Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 3SÍ Samgöngfuráðherra á ferð um Austurland Seyðisfirði. MATTHÍAS Á. Mathiesen sam- gönguráðherra verður á ferð um norðurhluta Austurlands dagana 4.-6. ágúst. Hann mun skoða hafnar- og samgöngu- mannvirki, fara i heimsóknir í fyrirtœki og hitta sveitarstjóm- armenn. Ferðin hefst á Egilsstöðum fimmtudagsmorguninn 4. ágúst kl. 8.00 þar sem hann skoðar framkvæmdir við Egilsstaðaflug- yöll og ræðir við ráðamenn flug- vallarins og forsvarsmenn bygg- ingarverktákanna þar. Síðan mun hann hitta oddvita Fellabæjar og Opið hús í Norræna húsinu myndin „Þrjár ásjónur íslands" með norsku táli. Í anddyri hússins stendur nú yfír sýning á íslenskum steinum og í sýningarsal er sýning á landslags- málverkum eftir Jón Stefánsson. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22.00 eins og venja er á fimmtudögum meðan „Opið hús“ verður á dagskrá í sumar. í bóka- safni liggja frammi bækur um ís- land og íslenskar hljómplötur. Aðgangur er ókeypis. í „OPNU húsi“ í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 4. ágúst kl. 20.30 talar sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður um Þingvelli, hvert hlutverk þeirra hafi verið í vitund þjóðarinnar og sögu. Spjall Heimis verður flutt á dönsku, enda er dagskráin í „Opnu húsi" einkum ætluð norrænum ferðamönnum, en íslendingar eru engu að síður velkomnir. Eftir kaffíhlé verður sýnd kvik- Tónleikar í Dómkirkjunni TVEIR ungir þýskir tónlistar- menn halda tónleika i Dómkirkj- unni í kvöld kl. 20.30 og flytja verk fyrir orgel, gítar og söng. Leikin verður tónlist frá fímm síðastliðnum öldum, meðal annars eftir Johann Sebastian Bach, John Dowland, Benjamin Britten og Oliv- er Messiaen. Michael Hillenstadt, sem er kenn- ari í gítarleik í Hamburg, og Wolf- gang Knuth, sem starfar sem orgel- leikari og tónskáld í sömu borg, eru á tónleikaferð í kringum landið. Eftir hljómleikana í Reykjavík munu þeir koma fram á fimmtu- dagskvöld á Selfossi og á sunnu- daginn kl. 15.00 i Skálholti. Ollum er heimill aðgangur á tón- leikana. LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Skyndi- kynni“ með Lea Thompson og Victoria Jackson í aðalhlutverk- um. „Skyndikynni“ fjallar um leit tveggja vinkvenna að draumaprins- inum, en breytt viðhorf níunda ára- heimsækja fyrirtæki. Farið verður til Seyðisfjarðar þar sem hann ræðir við bæjar- stjóra og bæjarráðsmenn, skoðar hafnarmannvirki og farþegafeij- una Norrönu sem kemur til Seyðis- ijarðar á hvetjum fímmtudags- morgni. Hann fundar með stjóm- um Sjálfstæðisfélaga á Austurl- andi og sveitarstjómarmönnum Sjálfstæðisflokksins í hádeginu á Hótel Valaskjálf. Ráðherra verður með við- talstíma í Valaskjálf kl. 14.30 og kl. 16.00 hittir hann samgöngu- nefnd og framkvæmdastjóm Sam- bands sveitarfélaga á Austurlandi. Um kvöldið verður hann á opnum fundi í Brúarási í Jökulsárhlíð. Á föstudagsmorgun hittir sam- gönguráðherra bæjarstjóra og bæjarstjómarmenn á Egilsstöðum og heimsækir fyrirtæki þar. Síðan fer hann til Bakkafjarðar og Vopnafjarðar þar sem hann heim- sækir fyrirtæki. Hann heldur kvöldverðarfund á Hótel Tanga með stjóm Sjálfstæðisfélagsins og sveitarstjórnarmönnum Sjálfstæð- isflokksins. Um kvöldið verður hann á opnum fundi í félags- heimilinu Miklagarði í Vopnafirði. Á laugardagsmorguninn hittir hann sveitarstjóra og sveitar- stjómarmenn á Vopnafírði og skoðar þar hafnarmannvirki og heimsækir fyrirtæki. Þessari ferð ráðherra lýkur svo á hádegi á laug- ardag en síðar þann sama dag verður hann viðstaddur vígsluat- höfn Flugmálaráðs á nýrri flug- stöðvarbyggingu á Vopnafírði. - Garðar Rúnar Leifur Leópoldsson skoðar bækling þann sem Krýsuvíkursamtökin hafa sent frá sér, þar sem markmið þeirra og málstaður eru kynnt. Áheitaganga Leifs Leópoldssonar; Gekk með ísaðri girð- ingu í blindaþoku LEIFUR Leópoldsson er nú kom- inn langleiðina yfir landið endi- langt eftir að hafa gengið í 33 daga. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Leif hafði hann lagt að baki um 580 km en átti um 40 km eftir. Göngunni lýkur væntanlega við Arnarstapa á laugardag. Tilgangurinn með göngu Leifs er að safna áheitum til styrktar Krýsuvíkursamtök- unum, en meginmarkmið þeirra er að koma á fót meðferðarstofn- un fyrir unglinga í vímuefna- vanda í Krísuvíkurskóla. Leifur var staddur á Snæfellsnesi þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Nánar tiltekið undir Elliða- hamri, miðja vegu milli Kerlinga- skarðs og Fróðárheiðar. Hann sagði veður hafa verið gott yfír helgina, en í síðustu viku lenti hann 5 nokkr- um hrakningum. „Ég lenti í heil- miklu slarki á miðvikudeginum og á fímmtudaginn, þegar það skall á með slyddu og hagléli. Þetta var versta veður sem komið hefur á leiðinni. Hiti var við frostmark og ég gekk meðfram ísaðri girðingu í blindaþoku. Þetta var á leiðinni upp af Bröttubrekku, á mótum Borgar- íjarðar- og Dalasýslu. Um nóttina svaf ég síðan undir berum himni í 2 stiga hita, en þá var ég kominn niður í Mjóadal, ekki langt frá Hítardal." Leifur er nú einn á ferð, en hund- urinn Vaskur sem lagði af stað með ' honum frá Reyðarfírði várð fljótt sárfættur og sá Hjálparsveit Skáta á Akureyri um að koma honum til síns heima úr Herðubreiðarlindum. Samkomulag ráðuneyta vegna rekstrarvanda Landakots: Fulltrúaráð Landakotsspítala fjallar um tillögurnar í dag Victoría Jackson og Lea Thompson í hlutverkum sínum í kvikmynd- inni „Skyndikynnum". „Skyndikynni“ í Laugarásbíó tugarins og lífshættulegir sjúk- dómar setja þeim vissar hömlur. En löngunin er oft sterkari en sið- gæðið og verður þeim oft á í mess- unni. En það birtir þó upp um síðir er þær ákveða að dvelja á heilsu- hæli og halda leit sinni þar áfram. (Frcttatilkynning) FULLTRÚARÁÐ Landakotsspít- ara fjallar í dag um samkomulag heilbrígðisráðherra og fjármála- ráðherra um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda spítalans. Tillög- urnar voru lagðar fyrir fram- kvæmdastjórn spítalans á föstu- dag en Logi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landakotsspitala vildi í gær ekki tjá sig um tillög- urnar fyrr en fulltrúaráðið hefði lýst afstöðu til þeirra. Ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála sammæltust á föstudag um tillögur í 14 liðum sem komi til framkvæmda á næstu fjórum mánuðum. Gert er ráð fyrir að sett verði á eftirlits- stjóm þriggja manna til marsloka Sauðárkrókur: Kiwamsmenn gefa sjúkrahúsinu búnað Sauðárkróki. STJÓRN Kiwanisklúbbsins Drangeyjar á Sauðárkróki færði síðastliðinn mánudag Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki myndarlega gjöf, 15 náttborð til nota á ellideild Sjúkrahússins. Veitti Ólafur Sveinsson yfirlækn- ir þessarí gjöf móttöku fyrir hönd stofnunarinnar. í ávarpi sem Sigurgeir Angantýs- son flutti við afhendingu gjafarinnar kom fram að Kiwanismenn hefðu ákveðið að minnast 10 ára afmælis klúbbsins á þann hátt að gefa Sjúkrahúsinu einhveija þá hluti er þangað vantaði og í samráði við lækna og hjúkrunarforstjóra hefðu þessi náttborð orðið fyrir valinu. Fram kom að fengist hefðu niður-. felldir tollar og öll aðflutningsgjöld af borðunum en þau kosta tæpa hálfa milljón króna. Lýsti Sigurgeir þeirri von Kiwanismanna að nátt- borð þessi kæmu sjúkum, öldruðum á deild 2 að sem bestum notum. Ólafur Sveinsson yfírlæknir veitti og gjafabréf sem þeim fylgdi og þakkaði þessa ágætu gjöf og þann hlýhug sem í gjöfínni fælist. Sagði Ólafur að borðin kæmu að mjög góðum notum, þar sem þau eru sér- staklega ætluð þeim sem eru alger- lega rúmliggjandi og sérhönnuð fyr- ir þá. Að lokum sátu Kiwanismenn kaffíboð með stjóm Sjúkrahússins, læknum og hjúkrunarforstjórum. í viðtali við Hjalta Guðmundsson formann Kiwanisklúbbsins kom fram að þetta væri í fyrsta sinn sem klúbburinn gefur búnað til sjúkra- hússins en mikið af starfínu hefði beinst að því að styrkja einstaklinga sem þess hefðu þurft með, vegna ýmissa erfíðleika, til dæmis vegna ferða og dvalar á sjúkrahúsum er- lendis. Hins vegar sagði Hjalti að næsta verkefni klúbbsins væri að styðja myndarlega við bakið á ungri og efnilegri sundkonu af Sauðár- króki, Lilju Maríu Snorradóttur, en hún hefur nú unnið sér rétt til þátt- töku á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul á þessu ári. _ BB 1990 til að koma tillögunum fram. Sú stjóm verði skipuð einum fulltrúa úr hvom ráðuneyti og einum frá spítalanum og hafí heimild til að ráða sér starfsmann. Að því tilskyldu að stjóm Landakotsspítala fallist á þetta fyrirkomulag og aðgerðirnar mun ríkissjóður leggja fram fé, á þessu og næsta ári, til að gera upp skuldir spítalans svo hann komist á eðlilegan rekstrargrundvöll. í tillögum ráðuneytanna er fyrst gert ráð fyrir því að rekstur spítal- ans verði færður í það horf að hann verði innan ramma fjárlaga. Þá verði not Landakots af fasteignum styrkt- arsjóðs spítalans endurskoðuð. Þá er lagt til að leigutakar á Marargötu 2 verði látnir standa und- ir kostnaði þannig að spítalinn beri engan kostnað af húsnæðinu. Lækn- ar spítalans reka þama læknastöð og leigja húsnæðið af Landakotspít- ala. I tillögunum er gert ráð fyrir að skilið verði fjárhagslega á milli reksturs spítala og læknamiðstöðv- ar, læknamiðsöðin greiði starfsfólki sínu laun sjálf og einnig annan rekst- urskostnað án þess að slíkt fari um reikninga spítalans. Lagt er til að kannað verði hvort hagkvæmara sé að selja þvottahús spítalans eða vélar þess eða halda áfram rekstri. Þá er lagt til að stofn- skrá styrktarsjóðs Landakots verði staðfest með venjulegum hætti og að hann hafi ekki leigutekjur frá spítalanum. Tryggt verði að sjóður- inn og allar eigur hans verði í eigu spítalans. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgefandi sérfræðinga á spítalanum dragist frá launum þeirra sérfræðinga sem ráðinir em með samningi við spítalann. Þá ann- ist spítalinn rekstur rannsóknarstofu á sama hátt og hann annast rekstur röntgendeildar nú. Gerður verði samningur við Tryggingarstofnun ríkisins og Sjúkrasamlag Reykjavík- ur um greiðslur, og rekstur rann- sóknarstofu verði algeriega aðskil- inn frá rekstri rannsóknarstofu ann- ara aðila. Laun yfírlæknis stofunnar verði síðan í samræmi við laun sam- bærilegs yfírlæknis á Borgarspítala. Miðað er við að lyfjabúr spítalans verði rekið fyrir spítalann einan og ekki verði seld lyf til starfsemi utan hans. í samkomulaginu er siðan gert ráð fyrir að framvegis geti hvorki spítal- inn né styrktarsjóður Landakots stofnað til kaupa eða leiguskuld- bindinga nema með samþykki hefl- brigðis- og fjármálaráðherra. Kaup-' leigusamningar spítalans verði end- urskoðaðir og þeim sagt upp sem ekki standist hagkvæmisathugun. Nýir kaupleigusamningar verði ekki gerðir nema með samþykki ráðherra og þeir staðfesti einnig aila samn- inga sem stjórn spítalans geri við starfsfólk, þar með talda lækna. Þá er gert ráð fyrir að eftirlit með reikningum lækna sem vinna sem verktakar verði í höndum aðila sem ekki eiga hagsmuna að gæta. Innra eftirlit og bókhald verði eflt °g tryggt verði að reikningar fari skilvíslega í gegnum spítala og komi jafnóðum fram. Loks er gert ráð fyrir að heildarendurskoðun fari' fratn á rekstri og hlutverki spítalans fyrir næstu ár með hliðsjón af verk- efnum annara sjúkrahúsa í Reykjavík og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.