Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 Hvað á að verða um þetta land u 600 þúsund hafa flúid land Það er enginn raunverulegur mælikvarði til á mannlegar hörm- ungar nema sú samúð sem þær •velqa í hjörtum annarra, ekki síst þeirra sem betur eru staddir. Tölur segja mikið eða lítið eftir því hvem- ig á það er litið. Hvaða tilfínningar vekur það til að mynda að 3,3 millj- ónir íbúa Mozambique þurfa á neyð- arhjálp að halda að mati stjóm- valda? 1,1 milljón er heimilislaus vegna aðgerða skæruliða, sem er betra ástand en var á síðasta ári, þegar 1,6 milljónir vom heimilis- lausar. 600 þúsund manns hafa flú- ið Mozambique, þar af 400 þúsund til nágrannalandsins Malawy, þar sem þeir dveljast í flóttamannabúð- um. Þá þarf matargjafír fyrir 2,6 milljónir manna í borgum og bæjum landsins, þar sem komrækt í landinu liggur að mestu niðri. Aætl- að er að á þessu ári þurfí 94% undir- stöðukoms, þ.e.a.s. maís, hveitis, hrísgtjóna og dúrru, að koma utan- lands frá, þar sem horfur em á að innanlandsframleiðslan fullnægi aðeins 6% af þörfínni. Prakash Ratilal, ráðherra at- vinnumála og formaður þeirrar nefndar sem fer með yfírstjóm neyðarhjálparinnar, segir að bráða- birgðaaðstoð komi ekki að notum. Líta verði þannig á að þetta ástand vari til langs tíma og landið verði að treysta á neyðarhjálp næstu ár- in. Hann segir að gefendur hafí áttað sig á langtímaþörfínni og auk matar þurfí fræ, áhöld og búnað til vatnsveitu bæði til áveitu og neyslu. Þannig megi komast hjá því að fólk verði háð hjálpinni til fram- búðar. Þjóð háð erlendri aðstoð uto fást einungis matvömr og það virtist ekki vera skortur á þeim. Búðir em örfáar og vömúrvalið nánast ekkert. Það þjónar því litlum tilgangi að skipta gjaldeyri í verð- lausa mynt landsins, auk þess sem það er að sjálfsögðu ólöglegt. Suður-Afríka styður skæruMða Höfuðborgin ber ástandinu í landinu skýrt vitni. Þar em engir veitingastaðir og enga leigubíla að hafa. Hafi menn ekki yfír bíl að ráða í gegnum einhvem, sem er svo lánsamur að eiga bíl, eða samtök, sem starfa í landinu, er maður nán- ast bundinn við hótelið, þar sem hitinn er of mikill til þess að hægt sé að ferðast um að ráði fótgang- andi. Almenningsvagnar em fáir og þeir sem ég sá vom ævinlega troðfullir af fólki og tugir ef ekki hundmð sem biðu á hverri biðstöð vagnanna. Öllum, sem ég ræddi við í Moz- ambique um ástandið þar, bar sam- sÆ&f' yg ■ „RíðhúslA" í búðunum. Öll mlkllv. þar með fulltrúum hjálparstofnana | svœðlsbundna mállýsku og varð að Það er alveg ljóst að þó svo stríðinu væri lokið myndi það taka töluverðan tíma fyrir landið að jafna sig þannig að það geti staðið á eig- in fótum. Landið var í sámm eftir sjálfstæðisbaráttuna þegar styrjöld skæmliða hófst og ekkert tækifæri hefur gefíst til þess að græða þau sár. Styijöldin hefur líka haft af- drifaríkar afleiðingar fyrir gjaldeyr- istekjumar, sem hafa farið minnk- andi með hveiju árinu. Þannig áætla stjómvöld að auka iðnaðar- framleiðsluna um 20% á yfírstand- andi ári. Takist það verður hún þó ekki nema 65% af iðnaðarfram- leiðslunni 1981, þar sem skæmliðar hafa gert árásir á hvers kyns mann- virki og eyðilagt þau. Verðbólgan var 166% á síðasta ári og viðskipta- jöfnuðurinn er óhagstæður um meira en hálfan milljarð Banda- ríkjadala, eða um sexfaldan útflutn- ing landsins á þessu ári. Enginn gjaldeyrir er fyrir hendi til kaupa á matvælum og mismunurinn verð- ur að koma í erlendri aðstoð. Þessu fylgir auðvitað að vöm- skortur er í landinu og gjaldeyri þarf til þess að fá það sem vantar. Sérstakar gjaldeyrisverslanir em fyrir útlendinga og aðra sem hafa gjaldeyri undir höndum og þar er hægt að fá sumt það, sem Vestur- landabúar telja til sjálfsagðra þæg- inda. Gjaldeyrir gengur kaupum og sölum á svörtum markaði fyrir margfalt verð. Þannig var mér boð- ið meira en fjórfalt gengi innan- landsmyntarinnar fyrir dollarann. Á markaðnum í höfuðborginni Map- ■ Lelðsögumaðurlnn Wllson Sllva tll vinstrl og fulltrúi neyð- arhjálparstofnunar stjórnvalda f Marupa vlrða fyrir sór hvað fólk hefur í matinn í búðum flóttamanna. ■ í höfuðstöðvum Klrkjuráðs Mozambique f Maputo. Konur voru þar daglega á elnhvers konar námsstefnum og um miðj- an dagin elduðu þaer sár saman mat f oplnni eldstó á svaeð- Inu og borðuðu hann undlr beru loftl. an um að stjómvöld í Suður-Afríku stæðu að baki skæruliðum og styddu þá með ráðum og dáð. Ástæðan væri sú að hvíta minni- hlutastjómin þar í landi gæti ekki átt það á hættu að ríki undir stjóm svartra sýndi að það gæti staðið á eigin fótum og þannig orðið ógnun stjómvalda þar. Þetta væri í raun stefna þeirra gagnvart cllum ná- grannaríkjum sínum. Þeim væri það hins vegar ekkert kappsmál að velta stjómvöldum í nágrannaríkjunum úr sessi, en hentaði ágætlega að draga mátt úr þeim með því að ala á úlfúð og styðja við bakið á þeim sem væm andvígir stjómvöldum. Upphaflega var það stjóm Ians Smiths í Ródesíu, nú Zimbabwe, sem hóf stuðninginn við skæruliða í Mozambique, enda hafði Mugabe, núverandi forseti landsins, höfuð- stöðvar sínar þar í baráttunni gegn stjóm Smiths. Suður-Afríka tók síðan við eftir að stjóm Smiths hrökklaðist frá og hvíti minnihlut- inn þar varð að láta völd sín í hend- ur svartra. Kornið malað f Marrupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.