vel þennan tíma. Ég hef getað nýtt mér sérhæfðan hugbúnað við hæfi hvers verkefhis út af fyrir sig, án þess að þurfa að veija tíma til að læra sérstaklega notkun hvers þeirra fyrir sig. Þannig er rauðvínsskráin mín í File, hestaættimar í More, bækumar um erlendar stórborgir í MacWrite og Write Now og síðan hannaðar í Pagemaker. í vinnunni notum við svo Macintosh til að hanna kort og gröf í MacDraw og Cricket Graph, svo og til að stjóma Lasercomp textavél. Ivetur kom svo til sögunnar HyperCard, sem er fyrsti hugbúnaðurinn, er gerir mér kleift að ná tökum á hversdagslegum störfum á auðveldari hátt en áður var hægt með penna og pappír. Senn þarf ég lítið að skrifa niður, umskrifa eða millifæra og fátt eitt að muna, því að klæðskerasaumuð gerð Focal Point útgáfunnar af HyperCard er að verða að til- tölulega fullkomnum einkaritara mínum. Mér er ekki kunnugt um, að fyrir aðrar tölvur sé til neitt, sem í þægindum komist í hálfkvisti við þessar nýjungar í Macintosh-heiminum. Mér sýnist, að bilið milli Makkans og annarra tölva hafi farið breikkandi að undanfömu og að tölvu- þjónninn minn muni áfram verða fremstur í fylkingu næstu,árin. ' þnrrr , ] itstjóri DV. Apple Macintosh allt öðruvísi tölva SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.