Morgunblaðið - 03.07.1988, Page 6

Morgunblaðið - 03.07.1988, Page 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 Hvaða heilvita manni dettur i hug- að leggja upp í langferð á reið- hjóli á þjóðvegum íslands, sem á köflum hefur verið líkt við þvottabretti og þar sem ryk- mökkurinn á góðviðrisdögum er þykkari en þæfð lopapeysa. Slíkt kæmi fáum til hugar nema ef vera kynni einhveijum útlend- ingnum. Þannig hugsum við gjaman, þeg- ar ekið er fram á einhvem aðkomu- manninn, sem hefur flutt reiðhjólið sitt milli landa, jafnvel heimsálfa til að njóta sumarfnsins í faðmi fagurrar og hreinnar íslenskrar náttúra en hefur af misskilningi kosið þjóðvegi landsins sem áfanga- stað. Það kom því nokkuð á óvart að heyra af ungum mönnum og það íslenskum, sem undanfarin sumur hafa eytt sumarfríi sínu hjólandi upp á sjálfu hálendi íslands. Leit- andi uppi þingmannaleiðir og hrossatroðninga, til að hjóla eftir. Ekki gátu vegimir þar verið beysnir eftir hundrað ára brúkleysi, fyrst þeir era eins og þeir era í byggð, en þeir losnuðu þó við ryk- ið, var undirritaðri hugsað. — Urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og gijót. Þannig hlaut leiðarlýs- ing þessara unga manna að vera. Menn fara heldur ekki langt upp á hálendinu öðruvísi en að hitt fyr- ir straumharðar, óbrúaðar ár og gljúpa sanda. Því sú hroðalega stað- reynd blasir við að landið er að fjúka upp. — Hjóluðu þessir menn yfír sandana og ámar ef til vill líka? Margur villist, þó vís þykist, seg- ir máltækið. — Því nú hefur undir- rituð komist að því, að ferðast á reiðhjóli upp á hálendinu er dýrð- legt. Þetta er skemmtun, sem er skipulögð með margra mánaða fyr- irvara og beðið með eftirvæntingu í jafn langan tíma. Lesa landakort eins og aðr- ir lesa spennandi skáldsögn Hreystimannafélagið, er félag ungra manna, sem hafa hjólað helstu fjallvegi landsins. Segja má að þeir séu framkvöðlar á þessu sviði hér á landi. Ekki fara neinar sögur af öðram íslendingum, sem hafa hjólað jafn langar vegalengdir Hafa hjólað helstu fjallvegi landsins Rætt við nokkra félaga í Hreystimannafélaginu, sem telja það helsta kostinn við hjólreiðarnar, að hægt er að velja betra hjólfarið Á áfangastað draga félagarair í Hreystimannafélaginu fánann sinn að húni. Að þessu sinni hefur hon- nm verið fundinn staður í vörðu á Gæsahnjúk. Morgunblaðið/EmiKa Harði kjarainn í Hreystimannafélaginu, talið frá vinstri Ragnar Ómarsson, Sveinbjöra Gröndal og Jón Rúnar Arason. í vaðtöflum með uppbrettar buxnaskálmar, því vegurinn lá að þessu sinni í árfarvegi. og þeir. Það er þó til fræg saga af norðlenskum glímukappa, sem árið 1907 átti að þreyta glímu á Þingvöllum. Sagt er að sá hafí hjól- að frá Reykjavík til þingstaðarins. En tapaði fyrir andstæðingum sínum vegna þess að hann var út- keyrður eftir ferðina. Félagamir i Hreystimannafélag- inu hafa farið víða á hjólum sínum. Þeir hafa hjólað yfir Kjöl og Sprengisand og fara alltaf árlega í Fjallabaksferðir. Þeir hafa líka far- ið svokallaða Gæsavatnaleið. Lagt var af stað frá Brú á Köldukvísl, þaðan hjólað að Tómasarhaga und- ir Tungnafellsjökli. Þar skiptust leiðir. Völdu þeir félagar leiðina austur fyrir jökulinn inn að Gæsa- vötnum. Síðan var farið áfram með Vatnajökli og niður að upptökum Jökulsár á Fjöllum og ánni fylgt niður í Öskju og þaðan niður í Herðubreiðarlindir og loks niður að Mývatni, þar sem ferðin endaði. Þaðan „húkkuðu" þeir sér far í bæjnn. í sumar era áætlaðar tvær hjól- reiðaferðir. Önnur styttri er hin árlega Fjallabaksferð. Hin ferðin mun taka um hálfan mánuð. í þeirri ferð er áætlað að fara norður fyrir Hofsjökul inn á Hveravelli og síðan norður fyrir Langjökul, suður Kaldadal og inn á Hlöðuvelli og þaðan til Reykjavíkur. Hreystimannafélagið telur um tuttugu meðlimi. Eins og í öllum félögum er einn harður kjami og þrír þeirra, Jón Rúnar Arason, Sveinbjöm Gröndal og Ragnar Ómarsson tóku því fúslega að segja okkur frá ævintýram sínum. „í þessum ferðum okkar eram Við Skuggafjallakvísl á Fjallabaksleið nyrðri er verið að tannbursta sig fyrir næstu þrjá daga. við ekki bara að hugsa um að hjóla heldur skoðum við fallega staði, fylgjumst með gróður- og dýralífi, veðráttunni, hitastiginu, í hvaða hæð við eram staddir og fleira og fleira. Við höldum nefnilega log bók. Við skráum niður það sem fyrir augun ber. Líka yfirskilvitlega hluti. Það er alltaf eitthvað undar- legt að henda okkur," segja þeir leyndardómsfullir. „Til dæmis hafði Ragnar týnt gleraugunum sínum viku áður en við fóram yfír Sprengisand. En viti menn, þar sem við voram staddir í snjóskafli skammt frá Nýjadal, kemur Ragnar auga á gleraugun sín liggjandi í snjónum." Þeir horfa á skrásetjara með spum að frásögninni lokinni og segja svo: „Er þetta ekki undar- legt?“ Jú, það er margt skrýtið við þessa menn. Til dæmis lesa þeir landa- kort eins og aðrir lesa spennandi skáldsögu. „Ég var að lesa landakort til klukkan íjögur í nótt." segir Grönd- al. „Þannig kynnist maður landinu enn betur." Hreystimannafélagamir elska landið sitt og þeir hafa afar ríka þjóðemiskennd, sem lýsir sér meðal annars í því að þeir ferðast frekar innanlands en utan. Þeir lesa líka íslendingasögumar í ferðum sínum og trúa þar hveiju orði. En þó þeir félagar séu rómantískir láta þeir tilfínningamar ekki hlaupa með sig i gönur. Allar þeirra ferðir eru þaul- skipulagðar. „Við geram áætlanir sem stand- ast,“ segja þeir stoltir. „Leiðin er mörkuð á korti og ákveðið hve langt skuli fara hvem dag. Venjulega hjólum við aldrei lengur en fímm tíma á dag. Við höfum líka fyrirvara á hlut- unum. Einum til tveim mánuðum fyrir brottför fáum við lánaðan bílskúr og þangað flytjum við hjól- in. Geram þau klár fyrir ferðin og söfnum saman því dóti, sem við ætlum að hafa með okkur. Hver getur haft um það bil fímmtíu kíló og er farangurinn allur settur á hjólin. Það er hin mesta firra að vera með farangurinn á bakinu, það eyðileggur jafnvægið," segir Jón Rúnar. Taka með sér espressó- könnu og nýtt grænmeti „í þessar ferðir tökum við með okkur almennan viðlegubúnað, es- pressókönnu og nýtt grænmeti. Því tvær grænmetisætur era í hópnum. Þær era frekastar og ráða því mat- seldinni í túmum. A hveiju kvöldi sláum við upp veislu. Það tekur minnst þijá klukkutíma að útbúa kræsingamar og við gefur okkur góðan tíma til að borða, en það eru stórkostlegir „gúrmear“ í hópnum,“ heldur Jón Rúnar áfram. „Þú ert nú líka slyngur í að búa til ljúffengar grænmetiskássur," segja félagar Jóns Rúnars og nikka til hans höfðinu í viðurkenningar- skyni. „Espressókannan er alveg ómiss- andi, skýtur Gröndal inn í. „Margur útlendingurinn, sem hefur hitt okk- ur upp á hálendinu hefur orðið hissa og öfundsjúkur yfír könnunni góðu.“ „Einu sinni hittum við nokkra Frakka, sem langaði ógurlega mik- ið í kaffi, en vildu ekki þiggja það, því þeir héldu að við ættum svo lítið af því. Þeir áttuðu sig ekki á því, að við era miklir búmenn, eigum allt til alls og alltaf nóg af öllu." En hvemig er þessum mönnum fært að ferðast með allt þetta hafur- task á reiðhjóli? „Skýringin á því afhveiju við verðum aldrei uppiskroppa með nýjan mat er sú, að við sendum með rútu kassa með nýju græn- meti í einhvem skálann, sem verða mun á vegi okkar. Við þolum alls ekki duftmat." „Við erum illræmdir í þessum skálum,“ segir Ragnar, „því þegar við komumst í góðmetið eram við svo ánægðir, að við drögum upp fánann okkar og öskram. En fáninn er tákn félagsins og alltaf dreginn upp á áfangastöðum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.