Morgunblaðið - 03.07.1988, Síða 10

Morgunblaðið - 03.07.1988, Síða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUJNNUDAGUR 3. JÚIÍ 1988 Status Quo í Reiðhöllinni Breska rokksveitin Status Quo á tuttugu og sex ára afmæli á þessu ári og nær öll þessi tuttugu og sex ár hefur hljómsveitin verið aft gefa út plötur og selja. Svo er komift í dag að Status Quo hefur selt fleiri plötur en Bítlarnir sálugu. Quo hefur þó alla tfð þótt skemmtilegri sveit á sviði en á plötu og 15. og 16. júlí næst- komandi heldur hljómsveitin tvenna tónleika f Reiðhöllinni f Víðidal. Það hefur áður staðið til að hljómsveitin kæmi hingað til lands og svo langt var það komiö á veg að hengdar voru upp auglýsingar, sem rifnar voru niður daginn eftir. í stuttu samtali við talsmann sveit- arinnar kom fram að ekki hefðu það verið sveitarmenn sem ekki vildu koma til íslands, þá hefði lengi langað að koma til íslands, en það hefðu komið upp vandræði varðandi tryggingar vegna tón- leikasamningsins. Hvað sem því líður kemur sveitin til landsins í þessum mánuði og leikur hér í Reiðhöllinni eins og áður sagði. Status Quo kemur hingað til lands á vegum Reiðhallarinnar, sem réði Bobby Harrison til þess að sjá um tónleikana, og er ætlunin að gera helgina 15. til 16. júlí að einskona þjófstarti á verslunarmannahelg- inni, en heyrst hefur að Quo sé með þriggja tíma tónleikadagskrá. Tuttugu og sexár Eins og áður sagði hefur Status Quo starfað í tuttugu og sex ár og var sveitin stofnuð 1962 undir nafninu The Specters af þeim Francis Rossi, Alan Lancaster, Alan Key, sem vék snemma fyrir orgelleikaranum Jess Jaworski, og Barry Smith, sem snemma vék fyrir John Coghlan. Tónlistin sem sveitin lék í árdaga var dæmigerð sykurhúðuð popptónlist og fyrsti plötusamningurinn fékkst út á þá ímynd 1966. Ekki seldust þó fyrstu smáskífurnar vel og gilti þá einu þó nafni sveitarinnar væri breytt 1967 í Traffic og síöar Traffic Jam, en fyrsta lagið sem út kom undir nafninu Status Quo, lagið Pictures of Matchstick Men, sló í gegn í Bretlandi og náöi ágætri sölu í Bandaríkjunum. Næsta lag seldist ekki eins vel og á fyrstu LP-plötum sveitarinnar, Picturesque Match- stickable Messages og Spare Parts mátti heyra að sveitin átti við nokkurn tilvistarvanda að etja til viðbótar við fjárskort sem orðinn var tilfinnanlegur. Stofnendur sveitarinnar ákváðu að kominn væri tími til að breyta til og lögðu poppímyndina á hilluna. Sveitin tók að leika einfalda rokktónlist að slepptri allri tilgerð og orgelleikar- inn var rekinn. 1970 kom út fyrsta platan með endurbættri tónlist, platan Ma Kelly’s Greasy Spoon, og af þeirri plötu komust tvö lög inn á vinsældalista. Vinsældir sveitarinnar jukust í réttu hlutfalli við plötuútgáfu hennar og tón- leikahald og 1981 var svo komið að hljómsveitin hafði átt tuttugu og þrjár smáskífur í röð á vin- sældalistum og tólf plötur í röð á lista yfir fimm söluhæstu plötur í Bretlandi. í árslok 1981 hafði sveit- in selt tólf milljón smáskífur og átta milljón breiðskífur og fengið í sinn hlut níutíu og eina gull- silfur- og platínuplötu. 1982 sagði John Coghlan skilið við sveitina eftir að hafa verið með henni í sextán ár, en sveitin heldur sínu striki. 1984 hélt Quo í tón- leikaför, sem átti að setja enda- punktinn við feril hennar, en eftir að hafa leikið á Live Aid-tónleikun- um 1985 vöknuðu sveitarmenn til lífsins á ný og tóku upp þráðinn þar sem frá var horfið. Alan Lan- caster, einn stofnmeðlima sveitar- innar, hafði þó fengið sig fullsadd- an og hætti. Það viröist ekki hafa haft mikil áhrif á vinsældir sveitar- innar því 1986 kom út söluhæsta plata Quo til þessa, platan In the Army Now, en af henni varð lagið In the Army Now feikilega vinsælt hér á landi, sem og í Bretlandi og víðar. Nýjasta plata sveitarinnar kom út fyrir stuttu og hingað til lands kemur hljómsveitin eftir að hafa fyllt Wembey Arena-tónleika- höllina í tvígang fyrir skemmstu. Af þessari upptalningu allri má marka að Status Quo er langt í frá búin að vera eftir tuttugu og sex ára starf. Hljómsveitarmenn hafa aldrei haldið því á loft að þeir séu neinir afburða hljóðfæraleikarar, eða því að þeir séu að leika frum- lega og merkilega tónlist, en frá Bretlandi berast þær fregnir að sem tónleikasveit standist fáir sveitinni snúning, enda hafa sveit- armeðlimir úr nógu að moða eftir að hafa gefiö út nærri þrjátíu breiðskífur. Ljósmynd/BS LSS í Zanzibar Langt er um liðift síðan Tommi (hamborgari) opnaði skemmti- staðinn Villta tryllta Villa, þar sem áður höfðu verið seldir rörbútar og fittings. Síðan þá hefur staður- inn gengið manna á milli og inn- réttingum og nafni breytt aftur og aftur. f dag heitir staðurinn Casablanca og enn hefur hann tekið stakkaskiptum til að hala inn fleiri gesti; heitir nú Zanzibar á fimmtudögum. Ekki er óg frá því að Zanzibar sé besti holdgerv- ingur staðarins fram til þessa, þó ekki só gerlegt að lýsa innrétt- ingum svo vel sé (póst-módernísk popprómantík, eða bara nostai- klígja?), en Langi Seli og Skugarn- ir hóldu tónleika í Casablanca/- Zanzibar sl. fimmtudagkvöld. Kannski réði mestu um þægilegt andrúmsloft staðarins hinn ágæti tónlistarkokteill sem Þorsteinn Högni framreiddi áður en Langi Seli og hans menn hófu tónleik- ana. Tónlistin var hin dægilegasta blanda úr vestrænni poppgoða- fræði og brá þar fyrir hinum meiri spásveitum eins og Velvet Under- ground og Doors og Cat Stevens Tjarnabæjarkynslóðarinnar, Leon- ard Cohen, var einnig viðraður. Ekki er ég frá því að besta leikinn í þessari blöndu hafi átt Elmore James, en með Elmo hljómuðu tvær útgáfur af fimmtugu danslagi Roberts Johnson, Dust My Broom. Ekki má^ gleyma ágætri Hip-hop syrpu, sem leikin var snemma um kvöldið og kom einum áheyrenda til að nota sér hljóðnema hljóm- sveitarinnar til að rappa. Kannski var einmitt mesta gamanið þetta kvöldið að horfa á áheyrendur, sem voru vel á þriðja hundraðið, þó ekki hafi verið nema ein mann- gerð á staðnum, sú sem Bretar kalla „trendy". Lögðu allir við- staddir sig vel fram um að vera öðruvísi með þeim afleiðingum að allir voru eins, sem minnti mig á skemmtilega mannfræðilega heimsókn á Megadeth-tónleika fyrir skemmstu. Jón Skuggi útskýrir. Ljósmynd/BS Nístingsköld var nóttin... Langi Seli og Skuggarnir, eða LSS eins og stóð á veggnum aftan við sveitina, njóta þess nú að vera „heitir" hjá vissum hóp áheyrenda Ljósmynd/BS og á sveitin það enda skilið. Reyndar á hún það skilið að vera „heit" hjá þorrra tónlistaráhuga- manna á íslandi, enda ein besta (og skemmtilegasta) rokksveit landsins. Tónlistin hefur gjarnan verið kölluð rokkabillí, til að menn hafi handhæga merkimiða, en hún er miklu meira en það. Skuggarn- ir, með Langa Sela í broddi fylking- ar, hafa flestar gerðir rokktónlistar á valdi sínu og hræra þeim mis- kunnarlaust saman. Þeir geta rokkað af meiri krafti en flestar þungarokksveitir og þeir geta líka rokkað létt. Tíðum fannst manni sem maður hefði heyrt stöku frasa áður (a.m.k. einu sinni brá fyrir stefi frá erkiþjófunum Bítlunum), en það var bara til að auka enn á ánægjuna. Mesta gamanið var þegar nútíma goðafræði var viðruð í laginu um Morgan Kane, sem hefst með orðunum Nístingsköld var nóttin ..., en ekki stóðu önnur lög því langt að baki, s.s. eitt lag sem ég kann ekki að nefna, en hefur viölagið Farðu frá og lögin Kondinental og Út í at, sem verða víst á tólftommu sem Smekkleys a s/m hefur tekið að sér að gefa út. Áheyrendur kunnu vel að meta tónlistarblendinginn, sem boðið var upp á og þéttur massinn fram- an við sviðið (já, það er komið svið í Casablanca!) gliðnaði smám sam- an, eftir því sem fleiri og fleiri fóru að hrista sig eftir hljóðfallinu og þurftu því meira svigrúm. Hryggjarstykki Langa Sela og Skugganna er fyrirtaks trommu- leikur Komma og bassaleikur ham- remmans Jóns Skugga, sem tekur kontrabassann slíkum tökum að unun var á að horfa og hlusta. Seli kann alla stælana og, það sem meira er um vert, notar þá alla og Steingrímur gítarleikari, sem var ekki áberandi á sviðinu, var þeim mun meira áberandi í tónlistinni. Hljómsveit sem vekur eskeasta. Tónleikafregnir Eins og fram kemur hér á síðunni er breska rokksveitin Staus Quo væntanlega til landsins um miðjan júlf og heldur hér tvenna tónleika. Ógetið er þá fleiri hljómsveita sem væntanlegar eru til lands- ins á árinu. i águst eru væntanlegur til landsins bandaríski rokkarinn Meat Loaf, sem sótt hefur það fast að fá að koma hingað aft- ur. Önnur sveit sem lýst hefur áhuga sínum á aö halda hér tónleika er norska sveitin A-Ha, en ekki er víst að af verði. Önn- ur sveit er væntanleg í ágúst og hefur sú verið lengi að. Það er rokksveitin Kiss, sem hingað kemur af Donnington Monsters of Rock-hátlðinni. í október er hvalreki á fjörur rokkáhuga- manna, en þá stendur til að breska rokksveitin Iron Maiden haldi hér tónleika. Af listum yfir tækjabúnað sem sveitin sú hyggst bera með sér yfir hafið að dæma verða þetta einir mestu rokktónleikar sem haldn- ir hafa verið hórlendis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.