Morgunblaðið - 03.07.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 03.07.1988, Síða 27
,r»r t tt'tt o crTT*^ í rTTTT/rr^TTn (jjn a Tp-T/rTTr><rrv?f MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1988 a as B 2f Faoir verður sonur -ogöfugt Það hafa verið gerðar nokkrar myndir í Bandaríkjunum undanfar- ið sem eiga það sameiginlegt að faðir og sonur skipta um hlutverk. Ein þeirra er „Vice Versa", sem sýnd verður í Stjörnubíói. Hún segir frá feðgunum Marsh- all og Charlie Seymour. Pabbinn er sívinnandi yfirmaöur hjá stóru verslunarfyrirtæki og hefur lítinn tíma til að sinna drengnum sínum og ef kærastan hans ynni ekki með honum myndi hann sjálfsagt aldrei hitta hana. Líf feðganna tekur fyrst veru- legri breytingu eftir verslunarferð til Bangkok þar sem Marshall lend- ir óvart í ráðabruggi tveggja bófa sem ætla að smygla fornri og dul- arfullri hauskúpu til Bandaríkjanna og selja þar. Þegar heim til Chicago kemur finnur Marshall hauskúpuna ( farangri sínum og einu sinni þegar faðir og sonur eru að rífast heima hjá sér og óska þess aö þeir gætu skipt um hlut- verk lifnar yfir hauskúpunni og búmm . . . pabbinn verður son- urinn og sonurinn pabbinn. Nema núna lætur pabbinn eins og 11 ára strákur en strákurinn lætur eins og vinnualkinn pabbi sinn. Með aöalhlutverkin í myndinni fara Judge Reinhold, sem er ómissandi í „Beverly Hills Cop“- myndirnar, Fred Savage, sem leik- ur son hans í myndinni, og Corinne Bohrer, sem leikur kærustuna. „Flestir líta svo á að leikstjórinn sé nokkurs konar hershöfðingi, maðurinn sem hefur algera stjórn á öllum þáttum kvikmyndagerðar- innar," segir Brian Gilbert, leik- stjóri „Vice Versa". „Ég sé sjálfan mig ekki í því Ijósi. Raunar finnst mér starf mitt líkjast meira starfi Ijósmóðurinnar sem hefur umsjón með fæðingunni." „Vice Versa" er önnur mynd Gilberts. Dustin Hoffman bregður á leik Það er ekki ofsögum sagt að Dustin Hoffman er maður erfiður viðureignar, og getur verið hreint óþolandi þegar svo ber undir. Hann er frægur fyrir að fara eigin leiðir þegar hann velur sér hlutverk og er ekkert nema gott um það að segja, en hann hefur unun af því að kvelja fólk sem hann vinnur með. Hoffman ákvað haustið 1986 að leika í „Rainman" undir leikstjórn Martins Brests, sem tveim árum fyrr hlaut frægð fyrir að leikstýra „Löggunni í Beverly Hills" með Eddie Murphy. Hoffman var mjög skotinn í hugmyndinni að baki sög- unni: Það var hugljúf saga tveggja feðga, sonar og andlega vanheils föður, sem Hoffman hugðist leika. Hann var svo spenntur fyrir sög- unni að hann fór strax að skoða heilsuhæli, meira að segja geð- veikrahæli, áður en skrifað var undir samninga. Á sama tíma sam- þykkti Tom Cruise að leika soninn, en Tom sló í gegn nokkrum mán- uðum fyrr í „Top Gun". En Hoff- man var samt ekki nógu ánægöur með handritið og krafðist þess að því yrði breytt þannig að það félli betur að hans kröfum. Leikstjórinn samþykkti nokkrar breytingar og tökur áttu að hefjast í maí 1987. Martin Brest skrifaöi nýtt hand- rit, sem Tom Cruise sætti sig við en Dustin Hoffman var síður en svo ánægður með. Þá settust þeir niður, Hoffman og Brest, og reyndu að nálgast sjónarmið hvor annars. En hvorki gekk né rak. Hoffman stakk af og lók í „Ishtar" með Warren Beatty. Þá lokst fannst Brest nóg komið og sagði skilið við Hoffman og feðgana tvo. (Hann skrifaði annað handrit og lauk nýlega við tökur á þeirri mynd, „Midnight Run“, en Dustin Hoffman hefur vissar skoðanir á því hvernig kvik- myndahandrit á að vera. aðalhlutverkið í henni er í höndum Roberts De Niro). Það var kvikmyndaverið United Artists sem stóð aö gerð „Rain- man". Forráðamenn fyrirtækisins höfðu tröllatrú á myndinni og leit- uðu því að nýjum leikstjóra í skyndi, manni sem þolað gat skap- bresti og óútreiknanlegar kröfur Hoffmans. Fyrst töluðu þeir við Steven Spielberg, sem samþykkti með semingi. En hann var fljótur að rifta samningum því hann gat engan veginn sætt sig við sjónar- mið leikarans. (Spielberg sneri sér þess í stað að „Veldi sólarinnar" sem hann lauk við haustið 1987 og Bíóborgin hefur sýnt undan- farnar vikur.) Þá var röðin komin að Sydney Pollack. Hann hafði gerst svo djarfur að vinna með Hoffman að „Tootsie" árið 1982, og var sú samvinna ærið stormasöm. Þeim tókst engu að síður að gera skrambi góða kvikmynd. Pollack var enn að telja Óskarsverðlaunin sem nýjasta mynd hans, „Jörð í Afríku", hlaut árið 1985, þegar forráðamenn United Artists báðu hann að leikstýra „Rainman". Pollack reyndi hvað hann gat: las handritið, talaði við Hoffman, las handritið aftur til að sjá beturþær breytingar sem Hoffman vildi gera, fékk nokkra kvikmyndahandrits- höfunda til liðs við sig, en allt kom fyrir ekki, þeim tókst ekki að skrifa söguna þannig að Hoffman gerði sig ánægðan. Þetta var mikiö áfall fyrir United Artists, sem hafði þegar eytt fimm milljónum dala í þessa mynd sem ekki var farið að gera enn. Og það sem verra var; aðrir kvimynda- gerðarmenn voru farnir að gera myndir um svipað efni. Tom Hulce, sem lék Amadeus svo eftirminni- lega, lék t.d. f „Dominick & Eug- ene" sem fjallar um tvo bræður, annan þroskaheftan. Það síðasta sem fréttist í þessu máli er að Barry Levinson er að athuga möguleikann á að vinna með Hoffman. Levinson á að baki ágætar myndir eins og „Diner" og „Tin Men“, og nýjasta mynd hans, „Góðan daginn, Víetnam", naut gífurlegra vinsælda vestanhafs fyrr á þessu ári. Levinson ætlar að skrifa nýtt handrit. Handritið mun hann sýna Tom Cruise, sem bíður enn þolinmóður, en það hefur sýnt sig að þaö er ekki nóg aö Cruise verði ánægður. Það þarf líka að taka skoðanir og þarfir Dustins Hoffmans með í reikninginn. SOFASETT ÍTÖLSK HÖNNUN Kkristjan SIGGEIRSSON LAUGAVEGI 13, SÍMI 625870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.