Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 60 Elías M. V. Þórarinsson frá Hrauni - Kveðjuorð Þann 15. júlí sl. var lagður til hinstu hvfldar í Þingeyrarkirkju- garði í Dýrafírði Elías Mikael Vagn Þórarinsson frá Hrauni í Keldudal. Hann var sonur Þórarins Vagns- sonar bónda og sjómanns í Hrauni og Sigríðar Mikaelsdóttur konu hans frá Móum í Keldudal. Elías var fæddur 2. maí 1926. Forlögin höguðu því þannig til að þegar Elli, eins og hann var ævinlega kallaður, var ennþá ungl- ingur að árum, kom það í hans hlut að verða aðalfyrirvinna heimilisins og máttarstólpi foreldra og yngri systkina. Búskapurinn hvíldi mikils til á hans herðum, sökum heilsu- leysis föður, allt þar til foreldrar hans hættu búskap og fluttust til Þingeyrar árið 1952. Fáir nútímamenn geta gert sér í hugarlund hversu mikið var lagt á herðar 17 ára unglings þar sem öll vinna var unnin með gömlu frumstæðu verkfærunum sem not- uð höfðu verið um aldaraðir. Allur heyskapur valt því á dugnaði sláttu- mannsins ekki síst þar sem tún og engi voru ógreiðfær og sléttur fáar en tún grýtt. Elli sýndi snemma hvað í honum bjó. Hann varð fljótt einn mesti sláttumaður sveitarinnar og svo laginn við að búa í höndur sér að af bar, enda þannig af Guði gerður að allt lék honum í hendi. Hann varð snemma völundur, bæði á tré og jám og smíðaði í tómstundum sínum ótrúlegustu gripi. Vasahnífurinn varð honum mjög handleikinn og telgdi hann með honum marga fagra gripi og skar auk heldur út. Mjmdlaginn var hann svo af bar og munum við systkinin eftir mörgum fögrum myndum, sem hann teiknaði með blýanti. Alla ævi sína saknaði hann þess að geta ekki lært það, sem hugur hans stóð til, en um slíkt var ekki að ræða. Heimilið hvorki gat hann né vildi yfírgefa, yngri systkinunum vildi hann koma til manns og það gerði hann með fómfysi sinni og ást. Hann var bróðir, faðir, vinur og ráðgjafí. Hann unni heimahögum sínum meir en dæmi eru til um nútíma- fólk og kemur þá Gunnar á Hlíðar- enda upp í huga mínum. Foreldrum sínum brást hann aldrei. Hörðum höndum vann hann myrkra milli og dró björg í bú. Snemma lærðist honum að fara með byssur og varð brátt frábær skytta, sem síðar gagnaðist, er hann varð grenjaskytta sveitarinnar um langt árabil. Hann eignaðist snemma litla handknúna smiðju, sem hann keypti fyrir sparipeninga sína. Þar smíðaði hann margt er að gagni kom, en minnisstæðastir eru mér forláta sjálfskeiðungar sem hann smíðaði úr bflfjöðrum svo og goggar og stingir fyrir sjómenn, einnig skeifur og fleira smálegt. Ekki má heldur gleyma þvottavél- unum, sem hann smíðaði fyrir kon- umar í dalnum og þótt þær væru frumstæðar í meira lagi og hand- snúnar fannst þeim, sem ný tækni- öld væri runnin upp. Snemma hóf hann að smíða lítil módel af árabát- um, sem síðar þróaðist upp í stærri og meiri skip uns þau urðu að haf- færum mótorbáturfr og nú síðast var hann með sjö til átta tonna bát í smíðum fyrir Skúla son sinn, þá kom kallið og ævin var á enda. Elli var ekki bara smiður hann var einnig skáld í þess orðs fyllstu merkingu. Aðeins bam að aldri orti hann sínar fyrstu vísur og ljóð. Eftir hann liggja mörg frábær kvæði og kviðlingar og þó ekkert væri til, nema ljóðin Galdra-Loftur, Bjami á Sjöundá, Starkaður og Stóri-Jón og faktorinn væri það nóg til að skipa honum á bekk með Páli Ólafssyni, Stefáni frá Hvítadal cg Bólu-Hjálmari. Það er von mín, sem þessar fá- tæklegu línur rita, að ljóð hans komi einhvem tíma fyrir almenn- ings sjónir, svo að Dýrafjarðar- skáldið gleymist aldrei þeim, sem unna hinni fögru sveit. Fegurstu ljóðin orti hann einmitt um Dýra- Qörð, þar unni hann hveijum steini, hveijum hól, hverri laut, moldinni, fjörunni, öllu, allt var samgróið lífi hans sjálfs. „Gakktu með sjó og sittu við eld,“ sagði spákonan. Það var einmitt það sem hann gerði, þegar hann vildi vera einn með Guði sínum, þar fæddust mörg hans bestu ljóða, þar talaði hann við drottin. Elli var trúmaður og efaðist aldr- ei um framhaldslífíð. Hann gat þess oft við mig að hann hefði beðið Guð sinn um að láta sig ekki verða gaml- an farlama öldung, sem ætti allt sitt undir öðrum komið. Þá bæn fékk hann uppfyllta. Hann sagði líka að helst vildi hann fá að enda ævina í Keldudal, þar lifði hann bemsku- og manndómsárin, þar upplifði hann ástina, þar fæddust fyrstu börnin hans. Líka þá bæn veitti Guð honum. Þar synti hann lokasundið í Hjalla- lág, tjöminni, sem við böðuðum okkur svo oft í, ungir sveinar. Elli var góður sundmaður, þótt hann hefði lært það eins og svo margt af sjálfum sér og margan málsverðinn sótti hann út á sjó á sundi eftir vel heppnað skot, enda bátar ekki ávallt við höndina, en málsverðurinn kærkominn, þegar lítið var um nýmeti heima. Minnisstætt er mér er hann synti eitt sinn eftir fullorðnum sel, er hann skaut um miðjan vetur, í tólf stiga frosti og'varð ekki meint af. Björgin nýttist vel bæði mönnum og skepnum. Sundkunnáttan kom honum oft að góðu gagni og hygg ég að með henni hafi hann oft bjargað lífí bæði sínu og annarra. Ég veit að minnsta kosti í tvö skipti bjargaði hann lífí Valdimars bróður síns. Annað skiptið var, þeg- ar bát þeirra bræðra hvolfdi í haust- myrkri og brimi, þar misstu þeir bræður byssur sínar, sem var mik- ill skaði fyrir fátæka menn, en verk- færin dýr og þeim mikils virði til aðdrátta. Þeir bræður voru mjög samrýndir og trúnaðarvinir. Veit ég að Valdimar, sem nú tekur að eldast og þreytast, saknar vinar í stað, þegar vetur og skammdegi færist yfír og félagsskapar Ella nýtur ekki lengur við, það verður því langt fyrir hann að þreyja þor- rann og góuna. Bjöm Gunnlaugsson, hinn mikli lærdóms- og fræðimaður, var oft kallaður spekingurinn með bams- hjartað. Ég hygg að um Ella megi segja að hann hafi verið skáldið með bamshjartað. Það var ef til vill hans ógæfa að hann var alltof ijölhæfur. Hugurinn leitaði fanga of víða og festist ekki við neitt eitt, nema þá helst skáld- skapinn. Dýrfirðingar munu sakna skálds- ins síns, það sýndu þeir í verki er þeir fylgdu honum til grafar. Hann setti svip á mannlífið og í allri sinni smæð var hann stærri og meiri en margur sem stórmenni er talinn. Skartmenni var hann aldrei og það- an af síður sýndarmenni. Hann unni með þunga tilfínninganna og ekkert mannlegt var honum óvið- komandi. Lítilmagninn var stór í hans huga og stærstur, þegar kjör- in vom smæst. Tepruskapur og hégómi var ekki að hans skapi en hetjudáðir dýrkaði hann alla tíð. Elli lifði miklar sveiflur í mannlíf- inu en átti erfítt með að skilja við gömlu bænda- og dalamenninguna, hann trúði á ástina og kjarkur og áræði brást honum aldrei. Ég minnist þess eitt sinn er ég, þá líklega sjö eða átta ára gamall, elti Ella út yfir Hafnarófæru. Farskóla var lokið í Keldudal þennan hálfa mánuð og bömin frá Höfn og Svalvogum þurftu að kom- ast heim til sín. Þetta var í skamm- deginu og snjór og klaki á jörð, en langt að fara út með hlíð, sem oft var hættuleg á þessum árstíma, sérstaklega Ofæran. Elli var beðinn að fylgja ung- mennunum eins og svo oft, bæði fyrr og síðar. Ella var alltaf hægt að treysta fyrir öllu, líka mannslíf- um. Ég vissi að nú fóru daprir dag- ar í hönd næsta hálfa mánuð, eða þar til skóli hæfíst að nýju, því fá- mennt var í Keldudal, þegar enginn var skóli. Ég bað um að fá að fara með en fékk að sjálfsögðu neitun, þetta var engin skemmtiganga fyr- ir sjö ára bam, þegar skammdegis- myrkur fór í hönd en hlíðin fram- bólgin af svellum og harðfenni. Eg var þó ekki af baki dottinn en laumaðist á eftir hópnum. Þegar út á hlíðina kom urðu þau vör við mig og biðu eftir mér, enda of seint að snúa við og varð ég því samferða það sem eftir var. Ekki var hægt að fara niður Ófærugilið, eins og annars var oftast gert, vegna svella, varð því að klifra nið- ur fimmtán til tuttugu metra háan klett. Elli kom öllum heilum niður í §öru og var síðan haldið áfram út í Nesenda, þar kvöddum við Elli t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaöir okkar, WILLIAM S. KRASON, andaðist á heimili sínu, Arlington, Virginia, þann 1. ágúst. Anna Jónsdóttir Krason, Christine Krason, Deborah Krason Silliman, David Silliman. t Eiginkona mín og móðir okkar, I HRAFNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, HvassaleJti 48, Reykjavfk, andaöist í Landspítalanum 31. júlí sl. Haraldur Valsteinsson og börn. t Dóttir mín, GUÐLAUG VALDIMARSDÓTTIR talsfmavöröur, Rauðalæk 36, Reykjavfk, lést að kvöldi 29. júlí í Landakotsspftala. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Rósa Guðmundsdóttir. t Dóttir mín og móðir okkar, GUÐJÓNA PÁLSDÓTTIR, Seljalandi 7, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 31. júlf. Páll Gfslason, Margrót Þórisdóttir, Sóiveig Þórisdóttir. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, INGI ÁRDAL, lést í Borgarspítalanum 29. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Helga Árdal, Guðný Árdal, Gfsli Alfreösson, Björn Árdal, Kolbrún Sœmundsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, MARKÚS JÓNSSON, Borgareyrum, Vestur Eyjafjöllum, verður jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Sigrfður Magnúsdóttir og börn. t Útför föður míns, tengdafööur og afa, GUÐMUNDAR ÞORLÁKSSONAR prentara, Njálsgötu 96, veröur gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 5. ágúst kl. 15.00. Guðlaug Guðmundsdóttir, Halldór HJartarson og synir. hópinn og snérum við. Nú skall náttmyrkur á og var orðið meir en hálfdimmt, _ þegar við komum að klettinum. Ég v.ar bæði þreyttur og hræddur og iðraðist sáran óþægðar minnar. Mig hryllti við klettinum og myrkrinu, enda lofthræddur. Elli vissi að hættulegt og erfítt yrði að láta mig klifra klettinn og greip því til sinna ráða. Hann hafði dágóðan snæris- spotta í vasa sínum og batt mig á bak sér og bað mig jafnframt að halda mér fast og sleppa aldrei tak- inu um háls sér en gæta þó hófs, á því ylti líf okkar beggja. Allt fór vel og upp komumst við. Þannig var Elli, hann átti ávallt ráð og hann var ajla sína ævi að klífa klettinn með Byrðar, smáar eða stórar. Aldrei mun ég gleyma kaupstað- arferðum, sem Elli fór ævinlega fyrir jólin. Hann vék sér aldrei und- an þeim, á hveiju sem gekk, jafn- vel í hríðarbyl og fannkyngi. Hann vissi vel að það voru lítil jól í Hrauni, ef ekki næðist í ofurlítinn jólavarn- ing. Engum datt í hug að fara að sofa fyrr en Elli væri kominn til baka, en oftast kom hann samdæg- urs, og hafði þá farið milli þijátíu og Ijörutíu kflómetra vegalengd, oft með um og yfir hundrað punda bagga á baki í bakaleið, yfír hina illræmdu Eyrarhlíð eða fjöruna, ef þannig stóð á sjávarföllum, oft í mikilli ófærð og snjóflóðahættu. Hann kom með jólin með sér og hann vissi það, að heima biðu for- eldrar og systkini spennt og full eftirvæntingar, um hvíld var vart að ræða fyrr en á leiðarenda og þá aðeins um nóttina því að næsta dag tóku hin venjulegu störf við á ný- Sjálfur hóf Elli búskap á Hrauni 1951 ásamt eiginkonu sinni, Krist- jönu Vagnsdóttur. Árið 1956 fluttust þau hjónin að Amamúpi og þar bjuggu þau til 1967. Amamúpur var þá eina býlið sem eftir var í byggð í Keldudal. Þar leið þeim hjónum vel, áttu gott bú og þar uxu elstu bömin úr grasi. Þeim þurfti þó að koma í skóla og það var enginn hægðar- leikur og því tóku þau það ráð að bregða búi enn einu sinni og flutt- ust nú að Sveinseyri, þaðan var hægt að aka með bömin í skóla til Þingeyrar. Þetta voru þung spor fyrir Ella. Hann unni dalnum afar heitt og vildi helst ekki yfírgefa hann, en ást hans til bama sinna og velferð þeirra varð að lokum sterkari um stund, en tryggðabönd- in við dalinn. í gamni kallaði hann sig stundum jarlinn af Keldudal og má það til sanns vegar færa. Hann var síðasti bóndi dalsins og þar endaði hann ævi sína. Ekki get ég endað þessi orð mín án þess að minnast æskuvina Ella og okkar bræðra, þeirra Guðmund- ar Sörens og Friðgeirs Magnússona frá Fremribæ, þeir voru okkur systkinum alla tíð sem bræður, vin- átta þeirra við okkur var hrein og fölskvalaus, þeim unni Elli sem eig- in systkinum og mat þá mikils alla tíð. Elli og Kristjana eignuðust ijóra syni og ijóra dætur, allt dugnaðar- fólk og vel af Guði gert. Synimir eru allir sjómenn, tveir þeir elstu skipstjórar. Kristjana reyndist manni sínum farsæll lífsförunautur og hin mesta dugnaðarkona, bæði unnu þau bömum sínum mjög mikið. Það fundu bömin, því að á Sveinseyri voru þau tíðir gestir eft- ir að þau eignuðust sín eigin heim- ili. Elli hafði því um sig sína eigin hirð, þótt höll jarlsins væri smá og hvorki skreytt gulli né gimsteinum. Ástúðin var gullið, hjörtun gim- steinarnir. Harmurinn er því sár og söknuð- urinn ógnþrunginn. Við skulum samt aldri gleyma því, sem áttum ást hans og vináttu, að Elli lifir í minningum um val- menni og í ljóðum sínum og bömum og afkomendum öllum. Hirð jarlsins stækkar, afkomendum hans ijölgar, lífíð heldur áfram. Guð styrki þig Kristjana og ykk- ur bömin hans og barnaböm í sorg ykkar og söknuði. I.Þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.