Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 Ungur Blöndósingur segirfrá útilegu í Asíu: n. hiuti Gestir Khomeinis eftirRóbert Víði Gunnarsson Tyrkland Það var kominn 14. nóvember, við vorum komin inn í Tyrkland og nú var sótt á brattann. Lötur- hægt mjakaðist hinn aldni og þung- hlaðni Bedford-trukkur um fagurt Qallalandslag’, upp á Kappadosíu- hálendið í átt til Görreme-svæðisins skammt frá smáborginni Kaiseni. Göreme er frægt í sögunni sem síðasti viðkomustaður krossfa- ranna áður en þeir lögðu til orrustu við múhameðstrúarmenn. En það sem gerir svæðið svo sérstakt sem það er, er þó frekar mjög sérkenni- legt landslag og ennþá sérkenni- legri byggingastíll sem þar hefur tíðkast í aldaraðir. Þama hefur fólk nefnilega höggið stórt þorp í ávala sandsteinskletta, jafnvel gert heil þorp neðanjarðar og í sjálfum Göremedal, sem er agnarlítill, eru 70 kirkjur frá tímum krossferðanna höggnar í berg en á svæðinu öllu eru þær næstum 400 af ýmsum stærðum. Við komuna til Göreme fórum við í tyrkneskt baðhús til að skola af okkur ferðarykið í unaðslegu tyrknesku gufubaði og okkur til óblandinnar ánægju komumst við að því að karlinn sem rak baðhúsið tók að sér að þvo fot. Næstum all- ir skildu eftir föt til að láta þvo og hugsuðu með ánægju til þess að hafa aftur hrein föt að vera í. En sú ánægja fékk skjótan og skelfílegan endi. Þegar við sóttum fötin aftur næsta dag kom í ljós að karlinn hafði álíka mikla þekk- ingu á fataþvotti og ég hef á kjam- eðlisfræði. Fötin voru nefnilega öll skreytt hinum fjölbreytilegustu flekkjum í öllum stærðum og ýms- um litum og flest höfðu að auki dökka ryðrönd eftir jámvír sem karlinn hafði hengt þau á til þerr- is. Og ekki bætti úr skák að þau voru skítugri en nokkru sinni fyrr. Það var því grátur og gnístran tanna þegar fötin voru sorteruð, en það snerist reyndar upp í hina bestu skemmtun þegar við fómm að bera saman og keppa um hver ætti nú skrautlegustu flíkumar. Það var stelpa frá Nýja Sjálandi sem var ótvíræður sigurvegari, eft- ir þetta var hún til fara eins og illa skreytt jólatré. Eftir náðuga og skemmtileg daga í Göreme tók við kaldasti og erfíðasti sólarhringur ferðarinnar. Upp úr hádegi þann 17. nóvember var ekið af stað og ekið allan dag- inn og alla nóttina og eftir því sem austar dró varð stöðugt kaldara, bíllinn hrímaði að innan og það var ekki auðvelt að festa blund þó við pökkuðum okkur inn í svefnpok- ana. Þegar birti að morgni blasti við hvít jörð svo langt sem augað eygði og áfram var haldið fram á miðjan dag þar til við komum til þorpsins Dogu Bayzit, 26 klukku- stundum ertir að við fórum frá Göreme. í þessu litla og vinalega Kúrdaþorpi við rætur Araratíjalls, var höfð næturdvöl á góðu hóteli og safnð orku áður en við lögðum til orrustu við íranska landamæra- kerfiskalla. íran Það var ekki eins mikið vesen að fara yfír landamærin og við höfðum búist við, aðeins endalaus bið meðan kerfískallamir veltu vöngum yfír vegabréfunum okkar. í nokkra klukkutíma biðum við í sal sem var nokkurs konar einskis- mannsiand. Úr honum voru tvennar dyr hvor á móti annarri, aðrar lágu til Tyrklands, hinar til Iran og yfír dyrunum horfðust í augu þeir Kho- meini æðstiprestur og Ozal Tyrk- landsforseti. Eftir átta klukkutíma bið eftir tveim vegabréfaskoðunum, tveim tollskoðunum, lögreglust- impli og að lokum eftir afgreiðslu í banka, þar sem við vomm neydd tii að skipta 150 dollumm á tífalt lægra gengi en fæst á svörtum markaði, var okkur hleypt inn í Iran. En við voram þó ekki laus. Fyrsta klukkutímann í íran vomm við stoppuð á nokkurra mínútna fresti og tveir til þrír hermenn komu upp í bílinn, rótuðu í nokkmm töskum, litu á einn eða tvo passa (stundum á hvolfí) og létu okkur svo fara. Mér var illa bmgðið eitt skiptið sem við voram stoppuð. Ijaldinu var svipt upp og í bjarma frá eldi sem logaði viðp vegabrún- ina sáum við tvö böm, stráka ekki eldri en fímmtán ára, með hjálma á höfði, miða vélbyssum upp í bílinn og mér varð hugsað til þess með óhug að það væri nú ekki langt síðan þessum strákum þótti ekkert eðlilegra en að salla hver annan niður í kábojleik. Hvað skyldi nú þurfa mikið tilefni til að þeir sýndu mátt sinn og megin og létu byss- umar tala? Nú tók við önnur sólarhrings keyrsia til borgarinnar Esfahan, bæði vegna þess að vesturhluti íran ku vera lítt áhugaverður og svo skildist okkur að Khomeini væri ekkert hrifínn af því að hafa túr- ista út um allt, hann vill bara hafa þá á einum stað, þ.e. í Esfahan. í Esfahan var gist á fímm stjömu hóteli, sem mun vera fyrrverandi keisarahöll og ber það fyllilega með sér í öllu nema verðinu, tveggja manna herbergi kostar 200 krónur. Á 16. öld var sagt um Esfahan að hún væri hálfur heimurinn. Hvort það er satt og rétt skal ég ekki segja um, en það er hins veg- ar rétt að þar var háborg hins múslimska heims og einkum þó múslimskrar byggingalistar. Þarna vom reistir nokkrar moskur, sem þóttu öllum öðmm glæstari, og tvær glæsilegar brýr jrfir ána Zaindeh, önnur fyrir keisarann og hans fjölskyldu en hin fyrir almúg- ann. Borgin er öll mjög hrein og snyrtileg og þar em fallegir skraut- garðar þar sem námsmenn sitja og lesa í skólabókunum en Esfahan er mesta skóla- og menningarborg írans. Andrúmslofið þama kom okkur mjög á óvart, við höfðum búist við því að þama væri allt svo stíft og strangt og jafnvel fjandsamlegt í garð vesturlandabúa, en það var öðra nær. Fólkið var sérsaklega glaðvært og létt og borgin nokkuð vestræn, hún hefur sína hamborg- arastaði og verslunargötur og okk- ur þótti merkilegt að sjá í verslun- um sokka með mynd af Rambó. Við tókum líka eftir því að íranir taka ekki alvarlega hina broslegu tilburði yfírvalda til að æsa í fólki hatur á Bandaríkjunum. Til þessa era til dæmis hengdar upp á götum úti stórar og ógnvekjandi- myndir af Ronald Reagan með blóðugan hníf í hendi, gefín út frímerki með slagorðinu „Hemám Banda- rílqanna, njósnabælisins“ og á með- an við vomm þama var haldinn þar svokallaður „Dauði yfír Banda- ríkjunum-“ dagur þar sem fyrst og fremst var höfðað til bama. En þó að fólk taki þetta ekki alvarlega þá er það greinilega hrætt við stjómvöld og útsendara þeirra. Það var til dæmis eitt kvöldið að tveir ungir hermenn gáfu sig á tal við okkur á hótelinu til að forvitnast um hvemig þeir gætu gerst pólitískir flóttamenn á Vesturlönd- um. Þeir vom búnir að fá nóg af klerkastjóminni og orðnir fullsadd- ir af því að beijast í tilgangslausu og heimskulegu_ stríði og vom að ráðgera flótta. Út frá þessu fómm við að tala um stjómmálaástand í landinu, þeir töluðu í hálfum hljóð- um og sussuðu á okkur í hvert sinn sem einhver gekk hjá því það getur hver sem er verið útsendari leyni- þjónustunnar og þeir sögðust myndu lenda í fangelsi ef heyrðist til þeirra. Það fór ekki hjá því að ég sæi í nýju ljósi hvað það em mikil forréttindi að búa við lýðræði og frið og að njóta sjálfsagðra mannréttinda og frelsis, og skítt með alla verðbólgu og meinta „fá- tækt“ á íslandi. Þessir ljúfu dagar í Esfahan tóku enda, við kvöddum lúxushótelið okkar með támm og ókum af stað Vefarinn mikli frá Kasmír. í átt til landamæranna að Pakistan. Ég verð að segja það að austur- hluti íran er ekki áhugaverður, séður úr bílglugga, iitlaus flatn- eskja með litlum tilbrigðum. Við ókum með hinum hefðbundnu mat- ar- og klósettstoppum að landa- mæmnum og komumst hratt og auðveldlega í gegn. Á landamæra- stöðinni tók ég eftir áletmn á vegg sem sagði: „Allt sem við viljum em alheimsjrfirráð Muhameðstrúar- manna." Hógvær ósk það. Pakistan Af rennisléttum, malbikuðum vegum Iran vom allmikil viðbrigði að fara út í algerar auðnir og veg- leysur Baluchistan-héraðs í Pakist- an. Við ókum nokkrar klukku- stundir, eftir vegum sem minntu á verstu íslenska Qallavegi, án þess að sjá nokkur merki mannabyggða önnur en örfá lágreist hreysi þeirra hirðingja sem héraðið byggja. Und- ir kvöldið settum við upp tjöld í miðri eyðimörkinni þar sem við þjuggumst ekki við að vera ónáðuð af forvitnum heimamönnum. En viti menn, yfír eina sandölduna, í Qarska, komu röltandi í rólegheit- um, nokkrar toginleitar mannvemr í hnésíðum kyrtlum og víðum poka- buxum með litlar, flatar húfur skrejrttar ótalmörgum örlitlum speglum. Þetta var fólk úr agnar- litlu þorpi um kílómetra í burtu, komið til að horfa á þessa skrítnu útlendinga gera sig að fíflum. Fólk- ið kom gangandi með hendur fyrir aftan bak (einkenni Baluchistana) og settist á hækjur sér (annað ein- kenni Baluchistana), sumir við matartjaldið, aðrir við varðeldinn. í rúman klukkutíma sat fólkið svo nánast uppí okkur og starði í for- undran og benti og hló mikið. Síðan stóð það upp, setti hendur aftur fyrir bak og rölti af stað útí eyði- mörkina, rejmslunni ríkara og birgt fyrir næstu mánuði af sögum af þessum biluðu útlendingum. Og áfram var haldið, í gegnum auðnina, í átt til borgarinnar Qu- etta. Á leiðinni komum við til smá- bæjar þar sem við ollum svo mikl- um usla og írafári og vöktum svo mikla athygli að bæjarbúar hafa áreiðanlega tekið upp nýtt tímatal sem miðast við „daginn sem útlend- ingamir komu.“ Árið 1935 varð í Quetta stór jarðskjálfti sem jafnaði borgina við jörðu og þar em því engar bygging- ar eldri en 53 ára gamlar og engar sögulegar minjar. En litskrúðugt mannlífið bætir það fyllilega upp, karlmennimir flestir fíilskeggjaðir og sérkennilega langleitir, ýmist með túrban eða lítinn, flatan hatt, konumar huldar frá toppi til táar í hvítum eða svörtum kuflum svo ekki sást einu sinni í andlitið. Far- artæki em af ýmsum toga, einstaka bíll, hesta- og asnakermr, en skemmtilegastir em hinir svoköll- uðu riksjáar, sem em yfírbyggðar, þriggja hjóla vespur. Þær gegna hlutverki leigubfla og era þaktar alls kyns skrauti og glingri svo þær verða hið mesta augnakonfekt og skemmtun á að horfa, þar sem þær skjótast um í mannþrönginni sneggstar allra farartækja vegna smæðar sinnar. Eftir því sem austar dró gaf eyðimörkin eftir og landið varð smám saman grænna jrfír að líta, í stað hinna toginleitu Baluchistana vom það kringuleitir Punjabar sem horfðu á eftir okkur í fomndran og á fímmta degi í Pakistan komum við af hróstmgri hásléttunni niður í hinn raka, gróðursæla og mjög svo þéttbýla Indusdal. Okkur bar hægt jrfír vegna þess hve vegimir em slæmir og einn morguninn fest- ist bíllinn í sandflagi. Það kostaði okkur mikið basl og erfíði og ýms- ar tilfæringar að losna og vakti geypilega kátínu meðal heima- manna. En það hafðist fyrir rest og við komumst til borgarinnar Lahore við landamærin að Indlandi. Á meðan við vomm í Lahore vom þingkosningar í landinu. Á kosningadaginn sáust hópar manna ganga um götur hrópandi slagorð og mönnum var greinilega nokkuð heitt í hamsi og einu sinni sáum við rútu fulla af gráklæddum lög- reglumönnum með byssur, kylfur og glerskildi, svipað og stundum sést í óeirðafréttum í sjónvarpinu. Um kvöldið heyrðum við svo óljósan orðróm um bardaga í borginni og að einhveijir hefðu verið drepnir. Næsta dag nefndi ég þetta við tvo pakistanska stráka sem við hittum og spurði hvort þetta væri rétt. Svarið sló mig mjög: „Auðvitað vom nokkrir drepnir,". sagði annar þeirra, „þetta vom nú kosningar." Það var kominn desember og handan móðucnar sem lá í loftinu biðu undur Indlands. Indland Eftir heilan dag á landamæmn- um lá leið okkar fyrst til Kasmír. Við fómm með herfylgd, að nætur- lagi, norður í gegnum hið ófriðlega Punjab-hérað, til Jammu-héraðs. í Jammu var okkur sleppt lausum og áfram var ekið um iðgræna og skógivaxna fótstalla Himalaja- fjalla. Hátt jrfir svifu emir vængj- um þöndum en meðfram veginum Kalt morgunverðarborð í Austur-Tyrklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.