Morgunblaðið - 03.07.1988, Blaðsíða 19
n Jeep
Wagoneer - Cherokee
- ekki bara glæsilegir
heldur gæðin í gegn
EGILL VILHJÁLMSSON HF.
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
Fyrir þá
sem vilja
það besta.
Lukkulegur vinningshafi í ferðagetraun Tommaborgara: Steinþór
Sigurjónsson ásamt móður sinni, Steinþóru F. Jónsdóttur, að taka
við fimm farseðlum til Mallorca úr hendi Karls Sigurhjartarsonar
hjá ferðaskrifstofunni Pólaris.
Heppinn drengur
Það er ekki á hverjum degi sem
10 ára strákur tekur sig til og
býður fjölskyldunni með sér í sólar-
landaferð. Steinþór Siguijónsson lét
sig hins vegar ekki muna um það
og dreif móður sína og bræður með
sér til Mallorca.
Steinþór tók þátt í ferðagetraun
Tommaborgara og var dregið í
henni á Tommadeginum sem var
haldinn á Lækjartorgi þann 4. sept-
ember í fyrra. Þá kom í ljós að
Steinþór hafði heldur betur dottið
í lukkupottinn. Hann hafði unnið
sólarlandaferð á vegum ferðaskrif-
stofunnar Pólaris og ekki nóg með
það, hann mátti þar að auki bjóða
systkynum sínum og foreldrum með
sér.
Þann 12. júní fór Steinþór utan
ásamt móður sinni, Steinþóru F.
Jónsdóttur, og þremur bræðrum.
Fjölskyldan er síðan væntanleg
heim á morgun.
LANDSMÓT
AA S AMTAKANNA
1988
verður haldið í Galtalækjarskógi helgina
8. - 10. júlí og þá verður glatt á hjalla.
Diskótek bæði f östudags- og laugar-
dagskvöld og óvæntar uppákomur
fyrir alla.
(Mætið með góða skapið, því ekki er
gott að gleyma því heima.)
Nú skín sól liátt á lof ti og sólin er
þar sem þú verður.
Miðaverð kr. 1300,- frítt fyrir 16 ára og yngri.
TILBOÐ ÓSKAST
íToyota Tercel Dl. SA/V4 W/D árgerð ’85 (ekinn 24 þús.
km.), Jeep CJ-74x4, árgerð '85, CherokeeJeep 4x4 árgerð
'84, ásamt öðrum bifreiðum er verða sýndará Grensás-
vegi 9 þriðjudaginn 5. júlíkl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00.
SALA VARNARLIÐSEIGNA
iiÆ&SÍ* .
Leikarar úr Alþýðuleikhúsinu sem ætla að ferðast um landið með
leiksýningu fyrir börn. Talið frá vinstri, Arni Pétur Guðjónsson leik-
ari, Margrét Arnadóttir leikstjóri og sögumaður, Erla B. Skúladótt-
ir leikari, Margrét Kristín Blöndal tónlistarmaður og Kolbrún Erna
Pétursdóttir leikari.
ALÞYÐULEIKHÚ SIÐ
Ætla að ferðast um
landið leiksýningu
w
| dag leggja nokkrir félagar úr
I Alþýðuleikhúsinu upp í sýningar-
ferð um landið. Fyrstu viðkomu-
staðirnir verða Blönduós og Skaga-
strönd.
Þau ætla að sýna barnaleikrit
sem heitir „Ævintýri á ísnum“. Það
fjallar um lítinn dreng sem býr með
ömmu sinni á eyju norður í hafi.
Hann ákveður að fara í ferðalag
yfír ísinn og á leiðinni lendir hann
í ýmsum skemmtilegum ævintýrum.
Þetta leikrit er leikur án orða en
sögumaður segir söguna. í sýning-
unni verða notaðar grímur og ýms-
ir skemmtilegir búningar.
Leikritið var frumsýnt í
Reykjavík á 17. júní og var einnig
sýnt í Garðabæ sama dag. Þetta
er geysilega skemmtileg sýning fyr-
ir böm.
COSPER
©PIB 10871
CIMMUIO >WU' I
COSPER.
Nei, sjáðu, sá litli er farinn að ganga.