Morgunblaðið - 03.07.1988, Qupperneq 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988
I I tlEIMI I \ll M'SI iSM
Hver skellti skuldinni
á Robba kanínu?
Teiknimyndafígúrur og leikarar saman í nýrri mynd frá
Disney og Spielberg
Hver verður útkoman þegar Walt
Disney-fyrirtækið og Steven Spiel-
berg gera mynd saman fyrir silljón
dollara (jæja. 45 milljónir)? Svarið
liggur í augum uppi: „Who Framed
Roger Rabbit" (Hver skellti skuld-
inni á Robba kanínu), mynd þar sem
teiknimyndafígúrur og leikarar af
holdi og blóði leika saman. Skrítið?
í Hollywood er allt hægt. Vilji er
allt sem þarf — og hellingur af pen-
ingum.
Tæknilega er myndin hreinasta
undur. Teiknimyndafígúrurnar eru
sýndar í fullkominni þrívídd og þær
eru teiknaöar með frábærri ná-
kvæmni inni hinn raunverulega
heim myndarinnar. Aöalhetjan,
Robbi kanína, leikur í ofbeldisfullum
teiknimyndum og bíómyndin hefst
á einni slíkri. En tóninn er gefinn
þegar mennskur leikstjóri teikni-
myndarinnar stígur inní rammann
og hundskammar Robba fyrir að
sjá fugla en ekki stjörnur eftir að
ísskápur hefur dottið á hausinn á
honum. „Að fara úr teiknimyndinni
yfir í raunveruleikann var það and-
artak myndarinnar sem mestu máli
skipti," segir leikstjórinn Robert
Zemeckis (Aftur til framtíðar).„Sko-
tið varð að virka, annars hefði allt
verið búið þremur mínútum eftir að
það byrjaði. í teiknimyndinni býr
myndavélin sig undir að ísskápurinn
opnist og færist nær honum en
þremur síðustu skotunum er lítil-
.jj lega breytt úr flatri teiknimynda-
gerð í vatnsliti. Við byggðum þrívíða
leikmynd og máluðum hana flata
með skuggum og öllu og allt í einu
labbar leikstjórinn sig inn á sviðið."
Þaö tók þrjú ár að fullgera
„Robba kanínu". Myndin er 103
mínútur að lengd en af þeim eru
55 mínútur blandaðar teiknimynda-
fígúrum og í flóknustu atriðunum
þurfti að gera 600 teikningar fyrir
hverja sekúndu. Sögusviðið er Los
Angeles árið 1947 og teiknimynda-
fígúrur og menn lifa saman í sátt
og samlyndi. Teiknimyndastjörn-
urnar búa í fátækrahverfi sem kall-
ast Toontown og eru ekki eins hátt
skrifaðar og lifandi fólk. Þeim er
t.d. meinaður aðgangur að nætur-
klúbbnum Blek og litir nema til að
þjóna eða skemmta mönnum.
Leyniorðin eru „Walt sendi mig".
Mörgæsaþjónar ganga á milli þorða
í smóking og Daffy og Andrés önd
leika saman á píanó.
Robbi er sakaður um morð sem
hann ekki framdi en konan hans
er femme fatale myndarinnar, seið-
andi vatnslitagella aö nafni Jessica
(Kathleen Turner Ijær henni rödd
sína nema þegar hún syngur, þá
tekur Amy Irving, eiginkona Spiel-
bergs, við). Mótleikari Robba
kanínu er breski leikarinn Bob
Hoskins. Hann leikur drykkfelldan
einkaspæjara, Eddie Valiant, sem
er einasta von kanínunnar í glím-
unni við hinn illa Doom dómara
(Christopher Lloyd). Óþokkarnir eru
vonlaus hópur vopnaðra hreysi-
katta. Byssurnar þeirra eru raun-
verulegar, þeir slást innan um raun-
veruleg húsgögn og keýra raun-
verulegan bíl. Teiknimyndastorkur
hjólar á raunverulegu hjóli og
teikna hreysikattarháls yfir hana.
En það voru fjórir eða fimm aðrir
hreysikettir í atriöinu veifandi byss-
um, hoppandi á húsgögnum og
berjandi á Hoskins. í felum undir
leikmyndinni stjórnuðu tólf manns
Saman f mynd um morð í
Hollywood; Robbi kanína og
Bob Hoskins takast á f Hver
skellti skuldinni á Robba
kanínu?
Leikstjórinn Zemeckis með
stjörnunni sinni.
(upprunalega sagan gerðist í nútí-
manum) og nýjar persónur voru
skapaðar, m.a. Doom dómari. Búin
var til hliðarsaga um spillingu í
borginni sem svipar um margt til
„Chinatown".
Allar myndir sem bera nafn
Spielbergs eiga það til aö setja
hann í sviðsljósið en Spielberg sjálf-
ur segir Zemeckis eiga allan heiður-
inn af „Robba kanínu". Framtak
hans sjálfs var að fá Disney til að
borga reikninginn og semja við
Warner Bros. um að lána margar
frægar teiknimyndafígúrur sínar í
myndina.
Teiknimyndafígúrur hafa áður
leikið á móti mennskum leikur-
um.í„Anchors Aweigh" dansaði
Gene Kelly við mús og í Mary Popp-
ins léku Julie Andrews og Dick Van
Dyke á móti teikningum. En enginn
hefur áður lagt í þá áhættu að
byggja heila bíómynd á samspili
teikninga og manna. Hvernig var
komist hjá því að láta myndina ekki
líta út eins og morgunkorns auglýs-
ingu þar sem teikningarnar eru eins
og þær séu límdar inná filmuna?
Svar Zemeckis er einfalt: Með því
að gera bíómyndina án þess að
taka tillit til teiknimyndanna. Hann
lagaði sig ekki aö þeim heldur hélt
kvikmyndavélinni á hreyfingu með
Robba og Jessicu og hreysikettina
labbandi inn og útúr rammanum
eins og þau væru mennskir leikarar.
„Áður fyrr löguðu menn sig að
teikningunum," segir hann.
„Myndavélin hreyfðist ekki. ( Mary
Poppins lýstu þeir leikarana svo
þeir yrðu flatir eins og teikningarn-
ar. Ef þú hreyfir ekki myndavélina
getur teiknarinn tekið reglustriku
og fundið staðinn þar sem fætur
fígúrunnar koma við gólfið. Þegar
myndavélin er hreyfð verður hvert
einstakt skot að vera hugsað fyrir-
fram."
Teiknarinn Williams talar um
skýrleika og þolinmæði Zemeckis
og Hoskins lýsir honum sem
„blöndu af Gandhi og jólasveinin-
um“ og „mjög elskulegum manni".
Áður en Zemeckis gerði fyrstu upp-
tökuna varð hann að hafa hvern
ramma myndarinnar í kollinum.
Þegar er farið að tala um fram-
haldsmynd en aðalmennirnir að
baki „Robba kanínu" hrista bara
hausinn. Spielberg segirað „Robbi"
sé eins og E.T., einstök, og bætir
því við að ef Zemeckis, sem er ör-
þreyttur eftir hina flóknu kvik-
myndagerð, yrði beðinn um fram-
hald myndi hann aðeins brosa og
segja: „Takk fyrir minningarnar."
Leiðin til Toontown var of löng en
Zemeckis var reiöubúinn að takast
hana á hendur og sanna um leið
að Hollywood væri tilbúin að gera
hvað sem er til að skemmta fólki.
UnniA uppúr The New York Ti-
mes, Newsweek og Time.
aranna (alls 326 manns) var filma
sem lögð var yfir stækkaða útgáfu
af hverjum leiknum ramma (24
rammar á hverri sekúndu myndar-
innar, alls 82,080). Sá sem stjórn-
aði teiknurunum var óskarsverð-
launahafinn Richard Williams. Að
lokum fékk fyrirtæki George Lucas,
Indrustrial Light and Magic, það
verkefni að splæsa saman teikni-
myndunum og leiknu myndunum.
Bob Hoskins átti ekki sjö dagana
sæla. Vegna þess að hann sá aldr-
ei mótleikarann sinn, Robba kanínu,
varð hann að ímynda sér hann.
„Mér varð það Ijóst að ef ég átti
að geta myndað eitthvað samband
við Robba yrði óg að sjá hann en
það var ekkert fyrir mig að sjá,“
segir hann. „Ef ekki myndaðist
sterkt samband á milli Robba og
mín yrði myndin tæknilegt afrek en
ekki bíómynd. Ég lék mér tímunum
saman með ímynduöum vinum
þriggja ára dóttur minnar." Eftir
fimm mánaða tökur í London og
Los Angeles fór Hoskins að missa
stjórnina. „Ég lifði meðToon-unum
daginn út og inn og ég var í raun-
inni farinn að sjá hreysiketti á veit-
ingahúsum. ímyndunin var farin að
taka völdin."
Hver skellti skuldinni á Robba
kanínu? er byggð á sögunni „Who
Censored Roger Rabbit?" eftir Gary
K. Wolf sem Disney-fyrirtækið
keypti kvikmyndaréttinn að
skömmu eftir útkomu hennar árið
1981. Jeffrey Price og Peter Sea-
man gerðu handrit eftir sögunni og
það var sent Zemeckis sem fékk
áhuga á verkefninu. „En þá stóð
fyrirtækið ótraustum fótum og var
ekki fært um að ráðast í gerð mynd-
arinnar," segir hann.
Fjórum árum seinna var tekið til
við „Robba kanínu" aftur undir nýrri
stjórn og vænlegri fjárhagsstöðu.
Spielberg var fenginn til aðstoðar
vegna möguleika Amblin-fyrirtækis
hans til að þróa nýja tækni, sögu-
sviðiö var fært aftur til ársins 1947
Robert Zemeckis leikstýrir Christopher Lloyd f hlutverki hins illa Doom
dómara. Eins og í bíómyndinni var teikningunni af Jessicu bætti við
seinna.
Jessica fitlar við raunverulegt háls-
tau. Já, segðu það bara. Þetta eru
undur og stórmerki.
En hver er galdurinn? Fyrst var
myndin að sjálfsögðu tekin, svo var
teikningunum bætt inní. Auðvelt.
Ekki svo mjög. Zemeckis lýsir ein-
földu atriði: Hoskins treður sápu-
stykki uppí einn hreysiköttinn í
myndinni en sápustykkið fór í raun-
inni í höndina á brúðuleikara. Sá
sem var með minnstu, þynnstu
höndina var valinn svo teiknararnir
ættu síðar auöveldara með að
með myndbandsupptökutæki fyrir
augu rafstýrðum örmum sem veif-
uðu vopnum og lyftu stólum á með-
an aðrir faldir brúðuleikarar gerðu
dældir í sófapúða til að láta líta svo
út að dýr með þyngd og úr massa
hefðu staðið upp eða hlunkast nið-
ur.
„Fyrsta útgáfan var eins og
Ósýnilegi maðurinn snýr aftur",
segir Steven Spielberg. „Allir þess-
ir tebollar, flöskur og glös með
viskíi á sveimi um höfuð Hoskins."
Svo var teiknað í götin. Strigi teikn-
Hoskins og vatnslitagellan
Jessica, sem Kathleen Turner
talar fyrir.
7